Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ .FIMMTUBAGUR 23. MAI 1991 25 Ásmundur Stefánsson: Margt óljóst í aðgerðun- um MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands ítrekaði mótmæli við vaxtahækkun_ húsnæðislána á miðvikudag. Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, segir að æði- margt sé enn of óljóst í öðrum viðnámsaðgerðum ríkisstjórnar- innar til að hægt sé að meta hvaða afleiðingar þær hafi eða hvernig þær verði framkvæmd- ar. „Sagt-er að ná eigi fram niðurskurði í heilbrigðiskerfinu með betri nýtingu lyfja og með sparnaði í sér- fræðiþjónustu en mat mitt og ann-1 arra hlýtur að Ásmundur Stefáns- byggjast á því son hver niðurstaðan verður. Fyrr get- um við ekki lagt endanlegt mat á þessar aðgerðir," sagði hann. Ogmundur Jónasson; Vaxtahækk- anir stríða gegn mark- miðum kjarasamn- inganna ÖGMUNDUR Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja segir að vaxtahækkunarað- gerðir ríkisstjórnarinnar væru mjög varhugaverðar. Þær rýrðu kaupmátt, færðu fjármuni launa- fólks til fjármagnskerfisins og kynntu undir verðbólguna. „Þessar ráðstafanir stríða gegn markmiðum þjóðarsáttarsamn- inganna og er ábyrgð þeirra sem að þeim standa mikil," sagði hann. Formenn allra | aðildarfélaga BSRB sendu í gær frá sér sameigin- lega ályktun þar sem vaxtaákvörð- un ríkisstjórnar- innar er mótmælt og varað við af-ögmundurJonaS90n leiðingum hennar. I ályktuninni segir m.a.: „Sérstak- lega ámælisverð er sú ákvörðun að hækka vexti í húsnæðismálakerfinu afturvirkt. Með þessu móti eru sett- ar enn meiri álögur á húsnæðiskau- pendur og kaupmáttur þeirra skert- ur. Þegar er ljóst að þessar vaxta- hækkanir munu valda frekari vaxtahækkunum í fjármagnskerf- inu. Vaxtahækkanir stríða gegn markmiðum kjarasamninganna og ljóst er að með þessu móti er verið að kveikja verðbólgubál. Það er forkastanlegt að færa ávinning af þjóðarsátt íslensks launafólks fjár- magnseigendum á silfurfati með því að hækka enn vexti sem voru alltof háir fyrir." Ögmundur kvaðst vara sérstak- lega við vaxtahækkunum húsnæð- islána og þá ekki síst ákvörðun um afturvirkni þeirra sem hann sagði rýra mjög kaupmátt húsnæðiskau- penda. „Það er mjög alvarlegur hlutur og vaxtabæturnar vega þar engan vegin upp á móti," sagði hann." Þórarinn V. Þórar- insson: Skynsam- leg byrjun- arskref „SÁ feykilegi halli sem er á stöðu ríkissjóðs veldur okkur miklum áhyggjum," segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Yinnuveitendasambands íslands. „Með vaxtahækkununum er ver- ið að bregðast við með bráða- birgðaaðgerð þar sem ríkið keppir um takmarkað sparifé á innlendum markaði og leitast jafnframt við að draga úr út- gjöldum og lánsfjárþörf. Við tel- um að þetta séu skynsamleg byrj- Fjármálaráðherra: Spurning hvort ríkis- stjórnin er bundin af búvörusamningnum Landbúnaðarráðherra segist skyldur til að starfa eftir búvörusamningnum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á fundi með frétta- ínöiinu m í gær að verið værí að kanna að hve miklu leyti ríkis- stjórnin væri bundin af búvörusamningnum. „Annar núverandi stjórnarflokka, sá sem sat í fyrri ríkisstjórn, taldi sig vera óbund- inn af minnsta kosti stórum liðum í búvörusamningnum," sagði fjármálaráðherra. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi það vera embættis- skyldu sína að starfa í samræmi við búvörusamninginn. Búvörusamningurinn sem fekir í sér heildarskuldbindingu fyrir ríkissjóð upp á 4.896 milljónir króna var undirritaður í marsmán- uði með fyrirvara um samþykki Alþingis. Morgunblaðið spurði fjármála- ráðherra hvort hann teldi að ríkis- stjórnin væri óbundin af búvöru- samningnum: „Ég held að þetta sé fyrst og fremst lögfræðilegt atriði. Ekki spurning um það hvað fjármálaráðherranum fínnst, held- ur snúist þetta um það hvort undir- skrift tveggja ráðherra fyrri ríkis- stjórnar bindi núverandi ríkis- stjórn. Þessi undirskrift var þann- ig, að hún var með þeim fyrirvara að Alþingi breyti lögum til sam- ræmis við samninginn," sagði Frið- rik Sophusson fj'armálaráðherra. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort hann liti þannig á að ríkisstjórnin væri bundin af búvörusamningn- um: „Ég hef verið að ganga frá reglum um kaup á búfé í samræmi við búvörusamninginn og ég tel að embættisskylda mín sé sú að vinna í samræmi við hann." unarskref, þótt þau séu mjög erfið fyrir atvinnulíf og launa- fólk," segir hann. „Okkur dettur ekki í hug að það gildi einhver önnur efnahagslögmál á íslandi en annars staðar þar sem vaxtahækkunum er beitt sem stjórn- tæki til að hamla pórarinn V. Þórar- gegn þenslumerkj- msson um og verðbólgu. Rikisstjórnin er tvímælalaust að stuðla að stöðug- leika núna yfir sumartímann með þessum aðgerðum. Það veldur að sönnu vonbrigðum að í þessum áformum eru á annan vænginn birt áform um að draga úr lántökuþörf hins opinbera en á hinn bóginn er kunngert að gefin verði út húsbréf fyrir 5 milljarða króna, sem eiga að fara inn á þenn- an sama lánamarkað. Það er auðvit- að ekki til þess fallið að lækka vexti, það hlýtur öllum að vera ljóst. Sá þáttur aðgerðanna hlýtur að valda framlengingu á háu vaxta- stigi. Við göngum út frá því að þetta séu einungis fyrstu skref ríkis- stjórnarinnar. Þau eru skynsamleg sem slík en gera mikla kröfu um að framhald verði á því hér kemst ekki á jafnvægi í efnahagslífinu fyrr en útgjöld ríkissjóðs verða færð að tekjunum. Um það hlýtur slagur- inn að standa," sagði Þórarinn. Karl Steinar Guðnason: Vona að vextir fari lækkandi með haust- inu KARL Steinar Guðnason, vara- fornmaður Verkamannasam- bandsins og formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagðist telja að að- gerðir ríkisstjóriiai-iiuuir væru nauðsynlegar til að bregðast við erfiðleikum í ríkisfjármálunum. „Ég vona að þetta verði til þess að slá á þá þenslu I sem er í þjóðfé- laginu og með haustinu fari vextirnir lækk- andi aftur," sagði Karl Steinar. Að- Karl Steinar Guðna- spurður kvaðst o0" hann ekki telja að aðgerðirnar sem slíkar yrðu ekki til að torvelda kjarasamningsgerð í haust. Honda 91 Civic Sedan 16 ventla r^----------------- Verð f rá kr. 1.095 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. M VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SlMI 689900 ISLANDSBANKI íslandsbankihf. kt. 421289-5069 Kringlunni 7, Reykjavík Utboð bankavíxla 4. flokkur 1991 Utboðsfjárhæð kr. 4.000.000.000.- 45-120 daga víxlar 1. útgáfudagur 16. maí 1991 Forvextir nú 16,0 -17,25% Umsjóii: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Armúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 1530. Teiefax 68 1526. Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.