Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 40
Brids:
Færður til
hafnar með
útrunnið haf-
færisskírteini
Island leiðir
Evrópumót
ISLAND er í efsta sæti á Evrópu-
mótinu i brids, en islenska liðið
sigraði það sænska í 12. umferð
mótsins í gærkvöldi með 16 stig-
um gegn 14.
Staða efstu þjóða á mótinu eftir
12 umferðir var þessi: ísland 235,
Svíþjóð 232, Bretland 228,5, Pólland
225, Noregur 214, Sovétríkin 210,
Holland 200.
26 þjóðir taka þátt í mótinu og
er það því tæplega hálfnað. í dag
spilar ísland við Tékka og Grikki,
en báðar þær þjóðir eru frekar neð-
arlega í röðinni.
Sjá bls. 23
53
VARÐSKIPIÐ Ægir færði í gær-
morgun fiskiskipið Grunnviking
RE-163 til hafnar í ísafirði að
beiðni bæjarfógeta, en grunur
lék á um að haffærisskírteini
væri útrunnið og lögskráningu
skipsins væri ábótavant.
Grunnvíkingur er 50 lesta fiski-
bátur og eru þrír menn í áhöfn
hans. Hann var að veiðum á Húna-
flóa þegar skipstjóra hans var gert
að snúa til hafnar á Isafirði. Varð-
skipið fylgdi því til hafnar.
Að sögn lögreglunnar á Isafirði
áttu þessar grunsemdir við rök að
styðjast. Útgerð skipsins verður
gert að lagfæra það sem þörf er
talin á í skipinu og lögskráningu
þess áður en það fær að halda til
veiða á ný. Málið verður sent ríkis-
saksóknara.
Hveragerði:
Drukknaði í laug
við heimahús
LÍTILL drengur, eins árs og átta
mánaða gamall, drukknaði síðdeg-
is í gær í laug við hcimili sitt í
Hveragerði.
Móðir hans kom að honum í laug-
inni en lífgunartilraunir hennar og
lækna á Sjúkrahúsi Suðurlands báru
ekki árangur. Ekki er unnt að greina
frá nafni drengsins.
Dómar í Hæstarétti í máli Þýsk-íslenska og aðaleiganda fyrirtækisins:
Samtals
mílljóna kr. sekt
og þriggja mánaða fangelsi
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrirtækið Þýsk-íslenska hf. til greiðslu
33.197.419 króna ásamt dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá 1. febrúar
1988 til greiðsludags vegna vangreiddra opinberra gjalda. Þá hefur
Hæstiréttur dæmt Omar Kristjánsson, framkva'indastjóra og aðaleig-
anda fyrirtækisins, til tólf mánuða fangelsis, þar af 9 mánuði skilorðs-
bundið í 3 ár. Omar er jafnframt dæmdur til greiðslu 20 milljón kr.
sektar til ríkissjóðs og komi níu mánaða fangelsi í stað sektarinnar
verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.
Dómur Hæstaréttar er vægari en
dómur sakadóms. Um er að ræða
tvo Hæstaréttardóma. Annars vegar
mál Þýsk-íslenska gegn Gjaldheimt-
unni í Reykjavík og gagnsök. Hins
vegar ákæruvaldið gegn Ómari
Kristjánssyni og Guðmuridi Þórðar-
syni.
Guðmundur Þórðarson, fyrrum
fjármálastjóri Þýsk-íslenska, var
dæmdur í þriggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og 1 milljón kr. sekt-
ar, en þriggja mánaða fangelsi verði
hún ekki greidd innan fjögurra
vikna.
I árslok 1989 gaf ríkissaksóknari
út ákæru á hendur Ómari Kristjáns-
syni og Guðmundi Þórðarsyni. Var
þeim gefið að sök að hafa staðið
fyrir stórfelldum skattundandrætti
og auk þess var ákært fyrir brot á
bókhaldslögum og almennurn. hegn-
ingarlögum. Ómar var dæmdur til
15 mánaða fangelsis og 40 milljón
kr. sektar í sakadómi í desember á
síðasta ári og Guðmundur til 5 mán-
Erlend fyrirtæki áhugasöm um
r afor kuútflutning frá Islandi
ÝMIS erlend fyrirtæki hafa sýnt útflutningi á raforku um sæstreng
til Skotlands áhuga. Þar er um að ræða framleiðendur særafstrengja,
fjárfestingarfyrirtæki og ráðgjafar- og markaðsfyrirtæki. „Það má
segja að þetta mál hafi fengið aukinn byr,“ sagði Halldór Jónatansson
-^forstjóri Landsvirkjunar við Morgunblaðið.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
hefur undanfarið rætt við fulltrúa
breskra fyrirtækja, þar á meðal fjár-
festingarfyrirtæki sem hefur sýnt
þessu máli áhuga. Jón vildi, í sam-
tali við Morgunblaðið, ekki upplýsa
hvaða fyrirtæki væri um að ræða.
„Þetta er mál sem er í sjóndeildar-
hringnum og raunar eitt þeirra mála,
sem rætt var við orkusviðsnefnd
framkvæmdastjórnar Evrópubanda-
lagsins á fundi í byijun mánaðar-
ins,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann
bætti við, að á orkumálaráðstefnu í
Kaupmannahöfn í júníbyijun hefði
forstjóri sænsk-svissneska stórfyrir-
tækisins Asea Brown Bovery, látið
þau orð falla, að sæstrengur milli
íslands og Skotlands væri framtíðar-
hlekkur í orkukeðju Evrópu.
Landsvirkjun hefur beðið breska
ráðgjafarfyrirtækið Chaminus En-
ergy um að endurnýja skýrslu, sem
það gaf Landsvirkjun fyrir þremur
árum, um ástand og horfur á breska
raforkumarkaðnum með tilliti til
einkavæðingar sem þá var í bígerð.
Halldór Jónatansson sagði að í þessu
felist að ráðgjafarfyrirtækið meti
hvernig heppilegast væri fyrir ís-
lendinga að nálgast þennan markað,
ef vilji væri fyrir hendi, og vinni
síðan frekar að markaðsathugunum
ef verkast vildi.
Um mánaðamótin eru væntanleg-
ir fimm fulltrúar franska fyrirtækis-
ins Alcatel, til að gera Landsvirkjun
grein fyrir þeim möguleikum, sem
þeir telja að séu fyrir hendi á að
byggja og leggja rafstreng milli ís-
lands og Skotlands á um það bil
þremur árum. Alcatel hefur smíðað
og lagt slíkan streng yfir Ermar-
sund. Þá hefur sænska fyrirtækið
Vattenfall, sem hefur lagt þannig
streng milli Svíþjóðar og Finnlands,
sýnt málinu áhuga.
aða óskilorðsbundinnar fangelsis-
vistar og 1 milljón kr. sektar.
í nóvember 1985 hófst athugun
á bókhaldi Þýsk-íslenska hf. Leiddi
hún í ljós að skattskyldar tekjur og
eignir voru stórkostlega vantaldar
og miklar misfellur á bókhaldi fé-
lagsins, eins og segir í dómi Hæsta-
réttar. í apríl 1986 lagði stjóm fé-
lagsins fram nýtt skattframtal fyrir
gjaldárið 1985 ásamt nýjum árs-
reikningum og fór fram á að opin-
ber gjöld þess yrðu endurákvörðuð.
Ríkisskattstjóri féllst á að breyta
álagningunni til samræmis við nýtt
framtal og hækkun gjalda sem af
því leiddi nam alls 45.255.197 kr.,
sem var stofnfjárhæð aðalkröfu
Gjaldheimtunnar fyrir Hæstarétti.
Sakadómur gerði sjálfstæða at-
hugun á ársreikningum Þýsk-
íslenska fyrir árin 1981-1984. Dóm-
urinn komst að þeirri niðurstöðu að
skotið hefði verið undan tekju- og
eignaskátti að ekki lægri íjárhæð
en 26,161 milljón kr.
í dómi Hæstaréttar segir að
ákveða beri gjöld Þýsk-íslenska
vegna gjaldáranna 1982-1985 sam-
kvæmt þeim endurreikningi sem
byggt er á í dóminum. Hafi gagn-
áfrýjandi að sínu leyti gefið tilefni
til þeirrar ráðstöfunar með varakröf-
um í málinu. í dómsorði er lögtaks-
gerð staðfest í eignum Þýsk-
íslenska hf. að Lynghálsi 10 til
tryggingar greiðslu opinberra gjalda
að Qárhæð 33.197 milljónir kr. Þá
er Þýsk-íslenska gert að greiða
Gjaldheimtunni 500 þúsund kr. í
málskostnað.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
í:t;
’ m?: V
Morgunblaðið/KGA
Lagt á borð íPerlunni
Perlan á Öskjuhlíð var tekin formlega í notkun í gærkvöldi þegar
borgarstjórn Reykjavíkur bauð til vejslu í húsinu. í dag verður þar
opið hús og haldin fjölskylduhátíð. Á stærri myndinni sjást stúlkur
leggja á borð fyrir veisluna, en innfellda myndin er af háborðinu, frá
vinstri eru Gísli Halldórsson, Erna Finnsdóttir, Magnús L. Sveinsson,
Ástríður Thorarensen, Davíð Oddsson og Vala Thoroddsen.