Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ I4UGARDAGUR:22. JpNÍ B91, 28- Kristín Guðbrands- dóttir - Kveðjuorð Fædd 1. september 1895 Dáin 12. júní 1991 Ferð þín er hafín. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir aupm. En alnýjum degi fær þú aldrei kynnst. I lind Reynslunnar fellur ljós hverrar stundar og birtist þar slungið blikandi speglum alls þess er áður var. (Hannes Pétursson) Hún Stína frænka er dáin. Hún hefur hafið ferð sína frá þessu til- vistarsviði til þess sviðs sem okkur er hulið í lifenda lífí, en viljum vona og trúa að sé leiðin til æðra sviðs og betra. Nú sindra hinir nýju sjón- hringir fyrir augum hennar, nú er það hún sem fær að vita hvað er bak við „tjaldið mikla“; það sem okkur er hulið en mörgum leikur hugur á að vita. Kristín var orðin háöldruð kona, hefði orðið 96 ára í haust, svo ferð hennar hér meðal okkar var orðin löng. Hún var rólynd og æðrulaus, sátt við lífíð og tilbúin að hverfa héðan. Það er friðsælt en vekur trega að kveðja slíka konu. Því Ijós- ið sem fallið hefur í lind reynslu og minninga er bjart, það hefur ekki varpað skugga á veg hennar stóra frændgarðs og samferðafólks. Kristín fæddist árið 1895 að Bolafæti í Hrunamannahreppi, ann- að í röðinni af 13 börnum og 1 fósturbarni hjónanna Hólmfríðar Hjartardóttur og Guðbrandar Tóm- assonar frá Auðsholti í Biskups- tungum. 5 ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum að Önundar- holti í Villingaholtshreppi. Árið 1906 festu þau Hólmfríður og Guð- brandur kaup á jörðinni Skálmholti í sömu sveit og þar ólst Kristín síðan upp í skjóli foreldra sinna ásamt hinum stóra systkinahóp. í Skálm- holti bjuggu foreldrar Kristínar til æviloka. Af Skálmholtssystkinun- um eru nú aðeins fjögur á lífí ásamt fósturdótturinni. Um tvítugsaldur fór Kristín til Reykjavíkur til að leita sér mennt- unar og þroska eins og títt var um vel gefnar stúlkur frá stórum fjöl- skyldum, þegar yngri systkinin komust á legg og fleiri hendur voru til hjálpar. I Reykjavík leigði hún sér herbergi á ýmsum stöðum og sá um allt sitt sjálf. Hún fylgdi hógvær þeim vötnum sem báru líf hennar áfram og hlýddi kalli hugð- arefna sinna. Kristín lærði karl- mannafatasaum hjá Guðmundi klæðskera á Vesturgötunni og starfaði hjá honum við iðn sína í mörg ár. Seinna vann hún við sauma og fatabreytingar bæði fyrir verslanir og einstaklinga, m.a. hjá Fatabúðinni. Hún Kristín var listhög við allt sem laut að saumaskap og til henn- ar var oft leitað þegar um sérlega vandasöm verk var að ræða. Jafn- hliða þessari vinnu sinni vann hún áhugasöm, heima í frístundum sínum, að margskonar fínni hann- yrðum sem kröfðust þekkingar og vandvirkni s.s. baldýringu og knipl- un á íslenska þjóðbúninginn. Varla var á þessum tíma þekkt sú tegund útsaums að hún kynni ekki eitthvað fyrir sér í honum. Enda bar heimili hennar það með sér, svo smekklega sem hún prýddi það með vinnu sinni. Þeir voru líka fínir kaffídúk- arnir þegar gesti bar að garði. Við systkinadætur hennar vorum ekki háar í loftinu þegar við lærðum að bera virðingu fyrir útsaumuðu mun- unum í stofunni hennar Stínu frænku. Á fyrstu árum sínum í Reykjavík fór Kristín heim á sumrin til að hjálpa við heyskap og önnur störf. Síðar þegar síldin fór að glitra tók hún þátt í því stóra ævintýri og saltaði síld í fáein sumur á Siglu- firði. Kristín giftist Þórði Þórðarsyni verkamanni hér í Reykjavík 6. apríl 1944. Hann, ásamt bróður sínum, hélt heimili með móður þeirra Hildi á Hverfisgötu 84 hér í borg. Kristín hafði ráðist til þeirra ráðskona þeg- ar Hildur var ekki lengur fær um að standa fyrir heimilishaldinu vegna heilsubrests. Var haft á orði hve Kristín hafði annast hana vel og búið með bræðrunum gott heim- ili. Þau hjón höfðu mikið yndi af ferðalögum og ferðuðust víða um landið meðan heilsa leyfði, bæði með ættingjum sínum og einnig með Ferðafélagi íslands. Það var auðvelt fyrir þá sem umgengust Stínu og Þórð að fínna hve miklir kærleikar voru á milli þeirra, hamingja þeirra entist með- an Þórður lifði. Þó bar þann skugga á að Þórður var heilsulítill í mörg ár og síðustu árin þeirra saman oft mjög sjúkur. Kristín annaðist mann Minning: Fæddur 25. júlí 1909 Dáinn 14. júní 1991 Heiðursmaður er fallinn í valinn. Eg kynntist Þórði frá Goddastöðum á níunda aldursári er móðir mín giftist syni hans, Eyjólfí Þórðar- syni. Við systurnar vorum bæði spenntar og kvíðnar er við héldum upp heimdragann að Goddastöðum til að hitta nýju ömmuna og nýja afann. Leiðin upp að bænum var bæði löng og hlykkjótt. Kvíðinn sem við bárum í litlu brjóstunum var óþarfur því að þessi öndvegishjón tóku okkur systrum með opnum örmum og komu fram við okkur sem við værum þeirra eigin bama- börn enda kölluðum við þau alltaf ömmu og afa. Hjá afa og ömmu dvöldumst við oft og iðulega í lengri eða skemmri tíma. Við lærðum margt nytsamlegt sinn af stakri kostgæfni og hlýju í veikindum hans. Þó aldur hennar þá væri orðinn hár lét hún sig ekki muna um að vitja hans á sjúkrahús- ið tvisvar á dag. Þórður lést 21. febrúar 1973 eftir tæplega 29 ára hjónaband, 77 ára að aldri. Eftir lát Þórðar bjó Kristín ein í húsinu þeirra á Hverfísgötunni, og sá um sig sjálf þar til í júní 1985. Þá, orðin nær 90 ára gömul, fer hún aftur austur í nálægð við æsku- stöðvar sínar og dvelur á elliheimili Ingibjargar Jóhannsdóttur á Blesa- stöðum á Skeiðum. Ingibjörg á þakkir skildar fyrir þá umönnun sem hún naut þar. í september 1989 er heilsa hennar orðin á þann veg að hún er flutt á Sjúkrahúsið á Selfossi. Þar dvaldist hún þar til hún lést 12. þ.m. Þó Stína frænka fjarlægðist heimatún voru speglarnir hennar blikandi og myndir þeirra bjartar. Því hún var greind kona ög hafði frábært minni. Hún fylgdist grannt með systkinabömum sínum og af- komendum þeirra og bar mikla umhyggju fyirr öllu frændfólkinu sínu. Að sögn bróður hennar mundi hún allt fram á síðustu mánuði af- mælisdaga allra systkinabarna sinna, svo það var ekki að ófyrir- synju að hún naut þeirrar sérstöðu fram yfír aðrar Kristínar að bera sæmdarheitið „Stína frænka". Sjálf átti Kristín engin börn. En ég minnist vel svars hennar þegar ég eitt sinn á yngri árum spurði hana í barnaskap mínum hvort henni þætti ekki leiðinlegt að eiga engin börn. „Ég sakna þess ekki svo mikið vegna þess að ég þurfti svo mikið að hugsa um yngri systk- ini mín heima, mér fínnst eins og þau séu börnin mín.“ Þetta var ekki svo torskilið, því það var ein- mitt hún sem var stóra systir í barnahópnum heima í Skálmholti. að Goddastöðum bæði varðandi menn og dýr. Mest spennandi þóttu mér allar bækurnar sem voru til þar á bæ og það var gott að lesa undir hnausþykku fíðursænginni á björtum. sumamóttum eftir að slökkt hafði verið á mótomum. Afí og amma voru bæði frekar dul og ekki orðmörg en þau voru bæði hrein og bein í öllum sínum gjörð- um. Það var gaman að fara á mannamót með afa því hann var maður sem kunni að skemmta sér og öðmm. Eftir að amma dó varð afí aldrei samur aftur enda voru þau eitt. Ég hafði ekki séð afa um all langt skeið en hlakkaði mikið til að sýna honum nýfæddan son minn í sumar. Því miður náði ég ekki að kveðja hann á dánarbeði hans en í staðinn sendi ég honum þessi fátæklegu kveðjuorð á prenti. Ég veit að hann er orðinn heill aft- Okkur sem bjuggum utan Reykjavíkur og komum í bæinn ýmissa erinda þótti gott að geta litið inn til Stínu og Þórðar og fá kaffísopa, og alltaf mátti treysta vínarbrauði eða einhverju góðgæti með. Aldrei hvarflaði að mér að þetta væri átroðningur á heimilislíf þeirra, fremur hafði ég á tilfínning- unni að það hefði einmitt verið ég sem þau vonuðust eftir. Mér býður í grun að þannig hafí því verið var- ið hjá fleirum en mér, slíkar voru móttökurnar. Ég sé þau fyrir mér þessi rosknu hjón, hana í opnum dyrunum að bjóða mann velkominn og hann brosandi að baki hennar. Svo vanþakklát erum við marm- anna böm og upptekin af okkar tilbúnu önnum, að þrátt fyrir þessar minningar vildu ferðimar til Stínu frænku strjálast í seinni tíð, einmitt þegar hún þurfti meira á þeim að halda. Mér hafði lengi leikið grunur á að nýta mér hennar góða minni og taka hana með í dálitla ferð um Skálmholtsland, föðurleifð okkar beggja, og skoða örnefni og rifja upp minningar tengdar þeim. Þetta höfðum við stundum rætt og rædd- um síðast á fyrsta ári hennar á Blesastöðum og taldi hún sig þá vel færa í slíka ferð. En það fór fyrir mér eins og Hannes Pétursson segir í öðm Ijóði .. .„Allt beið þetta stutt undan, í fjarlægð sinni... Þó er mér ekki rótt. Regnið á glugg- anum, klukkuslögin og garðurinn fyrir utan gagnrýna aðferð mína.“ Samt get ég kvatt Stínu glöð í bragði. Eg sé hana fyrir mér, þar sem hún horfír niður til okkar bros- mild með glettni í svipnum, svo glöggskyggn á bresti mannsins. Hólmfríður Traustadóttir Grein þessi átti að birtast 20. þ.m. er útförin fór fram. Er beðist velvirðingar á að svo varð ekki. ur og hann og amma hafa samein- ast eftir tíu ára aðskilnað. Sigríður Heiða Bragadóttir Þá hefur góður vinur leyst hinar jarðnesku landfestar. Við sem eftir sitjum geymum dýrmætar minning- ar í hjörtum okkar. Þessar minning- ar eru svo ljóslifandi að við trúum því varla að jarðneskri dvöl Þórðar á Goddastöðum sé lokið. Þórður Eyjólfsson var bóndi að Goddastöð- um í Laxárdal frá 1946 þar til yfír lauk og var hann elsti bóndinn í þeim hrepp. Þórður var kvæntur Fanneyju Guðmundsdóttur en hún lést 5. apríl 1981. Saman byggðu þau myndarbú að Goddastöðum og var Fanney stoð og stytta bónda síns. Fanney og Þórður áttu saman fimm börn og voru þau öll uppkom- in er Fanney féll frá. Þórður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og fórust honum þau verk vel úr hendi sem og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Fremst í huga mínum er að þakka honum fyrir hve vel hann tók mér og dætrum mínum sem voru átta og níu ára þegar við kynntumst. Þær kölluðu hann alltaf afa á Goddastöðum. Minningin um góðan dreng og mik- ilhæfan mann mun lengi lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Svanborg Tryggvadóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÚLFAR K. ÞORSTEINSSON, Hraunbæ 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blæðingasjúkdómafélag (slands. Sigurlína Hannesdóttir, Aðalbjörg Úlfarsdóttir, Jóhann Möller, Jóhanna Ulfarsdóttir, Gísli H. Jónsson, Jón Smári Úlfarsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Þórdís Úlfarsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og áfi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON (Olli á Áka), Hólavegi 21, Sauðárkróki, verður jarðsettur frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 24. júní kl. 14. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti Sjúkrahús Skagfirð- inga njóta þess. Fjóla Þorleifsdóttir, Þorleifur ingólfsson, Brynja Ólafsdóttir, Guðmudur Orn Ingólfsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jóhann Helgi Ingólfsson, Hrönn Pétursdóttir, og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR frá Lyngholti, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilin. Jóhanna B. Austfjörð, Heiðar Austfjörð, Aðalsteinn Björnsson, Jóhanna Árnadóttir, Kristbjörn Björnsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Steingrímur Björnsson, Gunnur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR, Barðaströnd 3, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu 21. júní. Finnbogi Gíslason, börn, tengdabörn og barnabörn. t JON BENEDIKTSSON fyrrverandi yfirlögregluþjónn, Laxagötu 9, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 18. júní. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. júní kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Systkini hins látna. Þórður Eyjólfsson frá Goddastöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.