Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 11
oll MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 Norma E. Samúlesdóttir Ný skáldsaga komin út ÚT ER komin fimmta bók Normu E. Samúelsdóttur, skáldsagan Oþol, undirtitill „bók fyrir hús- mæður sem vilja vera skáld og þá sem hafa áhuga á svoleiðis fólki“, prentuð hjá Stensli, útgef- in af höfundi í 100 eintökum. Sögupersónur eru að mestu þær sömu og í fyrri skáldsögu Normu, Næstsíðasta degi ársins (1979), og lýsir þróun mála þar á bæ, aðallega lífi Betu sem segir söguna að mestu. Nokkur eintök bókarinnar verða seld hjá Eymundsson og Máli og menningu og auk þess hjá höfundi. Auk Næstsíðasta dags ársins og nú Óþols (1991) hefur Norma sent frá sér þijár ljóðabækur; Tréð fyrir utan gluggann minn 1982, Mar- blettir í regnbogans litum 1987 og Gangan langa 1991. (Fréttatilkynning.) Willy Brandt fyrruni kansl- ari heimsæk- ir Island HINN kunni þýski stjórnmála- maður og fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, Willy Brandt, kemur til íslands dagana 27. til 30. júní nk. í boði Germ- aníu. Meðan á dvöl hans stendur hérlendis heldur Brandt fyrir- lestur í Háskólabíói á ensku, á vegum Germaníu og Alþjóða- málastofnunar Háskóla íslands, um Evrópumálefni, sem hann nefnir „European Challenges". Hann mun m.a. fjalla um samein- ingu Þýskalands, breytingarnar í Evrópu frá 1989 og framtíð Evrópu í hinu alþjóðlega samfé- lagi. Willy Brandt verður einnig gestur Germaníu í hátíðarkvöld- verði sem haldinn verður honum til heiðurs í Viðey. Willy Brandt er íslendingum vel kunnugur, enda hefur hann áður heimsótt landið meðan hann var í fremstu víglínu þýskra stjórnmála- manna. Hann var formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins 1964 til 1987 og kanslari V-Þýskalands 1969 til 1974. Willy Brandt varð heimsfrægur stjórmálamaður sem borgarstjóri Vestur-Berlínar á ár- unum 1957 til 1966. Árið 1971 hlaut hann Friðarverðlaun Nóbels fyrir hina svonefndu „Ostpolitik“ sína. Meðan Brandt dvelur á íslandi ásamt eiginkonu sinni, situr hann boð forseta Islands, forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, auk þess sem hann fer í skoðunarferðir um borgina og næsta nágrenni hennar. Fyrirlestur Willy Brandts verður í Háskólabíói föstudaginn 28. júní nk. kl. 19.00. Það er Ger- manía sem séð hefur um skipulag heimsóknarinnar, en formaður fé- lagsins er Þorvarður Alfonsson. (Fréttatilkynning) Við opnum nýjan, glæsilegan sýningarsal í húsakynnum okkar að Skúlagötu 59. Sýnum meðal annars: MAZDA 323: í fjölmörgum útgáfum, 3ja, 4ra og 5 dyra fólks- og skutbíla MEÐ EÐA AN AL- DRIFS. Allar gerðir eru með aflstýri og 16 ventla vél. GLX gerðir eru ríkulega búnar með rafknúnum rúðuvindum, sam- læsingu, rafhituðum framsætum, raf- stýrðum útispeglum og mörgu öðru. MAZDA 626: 5 dyra skutbíll með 2200 cc vél með beinni innspýtingu, ALDRIFI og öllum lúxus- búnaði. MAZDA B 2600: Pallbíl með aflmikilli 2600 cc vél með beinni innspýtingu, lengdu húsi og AL- DRIFI. ___________.Verið velkomin !_________ BH SKULAGOTU 59, REYKJAVIK S.61 95 50 . BIIASYNING I nýjum glæsilegum sýningarsal! Opið laugardag og sunnudag frá kl.10 -15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.