Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 13
MORQUNBLAÐIP LAUGARÐAOUR 32. JUNI 1991 *3 Eigum fyrirliggjandi Heilbrigðar kon- ur árið 2000 KVENNAHLAUP eftir Katrínu Pálsdóttur Alþjóða heilbrigðisstofnunin setti aðildarþjóðum sínum markmiðið heilbrigði fyrir alla árið 2000. Nú eru aðeins níu ár til stefnu, svo það er eins gott að hver og einn fari að íhuga hvernig hann getur lagt sitt lóð á vogarskál heilbrigðis og hreysti. Konur hafa ávallt tekið ábyrgð á heilbrigði sinna nánustu. For- mæður okkar hugsuðu sennilega lítið um líkamsrækt, en þó má ætla að þær hafi ekki skort hreyfingu og líkamlega áreynslu. Það er kon- um í blóð borið að sjá til þess að börnin fái holla fæðu og að fræða þau um hollustuhætti. Þess vegna er það mjög mikilvægt að við konur stöndum vörð um eigin heilsu og þekkjum þær leiðir sem heppileg- astar eru til þess að viðhalda heil- brigði. Við nútíma konur lifum marg- slunginni tilveru. Við eigum flestar börn og bú, auk þess sem við vinn- um margar fullan vinnudag úti á vinnumarkaðnum. Það gefur auga- leið að til þess að standa undir þessu álagi verðum við að vera hraustar á sál og líkama. Skokk er ein leið til að viðhalda heilbrigði. Hægt er að stunda skofck hvenær sem er og hvar sem er. Skokk má aðlaga að getu hvers og eins, ennfremur er sama hvort pyngjan er létt eða þung, skokk kostar ekki neitt. Það er ekki ólíklegt að konur sem þurfa að gegna mörgum hlutverk- um eigi við streituvandamál að stríða. Því miður er oft brugðist alltof seint við, einkenni svo sem stöðug þreyta, svefntruflanir, hrað- ur hjartsláttur, höfuðverkur sem líkist hettu á höfðinu gera vart við sig. Þessi einkenni hafa oft verið í langan tíma áður en leitað er að- stoðar. Jafnvel eru komin svo mikil líkamlega einkenni að nauðsynleg ' er dvöl á sjúkrahúsi. Láttu þetta ekki henda þig, gerðu það sem þér er unnt til þess að forðast að lenda í vítahring streitu og vanlíðunar. Eitt af því sem þú getur gert er að fara út að skokka, þó ekki sé nema 15-20 mínútur í hvert sinn. Skokk er hollt konum á öllum aldri, ekki síst þeim sem komnar eru á miðjan aldur. Skokkið dregur úr beinúrkölkun, hamlar offitu, konan fær betri tilfínningu fyrir lík- amanum sem leiðir til þess að betur er hægt að njóta lystisemda holds- ins. Vegna sérstöðu konunnar innan fjölskyldunnar þurfa heilbrigðisyfir- völd og stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir að með því að fræða konur um heilbrigði er hægt að draga úr kostnaði við heilbrigðis- GARÐABÆR 1991 „Markmiðið er að fara út og hreyfa sig og von- andi sýna konum fram á hvað það getur verið skemmtilegt.“ kerfið. Það er því mjög ánægjulegt að bæjarstjórn Garðarbæjar skuli hafa ákveðið að veija hluta af því fé sem er til ráðstöfuar í bænum til þess að efla íþróttaiðkun kvenna. Liður í þeirri viðleitni er kvenna- hlaupið sem haldið verður í dag kl.14.00. Þar er kjörið tækifæri til þess að byija að skokka. Það er engin keppni í kvennahlaupinu, það er ætlast til að allar konur geti verið með í hvaða ásigkomulagi sem þær eru. Við munum ganga, skokka, hlaupa, dansa eða fara í hjólastól allt eftir því sem hentar hverri konu best. Markmiðið er að fara út og hreyfa sig og vonandi sýna konum fram á hvað það getur verið skemmtilegt. Konur, höldum áfram að verða allra kerlinga elstar þrátt fyrir breytt lífsskilyrði sem geta dregið úr hinum langa lífs- aldri okkar. Það getur verið gaman að eldast ef líkami og sál eru heil- brigð. Myndlistar- menn mótmæla AÐALFUNDUR Félags íslenskra myndlistarmanna, sem haldinn var nýlega, mótmælir innheimtu virðisaukaskatts við sölu lista- verka í umboðssölu í sýningarsöl- um og galleríum, þar sem mynd- listarmenn eru undanþegnir virðisaukaskatti af sölu verka sinna. Vill fundurinn minna á, að við sölu á bókum, sem einnig eru und- anþegnar virðisaukaskatti, tíðkast ekki innheimta af skatti af umboðs- launum. Alvarlegast er þó að innheimtan lækkar verð til myndlistarmanna og dregur þannig úr tekjumöguleik- um þeirra, segir í ályktuninni. PASLODE loftverkfæri KAMBS AUMSBYSSUR NAGLABYSSUR DÚKKS AUMSBYSSUR HEFTIBYSSUR GASBYSSUR SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA Pallar hf. DALVEG116, 200 KÓPAVOGI. SÍMAR 641020 -42322 Velkomin íMörkim Hraustar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar: Tré, runnar, fjölærar plöntur og sumarblóm í blómstrandi og spennandi úrvali 15»** Gerum ræktunarsamning við smærri og stærri aðila • Sendum plöntur hvert á land sem er • Veitum ráðgjöf um plöntuval • Opiðlaugardagogsunnudag frá kl. 9-18:00. Sumarið er hjú okkur GRÓDRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 814288 (INNST I FOSSVOGI, EKIÐ FRÁ BÚSTAÐAVEG ) viOisvo\r$Aionv fiNtíjH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.