Morgunblaðið - 19.06.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.06.1991, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 --------;----(-:--;-_i_—-:-- ;--l-i-:-——■ Markaðsskilyrði fiskvinnslu og garð- yrkju á evrópsku efnahagssvæði eftir Björn S. Stefánsson Það er sá grundvallarmunur á forsendum fiskveiða og garðyrkju á íslandi og í Evrópu yfirleitt, að sjáv- arafli verður ekki aukinn með aukn- um tilkostnaði, en uppskeru í garð- yrkju má auka með því að leggja meira land undir og með_ auknum áburði og öðrum ráðum. I upphafi samninga um evrópskt efnahags- svæði var því lýst yfír, að þeir ættu ekki að ná til landbúnaðar. íslend- ingar settu á oddinn, að tollar yrðu felldir niður á sjávarafurðum. Síðar fréttist, að í þágu Miðjarðarhafsríkja Evrópusamfélagsins væri verið að ræða um greiðari innflutning á grænmeti frá þeim til Norðurlanda. Kunnugur sagði mér, að þetta þyrfti ekki að bitna á íslenskri garð- yrkju, þar sem hugmyndin væri að miða við, að norðiægu Efta-löndin héldu hvert sig ákveðinni hlutdeild á heimamarkaði fyrir hveija tegund afurða, og vegna stutts vaxtartíma væri íslensk framleiðsla undir þeirri hlutdeild. Hvort svo verður veit varla nokkur. Þar veldur hver á samning- um heldur. Nú vill svo til, að í Evrópusamfé- laginu eru landbúnaður og sjávarút- vegur -undir sama hatti. Því má spyija hvort íslendingar hafi gert landbúnaðarmál að samningamáli í skilningi Evrópusamfélagsins með því að taka sjávarútvegsmál fyrir í samningum. Því skal ég ekki svara. Hins vegar er brýnt, að íslendingar geri sér og öðrum grein fyrir því, að afnám tolla á sjávarafurðum hef- ur önnur áhrif á framleiðslumagn í hveiju landi en greiðari verzlun með landbúnaðarafurðir. Það yrði ekki fiskað meira við ísland, þótt Evrópusamfélagið felldi niður tolla á íslenzkum sjávarafurð- um. Það leiddi ekki heldur til þess, að minna yrði fiskað í ríkjum Evr- ópusamfélagsins. Hins vegar yrði það til þess, að ýmis frekari vinnsla sjávarafurða hér stæði undir hærra verði og útgerðin hefði hag af því að selja meira af aflanum til vinnslu „ Afnám tolla á sjávar- afurðum hefur önnur áhrif á framleiðslu- magn í hverju landi en greiðari verzlun með landbúnaðarafurðir. “ hér í landi í stað þess að flytja hann lítt unnin út. Fiskvinnslan er iðnað- ur. Tollamál íslenzks sjávarútvegs eru samkvæmt því sama eðlis og tollamál iðnaðar á fyrirhuguðu evr- ópsku efnahagssvæði og hafa áhrif á hvar fiskvinnslan fer fram, en ekki hveijir veiða fiskinn. Öðru máli gegnir um garðyrkju og annan landbúnað og raunar einn- ig fiskeldi. í þeim greinum má auka framleiðslu með ýmsum ráðum. Þar er það háð afurðaverði og öðrum starfsskilyrðum í hveiju landi, hversu mikið er framleitt þar. Þau viðskiptakjör garðyrkju, sem verið er að semja um þrátt fyrir upphafleg fyrirheit samningsaðila, hafa áhrif á það hversu mikið er ræktað í hverju landi. Höfundur stundar þjóðfélagsrannsóknir. Björn S. Stefánsson Seltjarnarnes: SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á Kammermúsikhatið ungs tónlistarfólks ÞESSA dagana stendur yfir kammermúsíkhátíð ungra tónlist- armanna. Þátttakendur eru á aldrinum 15 ára til rúmlega tvi- tugs og eru flestir í efri stigum tónlistarnáms, en sumir þeirra hafa þegar lokið einleikaraprófi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Æft er daglega í Tónlistarskóla Seltjarnarness undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleik- ara og Gunnars Kvaran sellóleikara og mun unga fólkið halda opinbera tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnu- daginn 23. júní. Tónleikarnir heflast kl. 20.30. Einnig munu þau fara á nokkur sjúkrahús og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu og halda tón- leika. Þá munu þau leika við messu kl. 11.00 í Seltjamarneskirkju á sunnudag. Verkefni á efnisskrá verða m.a. strengjakvartettar eftir Bartok, Beethoven, Mozart og Shu- bert, flautukvartett og klarinettu- kvintett eftir Mozart og konsert fyr- ir fjórar fiðlur eftir Vivaldi. Þeir sem koma fram eru: Guðrún Arnadóttir, Gyða Stephensen, Hlín Erlendsdóttir, íma Þöll Jónsdóttir, Jón Ragnar Örnólfsson, Olga Björk Ólafsdóttir, Pálína Árnadóttir, Sif Tulinius, Sigurgeir Agnarsson, Sig- urbjörn Berharðsson, Sigutjón Hall- dórsson, Stefán Öm Arnarson, Stef- án Ragnar Höskuldsson og Þórhildur Halla Jónsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill með húsrúm leyfir. Vinningstölur laugardaginn (17) (2l). (31 K3 15. iúní 1991 (18) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 ,, 1 2.203.303 2. 4^ wi 42.561 : 3. 4at5 97 6.811 4. 3af 5 3.325 463 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.786.494 kr. m , - upplýsingar:sImsvari 91-681511 lukkulIna991002 GOOD0YEAR GOODjFVEAR 60 ÁR HEKLA LAUGAVEG1174 » 695560 & 674363 A ISLANDI FLUGLEIDIR Á eyjunum átján bíður þín ógleymanlegt sumarfrí. Þú kynnist stórbrotinni náttúrufegurð, sérstæðu mannlífi og einstakri gestristni nágrannaþjóðar sem nær hámarki á Ólafsvöku. Allir vegir eru malbikaðir, brýr og jarðgöng liggja á milli byggðarlaga og ferjuferðir eru tíðar. Gististaðir eru í Þórshöfn og í flestum stærri bæjum. Flugogbtll ísjödaga. Tvisvar í viku. 20150 Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og fcrðaskrifstofum. *Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í a-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára) . secð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.