Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 [ Deilan um flokkun tann- réttinga og endurgreiðslur eftir Teit Jónsson Nú er svo komið í langri tog- streitu um flokkun tannréttinga- meðferðar og endurgreiðslur frá Tryggingastofnun, að heilbrigðis- yfirvöld hafa viljandi eða óviljandi hrakið alla sérfræðinga í greininni út úr kerfinu. Þetta ástand er okk- ur tannlæknum til mikils ama, sem þó er ekkert miðað við óþægindi og útgjöld þeirra fjölskyldna sem þetta bitnar á, en þeir unglingar sem byrja í tannréttingu ár hvert eru á annað þúsund. Yfírvöld spara sér hinsvegar að sama skapi út- gjöld ef þau sitja við sinn keip. Margir undrast endalausa þrjósku deiluaðila og því skal þess freistað að skýra gang mála frá sjónarhóli okkar tannlækna. Lögin Lögin sem voru sett í desember 1989 voru byggð á rangfærslum um fjölda tannréttingaaðgerða, þar sem sagt var að nærri helmingur barna nyti tannréttingaþjónustu hér á landi, en rétt tala er líklega á bilinu 25% til 30%. Einnig var byggt á þeim ósannindum að kostnaður vegna tannréttinga hefði aukist gíf- urlega, eti staðreyndin er sú að hann fylgdi að mestu öðru verðlagi og lækkaði á umræddu tímabili 1986-1989, úr 16% í 13% af heildar- kostnaði vegna tannlækninga, því miður gáfu alþingismenn sér ekki tíma til að afla réttra upplýsinga áður en þeir staðfestu lagabreyting- una. Reglurnar Ráðherra undirritaði reglur um endurgreiðslur rúmu ári síðar, 31. janúar 1991. Þar var í engu sinnt ráðleggingum okkar um að hafa flokkunina sem einfaldasta innan þess ramma sem lögin mörkuðu, heldur skyldi draga í dilka eftir til- viljanakenndum forsendum; milli- metramælingum, talningu á fjölda tanna í skökku biti og öðru slíku. í reglunum er líka gert ráð fyrir að tannlæknar flokki, þrátt fyrir að við hefðum lýst yfir því að það ætluðum við ekki að gera. Við get- .um ekki flokkað ef það jafngildir ,því að deila út peningum ríkisins til viðskiptavina okkar eftir forsend- um sem við teljum faglega út í :hött. Þess skal einnig getið að Tryggingastofnun hefur alltaf stað- ið til boða að fá afrit af öllum sjúkragögnum, þ. á m. sérfræðilega greiningu á tannskekkju hvers ^sjúklings. : Samningurinn Samningur var undirritaður milli Tannlæknafélags íslends og Trygg- ingastofnunar 26. mars sl. eftir ¦langt þóf. Þar náðist á endanum samkomulag um að flokkun skyldi verða í höndum TR. Formaður samninganefndar TR staðfesti á niðurstöðu í fjölmiðlum, enda undir- rituðu báðir samningsaðila svo- hljóðandi bókun: „TR tekur að sér að flokka tannréttingasjúklinga." Hinsvegar var einnig áskilið, að kröfu TR, að nota ákveðið umdeilt eyðublað, þrátt fyrir að flokkunin felist í því að fylla það út. Þar á móti kom síðan önnur setning í bókuninni um að tannlæknar væru ekki skyldugir til að fylla út flokk- „ Við getum ekki flokk- að ef það jafngildir því að deila út peningum ríkisins til viðskipta- vina okkar eftir for- sendum sem við teljum faglega út í hött." unarreiti eyðublaðsins. Blekið var ekki þornað á samningnum þegar tryggingayfirtannlæknir var í bréfi farinn að túlka þessar bókanir þannig að hann gæti: „í langflestum tilvikum" ætlað tannlæknum að fylla út eyðublaðið í heild sinni og það teljum við brot á samningum. Við tannréttingasérfræðingar höfum verið sakaðir um að hlíta ekki lögum og reglum réttra yfir- valda og okkur hefur verið legið á hálsi fyrir að slíta okkur frá samn- ingi sem okkar stéttarfélag hafi gert. í því sambandi má benda á fyrstu setninguna samningsins sem segir: „Samningur þessi tekur til þeirra starfandi tannlækna sem gerast aðilar að honum með yfiriýs- ingu til stjórnar TFI." Formlega var því ekkert athugavert við að hafna aðild að þessum nýja samningi og efnislega áttum við ekki annars kost eftir það sem á undan var gengið. Fórnarlömb deilunnar Varðandi fórnarlömb þessarar deilu er rétt að. rifja upp að TR birti auglýsingar í janúar 1990 og hvatti fólk til að fresta því að fara VIÐ BJOÐUM FRÁBÆRT VERÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. Verð á salerni, *)r AAA handlaug og sturtubotni AÐEINS KR. Z.D. ZsUU Baðsett. Salerni, handlaug, OQ QAA sturtubotn og baðkar AÐEINS KR. JÖ.-/UU Missið ekki af þessu einstæða tilboði ! Útsölustaðir: Reykjavík: Metró í Mjódd Málarinn, Grensásvegi Hafnarfirði: Parma Keflavík: Járn og skip Selfossi: G.Á.Böðvarsson Hvolsvelli: Kaupfélag Rangæinga Höfn: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Reyðarfirði: Kaupfélag Héraðsbúa Neskaupstað: Kaupfélagið Fram Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga Blönduósi: Kaupfélag Húnvetninga Hvammstanga: Kaupfélag V-Húnvetninga ísafirði: Verslunin Áral Patreksfirði: Verslunin Byggir Akranesi: Málningarpjónustan Teitur Jónsson í tannréttingar. Þeir sem fóru eftir þessu sitja enn með sárt ennið, en hinir sem óhlýðnuðust voru verð- launaðir í febrúar sl. þegar allur kostnaður áfallinn á árinu 1990 var endurgreiddur 50% eftir eldri regl- um. Ef þeir sem frestuðu tannrétt- ingameðferð verða fyrir fjárhags- legu tjóni vegna auglýsingarinnar hlýtur TR að bera ábyrgð á því. Sáttaumleitanir Tvívegis á síðustu dögum höfum við sett fram málamiðlunartillögur og tilboð sem formenn beggja samninganefnda og aðstoðarráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneytis hafa talið vert að skoða vandlega, en æðstu mönnum í kerfinu hefur ekki þótt ástæða til að svara. I þessum tillögum hefur verið gengið út frá því að flokkunarreglurnar verði einfaldaðar þannig að þorri þeirra sem teljist þurfa tannréttingu fái sama endurgreiðsluhlutfall, en hinsvegar verði TR gert kleift með upplýsingum frá okkur að aðgreina vægustu tilvik tannskekkju (fegr- unaraðgerðir) frá því sem þykir nauðsynlegra af heilsufarsástæð- um. Slík einföldun gerir líka óþarft eyðublaðið umdeilda, sem er óvið- unandi af mörgum ástæðum. Höfundur er tannlæknir og formaður Tannréttingafélags Islands. Rudolf Serkin Fæddur 28. mars 1903 - Dáinn 9. maí 1991 Kveðja frá Tónlistar- félaginu íReykjavík Hann var elskaður og dáður um allan hinn siðmenntaða heim. Hann var ekki aðeins stórbrotinn og djúpvitur túlkandi, heldur eins og Páll ísólfsson lét einu sinni orð falla um Serkin: „Sannarlega var hann einn af brautryðjendum Evr- ópu og Ameríku í skóla- og uppeld- ismálum tónlistarinnar á þessari öld." Nafnið Rudolf Serkin var í hug- um tónlistarmanna jafnt sem tón- listarunnenda tákn um mikinn list- amann sem leitaði sannleikans í fullkominni auðmýkt í túlkun sinni á hinum miklu meisturum tónbók- menntanna. Það var ómetanlegt fyrir okkar unga tónlistarlíf hér á íslandi í lok síðari heimsstyijaldarinnar erTón- listarfélagið, með Ragnar okkar í Smára í broddi fylkingar, tókst að fá Adolf Busch, fíðluleikarann fræga, til að halda nokkra tónleika hér í fásinninu. Ragnar hafði lengi haft í huga að fá þá hingað heim Busch og tengdason hans, Rudolf Serkin, en þeir voru frægt „duo" löngu fyrir stríð. I fyrstu ferð sinni hingað til lands kom Busch einn, og þá var gott að- hafa Árna Kristjánsson til taks, en hann lék með Busch með litlum fyrirvara og_gerði það af mikilli list, eins og hans var von og vísa. Árið eftir, eða í september 1947, kom Busch aftur og þá með Serkin, og léku þeir allar tíu píanó- og fiðlusónötur Beethovens á nokkrum tónleikum, og gleymist það engum sem á hlýddi. Einnig léku þeir fyrir Tónlistarfélagið í Hafnarfirði. Eftir það voru tengsl Busch og Sejrkins við Tónlistarfé- lagið fastmótað og bundust þeir og fjölskyldur þeirra vináttubönd- um við marga íslendinga og þó sérstaklega við Ragnar Jónsson og fjölskyldu hans. Eftir lát Buschs kom Serkin nokkrum sinnum hingað til lands, oft ásamt fjölskyldu sinni. í síð- ustu ferð sinni hingað lék hann á vegum félagsins tónleika í minn- ingu vinar síns Ragnars í Smára, en hann var þá nýlátinn. Það er enginn vafi á því að þessar heim- sóknir Serkins hingað til lands urðu tónlistarlífmu hér á Fróni til mikils framdráttar, ekki eingöngu vegna stórfenglegrar listar Serkins sjálfs, heldur einnig vegna þess að nú sóttust aðrir frægir lista- menn eftir því að koma hingað til að halda hér tónleika, því vitanlega spurðust ferðir Serkins meðal tón- listarmanna um allan heim. Serkin var sæmdur Fálkaorðunni og bar hann ávallt orðuna á tónleikum sínum hér á landi sem vott um hlýhug sinn til íslands. Tónlistarfélagið í Reykjavík kveður mikinn listamann og vel- unnara með sóknuði og þakkar þann mikla stuðning sem hann sýndi félaginu í viðleitni þess til að fegra og bæta mannlífið hér í borg. Fyrir hönd Tónlistar- félagsins í Reykjavík, Rögnvaldur Sigurjóns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.