Morgunblaðið - 22.06.1991, Page 3

Morgunblaðið - 22.06.1991, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 3 Skeiðarárj ökull; Framskrið- ið 3 metr- ar á dag SKEIÐARÁRJÖKULL skríður fram um 2-3 metra á dag, að sögfn Guðjóns Benediktssonar, bónda á Freysnesi, sem hefur annast mælingar á framskriði jökulsins fyrir Orkustofnun. „Það er eitthvað um tveir til þrír metrar á dag sem jökullinn hefur skriðið fram. Ég tel að hann hafi skriðið fram um 120-130 metra á þeim stað sem við höfum verið að mæla, beint upp af miðj- um Skeiðarársandi, frá því að framskriðið hófst,“ sagði Guðjón. Hann sagði að sér virtist jökull- inn allur hafa hækkað, en það kæmi betur í ljós um helgina þeg- ar hann færi ti! mælinga aftur. Töluverðar breytingar hefðu orðið 'á jöklinum þessa daga. Rennsli í Skeiðará hefur ekkert aukist, að sögn Guðjóns. Hæstiréttur: Sýknuð af ákæru um auðgunarbrot HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Sakadóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn hjón- unum, sem ákærð voru fyrir að gefa út og nota innstæðulausan tékka að fjárhæð rúmar 32 milljónir króna í staðgreiðslu- viðskiptum í Seðlabanka Is- lands. Tékkinn var notaður til greiðslu fyrir ríkisvíxla sem eig- inmaðurinn fékk í hendur. Morgunblaðið/RAX Jón Sigurðsson við garðyrkjustörfin ásamt tveimur ungum félögum sínum bræðrunum Andra og Matthíasi Sigurðssonum. Ungt o g gamalt á mjög vel saman - segir Jón Sigurðsson, 72 ára, sem er með garð í Skólagörðum Reykjavíkur „UNGT og gamalt á mjög vel saman,“ sagði Jón Sigurðsson, 72 ára, eldri borgari þegar blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti hann í Skólagarða Reykjavíkur í Laugardal þar sem hann var að setja niður kartöflur, kálplöntur og fræ ásamt fjöida barna á aldrinum átta til tólf ára. í skólagörðun- um í Laugardal eru i sumar 188 börn fædd 1979 til 1983 og Jón sem fæddur er 1918. Jón byij- aði í skólagörðunum í vikunni og líkar vel. Krakkarnir eru að hans sögn skemmtilegir og útiveran góð. Hann hvetur fólk á sínum aldri til að slást i hóp- inn. „Hugmyndina fékk ég í fyrra- vor og sótti þá um að fá garð í Árbænum. Starfsstúlkurnar þar sáu því ekkert til fyrirstöðu í upp- hafi en svo kom í ljós að engin samþykkt var fyrir því að svona gamlingjar tækju þátt í starfi skólagarðanna svo af þessu gat ekki orðið það sumarið,“ sagði Jón. Eftir að hafa talað við for- svarsmenn Félags eldri borgara í vor komst hreyfing á málið og Jón fékk garð í Laugardalnum. Jón segist sannfærður um að margt eldra fólk hefði gaman af því taka þátt í starfinu í skóla- görðunum. „Ég kann afskaplega vel við mig héma. Það er gaman að vinna með krökkunum og ég held að þetta geti verið skemmti- leg tilbreyting fyrir fjölmargt eldra fólk en margir búa einir og hafa enga til að tala við. Hér iðar hins vegar allt af lífi og unga fólkið er alltaf tilbúið að gefa sér tíma til að tala við mann,“ sagði Jón. „Útiveran er auk þess mjög góð og ég fæ tækifæri til að reyna aðeins á mig við garðyrkjustörfin. Þar að auki fæ ég góðar kartöflur og ýmis konar kál upp úr krafs- inu,“ sagði Jón að lokum. í dómi Hæstaréttar segir að fram hafi komið að eiginmaðurinn hefði þegar hafist handa um að viðskiptin gengu til baka þegar honum varð ljóst að ekki var til innistæða fyrir tékkanum. Daginn eftir innlausn samdi hann við inn- lausnarbankann og reiknings- bankann og greiddi innistæðu- lausa tékkann. í niðurstöðum dómsins segir að fallast beri á það með héraðsdómara að ósannað sé að ákærðu hafi ætlað að auðgast á útgáfu tékkans. Ákærðu voru sýknuð í kröfum ákæruvaldsins og áfrýjunarkostn- aður greiðist allur úr ríkissjóði. Fargjöld Flugleiða til Evrópu: O INNLENT Hækkunin 12,8-14% meðan fram færsluvísitala hækkaði um 5,8% HALLDÓR Kristjánsson, deild- arstjóri í samgöngumálaráðu- neytinu, segir að Flugeftirlits- nefnd muni fara i saumana á fargjaldahækkunum Flugleiða á millilandaflugleiðum á fundi sinum sem boðað hefur verið til á þriðjudaginn kemur. Hann segir að ef til vill kunni að vera ástæða til frekari lækkana á fargjöldum en um þau 4% sem fargjöldin lækkuðu frá og með 10. júní. Þegar Flugeftirlits- nefnd hafi heimilað hækkanir á fargjöldum vegna mikillar hækkunar á flugvélaeldsneyti síðastliðinn vetur vegna Persa- flóastríðsins, hafi það verið með fyrirvara um að fargjöldin lækkuðu aftur þegar eldsneytis- verð lækkaði. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða hækkaði Apex-fargjald frá Reykjavík til Kaupmannahafnar frá júlí í fyrra fram til maí í vor úr 29.610 í 35.150 kr. eða um 18,7%. Eftir lækkunina 10. júní er fargjaldið án flugvallarskatts 33.750 krónur eða 14% hærra en það var í fyrra. Normalfargjald á sömu flugleið, þ.e. opinn miði fram Bruninn á Höfn í Hornafirði: Rannsókn bendir til íkveikju RANNSÓKN á eldsvoðanum í Húsgagnaverslun JSG á Álaugarey á Höfn bendir til þess að um íkveikju sé að ræða, að sögn Páls Björnssonar sýslumanns. Sýslumannsembættið óskar eftir aðstoð heimamanna við rannsóknina og biður alla sem hafa orðið varir við mannaferðir aðfaranótt fimmtudagsins 19. júní að hafa sam- band við lögreglu. Gísli Þorvaldsson, eigandi versl- unarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði strax talið miklar líkur á því að um íkveikju hefði verið að ræða. „Kon- an mín veitti því athygli um leið og hún kom út eftir að þar voru hlutir sem voru ekki á þeim stað sem þeir áttu að vera,“ sagði Gísli. Gísli sagði að tjónið skipti millj- ónum króna, en von væri á mats- manni til Hafnar í dag. Hann sagði að húsið væri ágætlega tryggt en innbúið ekki að sama skapi. „Inn- búið var tryggt fyrir þijár og hálfa milljón kr., það er lager og innan- stokksmunir. Verðmæti lagersins er nokkrar milljónir kr. Þetta var dýr gjafavörubúð og húsgagna- verslun sem hleypur á stóru,“ sagði Gísli. Páll Björnsson sýslumaður sagði að það væri ekki forsvaran- legt að hafa nokkra starfsemi á þessum stað þar sem bensín- og olíutankar væru í næsta nágrenni og mikil hætta á stórbruna. Gísli kvaðst ekki vita hvort hann fengi að byggja húsið upp aftur á sama stað þar sem staðið hefði styr um það vegna nálægðar við olíutank- ana. og til baka án skilyrða, hækkaði frájúlí 1990 til maí 1991 úr 71.340 í 83.860 eða um 17,5%. Apex-fargjald til Lúxemborgar hækkaði úr 27.880 í júlí í fyrra- sumar í 32.770 krónur í maí eða um 17,5%. Eftir lækkunina nú í júní er fargjaldið 31.460 kr. eða 12,8% hærra en í fýrra. Normalfar- gjald til Lúxemborgar hækkaði úr 69.960 í 80.680 krónur eða um 15,32% frájúlí í fyrratil maí í vor. Apex-fargjaldið til Lundúna var 28.300 í fyrrasumar en var í maí 33.270 eða 17,5% hærra en í fyrra. Normalfargjaldið hækkaði einnig um 17,5% sama tímabil, úr 68.700 í 80.760 krónur. Apex-fargjaldið eftir lækkun er 31.940 eða 12,9% hærra en í fyrra. Segja má að samsvarandi prósentuhækkanir hafi orðið á fargjöldum til annarra viðkomustaða á meginlandi Evr- ópu, svo sem til Frankfurt, Parísar og Ámsterdam. Fargjöld vestur um haf til New York hækkuðu minna, eða Apex-fargjaldið um 13,1% frá júlí 1990 fram til maí í vor og um 8% eftir lækkunina 10. júní. Nor- malfargjaldið hækkaði heldur meira eða um 14,68% áður en lækkunin kom til. Á sama tíma, eða frá því í maí í fyrra fram til maí í ár, hafa far- gjöld Flugleiða innanlands hækkað um 10%, um 3,5% í júní í fyrra og 6% í október. Framfærsluvísi- tala sama tímabils, þ.e. frá júlí í fyrra til júní í ár, hefur hækkað um 5,8% og hækkunin frá maí í fyrra til maí í ár er einnig 5,8%. í júlí í fyrra var tonnið áf þotu- eldsneytinu á 160 dollara í Rotter- dam. Það var komið í 200 dollara í lok mánaðarins en hækkaði síðan ört og komst hæst í tæpa 500 dali tonnið í byijun október. Það var sveiflukennt yfir háveturinn en lækkaði síðan hægt og sígandi og var komið aftur í 200 dollara tonnið í byijun mars og hefur ver- ið um það bil síðan. Síðustu dag- ana hefur það farið lækkandi og var 17. júní í 186,5 dollurum tonn- ið. Dollarinn var í 59,38 kr. í byijun júlí í fyrra. Gengi hans var sveiflu- kennt en lækkaði hægt og sígandi og varð lægst í febrúar 53,79 kr. Gengi hans hefur síðan farið hækk- andi og var komið yfir 61 krónu seinnihlutann í apríl. Það lækkaði aftur niður fyrir 61 kr. í maí en hefur farið hækkandi síðan og var 17. júní í 63 krónum. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða fljúga um 88% farþega þeirra á afsláttarfargjöldum. Áður en endurnýjun flugflotans á milli- landaleiðum átti sér stað var elds- neytiskostnaðurinn 17-18% af rekstrargjöldum, en lækkaði í 10% með tilkomu nýju vélanna. í kjölfar hækkunar eldsneytisins vegna Persaflóastríðsins í vetur hækkaði þessi tilkostnaður í 12-13% af rekstrargjöldum. Þá má reikna með að um þriðjungur af tilkostn- aði félagsins sé í dollurum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.