Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 31
íflGí ÍKÍJfc .S§ HUöAQSAplTAJ (HUAJÍTVÍUDHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 31 fclk í fréttum MANNFJÖLGUN Þriðji Jagger- erfinginn? Tjað gengur fjöllum hærra, að * þriðja barn þeirra Jerry Hall og Mick Jagger sé væntanlegt þótt ekki sé það enn að merkja á frúnni. Þau hafa nýverið sagt í ótal við- tölum um heim allan, að þau vilji gjarnan eiga að minnsta kosti eitt barn til og svo verða þau svo sposk á svipin er þau eru spurð hvort það sé á leiðinni, að slúðurblöðin hafa lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra. Þetta er enn óstaðfest, en margt bendir til að þetta sé raunin. Njóttu sólarinnar! Láttu ekki vind og regn valda þér óþægindum Gefðu fyrirtækinu nýtt, áhrifamikið og aðlaðandi útlit. Kynntu þér kosti VIKING sólþakanna. Á sólríku sumri er gott að geta temprað heita sólargeislana. Þetta á t.d. við um verslanir, skrifstofur, veitingahús, heimili og sumarbústaði. VIKING sólþökin eru einmitt hönnuð til að skapa skjólgott og þægilegt umhverfi til að geta notið góða veðursins í ríkum mæli, jafnt úti sem inni. Þessi fallegu og sterku sólþök eru fáanieg í mörgum gerðum og litum auk þess sem hægt er að fá þau áprentuð með merkjum verslana og fyrirtækja. SAMNOR, Grensásvegi 8, 105 Reykjavík, sími 814448 / helgarsími 641090 JÓGA, MEÐVITUND OG SAMSKIPTI Helgamámskeið með GURUDEV (YOCH AMRIT DESAI) 28. - 30. júní. Iþróttahúsi Digra nesskóla v/Digranesveg. Námskeiðið býður upp á: Kenningar Gurudevs um listina að lifa lífinu. Hugleiðslu og slökun. Tilsögn í jóga. Aðferðir til þess að losna við kvíða. Sjálfskönnunaræfingar. Tímasetning: Föstudag 28. júní kl. 19:15 -21:00 Laugardag 29. júní kl. 9:00 - 18:30 Sunnudag 30. júní kl. 9:00-13:30 Verð kr. 7.900.- ( hjón 13.800.-) Upplýsingar og innritun í sítna 679181 milli kl. 17 og 19 mánudag til föstudags. HEIMSLJÓS Schiffer tekur sæti Basingers í seinni hluta „9 1/2 weeks“ LEYNDARDOMUR Michael Caine reyndist eiga vangefinn bróður Breski kvikmyndaleikstjórinn Adrian Lynne, sá er gerði umdeilda erótíska kvikmynd að nafni 9‘/2 vikur um árið með þeim Micky Rourke og Kim Basinger í aðalhlutverkum, undirbýr nú sjálf- stætt framhald sem kemur til með að heita, „4 dagar í febrúar". Lynne reyndi að fá bæði Rourke og Basin- ger til að koma aftur saman í nýju myndinni, en það gekk ekki eftir. Rourke var reyndar óður og upp- vægur, en Basinger sendi Lynne kaldar kveðjur. ,,9'/2 vikur“ var mjög umtöluð á sínum tíma, ekki síst vegna deilna þeirra Lynne og Basinger, en leik- konan sakaði Lynne um ótrúlegt harðræði og fáránlegar kröfur við tökurnar. Sagði Basinger engu hafa verið líkara en að Lynne hafi reynt að skila sjálfum sér í gegn um mótleikara sinn Rourke, en er það hafi ekki tekist hafi Lynne komið hrottalega fram við sig til að mana sig í erfiðustu tökurnar. Hann gæti nú étið það sem úti frysi. Lynne segist harma að Basinger hugsi sér þegjandi þörfina, tökurnar forðum hafi verið stormasamar, en slíkt hafi verið nauðsynlegt því sjálf var myndin stormasöm. En það skipti hins vegar ekki meginmáli, því nóg sé til af fallegum konum og hann hafi þegar tryggt sér eftirkonu Basingers í mótleikinn við Rourke. Það er engin önnur en hin þýsk- ættaða tískustúlka Claudia Schiffer sem er ein eftirsóttasta fyrirsæta hins vestræna heims þessi misserin. Hún þykir minna um furðu margt Miehael Cain. Stórleikarinn Michael Caine frétti það eigi alls fyrir löngu að hann ætti eldri bróður. Og ekki nóg með það, heldur hefur sá dvalið 50 af 66 æviárum sínum á ýmsum geðsjúkrahúsum. Bróðirinn heitir David Burchell, en móðir Michaels átti hann í lausaleik átta árum áður en hún eignaðist Michael. Michael Caine hefur látið hafa eftir sér að hann sé þrumu lostinn og hér eftir verði betur hugsað um David heldur en verið hefur. Móðir þeirra bræðra, Ellen, lagði mikið á sig til að halda tilvist Davids leyndri. Hann hlaut heila- skaða í æsku og varð upp frá því vangefinn. Ellen heimsótti David einu sinni í mánuði í 40 ár, en á þeim tíma flæktist hann af einni stofnuninni á aðra. Undir það síðasta dvaldi hann á Cane Hill geðsjúkrahúsinu sem er eitt hið al- ræmdasta á Bretlandseyjum. Þaðan var hann útskrifaður fyrir 18 mán- uðum og dvelur hann nú á hjúkrun- arheimili í Kent. Ellen tókst að halda tilvist hans leyndri allt til ársins 1989 er hún lést en er sýnt á Bridgitte Bardot. Rourke segist hlakka til að leika á móti Claudiu þótt reynsla hennar sé óveruleg. Hann hafi góða reynslu af því að leika á móti tískustúlkum. Sambýl- iskona hans, Carrie Otis, er einnig „súpermódel" eins og Claudia og þau skötuhjúin hittust einmitt er þau léku saman í kvikmynd. Claudia Schiffer. Micky Rourke. OPÐ DAGLEGA 13^-lS00 Bróðirinn vangefni David. var hvert stefndi sagði hún frá David til þess að um hann yrði hugsað. Nokkrum árum eftir fæðingu Davids giftist Ellen fisksala að nafni Maurice Mickelwaith og átti með honum tvo syni, Maurice, sem síðan breytti nafni sínu í Michael Caine, og Stanley. GALLERÍ SIGURÞÓRS JAKOBSSONAR VÍÐIMEL 61 - SÍMI 91 -25212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.