Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 37
rÍIÍlÍGljílBLÁÖlÖ’ JÚNí'1*991 9 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS IIÆ IJ-JVl Þessir hringdu .. Jóna stendur á miðanum Undir þurrku á framrúðu á blá- um bíl, sem stóð við gangstéttina í Tjamargötu í fyrradag, var stung- ið miða, sem á hafði verið skrifað Jóna og símanúmer. Sá sem hér á hlut að máli er vinsamlegast beðinn að gera viðvart í síma 636914 eða 31514, sem fyrst. Eru dýrin alveg réttlaus? Ragnheiður hringdi: „Fyrir skömmu var í fréttum að hundur hefði bitið barn í Húsdýra- garðinum og var gefið í skyn að sjálfsagt þyrfti að aflífa hundinn. En svona lagað gerist ekki nema ástæða til. Börn stríða oft hundum og þá gerist þetta. En dýrinu er alltaf kennt um, það er alltaf réttdræpt ef eitthvað kemur fyrir. Þetta er hugsunarháttur sem mér fínnst ekki réttur. Dýrin hljóta líka að eiga einhvern rétt.“ Goð þjónusta Hafdís Bogadóttir hringdi: „Ég vil þakka starfsfólki flug- leiða mjög góða þjónustu, sérstak- lega Adra Hrólfssyni umboðsmanni Flugleiða á Djúpavogi og starfs- stúlkunum á aðalskrifstofunni. Það væri betra ef slík lipurð og þjón- ustulund, sem einkennir þetta fólk, mætti manni oftar.“ Læða Grá læða, um það bil sex mán- aða, kom í hús 13. júní. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 618986. Bíllykill Bíllykill á kippu merktri Sjóvá tapaðist 17. júní, sennilega í grennd við Menntaskólann í Reykjavík. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 71944. Eyrnalokkur Eymalokkur, sem er glerklasi með svörtum kúlum á endum, týnd- ist við Lækjargötu hinn 17. júní. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 28783. Næla Víravirkissilfumæla tapaðist í Vesturbænum eða við geðdeiid Landsspítalans. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 23230 eftir kl. 18. Gullhringur Gullhringur • með demöntum glataðist 17. júní í Hafnarfírði. Upplýsingar í síma 54554. Gleraugu Gleraugu töpuðust á leið frá Baldursgötu að Laugaveg 25 fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 21393 eða síma 600300. Úr Kvenúr tapaðist 13. júní, senni- lega við Skólavörðustíg eða Freyju- götu. Upplýsingar í síma 41389 eða síma 601023. Kápa Poki með rauðri kápu með hettu og breiðum spæl ásamt svörtum buxum tapaðist í Reykjavík fyrir nokkru. Finnandi vinsamlegst hringi í Nínu Þórðardóttur í síma 602859. Miðstj órnarfundur Alþýðubandalagsins: Ahersla á samstöðu^ gegn ríkisstjórninni „MIÐSTJORN Alþýðubandalags- ins lýsir eindregnum vilja til að skapa víðtæka sanivinnu allra þeirra sem vilja mynda sterka samstöðu gegn hægristjórninni. I því skyni ber að leggja ríka áherslu á samvinnu núverandi stjórnarandstöðuflokka á Alþingi, svo að þeir geti hvenær sem er tekið þátt í myndun nýrrar ríkis- stjórnar," segir í ályktun fyrsta miðstjórnarfundar Alþýðubanda- lagsins eftir kosningar, sem hald- inn var á Selfossi fyrir skömmu. í ályktuninni er lýst furðu á að forystusveit Alþýðufíokksins skyldi „hafa brugðist málstað íslenskra jafnaðannanna og gengið gegn úr- slitum kosninganna og vilja stærsta hluta kjósenda Alþýðuflokksins,“ með myndun núverandi ríkisstjórn- ar. 4 Af þessum sökum er sagt að breyttar aðstæður hafí skapast í málefnum vinstrimanna og þróun j afnaðarmannahreyfíngarinnar. „Alþýðubandalagið mun á næstu mánuðum efna til heimsókna í öll byggðarlög landsins og ræða við hópa og einstaklinga í röðum fé- lagshyggjufólks og jafnaðarsinna, launafóik á vinnustöðum og ábyrgð- armenn í atvinnulífí og byggðaþró- un. Markmið slíkra heimsókna og viðræðna verður að mynda víðtæka samstöðu gegn hægri stefnu ríkis- stjórnarinnar," segir í ályktuninni. Réttmæt vaxtahækkun? GEFÐU DOSTIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum viö einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. Það fínnst mörgum óeðlilegt að vextir á húsnæðismálastjórnarlánum séu hækkaðir afturvirkt, þar sem samið hafði verið um tiltekna vaxta- prósentu er láni var tekið. Ég er að vísu sammála því að óeðlilegt sé að hækka vexti afturvirkt eins og nú er verið að gera varðandi húsnæðis- stjómarlánin en spumingin er hvort nokkur annar valkostur var fyrir hendi. Er ekki lífeyrissjóðunum frem- ur um að kenna en ríkisstjórninni - þeir neita alfarið og hafa ávalt neitað ■ að lækka sína vexti, sem mig minnir að séu 7,5 prósent, og verður ríkis- sjóður því áfram að greiða á milli svo endar nái saman með þessi lán. Hækkun vaxta á húsnæðislánum getur líka verið réttlætismál. Tökum dæmi sem sannar þetta. Margir sem fengið hafa inni í verkamannabústöð- um þegar þeir voru tekjulitlir, fólk sem ef til vill var að ljúka námi eða nýbúið að ljúka því og gat þetta fólk því sýnt framá mjög lágar tekjur þegar það fékk íbúðimar. Staðreynd- in er sú að margt að þessu fólki er nú komið í mjög góðar tekjur og hlýtur því að þurfa að endurskoða dæmið, þar sem ekkert réttlætir lengur að það njóti þvílíkra vildarkj- ara umfram aðra. Það er óréttlátt að þetta fólk komist upp með að borga aðeins 1% vexti af sínum hús- næðislánum meðan aðrir burðast með svimandi afborganir af húsbréf- um, það hljóta allir að sjá. Þarna þarf reglulega að leiðrétta, skilja sauðina frá höfrunum ef svo mætti segja. Ég þekki að minnsta kosti dæmi þess að hátekjufólk búi í verka- mannabústöðum og greiði aðeins þessa lægstu vexti. Þetta sjá allir að er hrópandi óréttlæti - þetta kerfí var sett á laggirnar til að gera lág- tekjufólki kieift að koma yfír sig þaki en ekki til að þeir sem hafa há laun geti haft það ennþá betra. En svona er það í samfélaginu, það er alltaf viss tilhneiging til að misnota allt en það í sjálfu sér réttlætir ekki misnotkun. Ég verð sjálfur fyrir nokkru fjár- hagstjóni vegna vaxtahækkunarinn- ar en verði framangreindar leiðrétt- ingar gerðar get ég vel sætt mig við það. Vona ég bara að fjármálaráð- herra takist að rétta við hallann á ríkissjóði án þess að grípa til frekari niðurskurðar. Gunnar ÞJÓÐÞRIF BANOMAO ISUNSXM BUlH Dósakúlur um allan bæ. Enginn má fara út á bát á ám og vötnum án þess að hafa björgunar- vesti. Þau þurfa að snúa þeim sem þau nota sjálfkrafa í flotlegu með öndunarfæri fyrir vatnsfletinum. Öll eiga þau að vera með endurskins- borðum, flautu og ljósi. NYTTOG SPENNANDI FYRIR ELDRI BORGARA ÍRLAND A - EYJAN GRÆNA með Hermanni Ragnari Stefánssyni Brottför 5. júlí - 2 vikur Aðeins 2ja klst. beint flug til Cork með nýrri þotu Flugleiða. Gisting á glæsilegu 4ra stjörnu hóteli. Veri kr. 57.400 fyrir manninn í tveggja manna herbergi • TmsiLvatspiuscs THE SILVER SPRINGS með öllum þægindum, í stórum garði rétt hjá ánni Lee, og stutt frá miðborg Cork, þar sem hægt er að gera ótrúlega góð kaup í stórum vöruhúsum eða tískuverslunum. Kynnisferðir með þaulkunnugum fararstjórum Veraldar, Ásu Maríu Valdimarsdóttur og Andrési Eiríkssyni. Meira en helmingur sæta er þegar seldur - takmarkað sætamagn. nmmflsillfliN FLUGLEIDIR AUSTURSTRÆTI17SÍMAR (91)62 20 11 4 62 22 00 AKUREYRI Tölvutækni - Bókval hf., Koupvongsstræti 4, sími 96-26100 VESTMANNAEYJAR Friðfinnur Finnbogoson, Eyjobúð, simi 98-11450/11166. KEFLAVÍK (SAFJÖRÐUR AKRANES SELFOSS Aðalstöðin hf., Bílosolan Elding sf., Ásgeir R. Guðmundsson, Austurgarður, Hofnorgötu 86, Skeiði 7, Gorðalundi 2, Austurvegi 56, sími 92-11518. simi 94-4455. simi 93-12800. sími 98-21626/22556.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.