Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JUNI 1991 Fer refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku að linna? Washington, Tókýó. Reuter. AÐ SÖGN háttsettra embættis- manna er George Bush Banda- ríkjaforseti reiðubúinn að aflétta viðskiptabanni af Suður-Afriku í ■ JOHANNESARBORG Neðra kjálkabein skepnu sem gæti hugsanlega verið „týndi hlekkurinn" í þróunarstiginu á milli apa og manns fannst fyrir skömmu í Namibíu í sunnanverðri Afríku. Hinir bresku, frönsku og bandarísku vísindamenn sem fundu kjálkabeinið voru bæði undrandi og glaðir. „Svo gæti farið að þetta eina bein fyllti upp í ýmsar gloppur í þróunarsögu mannsins,“ sögðu þeir. Einn þeirra, Glenn Conroy, prósfessor í líffærafræði, sagði að allt benti til þess að beinið væri um 10 til 15 milljón ára gamalt, „frá því tímabili sem fornleifafræðingar vita hvað minnst um“. ■ SEOUL - Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn, flokkur Roh Tae-woo, forseta Suður-Kóreu, vann stærri sigur en spáð hafði verið í sveita- stjórnakosningum sem haldnar voru á fimmtudag. Hann fékk um 65% þeirra 866 sæta sem kosið var um, en fyrir kosningarnar var talið líklegt að hann hlyti um 55%. Úrsiit- in eru mikill sigur fyrir ríkisstjórn- ina, en litið var á kosningarnar sem óopinbera þjóðaratkvæðagreiðslu um störf hennar. næsta mánuði ef stjórnin þar bindur enda á deilu við Banda- ríkjastjórn um pólitíska fanga. Stjórnin í Japan hefur ákveðið að láta af refsiaðgerðum í garð Suður-Afríku sem snúa að mann- legum samskiptum og menningu. Leiðtogar suður-afrískra blökku- manna hafa haldið því fram að allt að 1.000 fangar séu í fangelsum sökum stjórnmálaskoðana sinna og Bandaríkjastjórn er sömu skoðunar. Suður-afríska stjórnin hefur aftur á móti sagt að allir pólitískir fangar hafi verið látnir lausir og þeir fang- ar sem um ræðir falli ekki undir þá skilgreiningu. Talið er að Bush hyggist auka þrýstinginn á Suður-Afríkustjórn með því að gefa í skyn að viðskipta- banninu, sem staðið hefur yfir síðan 1986, verði aflétt fljótlega. Þessi ágreiningur er nú hið eina sem stendur í vegi fyrir því að ríkin geti tekið upp eðlileg samskipti, því önnur skilyrði Bandaríkjamanna voru uppfyllt fyrir skömmu. Stjórnin í Japan ákvað í gær að aflétta ýmsum höftum í samskipt- um við Suður-Afríku, en sagði að viðskiptabannið skyldi standa þang- aði til stjórn Suður-Afríku hefði varpað aðskilnaðarstefnunni endan- lega fyrir róða. Taro Nakajama, utanríkisráð- herra Japan, sagði í tilkynningu eftir stjómarfundinn, þar sem þetta var samþykkt, að nú væru öll höft er lytu að ferða-, menningar- og menntamálum fallin úr gildi. Aðspurður um hvenær viðskipta- banninu yrði aflétt svaraði hann: „Við munum fylgjast náið með því hvernig gengur að leggja aðskilnað- arstefnuna endanlega niður og taka ákvarðanir í samræmi við það.“ Hann sagði einnig að afstaða Suður-Afríkustjórnar til pólitískra fanga væri stór þröskuldur fyrir því að löndin gætu tekið upp stjórn- málasamband, en það yrði ekki fyrr en öllum höftum hefði verið aflétt. Reuter Borís Jeltsín í þyrpingu fréttamanna er hann kom af fundi með George Bush forseta í Hvíta húsinu. Jeltsín jók hróður sinn í Bandaríkjaferðinni: Bush forðast að styggja stjónivöld í Sovétríkjmium Washington. Reuter. Frá ívari Guðmundssyni, BORÍS Jeltsín, hinn nýkjörni leiðtogi Rússlands, hlaut betri móttökur er hann heimsótti Bandaríkin í vikunni en þegar hann var þar á ferð fyrir ári. Almenn skoðun valdhafa og fjölmiðla í Washington virtist um þær mundir vera sú að maðurinn væri vandræðagripur sem tor- veldaði störf Míkhails Gorbatsj- ovs Sovétleiðtoga með gagnrýni TRAOST VARAHLUTAÞJÓNHSIA er opinfró klukkan 8-18. Sumaropnun ó laugardögum frá klukkan 10-12. WldsOiífý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -686500 fréttaritara Morgunblaðsins. sinni án þess að hafa nokkuð raunhæft fram að færa sjálfur. Ekki bætti úr skák að framkoma Jeltsíns sætti þá ámæli, m.a. þótti hann teyga viskí af full miklum ákafa. George Bush forseti og embættismenn hans sýndu Jeltsín nú fyllstu virðingu en gættu þess þó vandlega að styggja ekki Gorbatsjov. Hrifnir ferðamenn þyrptust um Jeltsín er hann heimsótti minnis- merki Abrahams Lincolns og stuðn- ingsmenn Eystrasaltsþjóðanna héldu á loft spjöldum við Hvíta húsið með áletruninni: „Þakka þér, herra Jeltsín, fyrir að styðja sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða“. Rússneski forsetinn átti að þessu sinni rúmlega hálfrar annarrar stundar fund með Bush en á sam- eiginlegum blaðamannafundi notaði Bandaríkjaforseti helminginn af tíma sínum til að hrósa Gorbatsjov. Heimildarmenn í Hvíta húsinu hafa eftir forsetanum að hann telji það skyldu sína að vera Gorbatsjov „trúr“ vegna þess sem áunnist hef- ur í samskiptum risaveldanna und- anfarin ár. Sjálfur gerði Jeltsín gestgjöfum sínum auðveldara um vik með því að leggja þunga áherslu á stuðning sinn við Gorbatsjov ef til þess kæmi að harðlínuöflin reyndu að velta Sovétleiðtoganum. Jeltsín fullyrti eftir viðræðumar að nýtt tímabil viðskiptatengsla hefði runnið upp í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands en bandarískir embættismenn telja að ekkert hafi í reynd breyst. „Ég hygg að Bush hafi gert skýra grein fyrir því að við erum reiðubúnir að starfa með einstökum Sovétlýðveld- um á þeim sviðum sem nýi sam- bandssáttmálinn, ef hann verður samþykktur, gerir slíkt kleift," sagði Brent Scowcroft, öryggis- málaráðgjafi Bush. Hann átti við samning um stöðu einstakra Sovét- lýðvelda og tengsl þeirra við alríkis- stjórnina í Moskvu er Gorbatsjov hefur reynt að fá samþykktan. Nokkur lýðveldanna hafna sáttmá- lanum og vilja algert sjálfstæði. Ljóst er að Bandaríkjastjórn er einnig varfærin vegna þess að þótt sambúð Jeltsíns og Gorbatsjovs sé nú með skásta móti geta sviptingar orðið snöggar og óvæntar í sovésk- um stjórnmálum og fáu að treysta. Hylltur af almenningi Þótt stjórnvöld séu varkár er ekki sama að segja um ýmsa aðra frammámenn. Hægrisinnar í Was- hington kepptust um að láta mynda sig með Jeltsín sem hefur verið skorinorður í stuðningi við fijálst markaðskerfi og lýðræði auk þess sem hann styður Eystrasaltsþjóð- imar. Robert Dole, leiðtogi minni- . hluta repúblikana í öldungadeild- inni, tók á móti Jeltsín á flugvellin- um og sagðist álíta að Bandaríkja- menn hefðu verið of seinir að átta sig á því aukna hlutverki sem ein- stök Sovétlýðveldi gegndu nú. Dan Quayle varaforseti snæddi kvöld- verð með Rússlandsforseta og hældi honum fyrir „staðfestu í umbóta- starfínu“. Quayle sagði Jeltsín hafa hrifið fólk í Bandaríkjunum og taldi rússneska forsetann gegna mikil- vægu hlutverki í að halda Gorbatsj- ov á umbótabrautinni. Jeltsín hlaut einnig vinsamlegar móttökur á fundi sem hann átti með blaðamönnum í Washington á fímmtudag. Þeim ummælum hans að hann hefði engan hug á að feta í fótspor Gorbatsjovs var fagnað með lófataki og sérstaka athygli vakti sú yfirlýsing hans að þess yrði ekki lengi að bíða að Rússar hættu að styrkja og styðja einræðis- stjórnir víða um heim svo sem á Kúbu. Rao myndar minni- hlutastjóm á Indlandi Nýju Delhí. Reuter. NY minnihlutastjórn undir forystu P.V. Narasimha Rao formanns Kongressflokksins tók við völdum á Indlandi í gær og hefur hún sett sér það markmið að leysa margflókinn vanda sem Indverjar eiga við að stríða; stéttaólgu, trúarbragðadeilur, vopnuð átök við aðskilnaðarsinna og hrikalega efnahagsörðugleika. í stjórn Raos sitja 14 ráðherrar og kemur einna mest á óvart að Sharad Pawar, helsti keppinautur Rao um formennsku í Kongress- flokknum, hefur samþykkt að taka sæti í stjóminni. Stjórnmálaskýr- endur sögðu í gær, að ákvörðun Pawars yrði til þess að styrkja stöðu stjórnarinnar. Hann mun sveija embættiseið næstu daga, eftir að hafa farið til Bombay, við- skipta- og íjármálamiðstöðvar Indlands, og afsalað sér starfi for- sætisráðherra Maharashtra-ríkis. Skipting embætta í nýju stjóminni hefur ekki verið gerð opinber en heimildir hermdu að Pawar yrði innanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.