Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 41
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 41 Leslie J. T. Ashton Jóhanna F. Péturs- dóttír - Hjónaminning Jóhanna Fanney Fædd 26. febrúar 1023 Dáin í nóvember 1962 Leslie J.T. Ashton Fæddur 18. apríl 1920 Dáinn 15. febrúar 1991 Jóhanna var dóttir hjónanna Sig- urbjargar Pétursdóttur og Péturs B. Jónssonar skósmiðs og bílstjóra en þau bjuggu fyrstu ár hjúskapar síns á Eskifirði. Jóhanna ólst upp í föðurhúsum. Þegar á unglingsár- um byrjaði Jóhanna eða Didda eins og hún var yfirleitt kölluð (af okk- ur) að vinna og var í vist hjá hinum ýmsu heimilum. í stóra systkina- hópnum var það talið sjálfsagður hlutur að fara að vinna fyrir sér strax og skóla lauk. Þegar fjölskyldan flutti til Akur- eyrar 1938 var hún í vist hjá fjöl- skyldu á Eskifirði og fór því ekki strax með okkur. Um haustið 1940 korn hún til okkar en einmitt þá var ísland hernumið og með breska herinn í öllum hornum. Didda hóf þegar að vinna og var í hinum ýmsu vistum, meðal annars í vist hjá Steffensen lækni sem þá bjó í Hafnarstræti 88, en í þessu húsi var einnig til húsa skrifstofa á veg- um breska hersins. Á þessari skrif- stofu var maður sem vann sem sendill og var á mótorhjóli, hann hét Leslie John Thomas Ashton. Ekki gátu þau komist hjá því að sjá hvort annað, hermaðurinn og vinnukonan, og varð sú sjón ást við fyrstu sýn. Ekki vorum við heima neitt stórhrifin af þessu en ástina beisla engin bönd enda fór svo að Leslie vann strax hug okkar allra með sinni rólegu og kurteisu fram- komu. Tíminn leið, og einn dag drógu þau upp hringana, það var svo í júní 1941 sem þau gengu í hjóna- band. Um kvöldið komu nokkrir vinir hans heim og allt voru þetta hinir geðugustu menn og ekkert annað en prúðmennskan. Þessir menn urðu góðir vinir okkar og varð það okkur mikill harmur þegar flestir þessara manna fórust í innrásinni í Normandy. Á þessum tíma bjuggum við á Brekkugötu 33. Leslie varð vegna starfa í hernum 1942 að fara til Englands. Þetta ár fæddist þeim þeirra fyrsta barn sem var drengur sem nefndur var Leslie. Þegar drengurinn var 3 mánaða ákveður móðir hans að fara til Englands. Eina leiðin var að fara með skipi sem var á vegum hersins í herskipafylgd. Það var erfítt fyrir okkur öll að kveðja enda féllu mörg tár á þeirri kveðjustund. Fyrst varð hún að fara til Reykjavíkur og mik- il leynd hvíldi yfir öllu og mátti hún ekki segja okkur að hún væri að fara með skipinu þegar hún hringdi frá Reykjavík rétt áður en hún lagði af stað. Didda hafði ekki lært mikið í ensku en kunni samt byrjunarstaf- róf enskunnar. Ný sýndi hún mikinn kjark og þor þegar hún fór út í óvissuna. Engan þekkti hún í Eng- landi en nú kom í ljós að Leslie reyndist henni drengur hinn besti, og erum við öll þakklát fyrir hversu allt gekk vel hjá henni í Englandi. Eneftir 6 ára dvöl komu þau heim til íslands. Nú var hópurinn stærri, börnin orðin 3. Leslie hóf störf hjá skinnaverksmiðju SÍS og vann þar næstu árin. 1953 ákváðu þau að flytja til Englands. Leslie hafði orð- ið fyrir því óhappi að skot lenti í handlegg hans er hann var með félögum sínum að veiða svartfugl, og var hann ekki samur eftir það. Hann naut engra bóta úr trygging- um hér á landi vegna þess að þau voru bæði enskir ríkisborgarar. I Englandi mundi hann fá slíkar bætur og því fluttu þau aftur út. Alls áttu þau 9 börn og lifa 6 þeirra, í dag búa öll í Englandi. Þau eru Leslie, Ruby, Elsa, Angela, Omar og Eddi. Þegar Didda lést þá bar það skjótt og óvænt að, hún stóð á fer- tugu og hafði fætt sitt síðasta barn sem lifði aðeins 1 viku, og aðeins 2 dögum eftir að hún kom heim af sjúkrahúsi lést hún. Ég fór' að jarðarförinni og fékk að flytja bæn á íslensku við útför- ina. Það var erfitt að heimsækja vini í slíkri sorg. Leslie var þá orðinn heilsulítill. Alla tíð höfðum við gott samband og ættingjar hafa sýnt okkur tryggð með því að heimsækja ísland. Sjálf- ur kom gamli Leslie til íslands fyr- ir 3 árum og var það honum mikið gleðiefni, hann gleymdi aldrei þeirri íslensku sem hann lærði. Leslie kvæntist aftur og naut ástúðar og aðhlynningar konu sinnar Olife til hinstu stundar, og hugsum við til hennar í dag og biðj- um Guð að styrkja hana í sorg henn- ar. Sömuleiðis sendum við ættingj- um og öllum vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum ykkur allrar Guðs blessunar og styrktar í sorg ykkar. Ég sendi einnig sérstak- ar kveðjur frá aldraðri móður okk- ar, en hún er afar þakklát fyrir allan þann kærleika sem hún naut frá þeim báðum. Leslie kallaði hana alltaf mömmu og það yljaði henni einnig hversu hann var alltaf hlýr og notalegur í hennar garð. Með hjartans kveðju og þökk fyrir allt og allt, frá aldraðri ömmu og ættingjum á íslandi. Bogi Pétursson Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 Utan á hi TómsTunonHúsiÐ hp Laugavegi 164, sími 21901 Racbdk Teg. MENTOR ERS Stærð 6-11 Teg. MAXIM HEXALITE Stærð 31/2-7'/2 Teg. CXT Stærð 8-11 Teg. STROBE Stærð 7-12M> Teg. PANNACE Stærð 3V*-Tk Teg. CXT Stærð 3V*-TA Teg. EXO-FIT Stærð 6-12 ÚTSÖLUSTAÐIR: Sportval Kringlunni Torgiö Siglufiröi Útilíf Glæsibæ Sún Neskaupstaö Bikarinn Skólavörðustíg Axel Ó. Vestmannaeyjum Músík & sport Hafnarfirði Skóbúðin Keflavík Verslunin Óöinn Akranesi Tindastóll Sauðárkróki Sporthúsið Akureyri Sportbær Selfossi Teg. IMPULSE Stærð 6-12 . ^^TW....... iiMIIWi ^JWWftwW¦'~~* Teg. INSTRUCTOR Stærð 3Vz-TA Teg. CLUB Stærð 3Vz-T/i Teg. BB 4600, barna Stærð 25-36 heildverslun Vilhjálmur Kjartansson Hvassaleltt 28 103 Reykjavík Sfml: 91-689477 Fax: 91-689419 ^ ^ «* Góðan daginnl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.