Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 '/í-l ^^©IGSIJimUnger/Disthbute^b^Universal^Press^^ndjcate^ ,Eq hei ctkí/eéiS oi hækJzce pig i tign. SxJctu föbu.." Ást er. /.AO 5-20 ... góður ilmur. TMReg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Með morgunkaffiriu i \ WS ruTH Hann fór út að ganga með hundinn . . . HOQNI HREKKVISI Af hvölum og mönnum Hvalablástur hefur verið mikill um hríð, ef við drepum ekki hval þá er lífsbjörgin fyrir bí. Ungur las ég margar spennandi bækur um hval- veiðar, um Norðmenn sem voru nær búnir að útrýma sumum tegundum, um Moby Dick, og gamla dóma þar sem hart var deilt um hvalreka á ijþrum. Svo má ekki gleyma honum Jonasi í hvalnum, sögu sem ég sagði börnum og barnabörnum oftar en tölu verði á komið. Eg var hvalavin- ur (sem nú er skammaryrði). En ég er ekki hvalavinur lengur. Við, eins og fréttaliðið segir, eigum að fara úr Ráðinu. Þessir löngu og dýru fundir með vondu köllunum í útlandinu, eru hreint að fara með geðheilsu þjþðarinnar. Við megum illa við því. A þessum árans fundum „Og Jesús kom til Nazaret, þar sem hann hafði alist upp, og gekk á hvíldardeginum, eins og hann var vanur, inn í samkunduhúsið og stóð upp til að lesa. Og var honum fengin bók Jessaja spá- mann; og hann fletti sundur bók- rullunni og fann staðinn þar sem ritað var: Andi Drottins er yfir mér, að því að hann hefir smurt mig (hinn smurði - Messias), til að flytja fátækum gleðilegan boð- skap; hann hefir sent mig, til að boða bandingjum lausn og blindum, að þeir skuli aftur fá sjón, til að láta þjáða lausa, til að kunngjöra hið þóknanlega ár Drottins. Og hann vafði saman bókrulluna, fékk hana þjóninum og settist niður, og allir í samkunduhúsinu störðu á hann. En hann tók að tala til þeirra: í dag hefir ræst þessi ritningar- grein, sem þér nú hafið heyit,“ Lúkas 4:16-21. Jesús Kristur var ekki aðeins lærður en einnig víðförull maður. Þegar hann kom með fjölskyldunni sinni til baka frá Egyptalandi var sem ekkert gerist, þar sem menn skilja ekki að hvalurinn er okkar lífsbjörg. Ljós punktur að Heródes og Pílatus urðu þó einu sinni sam- heijar þeir Kristján í LÍÚ og Oskar formaður, sem birtist gráti nær á skermi og sagði að nú ætti að ræna okkur lífsbjörginni, hvorki meira né minna. Þó ber þeim eitt á milli. Krist- ján vill engar veiðar útlendinga í íslenskri lögsögu en Óskar er ekkert að fetta fíngur útí að nánustu frænd- ur okkar slíti upp eins og 9 þúsund tonn af trosi, og fáir taka til þess. Lengi var ég haldinn þeirri villu að hvalurinn væri „skepna skýr“ væri vel greindur og þeir sendu jafn- vel skeyti sín á milli, náttúrulega þráðlaus. Til þess að leiða fákunn- andi í allan sannleika um þetta var hann læs síðan í arameisku og egypsku. Og áður en hann fékk köllun sína til þess að verða spá- maður, var hann búinn að ferðast vítt og breitt með Johannes skírara í fararbroddi: Egyptalandi, Mið- austurlöndum, Indlandi og jafnvel alla leið til Englands. A þessum ferðum þeirra tveggja lærði hann bæði tungumál og einnig mikið trú- arbrögðum, endurfæðingu og FFH (Lúkas 9:28-36). Hann var svo van- ur að ferðast með skipum að hann svart í gegnum versta óveður þegar lærisveinar hans óttuðust um líf þeirra. Það er enginn vafi á því að Jesús var bæði vel menntaður og víðför- ull, af því að hann bjó yfir svo mik- illi þekkingu. Og hann var þræl- kunnugur Heilagri Ritningu, því hvað eftir annað vitnaði hann í hana. Ja, Drottinn undirbjó hans ein- getinn Son vel fyrir þetta mikilvæga hlutverk sem beið hans. Bronko Haralds haldinn fundur um málið í Háskóla íslands. Þema: Hafa hvalir sérstöðu, þ.e. um greindarvísitöluna. Kom þá fram, að hvalir væru fremur heimsk- ir og því siðferðilega réttdræpir. Dani einn, prestlærður kvað dýr ekki vita að þau eigi að deyja. Merkur bóndi, Böðvar á Laugarvatni sagði að „menn ættu ekki að tala um að deyða nokkurt húsdýr, svo að þau heyri til“. En sá skriftlærði veit bet- ur. Dr. Klinowski sagði á þessu þingi að heilinn væri að vísu stór, en gáf- urnar ekki að sama skapi, og hvali dreymir ekki. Þessvegna á að veiða hvali. Því segjum við: Fram halelúja fram í hvalastríðið. Drepum, drepum, eins og Skugga-Sveinn sagði og Luter forðum. Nú eigum við líka, sem betur fer, hersöng á móti hvölum, þökk sé okkar frægustu rokkurum. H.G. Óþörf deila í Morgunblaðinu 9. júní sl. birtist grein undir yfirskriftinni „Rökleysur og mótsagnir“. Þar deila menn, sem raunar hafa skrifað áður. Deilan er um það hvort Jesús hafi verið læs eða ekki. Þessum vinum eða and- stæðingum bendi ég á að fletta upp í Nýja Testamentinu Lúk. 4. 14-20. Þar fá þeir svarið, sem hlýtur að vera bæði þeim og öðrum nóg til að fá fullt og ákveðið svar. Þurfa þeir ekki lengur að efast um, að þessi fulltrúi visku og kærleika hafði áreið- anlega lært að lesa og notaði þá menntun í sjálfu samkomuhúsi bernskustöðva sinna, til að kenna og útskýra boðskap sinn. Mér er það mikil undrun, að þess- ir réttrúuðu menn, sem sjálfsagt lesa daglega í þessari helgu bók, skuli þurfa að deila um þetta málefni. Ég, sem ólst upp í torfbæ í lítilli sveit, sem nú er í eyði, lærði þetta utan að áður en ég man eftir mér. Arelíus Nielsson Jesús var lærður Víkverji skrifar Af skiljanlegum ástæðum á Vikveiji oft leið um Gijóta- þorpið, en þar hefur í sumar og fyrrasumar verið unnið að end- urnýjun gatna. Götur eru nú hellu- lagðar með skemmtilega gamal- dags yfirbragði. Meðfram götum hefur verið komið fyrir stórum steinum, sem skaga upp í loftið og varð Víkveiji fyrir því um daginn að reka bíl sinn utan í einn þessara steina. Þegar Víkveiji fór að segja frá þessu óhappi sínu kom í ljós að fleiri höfðu lent í svipuðu. Víkveiji ekur um á gömlum bíl sem honum er ósköp lítið sárí um þó rispist lítil- lega, en það er ekki annað hægt en vorkenna þeim sem lenda utan í þessum skrautsteinum og stór- skemma nýja bíla. Víkveiji sér ekki að þessir steinar þjóni neinu hlut- verki, nema þá ef vera kynni að þeim sé holað þarna niður til að Grjótaþorpið beri nafn með rentu. * Ahugamenn um uppbyggingu miðbæjarins hafa sett fram margar athyglisverðar hugmyndir til að auka vægi hans. Víkveija finnst sú áhersla sem lögð er á gerð bflastæða samt ganga út í öfgar, einkum þó hugmyndin um bílastæði undir Austurvelli, sem sett var fram af einum frammá- manni miðbæjarmanna í Morgun- blaðinu nýlega. Bjöldinn allur af bílastæðum er í miðbænum og und- antekningalítið er hægt að fá þar stæði hvenær sem er. Þessi stæði eru í Kolaportinu, á hafnarbakkan- um, í bílageymslu við Vesturgötu og víðar. Þessu til viðbótar er verið að byggja bílageymsluhús við Hverfisgötu á móts við Þjóðleik- húsið, sem ekki virðist ýkja mikil þörf fyrir á þessari stundu. Það er ekki erfitt fyrir fólk að ganga frá þessum bílastæðum að verslunum í Kvosinni og við Laugaveg. Vandi miðbæjarins felst því ekki í skorti á bílastæðum við verslunardyr og gætu ráðamenn þess vegna að snú- ið sér að brýnni viðfangsefnum en byggingu bílageymsluhúsa. xxx Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæinn 17. júní til að taka þátt í hátíðahöldunum. Gekk fólk á milli Lækjartorgs og Hljómskálagarðs, en á þessu svæði var margt til skemmtunar. Eftir að Tjarnarbakkinn að austanverðu var endurbyggður er virkilega ánægju- legt að ganga þar um og fylgjast með fugla- og mannlífi. Einn skugga ber þó þar á, en það er hversu mikil óþrif eru í Tjörninni. Hún lyktar eins og fjóshaugur og er ekki til þess fallinn að auka hróð- ur Reykjavíkur sem hreinnar og fallegrar borgar. Fyrir einu eða tveimur árum var Tjörnin hreinsuð og tókst það vel, þrátt fyrir nokkr- ar deilur um aðgerðina. Slíka hreinsun þarf greinilega að fram- kvæma á hveiju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.