Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 24
Safnaðarheimilið: Myndlistarsýningu að ljúka SÝNINGU átta ungra myndlist- armanna í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju lýkur um helgina. Myndlistarmennirnir eiga það Göngnferð ’um Innbæinn Á VEGUM Minjasafns Akureyrar verður boðið upp á gönguferð um elsta hluta bæjarins undir leiðsögn Jóns Hjaltasonar sagn- fræðings á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá Minja- safnskirkjunni kl. 14 og gengið að Laxdalshúsi. Þar gefst fólki tæki- færi á að kaupa sér sunnudags- kaffi með heimabökuðu meðlæti og hlýða á Elmu Dröfn Jónasdóttur leika á gítar. í Laxdalshúsi stendur yfir sýning á broti úr sögu verslun- ar á Akureyri, en í Minjasafninu verður í sumar sýning á manna- myndum Hallgríms Einarssonar ljósmyndara og er fólk sérstaklega hvatt til að koma og hjálpa til við greiningu myndanna. sameinginlegt að hafa grunn- menntað sig í Myndlistarskólan- um á Akureyri og flestir þeirra eru einnig fimm ára stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri. Þeir sem þátt taka í sýningunni eru Birgir Snæbjörnsson, Brynhild- ur Kristinsdóttir, Gústav Geir Bolla- son, Laufey Margrét Pálsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Róbert Ró- bertsson, Sigtryggur Bjarni Bald- vinsson og Sigurborg Jóhannsdótt- ir. Sýningin hefur verið mjög vel sótt, en henni lýkur á sunnudags- kvöld. Hún er opin frá kl. 14 til 22, laugardag og sunnudag. I Kvennaborgum Konur á Akureyri hittust í skógar- reit sínum við Naustaborgir 19. júní, og gáfu honum formlega nafnið Kvennaborgir. Þar hittust konur fyrst árið 1986 og gróður- settu um 10 þúsund plöntur sem nú eru orðnar að myndarlegum tijám. Hátt í tvö hundruð konur komu saman í Kvennaborgum og gróðursettu um fjögur hundruð tijáplöntur. Fyrirhugað er að kon- ur safnist þar árlega saman og minnist kvenréttindadagsins með viðeigandi hætti. Nokkuð var um að starfshópar kæmu saman og gróðursettu á ákveðnum blettum og til að mynda nefndu konur sem starfa á rannsóknardeild FSA reit sinn Rannsóknarreitinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gjaldþrot Álafoss hf: Starfsmenn kanna leiðir til að endiureisa starfsemina ♦ ♦ ♦ Starfsmannaráð, sem starfsfólk þrotabús Álafoss kaus á starfs- mannafundi á fimmtudag, hefur setið á fundum og velt upp ýmsum hugmyndum um á hvern hátt starfsfólk fyrirtækisins gæti komið inn í hugsanlegt rekstrarfélag um starfsemina á Akureyri og í Mosfells- bæ. Á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið má nefna að fólk tæki þriggja vikna sumarfrí tvö næstu ár í stað fimm vikna, en með því gæti það lagt fram um 40 milljóna króna hlutafé til fyrirtækisins. Tennisvöllur á skautasvæði SKAUTAFÉLAG Akureyrar opnar í dag, laugardaginn 22. júní nýjan tcnnisvöll á skauta- svæði félagsins við Krókeyri. Völlurinn verður opnaður kl. 11 og er fyrsti löglegi keppnisvöll- urinn á Akureyri. Völlurinn verður leigður út til einstaklinga og félaga eftir því sem við verður komið, en félagar í skaut- afélagjnu sitja fyrir um leigu. Völl- urinn verður aðeins leigður til ákveðifls tíma í einu, minnst fjórar vikur, en nánari upplýsingar eru veittar hjá Skautafélagi Akureyrar. Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar sagði að bæjarstjórn biði viðbragða við sam- þykkt bæjarráðs frá því í fyrra- kvöld, þar sem samþykkt var að beina þeim tilmælum til fyrrverandi stjórnenda Álafoss að möguleikar á stofnun nýs rekstrarfélags verði kannaðir. Fullt samráð er á milli fulltrúa Akureyrarbæjar og Mos- fellsbæjar þar um. Sigríður sagði að viss skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til að af þessu gæti orðið, m.a. að sölusamningar við Rússa stæðu og þá þyrfti einnig að vera ljóst á hvaða ieigukjörum hugsan- legu rekstrarfélagi yrði boðin að- staða, húsnæði, vélar og tæki, sem og hvaða lánakjör byðust. Kolbeinn Sigurbjörnsson formað- ur starfsmannaráðs, sem kjörið var á fundi starfsmanna á fimmtudag til að vinna að framgangi málsins, sagði að unnið væri af fullum krafti og svo yrði áfram í næstu viku, en í lok vikunnar ættu línur að vera farnar að skýrast. „Menn eru til- búnir að beijast fyrir tilveru rekstr- arfélags sem tæki upp þráðinn þar sem nú er frá horfið og starfsfólk hér er tilbúið að leggja fram ein- hveijar fórnir í þvi skyni að atvinna þess verði tryggð," sagði Kolbeinn. Starfsmannaráð hefur setið á fundum og velt upp ýmsum hug- myndum á hvern hátt starfsfólk hugsanlega geti lagt fram fjármuni til rekstrarfélagsins. Ein þeirra hugmynda, sem rætt hefur verið um, er að starfsfólk taki þriggja vikna sumarfrí í stað fímm vikna í tvö ár og legði mismuninn fram sem hlutafé, en grófiega áætlað yrði þar um að ræða 20 milljóna króna hlut- afé frá starfsfólki hvort ár, eða 40 milljónir samtals. „Þessi leið er auð- veldari fyrir fólkið en að leggja fram seðla,“ sagði Kolbeinn. Þá hefur einnig verið rætt um að fjölmargir aðilar eiga hagsmuna að gæta að reksturinn haldi áfram, og nefndi Kolbeinn m.a. klæðskera og húsgagnasmiði í því sambandi, en fyrirtækið framleiðir áklæði og fataefni í miklum mæli. „Við teljum það mikið áfall fyrir land og þjóð ef ullariðnaðarinn verður lagður niður, það yrði afar dýrt að vinna upp aftur þá þekkingu sem nú er hætta á að glatist. Þessi iðnaður hefur bæði skapað gjaldeyri og einnig sparað hann og því teljum við að leggja megi töluvert á sig til að hann lifi af þessar hremming- ar, því það er sannfæring okkar að hann eigi örugga framtíð fyrir sér,“ sagði Kolbeinn. f jftleóður F a morgun V________ Guðspjall dagsins: Lúk. 6.: Verið miskunnsam- ir. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra: ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa laug- ardag 22. júní kl. 14 i tengslum við Jónsmessuhátíð Viðeyingafé- lagsins. Örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi, prédikar. Sr. Þór- ir Stephensen þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Dóm- kirkjan. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Fermdur verður Þórhallur Eggert Þor- steinsson, Eikjuvogi 22. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag: Messa kl. 11 í Hátúni I0b. Sóknarprestur. Sunnudag: Guðs- þjónusta kl. 11 í umsjá sr. Ing- ólfs Guðmundssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Hljóð- færaleikarar frá Kammermúsík- hátíð ungra tónlistarmanna á Seltjarnarnesi leika undir stjórn Gunnars Kvaran og Guðnýjar Guðmundsdóttur. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Miðviku- dag: Samkoma kl. 20.30. Söng- hópurinn „Án skilyrða", stjórn- andi Þorvaldur Halldórsson. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra: ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Fermd verður Aldís Magnsudóttir, Kleifarási 6. Altarisganga. Organleikari Vio- leta Smid. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðsþjónusta vegna sumarleyfis sóknarprests en vísað á guðs- þjónustu í Seljakirkju kl. 20.30. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Hugleiðing Þorvaldur Halldórs- son. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist. Mánudag: Fyrir- bænir í kirkjunni kl. 18. Fimmtu- dag: Helgistund í Gerðubergi kl. 10. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 11 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Organisti Ragn- ar Ingi Aðalsteinsson. Sr. Vigfús Þór Arnason. HJALLAPRESTAKALL: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. Organisti Guðmundur Gilsson. SEUAPRESTAKALL: Kvöld- guðsþjónusta kl. 20.30. Sr. Bald- ur Kristjánsson frá Höfn, Horna- firði, prédikar. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Miðvikudag 26. júní morgunandakt kl. 7.30. Kirkj- an er opin í hádeginu virka daga. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kk 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30, lág- messa kl. 14. Ensk mesísa í júní og júlí kl. 20. Rúmhelga dagá lágmessa kl. 18 nema a laugar- dögum, kl. 14. Ensk messa laug- ard. kl. 20. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18.30 nema fimmtud. kl. 19.30 og laugardaga kl. 14. HVÍTASUNNUKIRKJAN FHad- elfía: Brauðsbrotning kl. 11. Al- menn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Anita Pearce. KFUM/KFUK: Almenn samkoma kl. 20.30 í kristniboðssalnum, Háaleitisbraut. Upphafsorð Aðal- steinn Thórarensen. Ræðumað- ur Friðrik Hilmarsson. Sven Höj- vik syngur. SJÓMANNAHEIMILIÐ Örkin: Samkoma kl. 17. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10, lesin á þýsku. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónustur og önnur kirkju- þjónusta falla niður í júní og júlí vegna stækkunar söngpalls kirkj- unnar. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkj- unnar syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Sr. Ólafur Oddur Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur í kirkj- unni að messu lokinni. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl. 17. Guðrún Óskarsdóttir sembal- leikari og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari leika í messunni. Organisti Örn Falkner. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Fyrir- bænaguðsþjónusta fimmtudag kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.