Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 hvor öðrum heimsóknir. En örlögum sínum ræður enginn, og ekki er um að sakast. „Minningin er eftir ein, arfurinn sá er góður“. Þótt aldrei ræddum við mikið um trúmál, held ég báðir hafi trúað og treyst hand- leiðslu þess alheimsmáttar" . .. sem í öllu og alls staðar býr. ..“ Þegar Guðmundur kenndi sjúk- dóms síns og ákveðin niðurstaða lá fyrir um eðli meinsins var honum sagt að umhverfis hann væri mikil birta og hjálpendur. Hann skyldi vera bjartsýnn og rólegur. Það var hann líka - karlmenni til hinstu stundar. Hvort sem hér er um leiðarlok að ræða, þá kveð ég Guðmund, nafna minn og vin og þakka fyrir allt. Það er eitthvað, sem ekki rúmast í orð- um. Ég bið þess einnig og veit að ávallt leiðir hann og fjölskyldu hans sá alheimsmáttur, sem aldrei, ekkert augnablik, hefur frá okkur vikið. Jafnframt votta ég eftirlifandi eigin- konu Guðmundar og dóttur dýpstu samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Guðmundur H. Friðfinnsson Þögla nótt, í þínum örmum þar er hljótt og hvíld í hörmum hvíldir öllum oss. (Sigurður Sigurðsson) Menn að norðan eru sendir suður til að deyja. Sumir komast þó úr þessari sendiferð aftur til síns heima og hverfa þar inn í vornóttina. Þann- ig var um Guðmund Halldórsson. Hann kom suður fyrir nokkrum vikum með ugg í hjarta en rósemd í huga. Þegar hann fékk að vita, að það væri engin von, vakti það furðu hans sjálfs, að rósemdin vék ekki frá honum. Allt frá fomum sögum til þessa dags hefur þessi fámenna þjóð haft á orði, hvernig menn hafí brugðist við dauða sínum, eins og dauðinn sé á einhvern hátt hápunktur iífsins. Á því prófi mega menn ekki falla. Ef sú trú er sönn, stóðst Guðmundur prófið með prýði. Hann tók þvi sem að höndum bar, en ætlaði einfaldlega að lifa lengur - ef mögulegt væri. Það var engin uppgerð, - engin yfir- borðsmennska, - enginn hetjuskap- ur fram yfír látleysið og einlægnina. Hvernig er það að standa and- spænis dauðanum, ekki í kvöl eða löngu veikindastríði, bara svolítið þreyttur og með ónot innah um sig? Getur enginn gert neitt? Hvað eiga þeir að segja sem koma? Ætli það sé ekki eins og „að vera einn á stóm svæði og enginn næstur mér“ eins og Marka-Leifi sagði og Guðmundur hafði svo oft eftir honum. Hann skildi þessa þversögn til hlítar, lagði í hana eigin merkingu og miðlaði henni til annarra hæfílega skýrt eins og skáldi sæmdi. Einmitt þannig virtist það vera. Hann var einn á stóru svæði - með þennan dóm - og engin leið að rétta honum hjálpar- hönd. Þeir sem eiga eftir að lifa, eiga ekki samleið með þeim sem eru að fara að deyja. Allt sem reynt er að gera, allt sem reynt er að segja, verður vanmáttugt og út í bláinn. Guðmundur Halldórsson fæddist í dalnum sem liggur undir vanga fjallsins á leiðinni lengra norður. í botni dalsins rennur tær bergvatnsá, en grænir hjallar teygja sig upp fjallshlíðarnar. Sitt hvorum megin við ána eru bæir svo að kallast megi á af bökkunum á kyrmm sumar- kvöldum. Stúikur með rauðan skúf í peysu voru ekki sjaldséðar í þessum dal og sómdu sér vel. Það var mikið sungið í sveitinni og gerðar stökur og kvæði. í þessum dal var ævinlega sólskin á sumrin en á vetram gat komið iðulaus stórhríð þótt stjörnu- bjartar nætur væru tíðari og stirndi þá á hjarn og ísa. Sumir halda því fram, að þessi dalur sé ekki til, en hann er samt til og til vitnis um það má sjá járn- kross sem stendur einn á hlaði í honum miðjum til minningar um ókunnuga konu, sem var gestkom- andi í dalnum en skildi eftir sjálfa sig og þennan einmana kross. Guðmundur ólst upp við krossinn og kirkjuna neðar á túninu þar sem sveitungarnir hvíla hlið við lilið und- ir reynitijám og steinum. Hann elsk- aði þennan dal - og dalnum, fjöllun- um og blómunum hefur áreiðanlega þótt vænt um hann. Hann fór þaðan aldrei, þótt hann flyttist á mölina fyrir siðasakir og aðstæðna. Hann vildi ekki verða bóndi og því síður eitthvað í tengslum við mölina eða sjóinn. Nokkurra vikna veru í verbúð fyrir löngu lýsti hann sem vítisvist. Hann vildi verða skáld og hann var skáld, þótt honum fynd- ist sjálfum að hann hefði viljað gera bæði betur og meir. Guðmundi Halldórssyni þótti ekki sælt að vera fátækur og stritið skemmti honum ekki. Hann hafði enga gleði af hversdagsamstri og úðri. Hann var glaður á góðri stundu og hann hafði gaman af sögum, tils- vörum og viðbrögðum manna. Hann geymdi þetta í huga sér handa öðr- um. Hann varð ekki blankur í fram- an, þegar honum voru sagðar sögur. Hann tók við sögunni og sagði aðra á móti eins og tefld væri skák. Þetta vom ekki sögur í eiginlegum skiln- ingi heldur augnabliksmyndir af mönnum og umhverfi. Hann varð- veitti minningarnar fyrir okkur hin, sem gleymdum jafnóðum. Þessar minningar festi hann á blað og skil- aði af sér í bókum. Það liggur beinast við að álykta að hans verði minnst sem höfundar sem varðveitti minningarnar úr sveitinni. Orðfærið og lýsingarnar em „sigur yfir gleymskunni" eins og hann komst sjálfur að orði um ræður prestsins í sögunni Messudag- ur. Sigurinn yfir gleymskunni ber ekki að vanmeta. Menn verða fegnir að hafa lýsingar Guðmundar að styðjast við sem heimiidir um líf í sveitum á tilteknum tíma. En Guð- mundur Halldórsson var ekki hvað síst að beijast gegn misrétti heims- ins í bókum sínum; hann var and- stæðingur hroka og valdníðslu en hélt með þeim, sem sýndu höfðings- lund í afskekktinni og létu ekki hasl- ið smækka sig. Guðmundur Hall- dórsson er allur. Hvað var það, sem ætlunin var að muna? Of seint að spyija! Megi sá máttur, sem er ofar öllum skilningi, halda í hönd með ástvinum hans. En þegar vornóttin tók hann i faðm sinn væri óskandi, að honum hafi fundist hann „vera barn að hlaupa í sólskini á bökkum tærrar árinnar heima og verða að leggja augun aftur til að sólglitið á fleti hennar blindaði hann ekki.“ Þannig ætti dauðinn að vera. Holmfríður Gunnarsdóttir Við andlát Guðmundar rithöfund- ar Halldórssonar frá Bergsstöðum vil ég minnast þessa mæta hæfí- leikamanns nokkrum orðum og þakka honum samfylgd og vináttu þá, sem með okkur hefír verið árum saman, uns dauða hans bar að hönd- um fyrr en mig uggði, - en eigi 15 má sköpum renna. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár- króki eftir skamma sjúkdómslegu þar, en hafði sl. vetur kennt sjúk- dóms síns, sem var illkynjaður, og haft fótavist og undirgengist rann- sóknir, uns hann lagðist í sjúkrahús- ið, þar sem dauða hans bar að hönd- um 13. þ.m. Guðmundur Halldórsson var Hún- vetningur í báðar ættir. Hann fædd- ist 24. febrúar 1926 að Skottastöð- um í Svartárdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Halldór Jóhannsson bóndi þar, síðar á Bergs- stöðum í sömu sveit, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði 1945-1946. Hann var í foreldrahúsum og stund- aði landbúnaðarstörf á búi þeirra til ársins 1963. Síðan stundaði hann alls kyns verkamannavinnu: brú- arsmíði, byggingarvinnu og vinnu- SJÁSÍÐU 27 Gámastöðvar - mikilvægur hlekkur í breyttri umgengni við úrgang Þaö er áríðandi að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins taki virkan þátt í flokkun úrgangs og noti gámastöðvar til þess að losa sig við málma, grjót, timbur, spilliefni, garðaúrgang og pappír. Gámastöðvar eru á þessum stöðum: Mosfellsbær og Kjalarnes: Viö hesthúsabyggöina í Mosfellsbæ. Tilbúin í júnílok. Noröausturhverfi Reykjavíkur og Árbær: Við Sævarhöfða. Seltjarnarnes og Vesturbær: Viö Ánanaust. Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaðahreppur: Miöhrauni 20, Hafnarfirði. Grafarvogur: Viö Gylfaflöt. Tilbúin í lok júlí. Bráöa- birgöastöö viö gamla Gufunesbæinn veröur í notkun til júlíloka. Austurbær, Fossvogur: Viö Sléttuveg, vestan Borgarspítala. Opin en ekki fullbúin. Kópavogur: Við Dalveg viö áhaldahús. Opin til bráðabirgða þar til ný stöð tekur við i júlí. Stöövarnar eru einungis ætlaöar fyrir smærri farma og eru opnar alla daga kl. 10.00-22.00. Þjónusta þeirra er ókeypis. Ath. Þeir sem koma meö umhverfisspillandi efni snúi sér til gæslumanns. Sýnum ábyrgö okkar á umhverfinu í verki - flokkum úrganginn og notum gámastöðvarnar. S@RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs, Gufunesi, Sími 676677, Bréfasími 676690. Efnamóttaka sími 676977. rfí&NÚA\Cth

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.