Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 56
EIMSKIP VIÐGREIÐUMÞÉRLEIÐ *r0tmÞIafeÍto FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Álviðræður í Atlanta: Raforkusamningur- inn kominn á lokastig -segir dr. Jóhannes Nordal RAFORKUSAMNINGUR Atlantsáls og íslendinga nálgast nú það að vera fullfrágenginn, að sögn dr. Jóhannesar Nordal, formanns íslensku samninganefndarinnar. Á samningafundi í Atlanta í Banda- ríkjunum i gær var að sögn Jóhannesar farið yfir ýmis mál og geng- ið frá ákveðnum þáttum. „Við eigum heilan dag eftir í þessar viðræð- ur og ég geri mér vonir um að annað kvöld hafi línur skýrst enn frekar," sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að afloknum daglöngum fundi um raforkusamninginn með fulltrúum Atlantsáls. Jóhannes sagði þessa lotu í Atl- anta hafa farið vel af stað ög kvaðst vera bjartsýnn á framhaldið. „Ég á ekki von á því að við göngum frá neinu endanlega á fundinum á "fimmtudag, enda erum við ekki með neitt umboð til þess að ljúka samn- ingum. Við munum ljúka flestu sem varðar raforkusamninginn á morg- un, það er ég viss um. Þó verða HSI biður ríkiðum fjárstyrk FORSVARSMENN Handknatt- leíkssambands íslands ræddu við menntamálaráðherra í gær vegna slæmrar fjárhagsstöðu 'sambandsins, sem skuldar um 42 milljónir króna. í dag er stefnt að því að hitta fjármálaráðherra vegna málsins og á döfinni er að skrifa ríkisstjórn- inni bréf, þar sem greint verður frá vandanum og óskað eftir opin- berum stuðningi. Ársþing HSI hefst í Keflavík á morgun og verður erfið fjárhags- ""staða aðalmál þingsins. Jón Hjalta- •lín Magnússon hyggst gefa áfram kost á sér sem formaður sam- bandsins. Sjá bls. 54. eftir einiiver atriði sem ekki leysast endanlega fyrr en í framhaldi af þessu," sagði Jóhannes. Jóhannes sagðist telja að nú væru samningaviðræður íslendinga og Atlantsáls í raun á lokastigi, verið væri að ljúka samningum í öllum meginatriðum þannig að íslenska samninganefndin vissi hvar hún stæði með samningana í heild. „Enda hefur það komið fram hjá Paul Drack, aðalforstjóra Alu- max að það verði að vera kominn botn í allt sem máli skiptir á milli Atlantsáls og íslands í næsta mán- uði, svo að fjármögnunarviðræður fyrirtækjanna þriggja innbyrðis geti byggst á þeirri niðurstöðu sem þá liggur fyrir í þessum samning- um," sagði Jóhannes Nordal. Kveðjur sendar með tölvu Morgunblaðið/Sverrir Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti 12 ára nemendur í Melaskólanum í Reykjavík í gær í tilefni þess að þeir voru að ljúka umhverfisverk- efni sem fólst í því að kanna drykkjarvatn og nota tölvusamskipti til að bera niðurstöður saman við niðurstöður jafnaldra í bandarískum og japönskum skólum. Forsetinn settist við tölvu í skólastofunni og sendi kveðju til barna sem taka þátt í umhverfis- fræðslu með þessum hætti, en auk erlendra barna, er þar um að ræða nemendur í íslenskum skólum sem skiptust á upplýsingum um komu farfugla á þessu vori. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um vaxtahækkanir: Hætta á að bankar auki eigin tekjur með hærri vaxtamun Vaxtamunur er orðinn óeðlilega lítill, segir Valur Valsson bankástjóri Islandsbanka FRIÐRIK Sophusson, fjármála- ráðherra, segir nokkra hættu á að bankarnir muni ákveða að auka vaxtamun á milli inn- og útlána til þess að auka eigin tek)"- ur í kjölfar vaxtahækkana ríkis- sjóðs. Þetta kom fram á frétta- mannafundi fjármálaráðherra í gær þar sem kynnt var skýrsla um stöðu ríkisfjármála 1991, horfur og aðgerðir. Valur Vals- son, bankastjóri íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær um vaxtamálin, að vaxta- munur í bankakerfinu í dag sé óeðlilega lítill og það verði að breytast því bankarnir séu nú reknir með halla. Valur segist Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar: Greiðslubyrði þyngist um tæp .22% af eldri húsnæðislánum Kemur til greina að selja húsbréf á erlendum markaði, segir f élagsmálaráðherra GREIÐSLUBYRÐI lántakenda, sem áður greiddu 3,5% vexti af hús- næðislánum, en greiða nú 4,9%, þyngist um 21,9%, að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins. Greiðslubyrði þeirra sem tóku lán á 4,5% vöxtum þyngist um 5,6%. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra gagnrýnir líf eyrissjóðina fyrir að kaupa lítið af húsbréfum og segir koma til álita að selja húsbréf á erlendum verð- bréfamörkuðum til þess að ná niður hárri ávöxtunarkröfu sem er á bréfunum. Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að vaxtahækkunin næði til 39-40 þúsund húsnæðislána. „Einstaklingar sem eru skrifaðir fyr- ir þeim eru milli 20 og 21 þúsund. Við teljum að þetta muni færa okkur auknar tekjur upp á 600 til 700 milljónir króna á ári," sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að af þeim 20 þúsund einstaklingum sem skulda húsnæðislán séu átta þúsund með lán frá tímabilinu |1984-'86 og sé meðalupphæð lána um ein milljón króna. Hjá þeim auk- ist greiðslubyrðin um um það bil 10 þúsund krónur ef þeir fá ekki vaxta- bætur. 12 þúsund hafi tekið lán frá 1986 til dagsins í dag, meðallán þeirra séu um tvær milljónir og greiðslubyrði aukist um 20 til 22 þúsund krónur. Af þessum 12 þús- undum eru tæp þrjú þúsund sem fengu lán eftir vaxtahækkun 1. des- ember 1989 í 4,5% og sagði Jóhanna að greiðslubyrði þeirra ykist því um um það bil 10 þúsund krónur. Jóhanna sagði að enginn einn að- ili á landinu geti haft eins mikil áhrif til að koma jafnvægi á húsbréfakerf- ið eins og h'feyrissjóðirnir. „Lífeyris- sjóðirnir geta haft slæm áhrif á lána- markaðinn með samráði um markað- sviðskipti og haldið þannig uppi vöxt- um. Þess vegna held ég að það hljóti að koma til skoðunar, að setja ein- hvern hluta af húsbréfunum út á erlendan verðbréfamarkað. Þann möguleika þurfum við að taka til rækilegrar skoðunar," sagði Jó- hanna. Hún benti á að lífeyrissjóðirnir hefðu um 36% innlends sparnaðar til ráðstöfunar, sama hlutfall og allt bankakerfið hefði. „Þrátt fyrir það hafa þeir aðeins keypt húsbréf fyrir 2,4 milljarða króna á þessu ári, af þeim 27 milljörðum sem þeir hafa til ráðstöfunar. Lífeyrissjóðirnir hafa mjög sterka stöðu á markaðnum og geta ef þeir svo kjósa haft samráð sín á milii um markaðsviðskipti. Þeir geta haft veruleg áhrif til að lækka ávöxtunarkröfuna á húsbréfunum með því að beina meira af sínum fjár- munum inn í húsbréfin, sem er viður- kenndur hagstæðasti kosturinn fyrir þá núna. Þannig myndi sú lækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfanna verða þeirra eigin sjóðsfélögum til hags- bóta," sagði Jóhanna. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði á fundi með fréttamönn- um í gær: „Ef eigendur lífeyrissjóð- anna vilja ná fram vaxtalækkun í þessu almenna kerfi, þá geta þeir gert það með því að lána með lágum vöxtum. Ef þeir hins vegar leggja upp úr því, sem við eigum allt eins von á, að hafa vextina eins háa og hugsanlegt er, þá verða því miður vextirnir f húsnæðiskerfinu að hækka." Sjá nánar á bls. 22-23. vera sammála fjármálaráðherra um nauðsyn þess að hækka vexti til að slá á eftirspurn og byggja upp sparnað. I skýrslu fjármálaráðherra segir að vextir banka og verðbréfafyrir- tækja hafi farið hækkandi að und- anförnu og því ætti vaxtahækkun ríkissjóðs ekki að leiða til almennrar vaxtahækkunar nema að takmörk- uðu leyti. Friðrik Sophusson sagði í gær að ekki væri óeðlilegt að búast við ein- hverjum vaxtahækkunum í banka- kerfinu en ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins yrðu að skoða nákvæmlega hvort hætta væri á að bankarnir ákvæðu að auka vaxta- muninn. „Gagnvart þessu verðum við að vera á varðbergi, því okkur ber að veita öllum aðhald í sínum rekstri, ekki síður bönkunum en öðrum aðilum," sagði hann. Valur Valsson sagði að lánsfjár- eftirspurn hefði aukist og sparnaður minnkað en vextir staðið í stað um nokkurn tíma. Sagði hann að nú væri komið í ljós, að sú raunvaxta- lækkun sem bankarnir stóðu að 1. febrúar sl. hefði ekki verið tímabær og að hækkun á vöxtum spariskír- teina ríkissjóðs gæfi augljóst tilefni tjl vaxtahækkana á inn- og útlánum bankanna. „Vaxtamunur núna er óeðlilega lítill og getur ekki verið svona áfram því hann er kominn niður fyrir þau mörk sem gefa bönk- unum jákvæða afkomu," sagði Val- ur. Sjá viðtal við Val Valsson á bls. 32 og skýrslu fjármálaráðherra og fréttir um stöðu ríkisfjármála á bls. 2, 24-25, 28-29, 31, 32 og 36-37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.