Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 2
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 Fjárþörf LÍN verði lækkuð um 300 milljónir; Ekki ljóst hvernig ná á þeim sparnaði - segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að breyta útlánareglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) þannig að viðbótarfjárþörf sjóðsins lækki um 300 m.kr. þannig að hún verði 400 m.kr. króna í stað 700 m.kr.. Kemur þetta fram í skýrslu um ríkisfjármál fyrir árið 1991 sein Frið- rik Sophusson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, segir að sljórn LÍN hafi verið fal- ið að gera tillögur um hvernig ná megi þessum sparnaði. „Það er ekki enn ljóst hvernig þetta verður útfært. Málið er hjá stjórn sjóðsins eins og er og hefur hún verið beðin um að ná fjárþörf- inni niður um 300 m.kr. Við vitum þó ekki enn hvort það er gerlegt," segir menntamálaráðherra. Hann segir að ef þetta markmið náist fram að fullu geti það þýtt um 20% lækk- un á útlánum sjóðsins. „Fráfarandi stjórn lánasjóðsins var búin að vinna ákveðið verk í niðurskurðarátt en taldi ekki rétt að samþykkja þær til- lögur rétt áður en hún léti af störf- Morgunblaðið/Þorkell Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, að lokinni undir- ritun samkomulags launanefnda launþegasamtakanna og vinnuveitenda í húsakynnum Alþýðusambands- ins síðdegis í gær. Samkomulag aðila vinnumarkaðarins um launahækkanir; 6.300 króna eingreiðsla til allra launþega í júlí Persónuuppbót vegna viðskiptakjarabata metin til 2% launahækkunar LAUNANEFNDIR launþegasamtakanna og viðsemjenda þeirra komust að samkomulagi í gær um launahækkanir 1. júni sam- kvæmt kjarasamningum og hlutdeild launþega í viðskiptakjara- bata. Auk 2% áfangahækkunar launa 1. júní greiðist 0,57% vegna verðlagsákvæðis kjarasamninganna. Samkomulag tókst um að laun- þegum skuli til viðbótar greidd sérstök 6.300 króna eingreiðsla að meðtöldu orlofi 1. júlí vegna viðskiptakjarabata. Þá gaf ríkis- srjórnin fyrirheit í gærmorgun um að lífeyrisþegar skuli fá sam- bærilega uppbót samkvæmt ákveðnum viðmiðunum en ekki er búið að ganga frá með hvaða hætti það verður. Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, segir að eingreiðslan þýði um 2% launahækkun út samningstíinann. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að þessi uppbót feli í sér útgjaldaauka fyrir launagreið- endur uppá 750-800 milljónir kr. í úrskurði launanefndanna segir að starfsfólk sem er við störf í fyrir- tæki þann 14. júní og verið hefur í fullu starfi frá 1. mars sl. skuli fá sérstaka 6.300 kr. eingreiðslu 1. júlí. Starfsfólk með skemmri starfstíma skuli fá greitt hlutfalls- lega miðað við starfstíma á tímabil- inu frá 1. mars - 14. júní. Starfs- fólk í hlutastarfi, sem uppfylli sömu skilyrði, fái greitt hlutfallslega mið- að við starfshlutfall af 40 stunda vinnuviku. Starfshlutfall þeirra sem vinna að jafnaði óreglulegan vinn- utíma eða utan dagvinnutíma verði fundið með hlutfalli unninna stunda af vinnustundafjölda sem gildi fyrir fullt starf á viðkomandi starfssviði. Fæðingarorlof allt að sex mánuð- um skerðir ekki rétt til greiðslu. Iðnnemar sem eru í föstu vinnusam- bandi við meistara eða fyrirtæki og eru í starfi á viðmiðunartímanum fá 4.400 kr. Eingreiðslan greiðist aðeins tíma- og mánaðarkaupsfólki 16 ára og eldri, en kemur ekki til viðbótar aflahlut sjómanna. Hins vegar fá þeir hlutfallslegan rétt til greiðslunnar ef þeir hafa fengið greidda kauptryggingu á viðmiðun- artfmabilinu. Auk þessara hækkana fá laun- þegar innan BSRB og ASÍ 7.500 kr. orlofsuppbót í sumar samkvæmt kjarasamningum og hefur hún hækkað um 500 kr. frá síðasta ári. Félagar í BSRB fá uppbótina 1. júní en ASÍ-félagar á tímabilinu 1. júní - 15. ágúst Ásmundur Stefánsson sagði að niðurstaðan í gær væri ásættanleg þótt launþegar hafi viljað festa kauphækkunina inn í launatöxtum en viðsemjendurnir hafi ekki viljað fallast á það. „Þetta samkomulag felur í sér viðurkenningu á því sjón- armiði að þessi viðskiptakjarabati skuli koma til launafólks og er í samræmi við samningsforsendur," sagði hann. Ógmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að staðið hefði verið við samninginn og væri þetta skref í rétta átt. Kvaðst hann vera sér- staklega ánægður með að fengist hefði trygging fyrir að lífeyrisþegar fengju einnig persónuuppbótina. Þórarihn V. Þórarinsson sagði að fulltrúar vinnuveitenda hefðu lagt áherslu á að viðhalda möguleik- anum á að semja á grundvelli þess efnahagslega bata sem gert hefði vart við sig að undanförnu. „Þjóðar- tekjurnar verða að líkindum 3% hærri í ár en í fyrra og við töldum mikilvægt að fullkomið traust héld- ist á milli þessara samningsaðila. Með því að velja eingreiðslufyrir- komulagið komum við til móts við launþega um að þeir fái notið strax, með beinum hætti, einhvers bata. Til viðbótar er sá hluti sem stafar af lægra innflutningsverðlagi og komið hefur nú fram i að kaupmátt- ur á síðustu sex mánuðum er að meðaltali 0,6% hærri en við var miðað við framlengingu samninga í nóvember," sagði hann. Þórarinn sagðist hafa áhyggjur af launaþróuninni og sagði að eftir þessar ákvarðanir hækki Iaun á sjö mánaða tímabili, frá í lok nóvember á síðasta ári, um 8,5% en til saman- burðar væru launabreytingar á heilu ári í OECD-ríkjunum um 6%. „Við erum komin á hættulega braut en teljum okkur vera að styrkja félagslegar forsendur framlenging- ar samninganna án þess að veikja verulega efnahagslegar forsendur," sagði hann. um. Þess ber líka að geta að fyrri ríkisstjórn tók 200 m.kr. af fjárveit- ingu til lánasjóðsins við afgreiðslu fjárlaga og ætlaði sér í þessu sem ýmsu öðru að athuga málin síðar á árinu. Það lendir einfaldlega á okkur að gera það." Ráðherra segir að það sem nú sé til umfjöllunar sé einungis endur- skoðun á úthlutunarreglum sjóðsins til að ná niður fjárþörf hans. Hann hafi hins vegar einnig ákveðið að skipanefnd til að endurskoða lögin um LÍN og verði farið í það verk í sumar þannig að hægt verði að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi næsta haust. Lárus Jónsson, formaður stjórnar LIN, segir stjórnina ekki vera farna að ræða þetta mál enn þá. Hann geri þó ráð fyrir að fljótlega verði boðað til fundar í stjórninni. Enn sem komið er sé málið hins vegar einung- is á umræðustigi. „Það var lækkuð fjárveitingin til sjóðsins um 200 m.kr. við fjárlagaafgreiðslu og hafa ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að ná þeim niðurskurði. Þarna er verið að tala um að ná því markmiði í raun og 100 m.kr. því til viðbótar. Þetta er það eina sem hægt er að segja um málið á þessu stigi," segir Lárus. Sigurjón Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs, segir að hann sé mjög sleginn yfir þessum áformum og varla trúa að eigi að-gera þetta. „Ef það á að spara 300 m.kr. í haust þýðir það að samþykkja verður út- híutunartiHögur sem fela í sér 600 m.kr. niðurskurð miðað við heilt námsár. Það myndi þýða um 20% skerðingu námslána. Núna er hám- arkslán fyrir námsmann í leiguhús- næði 55.000 krónur á mánuði og myndi það því lækka í 44.000 ef lán yrðu skorin niður um 20%. Það ber hins vegar að hafa í huga að meðal- lán eftir að búið er að taka tillit til tekna eru líklega um 40.000 krónur. Eg held að menn geri sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar svona ákvörðun hefur. Þeir hafa ekki hugs- að þetta dæmi til enda," segir Sigur- jón. Hann segir að í dag muni sam- starfsnefnd námsmannahreyfmg- anna koma saman til að ræða stöðu mála. Þórarinn V. Þórarinsson, VSI: Útgáf a húsbréfa við- heldur háu vaxtastigi Formenn aðildarfélaga BSRB mót- mæla vaxtahækkun ríkisstjórnarinnar ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, segir að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um vaxtahækkanir og aðhaldsaðgerð- ir séu skynsamlegar en þær séu þó aðeins fyrsta skrefið og gera verði kröfu til framhaldsaðgerða til að tryggja stöðugleika. Hann segir það þó valda vonbrigðum, að á sama tíma og boðuð séu áform um að draga úr lántöku- þörf sé yfirlýst að gefin verði út húsbréf fyrir 5 milljarða sem muni fara inn á lánamarkaðinn og halda uppi háu vaxtastigi. Formenn aðildarfélaga BSRB sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem ákvörðun ríkisstjómarinnar um vaxtahækkun er harðlega mótmælt. „Sérstaklega ámælisverð er sú ákvörðun að hækka vexti í húsnæðis- lánakerfinu afturvirkt. Með þessu móti eru settar enn meiri álögur á húsnæðiskaupendur og kaupmáttur þeirra skertur," segir m.a. í ályktun formannanna. Sjá viðtöl á bls. 24-25 Sigurjón Sighvatsson og Steve Golin: Fjármagna og dreifa Gullpálmakvikmynd BANDARISKA kvikmyndin Barton Fink hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes á mánudag. Fyrirtækið Manifesto, sem er í eigu Sigurjóns Sighvatssonar og Steve Golin í Los Angel- es á móti Polygram-fyrirtækinu, fjármagnar myndina að hálfu og sjá þeir um alla dreifingu hennar utan Bandaríkjanna. Mynd- in hlaut einnig fyrstu verðlaun fyrir leikstjórn og besta aðalhlut- verk karlleikara. Þetta er annað árið í röð sem Sigurjón og Steve eiga hlut að verðlaunamynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes en fyrirtæki þeirra, Propaganda films, sá um framleiðslu myndarinn- ar Wild at Heart sem hlaut Gullpálmann á síðasta ári. Sigurjón sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu lagt hátt í 300 milljónir króna í mynd- ina. „í staðinn fáum við dreifing- arrétt utan Bandaríkjanna. Við njótum góðs af þessu því verðgildi myndarinnar hækkar þegar hún hlýtur Gullpálmann og þetta er mjög góður árangur fyrir Mani- festo því fyrirtækið er ekki nema tæplega tveggja ára gamalt." Sigurjón sagði að fyrir verð- launaveitinguna hafi þótt ólíklegt að bandarísk kvikmynd myndi hljóta verðlaunin þriðja árið í röð. „En auk þess að hljóta Gullpálm- ann fékk myndin tvenn önnur verðlaun sem hefur aldrei gerst áður í Cannes," sagði hann. Myndinni er leikstýrt af bræðrun- um Joel og Ethan Coen og hlaut John Turturro fyrstu verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Sigurjón sagði að Propaganda films hefði sent kvikmynd sem fyrirtækið framleiddi fyrir söng- konuna Madonnu á hátíðina í Cannes og var hún meðal fimm mynda sem valdar voru á hátíðar- sýninguna. „Henni var mjög vel tekið og er verið að sýna hana við mjög góða aðsókn í Banda- ríkjunum og Frakklandi." Sigurjón sagði að Manifesto hefði þegar selt sýningarrétt að Barton Fink í mörgum löndum Evrópu og að Laugarásbíó myndi taka hana til sýninga innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.