Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 Flymo L47 E30 ÖRUGGT VAL Þú færð réttu sláttuvélina hjá okkur ? L 47 - svifnökkvinn, aflmikil bensínvél ? E 30 - rafknúin loftpúðavél ? RE 30 - rafknúin hjólasláttuvél meö grassafnara ? XE 30 - rafknúin loftpúðavél með grassafnara ? MT - raforf til kantsnyrtingar Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta. Opið á laugardögum 10 - 16. Raðgreiðslur GAP G.Á. Pétursson hf. Iláffuvéla marhaðurinn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 ITC á Islandi Þjálfun í samskiptum eftirJónuS. Oladóttur Nú er vetrarstarf ITC-deilcianna á íslandi að ijúka, sumarið er kom- ið og reglulegu deildarstarfi lagt til haustsins. Landsþing samtak- anna verður haldið undir kjörorð- inu „Nýr áratugur, ný viðhorf". Það er jafnframt stef fráfarandi forseta landssamtakanna, Halld- óru Guðmundsdóttur, sem nú lætur af embætti eftir árangursríkt starf. Dagana 24.-26. maí mun þingið standa yfir á Hótel Loftleiðum, yfir hundrað félagar munu mæta þar til leiks af stór Reykjavíkur- svæðinu og landsbyggðinni, bera saman bækur sínar, yfirfara vetr- arstarfið, gera áætlanir fyrir næsta starfsár og njóta þess sem þingið hefur upp á að bjóða. Þingið verður sett kl. 19.30, 24. maí af landsforseta, síðan verður íslensk ræðukeppni. Þrjár ræður verða fluttar og munu fimm dóm- arar dæma um hver vinnur til far- andbikars þessa árs. Að loknum kvöldverði mun varaforseti V- svæðis, frú Kristjana Milla Thor- steinsson, flytja ávarp, einnig Pét- ur Gunnarsson, rithöfundur sem er gestur fundarins. A laugardag, 25. maí, verða félagsmál með fulltrúum hinna 20 deilda á landinu og eftir hádegi fræðsludagskrá. Hansína B. Ein- arsdóttir flytur erindi, „Konur — sjálfsmynd — vinnumarkaður" og Evrópunefnd ITC-Gerðar í Garðabæ er með fræðsludagskrá „ísland og Evrópa". Einnig verður hefðbundin ITC fræðsla, m.a. í höndum Guðrúnar Norðdahl ITC Melkorku. Veislustjóri við kvöld- verð er Gígja S. Guðjónsdóttir, ITC Korpu Mosfellsbæ. Á sunnudagsmorgninum verða próf í fundarsköpum og fulltrúi ITC frú Elaine la Rue, I-v. forseti (AVmstrong Lofta- plötur og lím Nýkomiri sending Þ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Jóna S. Óladóttir frá Bandaríkjunum mun sitja fyrir svörum. Frú Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri mun flytja erindi og síðan er innsetning nýrrar stjórnar ITC á íslandi fyrir næsta starfsár. Umsjónarmaður landsþingsins er Unnur Helgadóttir, ITC Ýr; Reykjavík. Hvað er það sem við erum að gera í ITC spyr ef til vill einhver. Svarið er: Við erum að þjálfa skipu- lagshæfileika, byggja upp sjálfs- traust og ná meiri viðurkenningu í starfi. Við höldum fundi tvö kvöld í mánuði, leggjum áherslu á fund- arsköp og úthlutað er verkefnum til félaga til flutnings að tveimur vikum liðnum. Samtökin eru alþjóðleg og bera heitið „International training in communication". Þau starfa víða um heim, stofnuð í USA árið 1938. Hingað til lands bárust þau árið 1975. Nú eru starfandi 20 deildir víðsvegar um landið, frá í septem- ber og fram í maí og þá komum við saman á landsþing. í haust komum við saman á ný, nokkrir hverfa úr deildum og nýir aðilar koma í stað þeirra sem skila sér til annarra starfa með holla og auðugri reynslu í farteskinu. Er þá ITC fyrir þig? Já, vegna þess að þau uppfylla þörf þína fyrir að hafa aukin áhrif á daglegt umhverfi. Já, vegna þess að þú munt eiga auðveldara með að tjá þig. Já, vegna þess að þú verður ánægðari með sjálfa(n) þig þegar þú veist hvað þú átt að gera og hvernig, áhyggjulaust. Höfundur er læknaritari. ¦ Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þcir sem vilja vanda til hlutanna, cða bcrjast gegn alkalí- og frostskcmmdum, mála mcð Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, scm engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku stcins um lcið og hann gefur steininum möguleika á að „anda" betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stcin cr gulitrygg, unnt er að mála mcð honum við lágt hitastig, jafnvcl í frosti, hann þolir rcgn cftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 cr góð fjárfesting fyrir húscig- cndur. Veðrunarþol harts og ending er í scrflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 cr málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vcrnd og cnd- irigu. « málning'f Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er —það segir sig sjálft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.