Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 Guðmundur Hall- dórsson, rithöf- undur — Minning‘ Fæddur 24. febrúar 1926 Dáinn 13. júní 1991 Það er stutt síðan ég átti símtal við Guðmund frá Bergsstöðum. Tal okkar fjallaði um sameiginlega vin okkar, sem hafði átt í erfiðum og snöggum veikindum. Kynni okkar Guðmundar eru gömul. í fyrstu mynduðust þau fyrir atbeina Magnúsar á Frostastöðum og Jóhanns Salberg Guðmundsson- ar, sýslumanns Skagfirðinga. Ég var nýlega tekinn við núverandi starfí mínu, sem framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Eins og gengur þarf í slíku starfi að bera hönd fyrir höfuð sér. Til liðs við mig kom Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum, sem þá var ritstjóri Einheija. Hann birti í blaðinu viðtal við mig, þar sem ég gat borið af mér sakir og skýrt stöðu mála í réttu ljósi. Saman fór á þessum tíma, að með skipulegum hætti var vegið að rótum samnorðlensks samstarfs af ólíkleg- ustu öflum. Þetta ar til þess að þjappa mönnum saman um það norð- lenska samstarf, sem var fyrir hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga. Menn úr öllum stjórnmálaflokkum gengu til liðs við málstað sambands- ins. Einn þeirra var Guðmundur frá Bergsstöðum, sem auk margra hlýddi ekki kalli foringjans. Guðmundur Halldórsson var sér- stæður persónuleiki. Ættjarðar- tryggð hans og trúnaður við hið upprunalega, rætur ómengaðar sveitarmenningu og fyrirlitning á peningahyggju mótaði mjög skáld- skap hans og lífsviðhorf allt. Þetta var rauði þráðurinn hjá þeim, sem nauðugir lenda á mölinni og voru sveitamenn í sálinni. Guðmundur var í hópi þeirra vinstrimanna í Framsóknarflokkn- um, sem fann sig ekki eftir að for- maðurinn hafði vikið nafna sínum og órólegu deildinni á dyr. Svo fór um Guðmunds og margan að verða vegalaus í pólitík. Honum féll allur ketill í eld, þegar þingmaður flokks- ins, sem var á vinstribrúninni, gekk í lið um virkjun Blöndu. Guðmundur frá Bergsstöðum var húmanískur sveitamaður, með rætur í menningu þeirrar fósturjarðar, sem ól hann upp til manndómsára. Hann leitaði vestur yfir fjallið, til upp- runans, eins oft og hann átti þess kost. Litla sumarhúsið var honum unaðsreitur. Guðmundur átti stranga lífsbar- áttu. Hann átti við mikil veikindi að stríða. Lífshlaupið skekkti lífsmynd hans og breytti því lífshlutverki, sem hann hefði helst kosið sér. Þrátt fyrir þetta liggur eftir hann athyglis- verður bókmenntaskerfur. Skerfur til þjóðarlífssögu, um þann tíma þegar unga kynslóðin yfirgaf óðul feðranna sinna og leitaði lukkunnar í þéttbýlinu. Þetta er saga væntinga og brostinna vona, allt frá stríðsár- unum til samtímans, þegar lönd eru lögð undir vatn til að þ jóna gróða- hagsmunum útlendinga. Menn geta spurt hvað er raunsæi og hvað er rómantík eða hillingar frá liðnum tíma. Boðskapur Guðmundar frá Bergsstöðum átti hljómgrunn. Að- vörun þegar ættjörðin á í hlut. Fáir höfundar hafa gert þessum tíma betri skil, en Guðmundaur skáld frá Bergsstöðum. í þessum hópi er einnig góðvinur og skáldabróðir Guðmundar, Indriði Guðmundur, skáld og ritstjóri, frá Gilhaga. Þetta er kannski síðustu „sveitamennirnir" í íslenskum bókmenntum, sem tengt hafa tímana saman og hafa varpað ljósi á mestu fráhvarfstíma þjóðfé- lagshátta á íslandi, allt til vorra tíma. Svo fór um okkur Guðmund að ekki lágu leiðir okkar saman varð- andi Blöndu. Þrátt fyrir allt héldust kynni okkar á milli. Minningin um Guðmunds og kynni við hann eru mér veganesti. Hvað Guðmundi tókst að afreka þrátt fyrir langvarandi heilsuleysi er aðdáunarvert. Her kom til haukur í horni. Fyrir orð Johanns Salbergs Guðmundssonar, sýslumanns réðst Guðmundur til bókavörslu við Sjúkrahús Skagfirðinga. í þessu starfi naut Guðmundur sín og þar hefur hann gengið til verka eftir því sem kraftar og heilsa leyfði til hinstu stundar. Enginn sem var kunnugur í ranni Guðmundar frá Bergsstöðum var þess dulinn, að Guðmundur taldi sig eiga Sæmundi Hermannssyni, sjúkrahúsforstjóra mikið upp að unna. í mín eyru lét Guðmundur þau orð falla, að hann hafí ekki getað séð út yfír það, ef hann hefði ekki notið góðvildar Sæmundar. Ég vil færa Sæmundi og forráða- mönnum Sjúkrahúss Skagfirðinga þakklæti og virðingu mína. Fjöl- skyldu Guðmundar á Skógargötunni færi ég þakkir fyrir góð kynni. Votta eiginkonu og dóttur og vinum hans „vestan fjalls" samúð og hluttekn- ingu mína. Askell Einarsson Mér er mikill vandi á höndum er ég nú sest niður og reyni að skrifa nokkur orð um hann Guðmund bróð- ur minn, svo ritfær maður sem hann var og vandlátur á ritað mál. Ættir hans ætla ég ekki að rekja hér, þó skal þess getið að hann var fæddur að Skottastöðum í Svartárd- al 24. febrúar 1926. Sonur hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Hall- dórs Jóhannssonar. Og var hann elstur þriggja systkina. Guðmundur var mikið náttúrubarn og hélt mikið uppá Svartárdalinn þar sem hann dvaldi oft sumarlangt og sá hann þá gjarnan eitthvað nýtt hveiju sinni sem hann kom þangað, eitthvað sem við hin gáfum okkur ekki tíma til að sjá fyrr en hann benti okkur á það. Hann fór ungur að setja hugsanir sínar á blað, aðallega fyrir sjálfan sig, þó fór svo að fyrir hvatningu frá öðrum, fór hann að gefa út smá- sögur og síðan skáldsögur. Þó umhverfis hann blésu ýmsir vindar, ekki alltaf af sömu átt, lét hann það ekki á sig fá og hafði jafn- vel stundum gaman af. Það var mikið gæfuspor fyrir hann er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína Þórönnu Kristjánsdóttur og eignuðust þau dótturina Sigrúnu. Þeim sjúkdóm er leiddi hann til dauða, tók hann með stakri ró. Því eins og hann sagði sjálfur, það er ekkert með mig, það eru mæðgurnar sem ég hef áhyggjur af. Þessi orð lýsa honum vel. Við systur þökkum fyrir þá umhyggju sem hann sýndi okkur og ijölskyldum okkar seint og snemma. Önnu og Sigrúnu sendum við sam- úðarkveðjur og huggum okkur við það að öll él birtir upp um síðir. Ég veit að þó nú skilji leiðir um sinn, vakir hann yfir velferð okkar allra eins og áður og bíður okkar handan móðunnar miklu. I guðs friði. Bóthildur Halldórsdóttir Það er næsta undarlegt að standa á strönd, vita að markviss aldan færist sífellt nær og horfa á eftir vinum sínum týnast brott og hverfa í svarlaust ómælið. Nu er hann Guð- mundur Halldórsson horfinn mér um sinn, ekki lengur glaðvær rödd í símanum dag hvern, enginn sem kemur hlaupandi og léttur í skapi niður teppalagðan stiga í Skógar- götu 6 á Sauðárkróki og býður úti- legumann velkominn af innileik og hlýju. Varla væri þetta þó orða vert að öðru en því að lýsa manninum. Hitt er meira að sterkur stofn er fallinn, góður drengur fullur starfs- orku og bjartsýni er óvænt vikinn brott, mætur maður, sem margt átti óunnið. Guðmundur var af þingeyskum og húnvetnskum ættum. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Jóhanns- son, fæddur á Birningsstöðum í Ljósavatnshreppi 1895, og Guðrún Guðmundsdóttir, fædd á Leifsstöð- um í Svartárdal árið 1900. Á Skotta- stöðum í sömu sveit var Guðmundur einnig í þennan heim borinn. I þess- um kyrrláta dal Hunaþings átti hann líka flest sín bernsku- og æskuspor, raunar langt fram eftir ævi, þó lengst á Bergsstöðum, kenndi sig líka við þann bæ æ síðan. Þetta varð dalurinn hans - og áin með flúð sinni og hyl, þar sem ungur sveinn sat um kvöld og lét sig dreyma og festi síðar á blað. Að Bergsstöðum leitaði hugurinn jafnan og í landi þeirrar jarðar stendur sumarhús þeirra hjóna, þar sem gjarna var dvalist í frístundum, hlustað á kvak fugla í hlíð og hlúð að blómi og tijágróðri. Þangað var gott að koma og heilsa vinum. Hvar sem þessi hjón réðu húsum var hlý- hug og höfðingsskap að mæta - sú íslenska gestrisni sem best getur að gesti þótti sem greiði væri ger hús- ráðaendum með því að staldra við og sitja yfir góðum veitingum við líflegt skraf. Eftirlifandi kona Guðmundar Halldórssonar er Þóranna Kristjáns- dóttir, skagfirsk að ætt, fædd að Stapa í Lýtingsstaðahreppi 23. októ- ber 1926. Guðmundur sté gæfuspor, þegar hann gekk upp að altarinu við hlið þessarar konu 22. febrúar. Um svipað leyti fluttu þau hjón til Sauðárkróks og hafa átt þar heimili síðan fyrst í leiguhúsnæði en keyptu fljótlega efri hæð í húsinu Suður- götu 6. Þama er skjólsælt, sér vítt um Skagafjörð og vaxandi tijágróð- ur í nánd. Þarna bjó Þóranna fjöl- skyldunni hlýlegt og fallegt heimili með aðstoð manns síns. Þeirra eina barn, dóttirin Sigrún, býr enn í for- eldrahúsum. Guðmundur var mikill maður vexti, upplitsdjarfur og prúður jafn- an í framgöngu og öllu æði. Fremur var hann hlédrægur, ekki allra vinur en ákaflega tryggur og vinfastur, svo að næsta fáum hef ég kynnst því líkum, hvað þetta snertir. Hann fór sjaldan af bæ að þarflausu en heimsótti þó alloft gamalt fólk og lasburða. í skoðunum var hann fremur af gamla skólanum og gein lítt við nýjungum. Hann hélt fast á skoðun sinni en sýndi hæfilegan sveigjanleika, ef rétt og prúðmann- lega var að farið. Hann aflaði sér þeirrar menntunar sem algengast var um efnalitla unglinga fyrrum - stundaði nám við Héraðskólann á Reykjum í Hrútafírði og las alltaf talsvert en vann annars á búi for- eldra fram á fullorðinsár, eftir það margvíslega vinnu m.a. ræktunar- störf fyrir bændur með vinnuvélum. í heimasveit sinni hafð hann talsverð afskipti af félagsmálum, var í stjórn fiskiræktarfélags Blöndu um langt skeið og formaður Karlakórs Ból- staðarhlíðarhrepps. Eftir að hann fluttist til Sauðárkróks gerðist hann fljótlega bókavörður við Sjúkrahús Skagfirðinga jafnframt blaða- mennsku. Mér er vel kunnugt að honum þótti vænt um starf sitt á Sjúkrahúsinu og annaðist af al- kunnri samviskusemi og trú- mennsku. Helsjúkur fór hann dögum saman að færa sjúklingum og gömlu fólki bækur og hljóðsnældur til af- þreyingar. Þannig voru störf Guð- mundar Halldórssonar. Aldrei reyndi ég hann að öðru en drengskap og heiðarleika. Eftir að hann fluttist til Skagaijarðar var hann lítið eða ekki í félagsmálum utan Menningarsam- tökum Norðlendinga. í þeim félags- skap var hann aljt frá stofnun og í varastjóm nokkur ár. Fyrsta bók Guðmundar, smá- sagnasafnið „Hugsað heim um nótt“, kom út 1966. En alls eru út- komnar bækur hans sjö, smásögur og skáldsögur. Áttunda bókin, smá- sagnasafn, er í prentun og kemur út í haust. Hingað til hef ég ekki sett mig í sæti ritdómara. Það vissi nafni minn fullvel. Því læt ég hjá líða að dæma skáldverk vinar míns sem annarra, en ekki veit ég betur en bækur hans hafí notið vinsælda og yfirleitt hlotið góða d£ma einkum þó síðasta bókin, í afskekktinni, sem út kom sl. haust. Virt bókaforlög hafa gefíð flestar bækur hans út. Bestu smásögur hans hafa verið taldar snjallar. Guðmundur hlaut fleiri viðurkenningar fyrir ritverk sín en góða dóma, þó ekki hafi ég tekið eftir meiriháttar fjárupphæðum úr Launasjóði rithöfunda. Hann fékk þrisvar fjárupphæð sem viðurkenn- ingu úr Launasjóði listamanna og tvisvar úr Rithöfundasjóði íslands. Þá var hann og kominn á lista- mannalaun. „Deyr fé, deyja frændur. ..“ og mest er vert um manninn sjálfan. Ég þekkti nafna minn Halldórsson vel. Með honum er genginn einn af mínum tryggustu og albestu vinum, maður, sem gerði sér svo títt um mig, að hann hringdi til mín nær hvern einasta dag ársins og spurðist oft fyrir, ef ég var ekki við látinn. Við ferðuðumst saman og gerðum GRILL-VEISLA í FAXAFEIMI 10 LAUGARDAG KL. 10-18 Trimmbúðin kynnir ný gasgrill með kostum, sem gefa sælkerum aukna möguleika til matargerðar. Gluggi á loki Hitamælir Þétt emileruð grind Rafknúinn mótor ásamt grillteini Fellanleg fram og hliðarborð Bæsað og lakkað viðarverk VERÐLÆKKUN Áður kr. Nú kr. 17.500,- stgr. (án gaskúts). Takmarkaðar birgðir. Snúningshjól Við bjóðum þér að kynnast eiginleikum grillsins í dag kl. 10-18 og um leið smakka á gómsætum, nýjum léttpylsum frá Goða og kjúklingum frá Isfugli, og auðvitað Coca Cola með. Grillkokkur verður á staðnum og sýnir grilltakta. Kynnist eldamennsku, sem gefur heimilislífinu nýjar víddir. Faxafeni 10, Húsiframtíðar, 108 Reykjavík, PÖNTUNARSÍMI812265

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.