Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 Minning: Ottó G. Vestmann Fáskrúðsfirði Fæddur 10. október 1908 Dáinn 16. júní 1991 í dag er hann langafi, Ottó G. Vestmann, kvaddur frá Búðarkirkju á Fáskrúðsfirði. Þar sem ég er nú aftur kominn til Hollands, var mér oft hugsað til hans á meðan á siglingunni stóð, hye gaman hefði verið að spjalla við hann á leiðinni og héyra hann segja sögur af sjónum og ýmsu er á daga hans dreif, eins og síðastlið- ið sumar er við fórum saman til Valborgar í Hollandi. Alltaf var afi hans glaður og kátur alveg sama hvað gekk á, og tilbúinn að sjá spaugilegu hliðina á öllu, enda upplifðum við margt sam- an í þeirri ferð. En nú er afi minn lagður af stað í aðra ferð. Við hérna í Hoogvliet kveðjum hann með þökk fyrir allt. Kveðja dóttursonar, Guðjón S. Jónatansson Til hvíldar er genginn gamall vinur og góður félagi. Farsælli lífsgöngu er lokið og ljúft að þakka góða samferð og trúa fylgd við þann málstað sem mætastur er mér enn. Þegar ég kom ungur kennari að Búðum í Fáskrúðsfirði sá ég fljótt vörpulegan mann í húsinu neðan við skólann, sem heilsaði fljótlega hressilega upp á nýgræðinginn og ræddi margt um menn og málefni. Hann gerði ósjaldan að gamni sínu, en var fastur fyrir og ákveðinn og lá ekkert á skoðunum sínum á hveiju því sem var að gerast. Mér þótti þá sem jafnan síðar ánægju- legt og ágætt að eiga við hann tal og mér er minnisstætt nú síðasta samtal okkar í síma, þegar erindi var lokið og hann endaði samtalið á þann veg, að nú stæðum við okk- ur vonandi og ég vissi mæta vel hvað við var átt. Ég átti eftir að kynnast Ottó og hans fólki allvel og ég mat þessa hreinskiptnu skoðun hans, þessa glettni erfiðismannsins, sem hvergi var beizkju blandin, þessa stefnu- festu í því sem máli skipti og ekki sízt þessa ótæpu sjálfsgagnrýni, ef því var að skipta, enda þá frekar hægt að segja vinum til vamms. Ottó vár eðlisgreindur og athug- ull áhorfandi umhverfis og þjóðlífs og aldrei óvirkur þátttakandi held- ur. Ég hitti hann oftlega á ferðum mínum um kjördæmið, hitti hann einnig, þegar erfiðleikar knúðu á dyr en hann tók hveiju og einu af æðruleysi þess, sem veit að engu fær breytt víl né vol, því síður uppg- jöfin ein. Ég segi fölskvalaust að mér fannst vænt um að hitta Ottó, finna hlýjuna bak við stundum all- hijúf orð, finna að hann mat menn- ina eftir innri verðleikum en ekki ytra veldi, sem svo alltof títt er. í örstuttri kveðju nú við leiðarlok skal lífsgangan ekki rakin nema í fáum dráttum þess sem teljast aðal- atriði í ævi hvers og eins. Ottó var Fáskrúðsfirðingur og hann unni firðinum sínum og fólk- inu þar, deildi með því ævikjörum, gleði og sorg, var hinn trúi þegn, sem í engu brást þar sem honum var til trúað. Foreldrar hans voru Þórunn Sigurðardóttir og Guð- mundur Vestmann, en ef frá eru skilin fyrstu æviárin ólst hann upp hjá föður sínum og síðar hjá honum og fósturmóður sinni, konu Guð- mundar, Pálínu Þórarinsdóttur, sem bjuggu í Melbrún á Fáskrúsðfirði. Ottó fór ungur að taka til hendi, hans biðu erfiðisverkin ein, oftast og lengst unnin víðs fjarri heimili og fjölskyldu, því sjómennskan varð hans ævistarf lengst af, það var farið á síldarvertíðir og vetrarver- tíðir og oft var ekki mikill arður eftir þær vertíðir, enda trygging þá lítil ef nokkur. Hann vann svo í síldarverksmiðjunni á staðnum hin seinni vinnuár sín. Hvarvetna var hann vel liðinn og þótti verkmaður góður til sjós sem lands. Ottó kvæntist Valborgu Tryggvadóttur frá Fáskrúðsfirði 6. ágúst 1933, en hún lést 1985. Börn þeirra: Pálína, látin, var gift Trausta Gestssyni og bjuggu þau á Fáskrúsðfirði; Bára, gift Guðjóni Jónatanssyni, þau búa á Seltjarnar- nesi; Guðmundur, kvæntur Önnu Óskarsdóttur, en þau búa í Kópa- vogi; Ólafur, látinn, var kvæntur Elísabetu Sigurðardóttur og bjuggu þau á Selfossi; og Unnur sem gift er Úlfari Vilhjálmssyni, búsett í Reykjavík. Tvo dóttursyni sína ólu þau hjón upp: Val Kristjánsson, sem býr á Húsavík og Garðar Harðarson sem býr á Stöðvarfirði og voru þeir sem synir þeirra báðir. Allt þetta fólk er og var hið vænsta fólk góðra mannkosta, en þeirrar góðu konu Valborgar, vinkonu minnar, hefi ég áður minnst, einlægni hennar og glöð lund einkenndu æviferilinn. Þau Valborg og Ottó áttu fyrst heimili sitt í Melbrún, en Árbær var þeirra heimili og það var aðeins allra síðustu árin fjögur sem hann dvaldi á dvalarheimili aldraðra, Uppsölum, Fáskrúðsfirði. Það var í því sem öðru staðið meðan stætt var. Seinasta kvöld ævinnar var hann að samfagna vini sínum með nýja íbúð hér syðra og að morgni var hann allur heima hjá Guð- mundi, syni sínum. Ottó Vestmann á sögu góða og gegna, sem geymd er best í hug þeirra, sem þekktu hann best. Hon- um er af miklum hlýhug þökkuð samfylgd margra ára, þar sem á marga góða minning glitrar. Fólki hans öllu eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur við fráfall hans. Hann var heill og einlægur, birta í svip, bjarmi í augum. Megi trú hans verða honum farsæll föru- nautur inn í hið ókunna. Við geym- um mæta minning í muna og kveðj- um þakklátum huga þekkan dreng. Blessuð sé minning Ottós Vest- mann. Helgi Seljan Ottó Guðmundsson Vestmann, afi minn, er látinn. Á þessum ti'mamótum hugsar maður til baka og minnist ferðanna austur á Fáskrúðsfjörð. Það var alltaf gaman að_ koma í hug afa og ömmu í Árbæ. Ég kom þar einung- is um sumartíma en minnist frá- sagna afa og ömmu um mikinn snjóþunga og erfiðra vetra með til- heyrandi samgönguerfiðleikum. Lífið hefur ekki verið létt á þess- um tímum, en sumarfallegt er fyrir austan og það hefur verið léttir að fá sumar eftir langan vetur. Hann afi var kíminn og kunni að segja margar skemmtilegar sögur. I fyrra sátum við heima hjá mér í Grafar- voginum að kvöldlagi. Þá var hann að segja mér frá og herma eftir „köllum" sem hann hafði átt sam- skipti við i gegnum tíðina. Við hlóg- um mikið og skemmtum okkur yfir þessu. Þannig var honum best lýst og þannig man ég eftir honum. Það var alltaf með eftirvæntingu sem ég beið eftir afa og ömmu ef ég vissi að þau væru væntanleg. Þegar ég man fyrst eftir komu þau venju- lega með strandferðaskipum. Ferðalög gerast einfaldari í dag. Afi var hér einmitt í einni af sinni mörgu ferðum í Reykjavík þegar hann fór í ferðalagið langa. Hann hafði gaman af ferðalögum og síðasta sumar fór hann til Hol- lands og var þar um tima hjá syst- ur minni, Valborgu, sem þar býr. Það eina sem háði afa að nokkru marki var hve sjóndapur hann var. Hann féokk þó nokkra bót á sjón- inni fyrir nokkrum árum. Heilsa hans var nokkuð góð að öðru leyti nema hafði kennt einhvers svima og ætlaði að leita sér lækninga við því á næstu dögum. En hann er lagður af stað í ferðina löngu og Guð verður með honum og geymir hann fyrir okkur. Fyrir nokkrum árum flutti hann úr gamla húsinu Árbæ og í íbúðir aldraðra á Fáskrúðsfirði. Þangað heimsótti ég Ihann þrisvar sinnum og var greinilegt að þar leið honum mjög vel, enda húsakynni þar og aðbúnaður til fyrirmyndar. Það átti vel við afa að vera þar enda var allt mjög þrifale_gt og hann var mikið snyrtimenni. Eg var ein- mitt að dást að því fyrir nokkru hve þessi fullorðni maður var hár á velli beinn og réttur þrátt fyrir árin. Hann hefði orðið 83 ára á þessu ári. Amma hét Vilborg Tryggvadóttir og lést hún fyrir sex árum. Þeim varð 5 barna auðið: Pálína þeirra elst er nú látin. Var hún gift Trausta Gestssyni og býr hann á Fáskrúðsfirði. Bára gift Guðjóni Jónatanssyni og búa þau á Seltjarn- arnesi. Guðmundur kvæntur Onnu Júlíu Oskarsdóttur og búa þau í Kópavogi. Ólafur nú látinn var kvæntur Elísabetu Sigurðardóttur sem býr á Selfossi. Unnur gift Úlf- ari Vilhjálmssyni og búa þau í Reykjavík. Það er orðin nokkuð stór hópur barnabarna og barnabarnabarna sem standa frá þeim hjónum Val- borgu og Ottó. Og það er stór hóp- ur sem horfir á eftir pabba, afa og langafa með góða minningu í bijósti og þakkar samveruna með þessum góða manni. Þess skal getið að þau tóku að sér tvo dóttursyni sína á unga aldri og ólu þá upp. Það eru þeir Valur og Garðar. Að leiðarlokum viljum við öll þakka samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu hans. Stýr minu fari heilu heim í höfn á friðarlandi. Þar mig í þinni gæslu geym ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Ottó Vestmann Guðjónsson Mér var hugsað til hans afa míns sunnudaginn 16. júní og ákvað þá að skrifa honum nokkrar línur. Ég var að rifja upp í huganum ýmis- legt skoplegt sem á daga okkar dreif síðastliðið sumar. Þá komu til okkar tveir herramenn, annar þeirra var hann afi, en hinn var Guðjón, bróðursonur minn. Ferð þeirra var ævintýraleg og eftir- minnileg fyrir okkur öll. Við skemmtum okkur konunglega og mikið var hlegið og afi alltaf til í að spauga. Það var vakað lengi frameftir, spilað á spil og talað um allt milli himins og jarðar. Ég veit að hann hafði mjög gaman af þess- ari ferð til Hollands. Nú er hann horfinn okkur, en við eigum margar góðar minningar um hann sem við geymum í hjörtum okkar. Með þess- um orðum kveðjum við afa þar sem við getum ekki kvatt hann í eigin persónu. Hvíli afi í friði. Valborg, Wim og Ásta Berglind. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI BREIÐFJÖRÐ JÓNASSON, andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur 11. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsa Dóróthea Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðursystir mín og frænka okkar, MARÍA Ó. JÓNSSON, hjúkrunarkona, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 20. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Lilly Samúelsdóttir og Margeir Jóhannsson. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför SIGTRYGGS STEFÁNSSONAR, Norðurbyggð 20, Akureyri. Fyrir hönd sona og sonarsona, Maj-Britt Stefánsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR BJARNASONAR frá Innri-Lambadal. Þórlaug Finnbogadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SIGRÍÐAR HARALDSDÓTTUR, Hrafnkelsstöðum. ^ Þorgeir Sveínsson, Sveinn G. Sveinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Haraldur Sveinsson og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÁRNA BJÖRNSSONAR bifreiðastjóra, Háaleitisbraut 52, Reykjavfk. Guðríður Jóhannesdóttir, Jóhannes Árnason, Gunnar Árnason, Jóna Kristjánsdóttir, Árni Gunnarsson. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför YNGVA MARKÚSSONAR, Oddsparti. Sigrfður Magnúsdóttir, Eygló Yngvadóttir, Hörður Júlíusson, Sveinn Yngvason, Judith Christiansen, Magnús Yngvason, Katrin Eiríksdóttir, Katrin Yngvadóttir, Markús Þór Atlason. t / Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, BÆRINGS ELIASSONAR, Borg, Stykkishólmi. Þakkir færum við öllu starfsfólki á St. Franciskussjúkrahúsinu og Dvalarheimili Stykkishólms fyrir góða hjúkrun og vináttu við hinn látna. Guð blessi ykkur öll. Jón Bæringsson, María Bæringsdóttir, Gróa Bæringsdóttir, Högni Bæringsson, Þorbergur Bæringsson, Þórður Haraldsson, Guðný Jensdóttir, Svavar Jensson, barnabörn og Bjarndís Þorgrímsdóttir, Hugi Pétursson, Hansa Jónsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Steinar Ragnarsson, Þóra Elisdóttir, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.