Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 25
MORGDNBLAEHÐ FIMMTUÍJAGUR 23. MAÍ 1991 25 Ásmundur Stefánsson: Margt óljóst í aðgerðun- um MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands ítrekaði mótmæli við vaxtahækkun húsnæðislána á miðvikudag. Ásmundur Stefáns- son, forseti ASI, segir að æði- margt sé enn of óljóst i öðrum viðnámsaðgerðum ríkisstjórnar- innar til að hægt sé að meta hvaða afleiðingar þær hafi eða hvernig þær verði framkvæmd- ar. „Sagt-er að ná eigi fram niðurskurði í heilbrigðiskerfinu með betri nýtingu lyfja og með sparnaði í sér- fræðiþjónustu en mat mitt og ann- arra hlýtur að Ásmundur Stefáns- byggjast á því son hver niðurstaðan verður. Fyrr get- um við ekki lagt endanlegt mat á þessar aðgerðir,“ sagði hann. • • Ogmundur Jónasson: Vaxtahækk- anir stríða gegn mark- miðum kjarasamn- inganna ÖGMUNDUR Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja segir að vaxtahækkunarað- gerðir ríkisstjórnarinnar væru nýög varhugaverðar. Þær rýrðu kaupmátt, færðu fjármuni launa- fólks til fjármagnskerfisins og kynntu undir verðbólguna. „Þessar ráðstafanir stríða gegn markmiðum þjóðarsáttarsamn- inganna og er ábyrgð þeirra sem að þeim standa mikil," sagði hann. i Formenn allra aðildarfélaga BSRB sendu í gær frá sér sameigin- lega ályktun þar sem vaxtaákvörð- un ríkisstjórnar- innar er mótmælt og varað við af-, leiðingum hennar. Ögtnundur Jónasson I ályktuninni segir m.a.: „Sérstak- lega ámælisverð er sú ákvörðun að hækka vexti í húsnæðismálakerfinu afturvirkt. Með þessu móti eru sett- ar enn meiri álögur á húsnæðiskau- pendur og kaupmáttur þeirra skert- ur. Þegar er ljóst að þessar vaxta- hækkanir munu valda frekari vaxtahækkunum í ijármagnskerf- inu. Vaxtahækkanir stríða gegn markmiðum kjarasamninganna og ljóst er að með þessu móti er verið að kveikja verðbólgubál. Það er forkastanlegt að færa ávinning af þjóðarsátt íslensks launafólks fjár- magnseigendum á silfurfati með því að hækka enn vexti sem voru alltof háir fyrir.“ Ögmundur kvaðst vara sérstak- lega við vaxtahækkunum húsnæð- islána og þá ekki síst ákvörðun um afturvirkni þeirra sem hann sagði rýra mjög kaupmátt húsnæðiskau- penda. „Það er mjög alvarlegur hlutur og vaxtabæturnar vega þar engan vegin upp á móti,“ sagði hann.“ Þórarinn V. Þórar- insson: Skynsam- leg byrjun- arskref „SÁ feykilegi halli sem er á stöðu ríkissjóðs veldur okkur miklum áhyggjum," segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. „Með vaxtahækkununum er ver- ið að bregðast við með bráða- birgðaaðgerð þar sem ríkið keppir um takmarkað sparifé á innlendum markaði og leitast jafnframt við að draga úr út- gjöldum og lánsfjárþörf. Við tel- um að þetta séu skynsamleg byrj- Búvörusamningurinn sem felur í sér heildarskuldbindingu fyrir ríkissjóð upp á 4.896 milljónir króna var undirritaður í marsmán- uði með fyrirvara um samþykki Alþingis. Morgunblaðið spurði fjármála- ráðherra hvort hann teldi að ríkis- stjórnin væri óbundin af búvöru- samningnum: „Eg held að þetta sé fyrst og fremst lögfræðilegt atriði. Ekki spurning um það hvað fjármálaráðherranum finnst, held- ur snúist þetta um það hvort undir- skrift tveggja ráðherra fyrri ríkis- stjórnar bindi núverandi ríkis- unarskref, þótt þau séu mjög erfið fyrir atvinnulíf og launa- fólk,“ segir hann. „Okkur dettur ekki í hug að það gildi einhver önnur efnahagslögmál á íslandi en annars staðar þar sem vaxtahækkunum er beitt sem stjórn- tæki til að hamla Þórarinn V. Þórar- gegn þenslumerkj- lnsson um og verðbólgu. Ríkisstjórnin er tvímælalaust að stuðla að stöðug- leika núna yfir sumartímann með þessum aðgerðum. Það veldur að sönnu vonbrigðum að í þessum áformum eru á annan vænginn birt áform um að draga úr Iántökuþörf hins opinbera en á hinn bóginn er kunngert að gefin verði út húsbréf fyrir 5 milljarða króna, sem eiga að fara inn á þenn- an sama lánamarkað. Það er auðvit- að ekki til þess fallið að lækka vexti, það hlýtur öllum að vera ljóst. Sá þáttur aðgerðanna hlýtur að valda framlengingu á háu vaxta- stigi. Við göngum út frá því að þetta séu einungis fyrstu skref ríkis- stjórnarinnar. Þau eru skynsamleg sem slík en gera mikla kröfu um að framhald verði á því hér kemst ekki á jafnvægi í efnahagslífinu fyrr en útgjöld ríkissjóðs verða færð að tekjunum. Um það hlýtur slagur- inn að standa,“ sagði Þórarinn. Karl Steinar Guðnason: Yonaað vextir fari lækkandi með haust- inu KARL Steinar Guðnason, vara- fornmaður Verkamannasam- bandsins og formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagðist telja að að- gerðir ríkisstjórnarinnar væru nauðsynlegar til að bregðast við erfiðleikum í ríkisfjármálunum. „Ég vona að þetta verði til þess að slá á þá þenslu sem er í þjóðfé- laginu og með haustinu fari vextirnir lækk- andi aftur,“ sagði Karl Steinar. Að- Karl Steinar Guðna- spurður kvaðstson hann ekki telja að aðgerðirnar sem slíkar yrðu ekki til að torvelda kjarasamningsgerð í haust. Honda f91 Civic Sedan 16 ventla Verð frá kr. 1.095 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. H) VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., S(MI 689900 Fjármálaráðherra: Spurning hvort ríkis- stjórnin er bundin af búvörusamningiium Landbúnaðarráðherra segist skyldur til að starfa eftir búvörusamningnum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að verið væri að kanna að hve miklu Ieyti ríkis- stjórnin væri bundin af búvörusamningnum. „Annar núverandi stjórnarflokka, sá sem sat í fyrri ríkisstjórn, taldi sig vera óbund- inn af minnsta kosti stórum liðum í búvörusamningnum," sagði fjármálaráðherra. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi það vera embættis- skyldu sína að starfa í samræmi við búvörusamninginn. stjórn. Þessi undirskrift var þann- ig, að hún var með þeim fyrirvara að Alþingi breyti lögum til sam- ræmis við samninginn,“ sagði Frið- rik Sophusson íj 'armálaráðherra. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort hann liti þannig á að ríkisstjórnin væri bundin af búvörusamningn- um: „Ég hef verið að ganga frá reglum um kaup á búfé í samræmi við búvörusamninginn og ég tel að embættisskylda mín sé sú að vinna í samræmi við hann.“ ISLANDSBANKI íslandsbanki hf. kt. 421289-5069 Kringlunni7,Reykjavík Útboð bankavíxla 4. flokkur 1991 Útboðsfjárhæð kr. 4.000.000.000. 45-120 daga víxlar 1. útgáfudagur 16. maí 1991 Forvextir nú 16,0 -17,25% Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.