Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 KARATE Ólafur Valvík rádinn landsliðsþjálfari Olafur Valvík hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í karate til tveggja ára, en hann var síðast landsliðsþjálfari 1985. íslenski landsliðshópurinn keppir við enskan hóp, sem er hér staddur, í Hagaskólanum kl. 18 í dag. Boðið verður upp á æfingu með enska hópnum á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 13 í dag og eru allir karate- men'n velkomnir á æfínguna. FRJALSAR IÞROTTIR Buirell mætir ekki Lewis og Johnson Leroy Burrell, sem setti nýtt heimsmet í 100 m hlaupi á dögunum, 9,90 sek., mun ekki taka þátt í 100 m hlaupi í Grand Prix-móti í Lille í Frakklandi 1. júlí, þar sem hann átti að keppa við tvo fyrrum heimsmethafa, Carl Lewis og Ben Johnson. „Leroy er ekki tilbúinn til að hlaupa 100 metrana strax. Ég er honum sammála,“ sagði þjálfar- inn Tom Tellez, sem þjálfar bæði Burrell og Lewis. Hinn 24 ára Burrell skaust heldur betur upp á sjömuhiminn- inn þegar hann bætti með Lewis 14. júní. „Þetta er nýtt fyrir Bur- rell. Hann þarf hvíid frá 100 m hlaupi áður en hann byijar að undirbúa sig fyrir heimsmeistara- mótið í Tókýó,“ sagði Telliz. Burrell mun keppa í 200 m hlaupi í Lille. POOL Billiardstofan Hverfisgötu 46. ÚRVALS bón- og hreinsivörur! Olíulélagið hf Ódýrar RAFMAGNS- TALÍUR 100-800 kg fyrir vörulagera, verkstæði, byggingaverktaka. bændurog fleiri. Eigum einnig fyririiggjandi: Steypuhrærivélar. Rafstöðvar. Flísasagir. Loftþjöppur. VerkstáeðLskrana. SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA Fallar hf. Dalvegi 16 - 200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020 TENNIS/WIMBLEDON Sá tíundi hjá Navratilovu? Stefan Edberg og Steffi Graf með bestu hlutföllin íveðbönkunum MARTINA Navratilova byrjar á mánudaginn titilvörn sína og stefnir að tíunda meistaratitli sínum á frægasta tennismóti heims, Wimbledon. Hún er sett í fjórða sæti á styrkleikalista mótsins, er afar ósátt við það og telur sig eiga betra skilið: „Eg veit ekki hvað ég þarf að vinna mótið oft til að gera þeim grein fyrir þessu," sagði Navratilova eftir að hafa sigrað á sterku móti í Eastborne. Þrátt fyrir að Navratilova hafi tapað nokkuð oft á þessu ári, segir hún að það sé ekki mark- tækt: „Það er allt annað að tapa á leirvelli en á grasi,“ segir hún og flestir eru sammála um að hún sé enn í hópi þeirra bestu á grasi. Á Eastborne-mótinu, sem fram fer á hveiju ári, skömmu fyrir Wimbledon, sýndi Navratilova hvað í henni býr. I úrslitaleiknum sigraði hún Amaöndu Coetzer 6:0 og 6:1 á rúmlega 40 mínútum. Monica Seles er efst á listanum en hún hefur ekki staðið sig vel á grasi. Steffí Graf er í 2. sæti og Gabriela Sabatini í 3. sæti. Zina Garrison, sem sigraði Seles og Graf í fyrra, er í 8. sæti. Meistararnir mætast Stefan Edberg er í efsta sæti í karlaflokki á sama lista og næstir koma Boris Becker og Ivan Lendl. Það þykir eðlileg röð. En í fimmta sæti er mjög umdeildur kappi, Andre Agassi, sem hefur aðeins einu sinni keppt á Wimbledon, árið 1987, og féll þá út í 1. umferð. Pat Cash, sem sigraði á mótinu árið 1987, er ekki á listanum, þrátt fyrir að hafa leikið vel að undan- förnu og sama er að segja um John McEnroe og Jimmy Connors. Þessir þrír eru allir settir í sama fjórðung, ásamt Stefan Edberg, og eru marg- Martina Navratilova. Stefan Edberg segist eiga von á að verða í erfiðleikum með „gömlu mennina." „Menn eru lengi að læra að spila vel á grasi og þeir eldri standa betur að vígi,“ segir Edberg. Hann bendir á að fyrir fjórum árum voru tvö risamótanna á grasi, opna ástralska ■ meistaramótið og Wimbledon. „Cash verður til dæmis mjög erfiður og hann er einn af þeim sem leika alltaf vel á grasi,“ segir Edberg. Þrátt fyrir þessar vangaveltur er Edberg í með bestu hlutföllin (13:8) í bresku veðbönkunum og þeir eru oft áreiðanlegir. Næstir koma Boris Becker (7:4), Ivan Lendl (11:2) og Andre Ágassi, Pat Cash og Pete Sampras (14:1). Steffi Graf stendur best kvennanna með 13:8 en næst- ar eru Monica Seles (9:4), Gabriela Sabatini (4:1) og Martina Navratil- ova (9:2). Gabriela Sabatini verður í sviðsljósinu í Wilbledon. ir ósáttir við að setja fjóra meistara í sama hluta. Þeir gömlu standa betur FOLK Frá JóniHalldóri Garðarssyni ÍÞýskatandi ■ GERHARD Mayer, forseti Stuttgart, hélt hóf fyrir leikmenn liðsins eftir síðasta leikinn í Bun- desligunni á laugardaginn. Þar voru nokkrir leikmenn liðsins kvaddir. Þeir sem fara frá liðinu nú eru; Buchwald, Schmaler-bræður- inr, Jiiptner, Strehmel, Hart- mann og Allgöwer, sem er hættur. ■ BAYER Uerdinegn og Herta Berlín hlutu það vafasama hlut- skipti að falla úr Bundesligunni. Upp í Bundesliguna koma Schalke og MSV Duisburg úr vesturdeild og Hansa Rostock og Dinamo Dresden úr austurdeild. St. Pauli, sem varð í 3. neðsta sæti í Bundesl- igunni og Stuttgart Kickers þurfa að spila um laust sæti í deildinni. ■ 20 lið verða í Bundesligunni næsta keppnistímabil í stað 18 á síðasta tímabiíi. Deildarkeppnin hefst 3. ágúst. ■ ULF Kirsten, sem lék með Leverkusen síðasta tímabil,_hefur gert samning við Verona á Italiu. Hann er fyrsti Austur-Þjóðveijinn sem leikur á Italíu. ■ BA YERN Munchen hefur fest kaup á tveimur brasilískum landsl- iðsmönnum fyrir komandi keppn- istímabil. Þeir eru Fernando da Silva frá Sao Paulo og Mazinho frá Bragantino. ■ ARI Haan, þjálfari NUrnberg, hefur verið ráðinn þjálfari Stand- ard Liege í Belgíu. Haan lék með Standard á sínum tíma er Ásgeir Sigurvinsson fórtil Bayern Munc- hen. ■ GUMMERSBACH varð um síðustu helgi Þýskalandmeistari í handknattleik. Liðið vann Magde- burg á heimavelli 18:15 en tapaði á útvelli 16:14. Finninn Rune Er- land var markahæsti leikmaður Gummersbach í síðari leiknum í Magdeburg með 6 mörk. FELAGSLIF KR vill land á Korpúlfs- staða- og Blikastaðalandi STEFÁN Haraldsson, for- maður knattspyrnudeildar KR, segir í grein í leikskrá KR að farsælla sé fyrir nýbyggð íbúðahverfi að þar starfi rót- gróin og vel skipulögð iþróttafélög. Því skorar hann á væntanlegan formann KR að beita sér fyrir því að KR fái land miðsvæðis á Korp- úlfsstaða- og Blikastaðalandi. „Landið þarf að rúma a.m.k. 7-8 knattspyrnuvelli, 2 íþróttahús og landrými fyrir aðrar útiíþróttir, keppnisfólk og almenning." Stefán segir m.a. að reynsla undanfarinna 30 ára sýni að heilar kynslóðir alist upp í nýjum hverfum án þess að njóta viðun- andi skilyrða til íþrótta. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að í stað þess að fela félögum með sterka innviði að annast skipulag og uppbyggingu hafi verið ýtt undir stofnun grasrótarfélaga, sem hafi byijað á núlli án aðstöðu og reynslu. Þau vanti stuðningsmenn og félagslegar hefðir. Stefán segir ennfremur að þrátt fyrir þetta verði rætur KR ávallt í Vesturbænum, en þar vanti fé- lagið aukið æfingasvæði nú þeg- ar, viðbótarland fyrir knattspyrnu og nýtt íþróttahús. Hann bendir á tvo möguleika í þessu sam- bandi; annars vegar Þormóðs- staðaland, milli Þorragötu og Suð- urgötu, sem hefur ekki verið skipulagt af borginni, en sé notað til knattspyrnuiðkunar, og hins vegar að stækka mætti með upp- fyllingu opið svæði við Faxaskjól og Ægisíðu. Félög á faraldsfæti íþróttafélög í Vesturbænum í Reykjavík hafa skipt um aðsetur vegna þrengsla. Til að mynda flutti Víkingur af Grímsstaðar- holtinu í Hæðargarðinn, Þróttur fór frá sama stað að Holtavegi við Sund, Valur fór frá melunum að Hlíðarenda, ÍR frá Túngötu í Breiðholtið og Fram úr miðbæn- um í Skipholtið og reyndar þaðan síðar i Safamýrina. Fram sótti um nýtt féiagssvæði í Grafarvogi, en hætti við í vetur. Um helgina Tennis Úrslitaleikirnir í einliðaleik kvenna og karla í Wilson-tennismólinu fara fram á tennissvæði Víkings kl. 13 og 14 á morgun. Mótið er eitt af fjórum stigamótunum í tennis. Sund Alþjóðasundmót Ægis heldur áfram í dag og morgun í Laugardalssund- lauginni. Keppni hefst báða dagana kl. 15. ÍR-dagurinn ÍR-dagurinn verður á morgun á svæði IR í Mjódd. Dagskrá dagsins hefst kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.