Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/LESBOK 138. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarí kj astj ór n leggur ríkt á um einingii Júgóslavíu Belgrad. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn styddu einhuga sameinað júgóslavneskt ríki og sagði að bandarísk stjórnvöld myndu ekki viðurkenna fyrir- hugaða sjálfstæðisyfirlýsingu Slóvena í næstu viku. Baker hélt í gær fundi'með forsetum júgóslavnesku lýðveldanna og sagði að þeim loknum að besta leiðin til að tryggja mannréttindi og alþjóð- lega efnahagsaðstoð væri eining rikisins. Bretarfagna hermönnum sínum Reuter Elísabet Bretadrottning bauð breska hermenn, sem börðust í stríðinu fyrir botni Persaflóa, velkomna til heimalandsins í gær er hersýning var haldin í hjarta Lundúna, þar sem þessi mynd var tekin. Sýningin var látlaus í samanburði við sigurgöngurnar í Bandaríkjunum en yfir henni þótti þó mikil reisn. Harðlínuöfi í Æðsta ráði Sovétríkjanna láta undan síga: Hætt við að ræða tillögu um skert völd Gorbatsjovs ftcbl'll W>icllin(Hnn \Jaui Vni'b Raiitap Uailir TnlnirKai>li Moskvu, Washington, New York. Reuter, Daily Telegraph. Harðlínumenn í Æðsta ráðinu, þingi Sovétríkjanna, létu í gær und- an síga og samþykktu að hætt yrði við að ræða tillögu um að auka völd Valentíns Pavlovs forsætisráðherra á kostnað Míkhaíls S. Gorb- atsjovs forseta. Er Gorbatsjov ávarpaði þingið sagðist hann ekki ótt- ast harðlínuöfl er vildu eyðileggja þjóðarsátt sem væri að takast eftir langt timabil ókyrrðar. Forsetinn sagði að yrði efnahagsumbótum frestað gæti það merkt hrun Sovétríkjanna. Hann hét því að sameina tillögur róttækra umbótaafla um efnahagsaðgerðir og tiiiögur Pavlovs sem vill halda fast við miðstýringu. Deilt væri um einkaeign „en meginákvörðunin hefur verið tekin - öll form eignarréttar verða jafn rétthá," sagði forsetinn. illfljffp \ 1 m i ý V 11 % V. I Harðlínumennirnir Dmítríj Jazov, varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna (t.v.), Vladímír Kijútsjkov, yfirmaður sovésku öryggislögregl- unnar, KGB, og Borís Púgo innanríkisráðherra á fundi sovéska þings- ins í gær. Baker, sem fundaði einnig með Ante Markovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, var spurður að því hvort bandarísk stjórnvöld myndu viðurkenna sjálfstæði Slóvena, sem þeir hyggjast lýsa yfir 26. þessa mánaðar. „Nei, það myndum við ekki gera. Við leggjumst gegn einhliða aðgerðum öðrum en þeim sem fylgja í kjölfar samningavið- ræðna,“ sagði Baker á fundi með fréttamönnum. Hann sagði að Bandaríkjamenn myndu leggja fram alla þá aðstoð sem þeir gætu til að koma á breytingum í lýð- ræðisátt og standa vörð um mann- réttindi og einingu í Júgóslavíu. „Við teljum gífurlega mikilvægt að þetta nái fram að ganga með samningaviðræðum og án þess að gripið verði til ofbeldisaðgerða. Við teljum að enn hafí ekki verið reynt til þrautar að ná samkomu- lagi með viðræðum," sagði Baker. Baker sagði að Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE), sem 35 ríki eiga aðild að, styddi afstöðu þá sem hann hefði látið í ljós. Markovic varaði Slóvena og Króata við því í gær að hann myndi beita öllum löglegum ráðum til að koma í veg fyrir úrsögn þeirra úr ríkjasambandinu án sam- þykkis ríkisstjórnarinnar. „Ríkis- stjórnin telur að sjálfsákvörðunar- rétti fólks, sem því er tryggður í stjórnarskránni, verði að ná fram með lýðræðislegum aðferðum, ekki með einhliða ákvörðunum," sagði Markovic. Króatar ætla einnig að lýsa yfir sjálfstæði 26. júní nk. Slóvenía og Króatía eru vestrænust lýðveld- anna í júgóslavneska ríkjasam- bandinu og þar er velmegun mest. Slóvenar og Króatar vilja ekki til- heyra Júgóslavíu nema hún verði gerð að sambandi fullvalda ríkja. Yfirvöld í stærsta lýðveldinu, Serbíu, vilja hins vegar miðstýrt ríkjasamband áfram. í stuttri en tilfinningaþrunginni ræðu sinni í Æðsta ráðinu gerði Gorbatsjov lítið úr ágreiningi hans og forsætisráðherrans. „Pavlov ígrundaði ekki vel þann hluta skýrslu sinnar,“ sagði hann um tillöguna sem ráðherrann hafði sjálfur sett fram um aukin völd sér til handa. Pavlov sat svipbrigðalaus við hlið forsetans er þessi orð féllu og trommaði með fingrunum á borðið. Síðar stóð hann upp, sagðist myndu vinna að lausn efnahagskreppunnar með Gorbatsjov og ákveðið var að hætta við umræð- una um breytt valdsvið leiðtoganna. Gorbatsjov nafngreindi þingmenn- ina Viktor Alksnis og Júríj Blokhín, leiðtoga harðlínusamtakanna Sojuz, er hann fjallaði um baráttu sem háð væri gegn sér á ýmsum vígstöðvum, m.a. í ijölmiðlum. Blokhín sagði síðar að ræða Gorbatsjovs væri „árás á lýðræðið, upphaf einræðis". Blokhín sagðist styðja Pavlov en svo virtist sem hendur ráðherrans væru bundn- ar. Talið er að Pavlov njóti stuðnings þriggja lykilmanna í Sovétstjórninni; Dmítríjs Jazovs varnarmálaráðherra, Borís Púgos innanríkisráðherra og Vladímírs Kijútsjkovs, yfirmanns sovésku öryggislögreglunnar, KGB. Er Gorbatsjov ítrekaði árásir sínar á harðlínumenn á fréttamannafundi að loknum þingfundinum stóðu Jazov og Púgó við hlið. hans án þess að taka til máls. Grígoríj Javlínskíj, umbótasinnað- ur hagfræðingur, sem samdi með aðstoð bandarískra sérfræðinga rót- tæka áætlun um endurreisn efna- hagslífsins á sjö árum, sagði sumt sameiginlegt með áætlun hans og hugmyndum stjórnar Pavlovs en lagði álierslu á grundvallaratriði sem skiidu á milli. „Við viljum ekki bara skipta verkum með nýjum hætti held- ur draga úr opinberum afskiptum af efnahagsmálunum," sagði Javlínskíj. Sjá „Busli forðast að styggja ...“ á bls. 18. Alþjóðleg ráðstefna um alnæmi: Bóluefni kynni að finnast innan fimm ára Flórens. Reuter. VISINDAMENN eru bjartsýnir á að bóluefni gegn HlV-veirunni sem veldur alnæmi verði fundið innan fimm ára. Það á hins vegar einung- is við um bandarísk og evrópsk afbrigði sjúkdómsins en ekki þau sem eru útbreidd í þróunarríkjum. Þar er útbreiðsla sjúkdómsins aftur á móti hröðust. Talið er að um aldamótin verði 40 milljónir manna komnir með veiruna og ein milljón manna hafi tekið sjúkdóm- inn. Gert er ráð fyrir að 90% tilfella verði í þróunarríkjum. Kom þetta fram á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmi sem lauk í Flórens á Ítalíu í gær. Sem stendur er AZT eina lyfið sem viðurkennt er við meðferð al- næmissjúklinga. Það tefur þróun sjúkdómsins en kemur ekki í veg fyrir hann. Hins vegar kom fram að AZT kemur seint að haldi í þriðja heiminum þar sem útbreiðsla sjúkdómsins er hröðust vegna þess hve dýrt það er. Þess vegna binda menn vonir við að takist a'ð finna bóluefni gegn HlV-veirunni. Jafnvel er vonast til að það gerist á næstu fimm árum. Á alnæmisráðstefnunni í San Francisco fyrir ári töldu menn að enn þyrfti tíu ár til. En það kom einnig fram að rannsóknir á þeim afbrigðum veirunnar sem eru land- lægar í Afríku eru skemmra á veg komnar en á evrópskum og banda- rískum afbrigðum. Einnig lýstu sumir þátttakendur áhyggjum sínum yfir því að lyfjafyrirtæki legðu lítið upp úr rannsóknum á þeim afbrigðum veirunnar sem eru utan vestrænna ríkja. Skýringin væri sú að bóluefni sem þar ættu að koma að haldi þyrftu að vera ódýr og fáanleg í miklu magni. Þróunarkostnaður væri mikill en hagnaðarvonin lítil. Það kom fram á ráðstefnunni að algengasta smitleiðin er kynmök karls og konu. Það virðist vera til þess fallið að breyta þeirri mynd sem almenningur hefur af sjúk- dómnum að hann sé einkum bund- inn við homma og eiturlyfjaneyt- endur. Mestar deilur á ráðstefnunni vakti erindi Williams Haseltines frá Boston. Hann sagði hugsanlegt að alnæmi gæti smitast með innileg- um kossi. Veiran hefði fundist í munnvatni en reyndar væri ekkert dæmi þekkt um að alnæmi hefði smitast við kossa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.