Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 45
45
_________________________MORbúNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 23. MAÍ 1991
Sigríður J. Skag-
an - Minning
Fædd 21. janúar 1900
Dáin 19. febrúar 1991
Af eilífðar Ijósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir
vort líf sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir
og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Móðir mín, Sigríður Jenný Gunn-
arsdóttir, síðar Skagan, fæddist í
Sævarlundi í Laxárdal í Skagafjarð-
arsýslu árið 1900. Tveggja ára
gömul fluttist hún með foreldrum
sínum, Ástríði Jónsdóttur ljósmóður
og Gunnari Eggertssyni, bónda og
formanni, að Selnesi á Skaga í
Skefilsstaðahreppi í sömu sýslu.
Ólst hún þar upp ásamt eldri systur
sinni, Áslaugu Fanneyju, sem enn
lifir í hárri elii. Afi minn var af
svokallaðri Skíðastaðaætt þar
nyrðra og hafði numið við Hóla-
skóla, en amma mín var aðflutt,
komin sunnan af Kjalarnesi, og átti
m.a. ættir að rekja til séra Jóns
Steingrímssonar eldprests. Þau
voru bæði miklir dugnaðarforkar
og byggðu sér nýjan bæ. Bjuggu
þau þar góðu búi og ólust þær syst-
ur upp við öll algeng sveitastörf,
beittu auk þess oft línuna fyrir föð-
ur sinn er hann reri til fiskjar. Oft
var móðir mín sárfætt við smölun
fjár á heiðinni, sauðskinnsskórnir
þá gatslitnir.
Arið 1918 fór móðir mín að
haustlagi til Reykjavíkur. Varð það
þá í fyrstu hennar hlutskipti að
hjúkra fólki, sem fengið hafði hina
mannskæðu spönsku veiki, sem þá
geisaði. Tók það vitanlega mikið á
unglinginn sem sannarlega gerði
sitt besta við þær erfiðu aðstæður,
sem þá voru fyrir hendi. Síðar fór
móðir mín á saumanámskeið þar
sem hún lærði allan algengan fata-
saum. Tók það hana stuttan tíma.
Fór hún þá á hússtjórnarskóla frú
ísafoldar Hákonsen í Iðnó. Um
sumarið var hún hjá foreldrum
sínum, voru þær nokkrar stöllur
sem fóru með skipi til Borgarness
og gengu síðan þaðan alla leið norð-
ur, óðu ár og klöngruðust yfir fjöll
og klungur, en fengu gistingu á
bæjum. Næsta haust var ætlunin
að móðir mín færi í Flensborgar-
skólann, því hún var bókhneigð og
námsfús, en augnlæknir réði henni
eindregið frá því sökum augnveiki,
sem þá hrjáði hana. Réðst hún þá
sem verslunarmær til Ingibjargar
Johnsen i nokkra mánuði, en flutti
svo í verslun Björns.Kristjánssonar
þar sem hún vann í fjögur ár. Var
hún þá trúlofuð föður mínum, Jóni
Skagan, sem þá var við háskólanám
hér og var hún honum ómetanlegur
styrkur því hann hafði brotist til
mennta í sárri fátækt og einhvern
veginn komist af með dugnaði og
ráðdeild. Foreldrar mínir þekktust
frá barnæsku þvffaðir minn var frá
Þangskála á Skaga og hafði bæði
róið um tíma hjá afa minum Gunn-
ari og einnig verið þar kaupamaður
eitt sumar.
28. júní árið 1924 giftu þau sig
og vígðist faðir minn það ár prestur
til Landeyjaþinga í Rangárvalla-
sýslu. Bjuggu þau á Bergþórshvoli
í Vestur-Landeyjum í tuttugu ár.
Gekk móðir mín til allra verka
bæði úti og inni og er það eitt, sem
ég fyrst man til mín að faðir minn,
sem þá var að semja sína sunnu-
dagsræðu heima, bar mig um það
bil tveggja ára gamla vestur á hól
til að taka á móti mömmu, sem þá
var að koma heim af engjum með
kaupafólkinu. Teygði ég þá báðar
hendur í átt til hennar og þóttist
alsæl þegar hún tók mig í fang sér
og þiýsti mér að sér. Vitaskuld
gekk faðir minn einnig flesta daga
til heyanna. Þegar ég var tæpra sex
ára dvaldi móðir mín alls um eitt ár
í Reykjavík sökum alvarlegra veik-
inda. Fór hún að heiman í kviktijám
því að þá voru ekki bílvegir og vötn
öll óbrúuð. Botnlanginn var sprung-
inn og fékk hún hastarlega
lífliimnubólgu eftir skurðaðgerð og
svo blóðtappa sem þá voru engin
ráð við. Mikill var fögnuðurinn þeg-
ar mamma kom loks alkomin heim
og er mér sá dagur enn í fersku
minni. „Því hvað er ástar og hróðr-
ardís og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður“ segir
skáldið Matthías Jochumsson. Móð-
ir mín hafði áður kennt mér að lesa
og nú kom brátt að því að hún
kenndi mér að draga til stafs.
Fyrsta forskriftin, sem ég fékk, var
vísa eftir Steingrím Thorsteinsson:
Eitt kærleiksorð það sólbros sætt
um svartan skýjadag.
Ó hve það getur blíðkað bætt
og betrað andans hag.
Onnur vísa sem móðir mín kenndi
mér er mér enn í barnsminni:
Sérhvert vinarorð vermir sem vormorgunljós
sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós,
hvar sem leiðin þín liggur um lönd eða höf
færðu sérhveijum sumar og sólskin að gjöf.
Þessar tvær vísur lýsa móður
minni einkar vel. Hún var afar
hjartahlý kona og mátti ekkert
aumt sjá án þess að reyna þar úr
að bæta. Jafnframt var hún dugn-
aðarforkur til allrar vinnu, en hafði
einkar gott lag á því að stjórna
vinnufólki sínu af ljúfmennsku og
alúð. Átti hún því láni að fagna að
hafa afbragðs stúlkur í sinni þjón-
ustu. Voru þær mér og síðar systur
minni sérstaklega umhyggjusamar
og góðar, en árið 1933 fæddist for-
eldrum mínum dóttirin Ástríður,
heitin eftir móðurömmu minni, og
var hún mikill sólargeisli í lífi okkar
allra. Einhvern tíma á þessum árum
stofnaði móðir mín Kvenfélagið
Bergþóru í Vestur-Landeyjum.
Fékk hún til liðs við sig margar
góðar og dugmiklar konur, enda
gott fólk í Landeyjum, og kom
kvenfélagið ýmsu góðu til leiðar.
Móðir mín var bókhneigð kona og
sérstaklega ljóðelsk, kunni mikið
af ljóðum, en til lestrar gafst jafnan
naumur tími á svo umsvifamiklu
heimili. Hún var mjög hög í hönd-
um, saumaði, heklaði, málaði og
skar út í tré, en til þess notaði hún
einn lítinn hníf. Allt var þetta lista-
vel gert. Jafnan var mjög gest-
kvæmt heima og kom m.a. margt
útlendinga að skoða sögustaðinn.
Var Öllum vel veitt og í engu til
sparað.
Árið 1944 fluttu foreldrar mínir
með okkur systur og föðurafa minn
til Reykjavíkur. Afi hafði komið til
okkar að Bergþórshvoli árið 1929
eftir lát ömmu, með tvo yngstu
syni sína sem ólust upp hjá okkur
á Bergþórshvoli fram á unglingsár.
Áttum við fyrst lengi heima á Sól-
vallagötu 54. Lágu þar saman leið-
ir systur minnar og vinkonu henn-
ar, Sigríðar Jónsson, síðar Lister.
Máttu þær ekki hvor af annarri sjá
og var Sigríður, eða Kitty, eins og
hún var jafnan kölluð og er enn,
oftast með annan fótinn hjá okkur.
Hún hafði misst móður sína tveggja
ára gömul, en í faðmi móður minnar
fann hún það skjól og þá ástúð sem
hún þráði. Varð hún okkur öllum
einkar kær. Undu þær stöllur hún
og systir mín saman við leik og
störf, luku báðar námi úr Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Lá síðan leið
þeirra beggja til London þar sem
Sigríðui' stundaði hjúkrunarnám,
en systir mín lærði fótaaðgerðir og
sérstaklega það að forma skó á
bæklaða fætur. Hafði hún jafnan
undir höndum menn sem höfðu
bæklast í seinni heimsstytjöldinni.
Árið 1966 fluttust foreldrar mínir
ásamt mér í Sólheima 23 hér í borg.
Árið 1969 veiktist systir mín
skyndilega og lést eftir skamma
legu. Varð hún okkur öllum mikill
harmdauði, hafði alltaf verið hjá
okkur í fríum sínum og voru fjöl-
skyldutengsl afar sterk. En nú kom
nýr en þó gamall sólargeisli inn í
líf okkar. Sigríður, sem giftist ensk-
um manni, Kenneth Lister, þá bú-
sett í Englandi og tveggja barna
móðir, kom til okar í fríum sínum
og rifjuðust upp gamlar og góðar
minningar. Árið 1976 fluttu þau
hjón alkomin til íslands, og gerðu
foreldrar mínir Sigríði að kjördóttur
sinni. Það var mikið heillaskref, því
að æ síðan hefur Kitty okkar reynst
foreldrum mínum sem besta dóttir
og mér sem besta systir. Einnig
hefur maður hennar, sem er mikill
ágætismaður, reynst okkur ómet-
anleg hjálparhella. Kitty, sem nú
er hjúkrunarforstjóri sjúkrahússins
á Akranesi, var hjá föður mínum
er hann lést og var einnig löngum
stundum yfír móður minni í hennar
helstríði og líknaði henni eftir
mætti. Verður það aldrei metið að
verðleikum né fullþakkað. Sá hún
um útför bæði föður míns og móður
með miklum ágætum.
Síðustu æviárin dvaldi móðir mín
í hjúkrunarheimilinu Skjóli við
Kleppsveg, fékk þar stórt og vist-
legt herbergi, þar sem hún gat
haft mikið af sínum listaverkum
hjá sér. Var faðir minn þar fyrir,
hafði áður verið einn heima, en hún
í Hafnarbúðum, örkumla eftir lær-
brot, handleggsbrot og mjaðmarað-
gerð. Urðu samvistir þeirra þar
unaðslegar, því að þau máttu hvor-
ugt af öðru sjá. Faðit' minn var
mjög vel á sig kominn eftir aldri,
en hann dó skyndilega eftir skurð-
aðgerð á Borgarspítalanum 4. mars
1989 þá 91 árs gamall. Var það
mikið áfall fyrir móður mína, því
að þau voru ekki búin að vera sam-
vistum nema stuttan tíma, en hún
tók þessu áfalli með æðruleysi og
þakkaði guði fyrir, að faðir minn
hafði ekki þurft að líða og stríða,
því að móðir mín var „trúuð og
bænheit, en laus við alla öfga og
bókstafsdýrkun svo sem verið hafði
faðir minn. Hún hélt sjón og heyrn
fram að níræðu og stytti sér stund-
ir með lestri og föndri, og átti gott
safn ljóðabóka sem hún greip nú
einatt til. Fór hún oft með ljóð fyr-
ir mig þegar við töluðum saman í
síma, en það gerðum við nær alltaf
tvisvar á dag. Og svo kom Kitty
blessuð með hana næstum vikulega
til mín, hafði áður komið með þau
bæði. Voru það sannkallaðar unaðs-
stundir, sem æ geymast mér í
minni. í Skjðli tók móðir mín öllu
sínu mótlæti og sjúkleika af ein-
stöku æðruleysi. Þar naut hún frá-
bærrar umhyggju og hjúkrunar og
verðut' það aldrei fullþakkað. Ber
að þakka bæði hjúkrunarkonum og
öðru starfsfólki, sem allt lagði sig
fram um að gera sitt besta. Og
ekki má gleyma öðlingnum Árna
bílstjóra, sem oft leit til hennar,
boðinn og búinn að gera henni
hvern þann greiða, sem hann gæti.
Bið ég öllu þessu góða fólki allrar
blessunar.
Móðir mín var mjög björt yfirlit-
um, en ekki aðeins að ytri ásýnd,
því að frá henni stafaði ætíð innri
birta, ástúð og friður. Hún var kona
fíngerð og viðkvæm en jafnframt
ótrúlega sterk, afar jafnlynd og
minnist ég þess ekki að hafa séð
hana skipta skapi svo að á því
bæri, en hún var föst fyrir og ákveð-
in ef því var að skipta, afar trygg
og vinföst, og ekki eitt í dag og
annað á morgun. Hún gat samt
ætíð séð tvær hliðar á hveiju máli
og rataði þá jafnan manna best
hinn gullna meðalveg í afstöðu
sinni. Hún var ætíð grandvör og
lastvör í orðum og heyrði ég hana
stundum hafa yfir þennan vísna-
helming.
Að dæma hart það er harla létt
en hitt er örðugra að dæma rétt.
Síðasta æviár sitt var móðir mín
hálfblind, hlustaði þá mikið á hljóð-
snældur og útvarp, hafði hún mikið
yndi af sígildri tónlist, og bætti það
henni nokkuð upp fyrrnefndan
missi. Hún lék sjálf á orgel á sínum
yngri árum og naut þess ríkulega
í stopulum frístundum. Hún hélt
minni og skírleik í hugsun til hinstu
stundar. Síðast sá ég móður mína
á jóladag, en 'þá kom blessuð Kitty
með hana í hjólastól. Hún var þá
mjög þrotin að kröftum, en yfír
henni þessi sama innri birta og frið-
ur sem aldrei gleymist. 7. janúar
veiktist hún af lungnabólgu og lést
aðfaranótt 19. febrúar stödd
lífdaga, því hún hafði oft í lífi sínu
liðið mikil veikindi og staðið við
dauðans dyr. í fyrsta sinn er það
henti, og hún var talin af í þijár
vikur, þá bar það við dag nokkurn,
að hún leystist frá Iíkama sínum
og hvarf út í geiminn uns hún kom
á stað þar sem fyrir var fjöldi fólks,
og heyrði hún undufsamlegan söng
fegri öllu öðru sem hún hafði áður
heyrt eða látið sig dreyma um. En
brátt var hún aftur hrifin til jarðar
og inn í sinn sárþjáða líkama. Þetta
mundi móðir mín alla sina ævi og
ljómaði andlit hennar jafnan af gleði
er hún minntist þessa. Nú er móðir
mín búin að fá sjónina, horfin á vit
ástvina sinna, sem taka fagnandi á
móti henni og vafalaust fær hún
að hlýða á sönginn undursamlega,
sem engin orð fá lýst.
Lýk ég þessum fátæklegu minn-
ingarorðum um móður mina með
örstuttu ljóði sem er að finna í Eld-
fuglinum, fyrstu ljóðabók minni.
Ljóðið ber heitið Til inóður minnar.
Þú gafst mér lífið
varst mér Ijós og líf
mín líkn og hlíf.
Mig studdir þú í stormum
varst minn styrkur
og aldrei var það myrkur
að þar ei lýstir þú.
Mér gafstu ást og trú
og allt sem á ég kærast
best og blíðast
- það ert þú.
María Skagan
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
ELFAR SCHIÖTH HARALDSSON
lést á Borgarspítalanum 22. maí.
Eygló Ingvadóttir,
Guðrún Sch. Lárusdóttir,
Kristín Sch. Elfarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson,
Elfa Sch. Elfarsdóttir, Jóhann Þorsteinsson,
Haraldur Sch. Elfarsson, Bergþóra Grétarsdóttir,
Gunnar Þór Sch. Elfarsson,
barnabörn og systkini hins látna.
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR,
Blönduhlið 3.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á öldrunardeild Hvíta
bandsins fyrir frábæra umönnun.
Guðjónía Bjarnadóttir, Alfreð Eyjólfsson,
Sigurbjörn Þór Bjarnason, Guðrún Stephensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móður minnar,
ÁSTUSTEFÁNSDÓTTUR,
Hávallagötu 38,
er lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. mai, fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík föstudaginn 24. maí kl. 13.30.
Reynir Björnsson.
t
Ástkær faðir minn,
GUÐNI ÞORGEIRSSON
frá Ásvelli í Fljótshlíð,
til heimils i Grænumörk 1,
Selfossi,
verður jarðsettur frá Selfosskirkju laugardaginn 25. maí kl. 15.00.
Þórhallur Guðnason.