Morgunblaðið - 19.06.1991, Page 48

Morgunblaðið - 19.06.1991, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 19. JÚNÍ 1991 fclk í fréttum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nokkrir nemendur sem tóku þátt í námskeiðinu ásamt. Ieiðbeinendum. Theódór æfir sig í að skipta um bleiu. VESTMANNAEYJAR: Barnfóstrunámskeið Rauða krossins Rauði krossinn hefur undanfarið staðið fyrir barnfóstrunám- skeiðum í Eyjum. Góð aðsókn hefur verið að námskeiðunum og hafa yfir 50 börn útskrifast af námskeið- um á þessu vori. Barnfóstrunámskeiðin eru sett upp til þess að gera verðandi barnfóstr- ur hæfari til starfsins. Hjúkrunar- fræðingur og fóstra sjá um kennsl- una. Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna slysa eru kenndar en einnig er börn- unum kennd skyndihjálp, blásturs- aðferðin og fleira. Þá er þeim kennt að umgangast og annast börn. Undanfarin vor hafa um 20 börn sótt þessi námskeið en nú margfald- aðist sá fjöldi. Sigurfinna Lóa Skarphéðinsdóttir sagði að greini- legt væri að börnin hefðu horft á neyðarlínuna í sjónvarpinu og gert sér grein fyrir hvað fyrsta hjálp skipti miklu máli ef slys bæri að höndum og líklega hafi það ýtt við mörgum að taka þátt í námskeiðun- um nú. Hvert námskeið stendur yfir í fjóra daga og eru kenndar fjórar kennslustundir hvern dag. Bæði strákar og stelpur hafa tekið'þátt í námskeiðunum og af þeim rúmlega 50 börnum sem út- skrifuðust voru sjö strákar. I lok hvers námskeiðs eru börnunum af- -hent skírteini til staðfestingar því að þau hafi lokið Barnfóstrunám- skeiði Rauða krossins. Grímur BLÖNDUÓS: Kiwanismenn gefa farsíma Félagar úr Kiwanisklúbbnum Borgum á Blönduósi afhentu fyrir skömmu fulltrúum frá björg- unarsveitinni Blöndu og hjálpar- sveit skáta á Blönduósi farsíma sem nýtast eiga björgunarsveitunum í starfi þeirra. Það var forseti Kiwanisklúbbsins Borga á Blönduósi, Frímann Hilm- arsson, sem afhennti fulltrúum þjörgunarsveitanna gjafirnar í björgunarstöðinni á Blönduósi. Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Frá afhendingu farsímanna; talið frá vinstri: Guðjón Ragnarsson, Ari Einarsson, Gunnar Sig. Sigurðsson, Guðmundur Ingþórsson og Frímann Hilmarsson. IÞROTTIR Púttað í miðbæ Keflavíkur Keflavík. pnaður hefur verið púttvöllur í hjarta Keflavíkur. Völlurinn virðist þegar vera orðinn vinsæll, því talsverð aðsókn er þegar að vellinum. Keflavíkurbær kostaði og stóð að gerð vallarins sem er raun- ar tveir 18 holu vellir, en Hólmgeir Guðmundsson sá um framkvæmd verksins. Hólmgeir var í mörg ár fcinn af hekktustu rolfleikurum landsins og hann sá einnig um Hólmsvöll í Leiru í mörg ár. Hólm- geir sagði að félagar í Púttklúbbi Suðurnesja væru sérlega ánægir með völlinn því nú væri stutt að fara ef þá langaði til að bregða sér í golf. Einnig væri völlurinn þegar orðinn vinsæil meðal yngri kynslóð- arinnar. Morgunblaðið/Björn Blöndal Hólmgeir Guðmundsson á pútt- vellinum á Mánaflöt, í bakgrunni má sjá félaga í Púttklúbbi Suður- ,U«4ÍA- revna nvia yÖllinp. « Hluti hópsins við gróðursetningu. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal NESKAUPSTAÐUR: Gáfu trjáplöntur í tilefni 20 ára fermingarafmælis Neskaupstað. Fermingarbarnamótin svoköll- uðu setja orðið talsverðan svip á bæjarlífið á hveiju sumri. Um síðastliðna sjómannadagshelgi voru þijú slík haldin hér og þar af leiðandi bar óvenju mikið á brott- fluttum Norðfirðingum við sjó- mannadagshátíðahöldin, því að það er nú svo að meiriparturinn af hveij- um hóp sem fermist hér flytur í burtu og sest að annars staðar. Einn hópurinn sem hélt upp á 20 ára fermingarafmæli tók sig til og gaf Fjórðungssjúkrahúsinu 40 tijáplöntur sem þau svo gróðursettu sjálf á snyrtilegri lóð sjúkrahússins. Verður að telja þetta framtak þeirra af því góða. - Agúst Karlakór Selfoss. Morgunblaðið/Ámi Helgason STYKKISHÓLMUR: Karlakór Selfoss í heimsókn Stykkishólmur. arlakór Selfoss var á ferðinni í Stykkishólmi fyrir skemmstu og hélt hér söngskemmt- un í kirkjunni. Kórinn telur um 30 manns og söngstjóri er Olafur Siguijónsson frá Forsæti í Villingaholtshreppi en formaður Helgi Helgason og í for- föllum undirleikarans annaðist Jó- hanna Guðmundsdóttir undirleik. Á söngskránni voru 19 lög og langflest innlend og auðvitað var fyrsta lagið Árnesþing eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingaholti við hinn frábæra texta Einars Eiríkssonar fyrrum alþingismanns. Kórinn söng aukalög og fékk alveg frábærar móttökur. Hólmarar þakka komuna og frábæran söng. - Árni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á myndinni eru Baldur Daníelsson formaður knattspyrnudeildar Hvatar, Eysteinn Pétur Lárusson, 4. flokki, Svandís Ása Sigurjóns- dóttir, kvennaflokki, og Rósa Margrét Sigursteinsdóttir. BLÖNDUÓS: Knattspyrnufólk í Hvöt fær nýja Blönduósi. ** Fjórði flokkur knattspyrnudeild- ar Hvatar og kvennaflokkur sama félags í knattspyrnu fengu á dögunum nýjan íþróttabúning af- hentan og var gefandinn íslands- banki á Blönduósi. Það var Rósa Margrét Sigursteins- dóttir *,bankastjóri íslandsbanka á búninga Blönduósi sem afhenti búningana og viðstaddir voru fulltrúar viðkom- andi flokka knattspyrnudeildar Hvatar ásamt formanni knatt- spyrnudeildarinnar, Baldri Daníels- syni. Jón Sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.