Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 14
fíí 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 Lokaákvörðun nálgast um evrópska efnahagssvæðið eftírBjörn Bjarnason Þegar þingumræðum um stöðuna í viðræðum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubanda- lagsins (EB) um evrópska efnahags- svæðið (EES) lauk um klukkan þrjú aðfaranótt föstudagsins sagði Salóme Þorkelsdóttir, forseti samein- aðs þings, að alls hefðu verið fluttar um 30 ræður um málið. Grundvóllur umræðnanna var skýrsla Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra um fund ráðherra EFTA-landa með ráðherrum EB-landa og fulltrú- um framkvæmdastjórnar EB í Bruss- el mánudaginn 13. maí sl. Ráðherra- fundurinn var einkum merkur fyrir þá sök að þar var enn einu sinni áréttaður pólitískur vilji til að stofna EES. Á Alþingi á fimmtudag var rætt um stöðu málsins og hvert ætti að stefna með hliðsjón af íslenskum hagsmunum. Er mikilvægt að velta fyrir sér hverjar urðu meginniður- stöður þingumræðnanna, þar sem . nú dregur líklega að lokaákvörðun- um. í vikunni ráða leiðtogar EFTA- ríkjanna ráðum sínum á fundi í Vín- arborg og búa sig undir síðasta sprettinn í þessu viðkvæma máli. Uppgjör fyrrum samstarfsmanna Helsta einkenni umræðnanna á Alþingi var, að fyrrum samstarfs- menn í ríkisstjórh Steingríms Her- mannssonar voru að gera upp sín mál innbyrðis. Þar skýrðist til dæmis enn frekar, hvers vegna Jón Baldvin Hannibalsson vildi ekki halda áfram samstarfinu í stjórn Steingríms. Ól- afur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, lýsti ástandinu þannig að um margra mánaða skeið hefði ríkisstjórnin látið undir höfuð leggjast að ræða stefnuna gagnvart EES og umboð fyrir íslenska samn- ingamanninn. Þá kom einnig fram, að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum landbúnaðarráðherra, hefði- ekki staðið að gæslu íslenskra hagsmuna, svo sem varðandi rétt útlendinga til að festa kaup á fasteignum hér á landi, eins og samráðherrar hans undir forystu Steingríms Hermanns- sonar höfðu vænst. Samkvæmt ræðum fyrrverandi ráðherra efndi ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar til sérstaks fundar um EES-viðræðurnar í nóvember síð- astliðnum. Mátti helst skilja orð þeirra á þann veg, að síðan hefði málið tæplega verið rætt innan stjórnarinnar. Hinn 19. desember 1990 var efnt til sameiginlegs ráð- herrafundar EFTA og EB á borð við þann sem haldinn var 13. maí síðast- liðinn. í ályktun desember-fundarins er tekið af skarið um megindrætti stjómkerfis á EES-svæðinu, eins og nákvæmlega er rakið í skýrslu sem Jón Baldvin Hannibalsson lagði fyrir Alþingi í mars 1991 að ósk sjálfstæð- ismanna. Hún fékkst ekki rædd þá á þinginu vegna ágreinings meðal stuðningsmanna þáverandi ríkis- stjórnar fyrir þinglok. í skýrslunni sést að ríkisstjórn Steingríms sam- þykkti alla helstu þætti stjómskipun- ar EES, sem ýmsir ráðherrar í henni vilja nú gera tortryggilega og kenna við „yfirþjóðlegt" vald. í þingumræðunum skiptust þeir Jón Baldvin og Halldór Ásgrímsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra, á orð- um vegna þess að Jón Baldvin minnti á það í kosningabaráttunni, að Halld- ór hefði rætt við yfirmenn sjávarút- vegsdeildar EB um skipti á gagn- kvæmum veiðréttindum. Sagðist Halldór af þessu tilefni verða að vitna í trúnaðarskjöl til að upplýsa að þeg- ar árið 1977 hefðu hafist viðræður við EB um samstarf í sjávarútvegs- málum. Sagði hann, um leið og hann lýsti stuðningi við þátttöku Islands í EES, að í embættisstörfum sínum og viðræðum um gagnkvæm veiði- réttindi hefði hann aðeins verið að feta sig áfram á þeirri braut, sem mörkuð var undir lok áttunda ára- tugarins, eftir að full yfirráð höfðu fengist yfir 200 mílna lögsögunni. Athyglisvert var að fylgjast með því, hve hart Ólafur Ragnar Gríms- son gekk að Jóni Baldvini Hannibals- syni. Einkum voru árásir formanns Alþýðubandalagsins sérkennilegar í ljósi þess, að hann hafði skömmu áður gengið hátíðlega á fund Jóns Baldvins og boðið honum embætti forsætisráðherra. Þóttist Ólafur Ragnar hafa náð undirtökunum gagnvart Jóni Baldvini þegar hann fór í spurningaleik við hann úr ræðu- stól og dró upp úr honum svarið ,,Nei" úr hliðarsal við spurningu, sem Ólafur Ragnar samdi upp úr ræðu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra. Fyrir þá sem fylgdust með þessum löngu og fróðlegu umræðum í þingsölum var sérkennilegt að vakna við það morguninn eftir, að þetta orðaskak skyldi talið markverð- ast í kvöldumræðunum að mati frétt- amanns ríkishljóðvarpsins. Af staða flokkanna Áður en utanríkisráðherra fór til fundarins í Brussel 13. maí efndi rík- isstjórn Davíðs Oddssonar til sér- staks fundar til að ráðgast um um- boð ráðherrans. Eru stjómarflokk- amir samstiga í EES-málinu. Of f ast er hins vegar að orði kveðið, ef sagt er, að algjör samstaða hafi ríkt eða muni ríkja um EES á Alþingi. Þing- menn þurftu ekki að flytja 30 ræður á fimmtudaginn til að árétta sam- stöðu sína. Ef tekið er mið af þróun EES-við- ræðnanna síðan ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar ákvað að ganga til þeirra á árinu 1989, er ljóst, að fjórir af fimm stjómmálafiokkum, sem nú eiga menn á þingi, hafa ver- ið tiltölulega sammála um megin- stefnuna, það er að eðlilegt sé að íslendingar eigi aðild að þessum við- ræðum. Ríkisstjórn Steingríms taldi málið alfarið á sínu valdi og hafnaði afdráttarlaust tilmælum sjálfstæðis- manna haustið 1989 um að samið yrði samkvæmt sérstöku umboði, sem Alþingi samþykkti. Ráðherrar í ríkisstjóm Steingríms hafa slípað fyrirvara sína og lagað þá að fram- vindu EES-viðræðnanna. í þinginu á fimmtudag mátti skilja Steingrím Hermannsson þannig, að hann teldi, að það dygði að setja fyrirvara um búsetuskilyrði útlendinga í landinu til að fullnægja kröfum þeirra hér, sem óttast að EES kunni að leiða til stórfelldra landakaupa erlendra manna. Þingmenn Kvennalistans eru hinir einu sem hafa staðfastlega mælt gegn aðild íslands að EES. Innan Björn Bjarnason „Vilji menn að ísland gerist aðili að EES þurfa þeir að vera til þess búnir að fella sam- an stórpólitíska hags- muni, er lúta að fram- tíðarsess okkar í samfé- lagi þjóðanna, og úr- lausn vegna sér- greindra málefna. Nið- urstaða umræðnanna á þingi á fimmtudaginn var sú að ríkur vilji er til þess." Alþýðubandalags er Hjörleifur Gutt- ormsson andstæður EES og Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsókn- arflokksins, hefur lýst andstöðu við þátttöku í EES. Eftirtekt vakti að ýmsir þingmenn, sem hafa látið í ljós ótta við evr- ópska efnahagssvæðið tóku hvorki þátt í umræðunum á fimmtudag né Góðgerðarhátíðin „Gullmolinn": Fimmtíu skemmti- kraftar og fjórrétt- aður glæsimatseðill IÞROTTASAMBAND fatlaðra gengst fyrir söfnunarhátíð á Hótel íslandi sunnudaginn 26. maí, en sambandið hyggst senda 18 keppend- ur á Ólympíuleika þroskaheftra, Special Olympics, sem haldnir verða í áttunda sinn í-Minneapolis í Bandaríkjunum 19.-27. júlí nk. Söfnunarhátíðin nefnist „Gullmolar" og munu margir þekktir lista- menn og skemmtikraftar koma fram endurgjaldslaust. Klúbbur matreiðslumeistara matreiðir fjórréttaðan matseðil, með sérstaklega innfluttum Kanadahumar sem aðalrétt. Miðaverð verður 10.000 kr. og sagði Björn G. Björnsson, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar, að þegar hefði þriðjungur aðgöngumiða selst. Allt verður gert til þess að hafa hátíðina sem glæsilegasta, að sögn Björns. Allur viðurgjömingur, skreytingar og annað er gefið þannig að allt það fé sem inn kem- ur rennur óskipt til þessa verkefn- is. Þess má geta að fyrirtæki hafa sýnt hátíðinni áhuga enda er hver aðgöngumiði viðurkenning fyrir veittum styrk og því frádráttarbær til skatts. Meðal þeirra 50 skemmtikrafta sem koma fram á „Gullmolum" eru fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir og Savanna-tríóið sem kemur sem hefur ekki leikið saman í 25 ár. Kynnar á hátíðinni verða Edda Andrésdóttir og Stefán Jón Haf- stein. Kennedy-ættin bakhjarlar Ólafur Jensson, formaður Iþróttasambands fatlaðra, sagði að sambandið hefði gerst aðili að Ólympíuleikum þroskaheftra í fyrra, á 12 ára afmæli sambands- ins. Stofnendurogbakhjarlarþessa leika er Kennedy-fjölskyldan bandaríska og stendur hún straum af kostnaði við leikana. 90 þjóðlönd eiga aðild að Alþjóðasambandi Ólympíuleika þroskaheftra og- í leikunum taka þátt rúmlega 6 þús- und keppendur. Leikjunum verður sjónvarpað beintum allan heim. Á leikunum taka íslendingar þátt í knattspyrnu, frjálsum íþróttum og sundi. Björn G. Björnsson er aðalskipu- leggjandi hátíðarinnar, en auk hans hafa Egill Eðvarðsson og Björgvin Halldórsson lagt hönd á plóg. Björn sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem þessi fjáröflunarleið væri farin hérlendis, en hún tíðkast erlendis. Hann sagði að reynt yrði fram á síðustu stundu að fá heimsþekktan skemmtikraft til að líta inn og ávarpa samkomuna. Stórhumar og Vínarvalsar Undirbúningur stendur nú sem hæst í eldhúsinu á Hótel íslandi því auk stórhumarsins frá Kanada verður boðið upp á kofareykta laxa- rós með kavíar og fylltu eggi og jurtakrydd-grafinn lambavöðva með heitri vinagrett-sósu í forrétt, en í eftirrétt verður boðið upp á eldristaða gullmola með ferskum ávöxtum, vanilluís og Sabayons- Morgunblaðið/KGA Hluti af þátttakendum í söfnunarhátíðinni Gullmolinn ásamt aðstandendum framan við sviðið á Hótel íslandi. ósu. Það verða yfirmatreiðslumenn á bestu veitingahúsum borgarinn- ar, félagar í klúbbi yfirmatreiðslu- manna, sem sjá um matseldina. Staðurinn opnar kl. 18 en borðhald hefst kl. 19. Að borðhaldi loknu hefst skemmtidagskrá sem aðstandend- ur nefna skemmtun ársins. 50 þjóð- kunnir skemmtikraftar koma þar fram og skemmta til kl. 23. Eftir það verður stiginn dans til kl. 1 við valda Vínartónlist. Auk Sigrún- ar Eðvaldsdóttur og Savanna-tríós- ins koma fram Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Björgvin Halldórsson, Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir, Pálmi Gunnarsson, Veislutrióið, Tríó Reykjavíkur, skipað Guðnýju Guð- mundsdóttur, Gunnari Kvaran og Halldóri Haraldssyni, Sigríður Beinteinsdóttir og-Stjómin, Helena Jónsdóttir og Hrafn Friðbjömsson sem frumflytja dans við „Noc- turne" eftir Gunnar Þórðarson, ís- landsmeistararnir í Suður-amerísk- um dönsum, Ómar Ragnarsson og fulltrúar Spaugstofunnar. Sérstak- ir gestir kvöldsins verða Paul And- erson framkvæmdastjóri Evrópu- samtaka Ólympíuleika þroska- heftra, ráðherrar og fleiri velunnar- ar þroskaheftra. Fyrirtæki sýna áhuga Áætlaður kostnaður vegna utan- farar keppendanna er á milli 4-5 milljónir kr. og sagði Ólafur að kæmu 4-500 manns á hátíðina dygði það fyrir kostnaði. „Þetta er nýtt verkefni að taka þátt í Ólympíuleikum þroskaheftra. Þetta er ný fjáröflunarleið sem reynd er í fyrsta skipti á Islandi. Leitað er til tiltölulega fárra til að standa undir þátttökukostnaði keppend- anna. Um frekari fjáröflun verður ekki að ræða þetta kvöld," sagði Björn. Ólafur sagði að nokkur fyrirtæki væru þegar farin að huga að miða- kaupum til þess að bjóða sínu starfsfólki. Nú væri lag því að- göngumiðinn væri frádráttarbær til skatts þar sem um viðurkenn- ingu á styrk væri að ræða. Miða- pantanir fara fram hjá íþróttasam- bandi fatlaðra og á Hótel íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.