Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ fÞRáfhW FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 53 SMÁÞJÓÐALEIKARNIR I ANDORRA Hart barist yid Kýpurmenn Islendingar koma til með að berjast við Kýpurmenn um hvorir fái fleiri verðiaunapeninga á Smáþjóðaleikunum. Kýpur hefur fengið flest verðlaun á síðustu tveimur mótum. Nú hafa íslendingar fengið níu gull, níu silfur og þrjú brons, þegar tveir keppnisdagar eru búnir. Kýpur hefur fengið fimm gull, eitt silfur og sex brons. Fjórir festust í lyftu Fjórir kraftakarlar festust í lyftu á hótelinu, þar sem íslensku íþrótta- mennirnir búa á hér í Andorra. Það voru þeir Sigurður Einarsson, • Einar Vil- hjálmsson, Eggert Bogason og Sigurður Bergmann, júdókappi. Eggert Guðmundur sparaði L FRÍ fimmtán þús. kr. Guðmundur Karlsson, sieggjukastari, sparaði. Frjáls- íþróttasambandinu fimmtán þúsund krónur í gær, þeg- ar hann óskaði eftir að fara í lyfjapróf í Andorra. Guðmund- ur óskaði eftir því í kjölfarið á íslandsmeti simi, sem hann setti í Hafnarfirði um sl. helgi, en ailir þeir sem setja Íslands- met verða að fara í lyfjapróf. ^OORRA'^ MKKÍ og Ólympínefnd íslands hafa krafist þess að mótshaldarar í Andorra greiði þeim 80.000 pe- seta, eða sem nemur um 40.000 íslenskum krónum vegna ferða- kostnaðar Kristins Albertssonar körfuknattleiksdómara. Hann fór á mótið til að dæma en fær síðan ekkert að dæma og því vilja íslend- ingar fá endurgreiddan ferðakostn- að hans. MEin stúlka í körfuknattleiksiiði Kýpur virðist vera ólögleg. Forráða- menn liðsins hafa ekki getað sýnt frani á að hún hafi verið búsett í þrjú ár á Kýpur, en það þarf til að vera löglegur. Kýpurbúar hafa frest til kl. 11 í dag til að sanna mál sitt og ef það tekst ekki verður íslensku stúlkunum dæmdur sigur gegn þeim, en þær töpuðu leiknum, og leika þá til úrslita við Lúxem- borg. MBJÖRN Guðbjartsson hefur dæmt tvo blakleiki hér. Fyrst leik Kýpur og Möltu og í gær dæmdi hann leik San Marino - Möltu. MKARLALIÐIÐ í blaki tapaði fyrir Lúxemborg í gær í þremur hrinum, 6:15, 5:15 og 9:15. Áður hafði liðið tapað fyrir Liechtenstein með sama mun. ¦Tennismennirnir Einar Sigur- geirsson og Atli Þorbjörsson töpuðu í gær í tvíliðaleikskeppninni í tennis. MTVEIR skotmenn hófu keppni í haglabyssuskotfimi í gær. Það voru þeir Gunnar og Theódór Kjartans- synir. Þeir fengu það hlutverk að skjóta á 75 leirdúfur. Gunnar hitti 67, sem var fjórði besti árangur og Theódór náði að hitta 56. MALLS taka 685 íþróttamenn þátt í Smáþjóðaleikunum. Flestir koma frá Kýpur, eða 119. Andorra er með 106 fþróttamenn, en íslending- ar eru 87 talsins. MGUNNAR Guðmundsson tryggði sér silfurverðlaun í 400 m hlaupi, er hann kom í mark á tíman- um 48,29 sek., en sigurvegari var Marcoullides frá Kýpur, sem fékk tímann 47,27 sek. „Ég átti ekki möguleika gegn honum. Hann er það sterkur," sagði Gunnar, sem var ánægður með árangur sinn. „Ég hef átt við meiðsli að stríða og hef aðeins haft einn mánuð til að gera mig kláran fyrir keppnina hér." MEGGERT Bogason kringlu- kasstari er að reyna að fá inni á mótinu í Sevilla, þar sem spjótkast- ararnir Sigurður Einarsson og Ein- ar Þór Einarsson fara til að keppa á. MSUNDLANDSLIÐIÐ fer í æf- ingabúðir til Frakklands, þar sem sundmennimir verða í þrjár vikur eftir keppnina í Andorra. MJÓN Oddson tók þátt í þrístökkskeppninni í gær og hafn- aði hann í fjórða sæti. Jón stökk lengst 14.21 m, en sigurvegarinn stökk 16.52 m. Guðmundur ogPétur settuSmá- þjóðamet Tvöfalt hjá sleggju- og kúluvörpurunum KASTARARNIR okkar unnu tvöfaldan sigur, bæði í kúlu- varpi og í sleggjukasti á Smá- þjóðaleikunum í gær. Hitinn var óþolandi á meðan á keppninni stóð og einnig var kringlukastshringurinn óþoiandi," sagði Guðmundur Karisson, sleggjukastari, sem varð sigurvegari í sleggjukastskeppn- inni á Smáþjóðaleik- unum í Andorra í gær, en Eggert Bogason varð í öðru sæti. „Hringurinn er nýr og er hann SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Andorra Sigurvegarar í köstum Pétur Guðmundsson og Guðmundur Karlsson sigruðu í sínum grein- um á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær. Pétur í kúluvarpi og Guðmundur í sleggjukasti. mjög sleipur og við áttum í erfiðleik- um með að fóta okkur í honum," sagði Guðmundur, sem náði ekki að bæta íslandsmet sitt eins og hann vonaðist eftir. Guðmundur setti þrjú Smáþjóðamet — kastaði sleggjunni 61.44 m, 62.02 m og 63.64 m, sem var ekki langt frá meti hans — 64,42 m. Guðmundur^ náði einu kasti, sem var 64.90 m, en hann rann tíl í hringnum og kastaði sleggjunni út fyrir kast- geirann. Eggert Bogason, sem varð annar, var samt á undan Guðmundi að setja Smálþjóaðmet, þar sem hann kastaði á undan honum — 53.78 m, en lengsta kast hans var 55.04 m. „Það var aðalatriðið að vinna tvöfalt," sagði Eggert. Einnig tvöfait í kúluvarpi Bræðurnir Pétur og Andrés Guð- mundssynir héldu merki íslands á lofti í kúluvarpskeppninni, en þeir röðuðu sér í tvö efstu sætin. „Það var erfitt að kasta úr hringnum, sem var háll sem áll. Ég varð að skipta um skó nokkrum sinnum til að geta fótað mig í hringnum," sagði Pétur, sem kastaði lengst allra, eða 18.61 m. „Ég tognaði á vöðva í brjóstkassa í fyrsta kasti mínu og það háði mér," sagði Pét- ur, sem hefur einnig verið með flensu. Andrés kastaði kúlunni 17.11 m. Pétur tekur þátt í kringlu- kasti á morgun, en síðan halda þeir bræður til Grenada, þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegu móti. „Það var gott að bæta Smáþjóða- metið, sem ég setti í Mónakó 1985 er ég kastaði 18.53 metra," sagði Pétur. - tók þátt í 100 m grindahlaupi og 200 m hlaupi með stuttu millibili og vann gull í báðum greinunum „GUÐRÚN sýndi geysilega keppnishörku í 200 m hlaupinu. Hún var sex metrum á eftir hinum stúlkunum þegar 50 m voru eftir í mark, en með f rá- bærum lokaspretti náði hún að tryggja sér sigur," sagði Stefán Jóhannsson, f rjálsíþróttaþjálf- ari, eftir að Guðrún Arnardóttir vann 100 m grindahlaup og 200 m hlaup strax í kjölfarið. Þetta var nokkuð strembið en geysilega skemmtilegt," sagði Guðrún sem vann 100 metra grindahlaupið á miklum enda- spretti, hljóp á 14,19 sek, sem er Smáþjóðamet. Þórdís Gísladóttir varð fimmta á 14,95 sek. Strax eftir hlaupið fór Guðrún til að taka þátt í 200 m hlaupi, en þar keppti hún vegna meiðsla Geir- laugar B. Geirlaugsdóttir, en Guð- rún er ekki þekkt fyrir að hlaupa 200 m, en hennar sterkustu greinar eru grindahlaup og 100 m hlaup. Guðrún sigraði, kom í mark á 24,72 sek., en í öðru sæti varð Constantinou frá Kýpur á 24,79 sek. „Ég hef best náð áður 24,09 sek. í 200 m hlaupi, en það var tekið á handklukku," sagði Guðrún, sem kom, sá og sigraði. IMæsta stórverk- efnierí Portúgal Næsta storverkefni hjá isienskum frjálsíþrótta- mönnum er Evrópumótið í Port- úgal, þar sem einn maður kepp- ir í hveni grein. „Við förum fyrst til Bretlandseyja og kepp- um þar gegn landsliðum Skðt- lands, /Wales, írlands og Noi-ður-írlands. Við höldum í þessa ferð um miðjan júní," sagði Guðmundur Karlsson, sleggjukastari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.