Morgunblaðið - 22.06.1991, Síða 9

Morgunblaðið - 22.06.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JUNI 1991 9 Royal í rjómatertuna ROYAL vanillubúðingur sem millilag í tertuna. SVEITARFÉLAGIÐ NORDLAHD Nordlands geðsjúkrahús Klöverásv. 1, N-8000 Bodö. Tlf. 90 47 81-34600 Geðsjúkrahús Nordlands er miðstöð geðverndarsvæðis fylkisins og sjúkrahús Salten landsvæðisins. Við höfum 464 stöðugildi, en erum með um 650 einstaklinga á launaskrá mánaðarlega. Sjúkrahúsið hefur 154 sjúkrarúm alls, sem skiptast á fjórar aðal- deildirnar, þrjár deildir fyrir geðveiki fullorðinna og ein fyrir geð- sjúkdóma barna og unglinga. Við Salten geðlækningamiðstöðina eru lausar tvær stöður fyrir Aðstoðarlækni II, flokkur B. Tilv. nr. S54/91 og S46/91. Stöðurnar eru bundnar hvor um sig, önnur við lokaða móttöku- stöð (bráðamóttaka), og hin við opna, almenna geðsjúkdómamót- töku. Við aðra stöðuna verður einnig bætt nokkru starfi við langtíma/endurhæfingardeild okkar. Geðlækningamiðstöðin í Salten er eining, líkt og svæðissjúkrahús, stjórnunarlega í sam- bandi við Geðsjúkdómasjúkrahús Nordlands. Miðstöðin er ennþá í þróun og spannar þrjár mismunandi legudeildir, göngudeild geðsjúklinga, endurhæfingateymi, sjúkraþjálfun og vinnulækningu með dagdeild. Verið er að þróa nýja göngudeild fyrir Innri Salt- en. Miðstöðin veitir geðlæknisþjónustu fyrir miðhluta Nordlands, en þar búa um 72.000 manns. Við deild Nord er laus eins árs staða staðgengils fyrir Aðstoðarlækni II, flokkur B. Tilv. nr. S44/91. Deild Nord er miðstöð fyrir norðurhluta Nordlandsfylkis (Ofoten, Lofoten og Vesterálen). Staðan er tengd bráðamóttöku og e.t.v. skammtímastöð almennr- ar geðsjúkdómamóttöku. Geðsjúkdómasjúkrahús Nordlands hefur gert ráðlegginga- og kennsluáætlun, sem er viðurkennd sem 4ra ára framhaldsmennt- un í geðsjúkdómum. Sjúkrahúsið veitir aðstoð við útvegun hús- næðis og pláss á barnaheimili. Ráðning er að öðru leyti samkvæmt gildandi lögum og samningum. Nánari upplýsingar um stöðurnar á Saltens geðlækningamiðstöð fást hjá Terje Öiesvald, yfirlækni, sími 81-34801. Nánari upplýsingar um stöðuna við deild Nord fást hjá Otto Mathisen, deildarlækni („sjefiege"), sími 81-34641. Umsóknir, ritaðar á eyðublöð heilbrigðisstjórnarinnar (Helsedirekt- oratets söknadsskjema), auðkennd viðkomandi tilv. nr., sendist til Norland psychiatriske sykehus, personalktr., fyrir 12. júlí 1991. Tóm hús eru kreppuein- kenni I nýjasta tölublaði The Economist er fjallað um sveiflur í byggingariðn- aði á Vesturlöndum og í Japan. Blaðið segir, að liflegur byggingai’iðnað- ur sé öruggasta vísbend- ingin um uppsveiflu í efnahagslífinu en með sama hætti sé tómt at- vinnuhúsnæði með sölu- skiltum í gluggum til marks um kreppu eða samdrátt. Byggingariðn- aðuriim endurspegli bet- ur en flest annað, það sem er að gerast í efna- hagslífinu. Þegar atvinnuhúsnæði standi tómt hafi það margvíslegar afleiðmg- ar. Skortur sé á atvinnu hjá byggingariðnaðar- mönnum, minnkandi eft- irspurn eftir steypu, stáli og gleri og allt hafi þetta áhrif á starfsemi bank- anna. Á síðasta áratug hafi bankar í hverju land- inu á fætur öðru lánað mikla fjármuni í bygg- ingar i þeirri trú, að fast- eign væri raunveruleg eign. Á áttunda áratugnum hafi bankar í Banda- rikjimum lánað 300 miHj- arða dollara til bygg- ingariðnaðarins þar í landi og á níunda ára- tugnum hafi þeir tvö- faldað þá upphæð á að- eins þreniur árum, þ.e. frá 1986 til 1988. í Bret- landi hafi lán banka tíl byggingariðnaðar aukist úr 7 mUljörðum sterl- ingspunda árið 1985 í 40 miiyarða punda árið 1989. Á sama tíma hafi franskir bankar fjórfald- að lánveitingar tíl bygg- inga og í Japan hafi hlut- deild byggingariðnaðar í lánveitingum banka auk- izt úr 13% í um 25% árið 1990. Uppsveiflan breytist í martröð Economist segir, að þessi uppsveifla hafi breytzt í martröð. Menn hafi engar tekjur haft af tómu atvinnuhúsnæði, Húsnæði á boðstólum Á síðustu árum hefurverið mikið umfram framboð á húsnæði, sérstaklega atvinnu- húsnæði, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Þegar farið er um Reykjavíkursvæðið blasa við tiltölu- lega nýbyggð hús, bersýnilega ónotuð, með skiltum í gluggum, þar sem þess er getið, að húsin séu til leigu eða sölu. Sum þessara húsa hafa staðið ónotuð mánuðum og misserum saman og kaup- verð þeirra brot af kostnaði við nýbygg- ingu húsa nú. Þetta er hins vegar ekkert séríslenzkt fyrirbæri. í nýjasta tölublaði hins virta brezka vikurits The Economist kemur fram, að sama þróun hefur verið í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan síðustu ár. vanskil hafi orðið á vöxt- um og afborgunum og bankarnir sjálfir lent í erfiðleikum. Ónotað veð, sem jafnframt sé óseljan- legt, a.m.k. í náinni framtíð, sé ekkert veð. Um leið og fasteignir hafi lækkað í verði, hafi bankamir orðið að draga úr útlánum til allra, ekki einungis byggingariðn- aðarins. Samdráttur í út- lánum leiði til samdráttar i atvhmulifi og á sam- dráttartímum hafi eng- hm not fyrir nýtt verk- smiðjuhúsnæði eða skrif- stofuhúsnæði. Uppsveifla í byggingariðnaði ýti undir vöxt í efnahagslíf- inu en síðan dragi sam- dráttur í sömu atvinnu- grein efnaiiagslífið í heild niður í öldudal. Verst sé ástandið í Bandaríkjmium, þar sem atvhmuhúsnæði hafi fall- ið í verði um 10%-40% frá árinu 1985. Mikið hús- næði sé ónotað og meira bætist við. í Lundúnum sé fimm shmum meira atvhmuhúsnæði ónotað en var fyrir tveimur árum og jafnmikið sé á byggingarstigi. I Frakk- landi hafi verð á skrif- stofuhúsnæði á bezta stað hækkað um 165% á árunum 1984 til 1989 og ýtt undir frekari fram- kvæmdir. Afleiðingamar megi sjá alls staðar, sölu- verð og leiga hafi lækkað eða standi í stað. Hið sama hafi gerzt á Spáni, ítaliu og í Hollandi og Belgíu. Ástandið í Þýzka- landi sé annað vegna framkvæmdamia í aust- urhluta landsins. Þá megT búast við, að skellurinn verði mestrn’ í Japan, þai- sem verð á landi hafi hækkað með fjarstæðu- kenndum hætti. Hér á íslandi hefur töluvert verið rætt um nauðsyn þess, að fram- kvæmdaaðilar hafi yfir að ráða miklu eighi fé, þegar ráðizt er í bygg- ingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir. I grein Economist er sett upp dæmi þar sem fram kemur að sá, sem byggði fasteign fyrir 100 miHj- ónir dala fékk 90 milljón- ir dala að Iáni en átt ein- ungis 10 milljónir dala í eigin fé. Ekkieinirí heimirmm Eins og af þessari frá- sögn Economist má sjá hefur þróuniu í bygging- ariðnaði hér verið ákaf- lega svipuð því, sem orð- ið hefur á Vesturlöndum og í Japan. Hér var mik- il uppsveifla í bygghigar- iðnaði fyrir nokkrum árum og þótt ekki hafi komið fram opinberlega hafa bankar áreiðanlega lánað töluverðar upp- hæðir í þessa iðngrein. Reynslan hér hefur svo orðið sú, að meira fram- boð er á húsnæði en þörf er á. Þess vegna stendur mikið húsnæði ónotað og óselt, bygghigarfyrir- tæki hafa lent í erfiðleik- um og bankamir áreið- anlega í ríkara mæli, en fram hefur komið. Sveiflur í efnaliagslífi hér endurspegla ái’eiðan- lega í ríkum mæli sömu þrómi í nágrannalöndum okkar og þarf út af fyrir sig ekki að koma nokkr- um á óvart. Vegna mik- illa viðskipta þjóða í milli hlýtur efnahagsþróun í einu ríki að hafa áhrif á efnahagsþróun annars staðar. Þess vegna er e.t.v. ástæða til að gæta betur að því, sem er að gerast i öðrum löndum i umfjöllun okkar um efnahagsmál hér heima fyrir. Kjörvari og Þekjukjörvari - kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að máia við utanhúss, hvort sem um er að ræða sunrarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt cftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er imálninglf - það segir sig sjálft —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.