Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 15 hlýddu á þær, þótt þar hafi verið drepið á öll helstu vafa- og ádeiluat- riði, sem fram hafa komið til þessa. Stefnt að málalyktum Viðræðurnar um EES hófust 1989 á þeim pólitíska grundvelli að EFTA- ríkin samþykktu að lögfesta hjá sér 1.400 réttargjörninga Evrópubanda- lagsins. Hefur verið unnið að því að þýða þennan mikla lagabálk undan- farin misseri. Síðan á árinu 1989 hefur verið rætt um þau málefni, sem valda ágreiningi milli ríkja EFTA og EB. Þessum ágreiningsefnum hefur fækkað jafnt og þétt. Hér hefur aldr- ei verið um samningaviðræður í hefð- bundnum skilningi þess orðs að ræða. Viðræðurnar hafa í raun snúist um það, hvernig EFTA-ríkin gætu á hagkvæmastan hátt lagað sig að lög- um og ákvörðunum Evrópubanda- lagsins. Fyrir okkur íslendinga skiptir mestu, að enn hefur ekki verið geng- ið frá sjávarútvegsmálunum. Við föll- umst ekki á þá kröfu EB að fyrir aðgang að mörkuðum komi aðgang- ur að fiskimiðum. Það eru Spánverj- ar sem standa fast á þessari kröfu innan EB. Hún byggist að öðrum þræði á því, að Spánverjar vilja styrkja hlut sinn almennt innan bandalagsins og lagfæra ýmislegt sem þeirtelja sér andstætt. Hagvöxt- ur hefur verið mikill á Spáni síðan landið varð aðili að EB 1. janúar 1986. Spánverjar telja sig nú vera í betri stöðu en nokkru sinni fyrr til að láta að sér kveða innan EB og þeir vilja ekki láta tækifærið ganga sér úr greipum átakalaust. Er brýnt að íslensk stjórnvöld og aðrir þátttak- endur í mótun EES geti talið Spán- verjum hughvarf í sjávarútvegsmál- um. Tvö af EFTA-ríkjunum, Austurríki og Svíþjóð, hafa tekið stefnuna inn í EB. Þau líta á EES sem nauðsynleg- an aðdraganda aðildar, fyrsta, annað ef ekki þriðja skrefíð inn í Evrópu- bandalagið. í Finnlandi og Sviss er andstaða við aðild að minnka og sömu sögu er að segja um Noreg. Dayíð Oddsson segist ekki sjá nein teikn um að aðild að EB verði á dagskrá ríkisstjórnar sinnar. Við þurfum að huga að stöðu okk- ar innan EFTA-hópsins og gæta þess, ef við viljum eiga samleið með bandalagsríkjunum, að eingangrast ekki innan hans. Hvert EFTA-ríki hefur sérhagsmuna að gæta og eng- inn er annars bróðir í leik á þessum vettvangi frekar en endranær, þegar tekist er á um brýna hagsmuni. Vilji menn að ísland gerist aðili að EES þurfa þeir að vera til þess búnir að fella saman stórpólitíska hagsmuni, er lúta að framtíðarsessi okkar í samfélagi þjóðanna, og úr- lausn vegna sérgreindra málefna. Niðurstaða umræðnanna á þingi á fimmtudaginn var sú að ríkur vilji er til þess. Mikilvægt er að líta á málið í því ljósi, að hvorki samstarf við Bandaríkin né aukin verslunar- viðskipti við þjóðir Austur-Asíu geta komið í staðinn fyrir virka þátttöku í EES. Við erum ekki að gera upp á milli þjóða heldur halda áfram þátttöku í samvinnu Evrópuþjóða á nýjum grundvelli. Hið nána samstarf íslands og Bandaríkjanna heldur áfram, svo sem í varnar- og öryggis- málum. Markaðir í Austur-Asíu standa okkur áfram til boða. Um leið og það sjónarmið skal áréttað að mikilvægt sé að ná sem víðtækastri samstöðu um EES- samningana og framkvæmd þeirra, er hitt ljóst, að menn verða að vera undir það búnir að lenda í harkaleg- um ágreiningi á heimavelli til að geta staðið við það, sem íslensk stjórnvöld hafa verið að samþykkja í EES-viðræðunum allt frá árinu 1989. Á það vafalaust eftir að vekja furðu fleiri en innlendra manna, ef slíkar deilur yrðu enn harðari en ella vegna þess að tveir stjórnarflokkar frá árunum 1988-91, Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur, sem stóðu að mótun meginstefnunnar í samningunum, snerust gegn. EES einungis af því að þeir eru ekki leng- ur í ríkisstjórn. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Börnin fyrst og fremst eftir Hermann Þórðarson Óbeinar reykingar Þegar við tölum um óbeinar reykingar er átt við það þegar börn og aðrir anda að sér reyk frá fólki sem er að reykja. Reykurinn frá brennandi sígarettu inniheldur tvö- falt meira magn af nikótíni heldur en það sem reykingamaðurinn and- ar að sér, og fímm sinnum meira af kolsýringi. Þetta getur valdið ungbörnum öndunarerfiðleikum. Obeinar reykingar geta valdið ungbörnum skaða. Sígarettureykur inniheldur næstum því 4.000 efni, m.a.. ammoníak, bensín, formalde- hýð (ertir húð, augu og öndurfæri) og blásýru, auk kolsýringsins sem áður er getið. Börn sem eru óvarin fyrir óbeinum reykingum anda þessum efnuni að sér. Rannsóknir sýna að börnum sem anda að sér reyk af þessu tagi er hættara við kvefi, eyrnabólgu, kverkabólgu og hálseitlabólgu. Einnig getur það valdið erfiðleikum á lungnastarf- semi og jafnvel dregið úr vexti lungna hjá ungbörnum. Börn læra af foreldrum sínum. Börn foreldra sem reykja eru lík- legri til að verða reykingafólk en aðrir. Verðandi foreldrar í hópi reykingafólks ættu því að reyna að hætta að reykja, og eftir fæðingu barnsins forða því frá óbeinum reykingum. Reykingar og þungun Reykingar verðandi mæðra eru fóstrinu hættulegar. Þegar þunguð BÖRNIN FYRST OG FREMST „Börn læra af foreldr- um sínum. Börn for- eldra sem reykja eru líklegri til að verða reykingafólk en aðrir." kona reykir, andar hún að sér nik- ótíni og kolsýringi. Nikótínið dregur úr magni þeirrar næringar sem berst til fóstursins. Reykingar verðandi mæðra auka hættuna á fósturláti (170% meiri hætta hjá stórreykingakonum), fæðingu fyrirtímann (300% líklegra hjá stórreykingakonum), andvana fæðingum (55%), fæðingargöllum (t.d. klofinni vör og klofnum gómi), ungbarnabauða (sérstaklega fyrstu 28 dagana eftir fæðingu) og öndun- arerfiðleikum (astma) hjá korna- börnum. Því fyrr sem verðandi móðir hættir að reykja því betra. Ef hún hættir strax og hún uppgötvar að hún er þunguð, dregur hún úr hætt- unni á að barnið verði fyrir einhverj- um af þeim skakkaföllum sem áður er getið. Ef hún hættir þegar hún er komin fjóra mánuði á leið, eru líkurnar á fyrirbura eða undirmáls- barni þær sömu og hjá konum sem reykja ekki. Ef hún hættir einhvern tíma áður en barnið fæðist eykur hún líkurnar á að fæða heilbrigt barn. HSfundur er umdæmisstjóri Kiwanis á íslandi. PSEXI us Kaffivélar 700-1000 wött. Glæsilegir litir. Verðfrá 2.890,- • lObolla • Heitt og gott katti 0 Engir eftirdropar • Sgerðir pssxk Vöfflujárn llmandi, fallegarvöfflur. Verðfrá' • Snúrugeymsla • Hitastýring • Stígandi hitastilling • Teflonhúð Elnar Farestvert&Co.hf. BORGARTUNI28, SIMÍ 62290). UM 4 stoppar v» dymar fmnmrfmrti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.