Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991
i' M 0 RG Ú N BLAll)! E)' JIAÍJG Á RÐ A GBTR/22 i ’ JÚNÍIQ Ö'91
a 2i
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakurh.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Nýmæli á
vinnumarkaði
Nokkrar deilur hafa sprottið
af samkomulagi sex verka-
lýðsfélaga á Suðurnesjum og
Atlantal-hópsins um meginregl-
ur í væntanlegri samningagerð
um kaup og kjör í álverinu á
Keilisnesi. í samkomulaginu eru
nokkur nýmæli frá því sem
tíðkazt hefur á íslenzkum vinnu-
markaði. Ramminn, sem mótað-
ur er um samskipti samningsað-
ila, gildir í 25-35 ár eða jafn-
lengi og aðalsamningurinn milli
Atlantál hf. og ríkisins um starf-
rækslu álversins. Þá mun fyrsti
kjarasamningurinn, sem samið
verður um síðar, gilda í fimm
ár og skuldbinda verkalýðsfélög-
in sig til þess að grípa hvorki til
verkfalla né annarra aðgerða,
sem raskað gætu starfsemi ál-
versins, þann tíma og fyrirtækið
til að grípa ekki til verkbanns.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamn-
ing fer fram sameiginlega hjá
öllum verkalýðsfélögunum og
loks má nefna, að fyrirtækið mun
sjálft hafa forustu um alla kjara-
samninga. Breyting á því ákvæði
getur aðeins farið fram með sam-
komulagi við verkalýðsfélögin.
Augljóst er, að samkomulagið
mun skapa festu og stöðugleika
í rekstri álversins og ef að líkum
lætur mun það verða báðum aðil-
um til hagsbóta. Það er óþekkt
á íslenzkum vinnumarkaði, að
samið sé til svo langs tíma. Það
hefur lengi verið vandamál,
hversu skamman tíma kjara-
samningar gilda yfirleitt og vald-
ið margs konar erfiðleikum við
rekstur fyrirtækja, gert þeim
erfitt fyrir með áætlanir og
skipulagningu fram í tímann,
jafnframt því sem öll hagstjórn
í landinu hefur orðið valtari.
Sameiginleg atkvæðagreiðsla
margra verkalýðsfélaga um kja-
rasamning hefur einnig úrslita-
þýðingu fyrir stöðugleika í
rekstri. Allir þekkja það ástand
sem ríkti, þegar verkfall eftir
verkfall beindist gegn sama fyr-
irtækinu og hvert stéttarfélagið
tók við af öðru. Slíkt ástand hlýt-
ur að leiða til dauða fyrirtækja
og atvinnumissis launþega. Suð-
urnesjafélögin hafa sameiginlega
ákveðið, að það sé umbjóðendum
þeirra fyrir beztu að þau semji
öll sem eitt. Þeirra bíður að vísu
það erfiða verkefni að semja um
launahlutföll innbyrðis. í raun
er hér verið að gera einn vinnu-
staðasamning, en ýmsir hafa tal-
ið, að í þess konar samningum
felist framtíðin á vinnumarkaði.
Vinnuveitendur muni vilja greiða
hærri laun en ella, því aukin festa
og stöðugleiki skili arði, sem
starfsfólk arðbærra atvinnu-
greina og fyrirtækja muni njóta.
Vinnustaðasamningar komi í
stað lágmarkssamninga, sem
taki mið af verst settu atvinnu-
greinunum. Bent hefur verið á,
að einn kostur við vinnustaða-
samninga sé sá, að þeir muni
leiða í ljós, hvar skórinn kreppir
í íslenzku atvinnulífi. Samkeppn-
in um vinnuaflið muni neyða illa
rekin og óarðbær fyrirtæki til
að endurskipuleggja reksturinn
svo að þeim haldist á starfsfólki.
Verkföll eru úrelt fyrirbrigði,
sem eiga að heyra sögunni til.
Það leiðir af sjálfu sér, að fyrir-
tæki, sem verður að þola verk-
fall, er verr í stakk búið til að
bæta kjör starfsfólksins en ella.
Það hlýtur að vera hægt fyrir
vinnuveitendur og launþega að
finna betri leið í nútímaþjóðfélagi
til að ná samningum en beitingu
verkfalls og verkbanns. Ef til
vill er vinnustaðasamningur, sem
verkalýðsfélögin á Suðurnesjum
og Atlantál hf. stefna að, væn-
legur áfangi á þeirri leið.
Forustumenn Vinnuveitenda-
sambandsins hafa gagnrýnt, að
verkalýðsfélögin á Suðurnesjum
hafi þrýst á það, að Atlantál hf.
verði utan þess. Suðurnesjamenn
hafa vísað því á bug, að þeir
hafi krafízt þess að Atlantál hf.
verði ekki í VSÍ, en viðurkenna
að þeir hafi viljað að fyrirtækið
semdi sjálft. Þá hafa forustu-
menn VSÍ mótmælt því, að út-
lendu fyrirtæki standi til boða
aðrir og betri samningar en á
vinnumarkaði hér.
Að sjálfsögðu eiga einstakl-
ingar og fyrirtæki að hafa fullt
frelsi til að velja og hafna félaga-
aðild. Það gildir líka um aðild
að verkalýðsfélögum og samtök-
um vinnuveitenda. Hins vegar
er skiljanlegt, að VSÍ vilji ekki
að útlendingum standi til boða
betri samningar en íslendingum.
En er nokkuð í Suðurnesjasamn-
ingunum sem bannar íslenzkum
vinnuveitendum og verkalýðsfé-
lögum að semja á sömu nótum?
Felst ekki einmitt í Suðurnesja-
samningunum vísbending til
framtíðar á vinnumarkaði? Stöð-
ugleiki og festa í rekstri atvinnu-
fyrirtækja er til hagsbóta jafnt
vinnuveitendum sem launþegum.
Og raunar þjóðfélaginu öllu.
Illvígar og kostnaðarsamar
vinnudeilur eru öllum til tjóns
og hafa grafið undan íslenzku
hagkerfí. Vaxandi efnahagssam-
starf þjóða og væntanleg. þátt-
taka Islands í Evrópsku efna-
hagssvæði kalla á breytt vinnu-
brögð og aukinn aga á íslenzkum
vinnumarkaði.
VIÐBRÖGÐ VIÐ SKOÐANAKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR UM SJÁVARÚTVEGSMÁL
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
UTANRÍKISRÁÐ-
HERRA:
Niðurstöðurn-
ar mikið um-
hugsunarefni
fyrir ríkis-
sljórnina
JON Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, segir að í heild
séu niðurstöður skoðanakönn-
unar Félagsvísindastofnunar
um viðhorf til sjávarútvegsmála
umhugsunarefni fyrir ríkis-
stjórnina, nú þegar fyrir dyrum
standi að skipa nefnd til að taka
sjávarútvegsstefnuna í heild til
endurskoðunar. „Þetta er mjög
þýðingarmikil vísbending fyrir
þessa nefnd um afstöðu fólks,
þótt hún eigi að sjálfsögðu ekki
að fara eftir niðurstöðum úr
einhverri skoðanakönnun, “
sagði hann.
„Umræðan um
þetta mál er búin
að standa mjög
lengi, ekki hvað
síst á síðum Morg-
unblaðsins, og
þetta var þrátt
fyrir allt eitt af
stóru málunum í
kosningabarátt-
unni. Þá var reynt að vitna í ein-
hverja könnun sem gerð hafði ver-
ið fyrr, og sýndi mun minna fylgi
til dæmis við kjarnahugmyndina
um gjaldtöku fyrir veiðileyfi. Sú
könnun var hins vegar gerð áður
en umræðan var - komin í fókus,
þannig að ég tel þessa könnun nú
vera miklu marktækari,“ sagði Jón
Baldvin.
„Þessi niðurstaða um 95% fylgi
við lagaákvæði um fiskimiðin sem
sameign þjóðarinnar, sem við Ai-
þýðuflokksmenn leiddum í lög, er
auðvitað alveg afdráttarlaus um
afstöðu þjóðarinnar. Hitt kemur
meira á óvart að 67% skuli lýsa
þeirri skoðun sinni að þeir telji eðli-
legt að taka upp gjaldtöku fyrir
veiðileyfi. Það hlýtur að vera mikið
umhugsunarefni fyrir núverandi
ríkisstjóm, sem hefur það á stefnu-
skrá sinni að taka til heildarendur-
skoðunar stefnuna í sjávarútvegs-
málum, að þjóðin skuli birta vilja
sinn með svo afdráttarlausum
hætti. Fyrir okkur Alþýðuflokks-
menn er þetta óumdeilanlega mikið
ánægjuefni þar sem við erum eini
stjómmálaflokkurinn í landinu,
sem tók afdráttarlausa afstöðu á
þann veg að við gerðum þessi sjón-
armið að okkar sjónarmiðum. Kjós-
endur hefðu kannski mátt hafa það
í huga fyrir kosningarnar í meira
mæli en raun varð á. Sjónarmiðinu
um einkavæðingu miðanna, það er
að segja annaðhvort með úthlutun
til einstaklinga eða sölu, er greini-
lega hafnað, og ég tek sérstaklega
eftir því að 87% þeirra sem spurðir
vom þykir það óréttlæti að ein-
staklingar, sem fá ókeypis úthlutun
á veiðileyfum, geti síðan braskað
með þau og hagnast á því að selja
þau öðrum,“ sagði hann.
Jón Baldvin sagði að sér hefði
komið nokkuð á óvart að 49%
stuðningur skuli í grundvallaratrið-
um vera við gagnkvæm skipti ís-
lendinga og Evrópuþjóða á veiði-
heimildum. Hann teldi að þegar
menn hefðu fyrir augunum þær
tölur sem nú liggja fyrir í drögum
að samningum, þá gæti sá stuðn-
ingur jafnvel orðið meiri, og ótti
manna við mikla andstöðu við
þennan þátt málsins af þjóðernisá-
stæðum væri ástæðulaus í raun og
vem.
„Það kemur mér síðan mjög á
óvart að 53% þjóðarinnar skuli tre-
ysta stjórnmálamönnum til alvar-
íegra samninga. Ég hélt að traust
á stjórnmálamönnum væri mun
minna ef marka má almenna orð-
ræðu manna og orðaleppa um
stjómmál og stjórnmálamenn,"
sagði hann.
Jón Baldvin sagði að sú greinar-
gerð sem fylgdi könnun Félags-
vísindastofnunar tæki af öll tví-
mæli um að könnunin væri góð og
gild. Þegar hann var inntur álits á
þeirri gagnrýni Kristjáns Ragnars-
sonar, formanns LÍÚ, að spurning-
arnar í könnuninni væm leiðandi
og því lítið gefandi fyrir svörin,
sagðist hann vísa þeirri gagnrýni
á bug. „Spurningarnar eru einfald-
ar og þær eru um skilgreind mál.
Spurningin um gjaldtöku fyrir
veiðileyfí í staðinn fyrir ókeypis
úthlutun er til dæmis einföld spurn-
ing um afmarkað mál, og í því er
ekkert leiðandi. Ég vísa þessum
skoðunum því á bug, og held að
þær endurspegli aðeins gremju þess
manns, sem sér það að sú forrétt-
indaaðstaða sem hann er fulltrúi
fyrir nýtur ekki stuðnings þjóðar-
innar og þykir ekki réttlát."
KRISTJÁN
RAGNARSSON,
FORMAÐUR LÍU:
Spurningarn-
ar leiðandi og
lítið gefandi
fyrir svörin
KRISTJÁN Ragnarsson, formað-
ur Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, sagðist verða að lýsa
miklum vonbrigðum með niður-
stöður könnunarinnar. Hann teldi
spurningarnar ótrúlega leiðandi
og þess vegna gæfi hann lítið fyr-
ir svörin. „Ég get þó ekki annað
en harmað niðurstöðuna og það
er greinilegt að við þurfum við
að skýra málin betur fyrir þjóð-
inni heldur en við höfum getað
gert hingað til. Það er þó kannski
við ofurefli að etja þegar við höf-
um á móti okkur ritstjóra Morgun-
blaðsins," sagði hann.
„Ég ætla ekki
að deila við Morg-
unblaðið hvar
þessar spumingar
í könnun Fé-
lagsvísindastofn-
unar hafa orðið til,
en það er með ólík-
indum hvemig
þær em að okkar
mati leiðandi fyrir svörin. Þær em
að minnsta kosti ekki hlutlausar
eins og spurningarnar í könnun
sömu stofnunar fyrir tveimur mán-
uðum þegar spurt var hvaða kerfi
eigi að nota til að stjóma veiðunum.
Þá vom niðurstöðumar þær að 45%
vildu núverandi kerfi, 35% vildu
byggðakvóta, 4% skrapdagakerfi
og 7% vildu sölu veiðileyfa.
Nú er byijað á því að spyija
hvort skilgreina eigi það að fískim-
iðin séu eign allra landsmanna. Ég
myndi fyrstur manna segja já við
þessu. Við höfum afnotarétt af
fiskimiðunum, en þjóðin hefur falið
okkur að nýta þau vegna þess að
við eigum skipin og höfum fjárfest
til þess að stunda þetta. Næst er
spurt hvort eðlilegt sé að útgerðar-
menn greiði „eitthvert“ gjald. Við
greiðum þegar veiðieftirlitsgjöld í
beinu samhengi við kvótann, og
þess vegna má segja að við gerum
þetta nú þegar að því leyti til.
Varðandi spuminguna um
byggðakvótann væri fróðlegt að
vita hver svörin hefðu orðið ef spurt
hefði verið hvort byggðaþróun í
landinu hafi náð endamörkum og á
henni yrði ekki frekari breyting.
Væntanlega hefði því verið svarað
neitandi, en þegar spurt er um
byggðakvóta þá er svarið hins veg-
ar já. Síðan kemur fram algjör
SKOÐANA Tafla Finnst þér að til greina komi,
20 að semja við Evrópuþjóðir um
KONNUN takmarkaðar veiðiheimildir þeirra
FÉLAGSVÍSINDA- á íslandsmiðum gegn því að við
ijli * q fáum bætt viðskiptafríðindi hjá
bl UFNUNAH Evrópubandalaginu ístaðinn?
HÁSKÓLAÍSLANDS ýmsu fjöwí
Já {%) Nei (%) háð (%) svarenda
Tafla Finnst þér að til greina komi,
21 að semja við Evrópuþjóðir um
veiðiheimildir í vannýttum
stofnum, gegn því að íslendingar
fái veiðiheimildir hjá Evrópuþjóðun-
um auk bættra viðskiptafríðinda?
Já (%) Nei (%)
Ymsu
háð (%)
Fjöldi
svarenda
LAllir X - 70,6 8,7 V 959 m 954
Kyn . - . ...
fKarl J 15,0 8,5 ( 515 Jkt,2 45,2 10,1 520
Kona 27,5 63,7 8,8 443 "A 55,0 35,6 9,5 433
Aldur \ K / 1 m\\ 1
18-24ára 35,0 53,3 11,7 IJ 137 65,0 27,1 7,9 140
35-44 ára
45-59 ára
60-75 ára
Búseta
9,4
8,1
238
223
210
151
8,5
13,9
223
206
144
Meiri sjávarbyggðir 10,1 83,2 6,7 149
Minni sjávarbyggðir 17,9 73,8 8,3 84
Annað þétt- og dreifbýli 17,0 75,6 7,4 176
Höfuðborgarsvæðið 25,4 65,1 9,5 548
Stétt
43,6 10,7
38,3 12,3
J,0 45,5 8,5
50.9 39,0 ,0.1
149
81
176
546
Verka- og afgreiðslufólk 25,3 7,9 253 35,2 t 12,0 250
Iðnaðarmenn/verkstjórar 15,8 78,9 5,3 152 43,2 46,6 10,1 148
Skrifstofu- og þjónustufólk,. fm < 12,8 203 54,1^3 34,5 tl 11,0 200
Sérfræðingar/Atvinnurek. 16,7 73,2 10,1 138 48,2 41,7 10,1 139
Sjómenn h* T 4,o 6,0 50 27,51 ^64,7.1/ 7,8 51
Bændur ‘Æatwaa 10,0 86,0 4,0 50 42,9 49,0 8,2 49
Ekki útivinnandi tö9 6?,6 9,5 ***? 52,7 SAOfiZI 6,4 110
Atvinnugrein ' '
Landbúnaður #86Í4 3,4 ; 59.—- 41,4 51,7 6,9 58
Sjávarútvegur 9,9 83,2 6,9 % 1012« 32,0 59,8 8,2 97
Iðnaður \ 75,4 6,3 49,3 P7jf 13,8 138
Opinber þjónusta á : |j 22,8 65,4 11,8 246 49,0 39,3 11,7 239
Verslunfsárhg. og þjónusta? 25,6 65,9 8,5 317 55,4 VM 8,7 323
Stuðningur við flokk WÆ
AlþýÖuflokkur 22,5 66,3 11,3 80 59,0 '15.Í 6,0 83
Framsóknarflokkur 18,8 77,9 3,2 154 47,1 45,8 7,2 153
<4>jálfstæðisflokkur 21,5 67,6 10,9 275 53,5 m 11,3 282
Alþýðubandalag PJJ[[[j|llljj|<[ 15,1 77,8 7,1 12« 48,0 44,0 8,0 125
Kvénnalisti 19,4 67j2 13,4 67 41,8 m 13,4 67
Nefna ekki flokk 23,5 68,4 8,1 247 44,7 43,4 11,9 235
mótsögn í svömm fólks þegar spurt
er um hvort stjórnvöld eigi að stuðla
að hagkvæmni í sjávarútvegi jafn-
vel þó það kosti byggðaröskun. Þó
við ætlumst til þess að fólk sé upp-
lýst þá er auðvitað ekki eðlilegt að
það geri sér alveg grein fyrir því
hvílík stöðnun byggðakvótar yrðu
fyrir alla framþróun í landinu, en
með því væri verið að ákveða að
byggðin skuli alltaf vera eins og
hún er núna,“ sagði Kristján.
Kristján sagði að núverandi fisk-
veiðikerfi byggði á því að reynt
væri að færa saman veiðiheimildir
til þess að geta fækkað skipum og
minnkað útgerðarkostnað.
„Við erum að.mæla með kerfi
sem Alþingi hefur fallist á og bygg-
ir á því að með ftjálsum hætti fram-
selji menn þetta hver öðmm, þann-
ig að ekki komi til neitt opinbert
fé tii að stuðla að þessari hagræð-
ingu. Þetta er andstætt því sem
allsstaðar er í kringum okkur þar
sem vemlegu opinbem fé er varið
í að úrelda skip. Við keppum á
mörkuðunum við aðila sem njóta
vemlegra ríkisstyrkja, sem ekki em
til staðar hér á landi sem betur
fer, og við búum við það að EB
kaupir veiðirétt í stórum stíl og
afhendir útgerðarmönnum án end-
urgjalds. Allar þessar aðstæður
finnast okkur vera mjög jákvæðar
fyrir okkur ef við getum staðist
þettá, og við getum rekið þessa
grein og þróað hana á þann hátt
að heimila framsöl þar sem menn
eru ýmist að skiptast á veiðiheimild-
um, framselja þær milli skipa í sömu
útgerð eða milli óskyldra, allt eftir
því hvað menn koma sér saman um.
Hér verðum við varir við að erlend-
ir aðilar, sem engum árangri hafa
náð í fiskveiðsistjórnun, telja að við
séum komnir langt á undan öðrum
í fiskveiðsistjórnun, og þá fyrst og
fremst með hliðsjón af þessu fijálsa
framsali," sagði hann.
Kristján sagðist ekkert vilja gefa
fyrir þá niðurstöðu könnunarinnar,
að helmingur landsmanna væri
fylgjandi samningum við Evrópu-
þjóðir um gagnkvæmar veiðiheim-
ildir, þar sem erfitt væri að svara
þegar ekki væri spurt um eitthvað
tiltekið magn. „Þarna getur verið
um að ræða 100 þúsund tonn eða
900 tonn, þannig að mér finnst
þess ekki vera hægt að ætlast til
þess að fólk svari þegar það er
spurt án þess að því séu gefnar
forsendur fyrir því í hvaða mæli og
hvernig þessi skipti eigi að vera.“
EINAR ODDUR
KRISTJÁNSSON:
Svörin endur-
spegla
ruglaða um-
ræðu um sjáv-
arútvegsmál
„HVAÐA grínistar bjuggu til
spurningarnar?" sagði Einar Odd-
ur Kristjánsson formaður Vinnu-
veitendasambands íslands þegar
hann var spurður álits á niðurstöð-
um skoðanakönnunar Félagsvis-
indastofnunar um sjávarútvegs-
mál fyrir Morgunblaðið, sem sagt
var frá í blaðinu i gær. „Mér finnst
þessi svör sýna það í hnotskurn i
hvers konar rugli þessi sjávarút-
vegsumræða er búin að vera í
mörg herrans ár,“ sagði hann.
Einar Oddur
sagði niðurstöð-
umar endurspegla
umræðu um sjáv-
arútvegsmál und-
anfarin misseri.
„Það sem um er
að ræða gagnvart
fiskimiðunum er
tvennt, það er að
viðhalda auðlindinni og í öðru lagi
að hámarka virðisaukann af henni,“
sagði hann. „Því miður hafa ábyrg-
ir aðilar ruglað um þennan auð-
lindaskatt svo ferlega að það fer
ekki á milli mála að það hefur þeg-
ar valdið stórkostlegu tjóni. Auð-
lindaskattur býr ekki til nýja pen-
inga, en það eru nýir peningar sem
okkur sárlega vantar. Kenningin
um að borga auðlindaskatt er bara
aðferð til þess að hámarka arðinn
af veiðunum, það eru ekki nýir pen-
ingar. Þannig að þessi umræða um
að leggja einhvern flatan skatt ofan
á fiskveiðarnar er bara bull. Það
er þá aðeins orðið til þess að leggja
skatt á sjávarútveginn til þess að
minnka framleiðni hans í saman-
burði við einhvern annan iðnað. Það
er út af fyrir sig kenning, ef menn
vilja hafa það, en ég fullyrði að þá
legðist öll byggð í landinu af.“
Einar Oddur sagði um tvær leið-
ir að velja við stjórnun fískveiða,
kvótakerfí eða flota- og sóknarstýr-
ingu. „Við Vestfirðingarnir bentum
nú alltaf á að kvótaaðferðin væri
vafasöm, svo ekki sé tekið fastar
til orða,“ sagði hann.
„Frjáls sala á kvóta er eina vit-
glóran í þessu kerfi,“ sagði hann.
„Ef við værum ekki með fijálst
framsal, þá værum við bara að búa
hérna til miðaldaskipulag, festa
þetta endanlega í einhverri vit-
leysu.“
Einar Oddur sagði að eini mögu-
leikinn til þess að hægt væri að
hafa gagn af kvótakerfinu, sem
ekki hefði orðið ennþá, væri að
passa upp á að flotinn verði ekki
stækkaður og að hafa framsal á
kvóta algjörlega fijálst. „Flotinn er
ekki að minnka í dag, því miður.
Núna má taka aflaheimild af bát-
um, án þess að úrelda bátana. Nú
er að verða hér til heilmikill floti
af kvótalausum skipum. Hvað verð-
ur gert við þau? Það þarf nú ekki
mikið ímyndunarafl til þess að segja
það. Hvað ætlar kvótalausi flotinn
að gera? Hann reynir að fiska. Þetta
er algjört rugl.“
Hann var spurður álits á því að
binda kvóta við byggðarlög, en rúm
82% svarenda í könnuninni kváðust
fylgjandi því. „Það er nú algjörlega
fáránlegt, það er nú bara upphafið
að endalokunum," sagði hann. „Við
verðum að reyna að ná hámarks-
arði af sjávarútveginum ef við ætl-
um að reyna að bæta kjör okkar.
Þá er það sem gildir, að auðvitað
verða hinar ýmsu útgerðir og hinir
ýmsii' útgerðarstaðir að keppa og
það má ekki trufla þá keppni. Það
liggur fyrir að það munu margir
tapa en aðrir lifa.“
—Er það nýtt í sögunni?
„Nýtt? Það fer að verða dálítið
nýtt, vegna þess að því miður höfum
við verið með slík pólitísk afskipti
af okkar atvinnurekstri að það hef-
ur komið í veg fyrir að ítrasta hag-
kvæmni hefur náðst. Það er hins
vegar ekkert nýtt í sögunni, þetta
er eina aðferðin sem við höfum til
þess að ná fullri arðsemi, að menn
keppi. Þannig að byggðakvótar eru
fáránlegir."
Þegar Einar Oddur var spurður
áiits um afstöðu íslendinga til
samninga um gagnkvæmar veiði-
heimildir við Evrópubandalagsins,
sagðist hann undrandi á að ekki
væru fleiri því fylgjandi.
Guðjón A. Kristinsson,
formaður FFSÍ:
Utgérðar-
menn sjálfir
hafa mest ýtt
undir umræð-
ur um veiði-
gjald
GUÐJÓN A. Kristjánsson, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands, segir að niðurstöð-
ur skoðanakönnunarinnar komi
sér ekki sérstaklega á óvart.
„Þarna virðast vera afgerandi nið-
urstöður í allar áttir, en ég hef
orðið var við það í umræðunni að
skoðanir hafa verið að mótast á
þennan veg, bæði meðal land-
verkafólks og sjómanna. Ef út-
gerðarmenn átta sig ekki á því
að þeir geta ekki selt kvótann ein-
göngu til frádráttar og hagsbóla
fyrir sig sjálfa, þá byggir enginn
eins mikið upp umræðu um auð-
lindaskatt og einmitt þeir sjálfir,"
sagði hann.
Guðjón sagði að
það sem hann teldi
hafa haft mest
áhrif á mótun
skoðana fólks væri
réttleysisstaða
byggðanna í land-
inu, en menn
hefðu séð dæmi
þess að ef skip
færi úr byggðariaginu þá væri ekk-
ert lífsviðurværi eftir og allt ævi-
starf fólksins orðið verðlaust.
„Þetta getur fólk ekki sætt sig
við, og þetta mótar skoðanir manna
til ríkjandi stefnu. Svo er hitt að
það hafa engir ýtt eins mikið undir
umræðurnar um veiðigjald eins og
útgerðarmennirnir sjálfír. Þeir hafa
gert það með þvi að vera með þessi
viðskipti sín á milli, sem til dæmis
hafa verið algjörlega andstæð skoð-
unum sjómanna, sem hafa hafnað
því að menn geti selt kvóta fram
og til baka þó þeir hafi ekki hafnað
því að menn gætu skipt á jöfnu
hvað varðar tegundir. Með því væri
ekki verið að færa til atvinnu held-
ur aðeins hagræða á milli manna.
Öll þessi umræða hefur vakið upp
spurningar um það hvers vegna í
ósköpunum útgerðaraðilar eigi að
geta verslað með fisk og notað
hann til frádráttar í öllum skattalið-
um, en hann komi hins vegar hvergi
til tekna nema einingis fyrir þá
sjáifa tii hagræðingar. Þess vegna
segi ég að engir hafí staðið jafn
mikið í því og útgerðarmenn að
skapa til umræðuna um auðiinda-
skatt og styrkja hana á allan hátt.
Veiðirétturinn getur aldrei orðið
annað en sameign þjóðarinnar, og
menn vilja greinilega ekki að
ákveðnir aðilar eigi veiðiheimildir
að eilífu. Fólk vill að veiðirétturinn
sé nýttur, og þeir hæfustu á hveij-
um tíma, hvort sem þeir eru hæ-
fastir til að veiða eða gera út, geti
komist inn í greinina með einhveij-
um hætti.“
Guðjón sagði að fyrir nokkrum
árum síðan hefði hugmyndin um
byggðakvóta ekki notið mikils fylg-
is, en breyting hefði orðið á því
þegar í ljós hefði komið að kvóta-
sala hefði leitt til þess að atvinnan
hefði farið úr byggðarlögunum með
þeim kvóta sem seldur hefði verið.
„Menn sætta sig ekki við að
þannig sé um hnútana búið, að ein-
hveijum ákveðnum aðila sem átt
hefur skip sé það í sjálfsvald sett
hvort hann tekur atvinnuna úr við-
komandi plássi eða ekki. Þess vegna
kemur upp þessi umræða um að
tryggja byggðirnar og henni vex
fylgi. í niðurstöðum könnunarinnar
virðist þó gæta nokkuð reikandi
sjónarmiða í þessu sambandi þar
sem menn vilja annars vegar
tryggja það að atvinna haldist í
byggðunum með byggðakvóta, en
hins vegar að stjórnvöld eigi jafnvel
að gera eitthvað til að breyta
byggðinni. Þarna fer þetta svolítið
í tvær áttir og fólk virðist hreinlega
ekki átta sig á samhenginu."
Aðspurður um þá niðurstöðu
könnunar Félagsvísindastofnunar,
að tæplega helmingur þeirra sem
afstöðu taka telji að til greina komi
að semja við Evrópuþjóðir um gagn-
kvæmar veiðiheimildir, sagðist
Guðjón lítið vilja tjá sig um það að
svo stöddu.
„Við höfum hafnað veiðiheimild-
um, en auðvitað höfum við á uridan-
förnum árum talað um að reyna
ætti að ná samningum við Græn-
lendinga um veiðiheimiidir á milli
Íslands og Grænlands. Það getur
vel verið að hægt sé að semja um
hlutina og haga því þannig til að
gera megi það 'a skynsamlegan
hátt. Ég ætla ekki að hafna því
fyrirfram, en fyrst vil ég sjá þá
samninga alveg til enda hvernig
þeir verða útfærðir," sagði hann.
Þegar hann var spurður álits á
niðurstöðu spurningar um samn-
inga um gagnkvæmar veiðiheimild-
ir við Evrópubandalagið, sagðist
hann lítið vilja tjá sig um þær hug-
myndir. Og umræða um slíka samn-
inga væri komin of skammt á veg
komin til að hægt væri að taka
afstöðu til þeirra.
ARNAR
SIGURMUNDSSON:
Trúi ekki að
þessi ríkis-
stjórn taki
upp veiðigjald
„SUMT í þessari könnun kom
mér á óvart, ég neita því ekki,“
sagði Arnar Sigurmundsson for-
maður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva um niðurstöður könnun-
ar Félagsvísindastofnunar um
sjávarútvegsmál, sem sagt var
frá í Morgunblaðinu í gær. „Ur-
Likið er nokkuð stórt, það er
ekkert hægt að finna að því og
ég hef miklar áhyggjur af því
ef með einliverjum hætti á að
fara að taka upp auðlindaskatt
hér á landi, menn hugsi þetta
þá sem leið til þess að minnka
ríkissjóðshallann. Ég trúi því
ekki að þessi ríkisstjórn geri
það. Ég tel að það muni koma
fiskvinnslunni og sjávarútvegin-
um í heild n\jög illa,“ sagði Arn-
ar.
Arnar -kvaðst
ekki vilja útiloka
að spurningarnar
hefðu að einhveiju
leyti haft áhrif á
svörin. „Það sem
kemur mér mest á
óvart er hvað þeim
virðist hafa fjölg-
að sem vilja taka
úpp auðlindaskatt og ég tel að
ástæðan sé þessi stanslausa um-
ræða í fjölmiðlum um kvóta og
kannski meira um galla kvótakerf-
isins. Þessi niðurstaða kemur mér
verulega á óvart og hún er auðvit-
að ekki í samræmi við þá nýlegu
skoðanakönnun sem gerð var af
blaðinu Sjávarfréttum. Ég tel að
skýringin sé fyrst og fremst fólgin
í því, að þegar upp hafa komið ein-
hveijir vankantar í kvótakerfinu,
eitthvað sem fólk er ekki sátt við,
þá hefur auðvitað mikil umræða
átt sér stað og þessi viðhorf virð-
ast smám saman hafa síast inn.“
Arnar sagði fiskvinnslumenn
vera alfarið á móti því að taka upp
auðlindaskatt á þeim forsendum
að það hefði í för með sér hækkun
á hráefnisverði á sama tíma og fisk-
vinnslan í heild væri rekin með
halla og fyrirtækin skulduðu ein-
faldlega allt of mikið. „í annan
stað má reikna með að yfir 80%
af fiskvinnslunni sé utan höfuð-
borgarsvæðisins, þannig að þetta
mundi koma fram sem landsbyggð-
arskattur," sagði Arnar.
Hann var spurður hvort hann
læsi út úr þessari könnun að við-
horf séu að breytast um þessar
mundir til sjávarútvegsmála. „Það
getur vel verið að umræðan að
undanförnu, allar þessar breyting-
ar sem hafa orðið, hafi að ein-
hveiju leyti ýtt undir þetta. Ekki
síst þegar menn sjá í hvernig stöðu
ríkissjóður er í dag, það getur vel
verið að það hafi ýtt undir að ein-
hveijir hafi talið að þarna væri
kannski hægt að gera eitthvað, ég
held til dæmis að allar umræðurnar
í fyrra um trillubátakvótana og
allt það hafi haft ótrúlega mikil
áhrif.
Ég trúi ekki öðru en að þetta
muni jafnast aftur og þeim muni
fjölga sem segja það að hér þurfi
að taka upp skýra fískvinnsiu-
stefnu. Sem betur fer hafa stjórn-
völd lofað að svo verði gert, þannig
að það verði reynt að hámarka
afraksturinn í sjávarútveginum
með fullvinnslu innanlands eftir því
sem hagkvæmast er hveiju sinni.“
Arnar kvaðst ekki telja að þessi
hækkun hefði áhrif á mótun sjávar-
útvegsstefnu. „Ég held að margir
í sjávarútvegi verði dálítið hissa á
niðurstöðum þessarar könnunar,
en það hefur greinilega einhver
viðhorfsbreyting hefur átt sér stað
út af þessum einhliða skrifum í
blöðunum. Ég vil hins vegar ekki
meina að þetta hafi áhrif á mótun
sjávarútvegsstefnu þegar til lengri
tíma er litið. Fiskvinnslan er í dag
rekin með töluverðum halla og allar
hugmyndir um auknar álögur á
hana eru alveg út í hött. Ég geri
mér hins vegar fyllilega grein fyrir
því að á næstu árum munu eiga
sér stað miklar breytingar í sjávar-
útveginum án þess að tekinn verði
upp auðlindaskattur og aukin hag-
ræðing í rekstri mun fækka fyrir-
tækjum töluvert."