Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 22. JUNI 1991 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Stór- sigur gegn Haukum „ÞAÐ er langt síðan maður hefur séð svona fallegt mark,“ sögðu menn eftir að Páll Guð- mundsson skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Þetta var annað af tveimur mörkum Selfoss í fyrri hálfleik. Þeir bættu síðan við þremur í síðari hálfleik án þess að Hauk- um tækist að skora og unnu öruggan sigur, 5:0. Selfyssingar sóttu stíft strax i byrjun og fengu hvert færið af öðru innan vítateigs auk þess sem ýmsar ævintýralegar uppá- komur komu fyrir Sigurður við mark Hauka. Jónsson Porca kom heima- sknfar mönnum yfir á 18. mínútu með fallegu skoti-frá vítateig eftir að hafa leik- ið á tvo Hauka. Sókn Selfoss hélst nokkuð stöðug eftir markið en Haukar áttu þó færi en náðu ekki samleik sem skipti sköðum. Páll Guðmundsson lagaði stöðun í 2:0 með hörkuskoti beint úr aukaspymu af 30 metra færi, boltinn sleikti slána og inn. Bæði liðin léku frísklega í byrjun síðari hálfleiks. Sigurður Fannar kom Selfossliðinu í 3:0 á 57. mínútu síðan hnykkti Guðjón Þorvarðarson á sigrinum með tveimur mörkum í lokin, á 75. mínútu og þeirri 81. Greinilegt er að lifnað hefur yfir Selfossliðinu. Hvort það er að þakka krúnurakstri 6 leikmanna er ekki gott að segja en liðið náði betur saman en í fyrri leikjum og lofar góðu. Maður leiksins: Páll Guðmundsson Selfossi. URSLIT 2. DEILD: Keflavík - Akranes..................0:2 - Amar Gunnlaugsson, Þórður Guðjóns- son. Selfoss - Haukar....................5:0 Guðjón Þorvarðarson 2, Porca, Páll Guð- mundsson, Sigurður Fannar Guðmundsson. Grindavík - Þór A...................1:2 Ólafur Ingólfsson - Þorsteinn Jónsson, Árni Þór Ámason. ÍR-ÞrótturR.........................1:2 Benidikt Einarsson - Goran Micic, Sigurður Sveinbjörnsson (vítasp.). Tindastðll - Fylkir............... 3:3 Björn Bjömsson (vítasp.), Hólmar Ástvalds- son, Siguq'ón Sigurðsson - Öm Valdimars- son 3. Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 5 5 0 0 18: 1 15 ÞRÓTTUR 5 3 1 1 7: 4 10 ÞÓR 5 3 1 1 9: 8 10 ÍBK 5 2 1 2 9: 6 7 SELFOSS 5 2 1 2 9: 7 7 GRINDAVÍK 5 2 1 2 7: 5 7 ÍR 5 2 1 2 8: 7 7 FYLKIR 5 0 4 1 6: 7 4 HAUKAR 5 O 1 4 5: 19 1 TINDASTÓLL 5 0 1 4 4: 18 1 Markahæstu menn: Arnar Gunnlaugsson, Akranesi.......5 Bragi Bjömsson, ÍR.................4 Einar Daníelsson, Grindavík........4 Júlíus Tryggvason, Þór.............4/3 Goran Micic, Þrótti................3 Kjartan Einarsson, Keflavfk........3 Sigursteinn Gíslason, Akranesi.....3 Sigurður F. Guðmundsson, Selfossi..3 Örn Valdimarsson, Fylki............3 Þórður Guðjónsson, Akranesi........3 Bjarki Gunnlaugsson, Akranesi......2 Björn Björnsson, Tindastóli........2/1 Hgraldur Ingólfsson, Akranesi2/1 Óli Þór Magnússon, Keflavík........2 Páll Guðmundsson, Selfossi.........2 Morgunblaðið/Einar Falur Haukar fagna markí gegn Skagamönnum - eins markið sem Skagamenn hafa fengið á sig. Haukar fögnuðu ekki á Selfossi í gærkvöld, þar sem þeir máttu hirða knöttinn fimm sinnum úr netinu hjá sér. Skagamenn óstöðvandi Akranes með „fullt hús" og fimm stiga forskot eftir 2:0 sigur í Keflavík Sigurmark Þróttara á síðustu „Okkur er að takast það sem við ætluðum okkur. Stefnan var að vinna sem flesta leiki og stinga af. Nú erum við búnir að taka þá fimm í röð og ég sé ekki að neitt mæli gegn því að við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Guðjón Þórðar- son þjálfari ÍA eftir 2:0 sigur á ÍBK í Keflavík. Keflvíkingar voru frískari fram- an af leiknum og strax á fyrstu mínútu töldu heimamenn sig eiga fá vítaspyrnu þegar knötturinn skoppaði í hönd eins varnarmanna ÍA. Sveinn Sveinsson, dómari var hins veg- ar á öðru máli. Um miðjan síðari hálfleikinn komust GarðarK. Vilhjálmsson skrifarfrá Keflavík Arnar Gunnlaugsson. Skagamenn betur inn í leikinn og uppskáru mark á 25. mínútu. Vörn ÍBK opnaðist þá illa og Arnar Gunn- laugsson skoraði með þrumuskoti úr miðjum vítateig eftir góða send- ingu frá Gísla Eyleifssyni. Síðari hálfleikur þróaðist líkt og sá fyrri. Akurnesingar tóku völdin um miðjan hálfleikinn og uppskáru annað mark sitt þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Þórður Guðjónsson, sem kom inná sem varamaður eftir að Gísli meiddist í fyrri hálfleik, braust af miklu harð- fylgi í gegn um vörn ÍBK, lenti i samstuði við Ólaf Pétursson mark- vörð ÍBK, náði knettinum og skall- aði í autt markið. Skagamenn voru með betra liðið í leiknum, þeir áttu hættulegri marktækifæri og vörn liðsins var sterk. Keflvíkingar fengu þó nokkur tækifæri til að jafna leikinn en sóknarmenn liðsins fóru illa með marktækifæri. Þá var vörnin ekki nægjanlega traustvekjandi og greinilegt að liðið saknaði Jakobs Jónharðssonar sem var í banni. Maður leiksins: Arnar Gunnlaugsson, ÍA. Varamaður- inn hetja Þórsara ÞÓRSARAR voru heppnir að sleppa með öll stigin frá Grindavík í 1:2 sigri. Grindvík- ingar réðu gangi leiksins megnið af leiktímanum og mis- notu meðal annars vítaspyrnu en gestirnir nýttu færi sín vel og höfðu á brott með sér öll stigin. Fyrsta stig Tindastóls Björn Björnsson skrifar Fylkismenn köstuðu frá sér sigri á Sauðárkróki í gærkvöldi, þeg- ar þeir misnotuðu vftaspyrnu á síðustu mín. leiksins gegn Tinda- stóli. Staðan var jöfn, 3:3, þegar Kristinn Tómasson tók vítaspymu fyrir Fylki - honum brást bogalistin og skaut knettinum him- inhátt yfir mark Tindastólsmanna, sem fögnuðu sínu fyrsta stigi í 2. deild. Fylkismenn mættu ákveðnir tii leiks og réðu gangi leiksins í fyrri hálfleik og skoraði Örn Valdimars- son þijú mörk fyrir Fylki. Það nægði Árbæingum ekki til að vera með örugga forystu, því að heima- menn náðu að skora tvisvar eftir skyndiskónir. Björn Björnsson skor- aði úr vítaspymu og Hólmar Ást- valdsson bætti öðru marki við. Leikurinn jafnaðist í seinni hálf- leik, en þá var eins og kraftur Fylk- ismanna væri búinn. Sigurjón Sig- urðsson náði að jafna, 3:3, fyrir heimamenn. Eitthvað fór mótlætið í skapið á Fylkismönnum. Guðmundur Magn- ússon fékk að sjá rauða spjaldið eftir leikinn - fyrir kjafthátt. Maður leiksins: Kevin Grimes, Tindarstóli. GarðarPáll Vignisson skrifarfrá Grindavik Þórsarar náðu forystunni á 10. mínútu og var Þorsteinn Jóns- son þar að verki. Þorsteinn Bjarna- son markvörður Grindavíkur hálf- varði skot og nafni hans í Þórsliðinu var vel vakandi og skor- aði af stuttu færi. Heimamenn jöfnuðu á 32. mínútu er Ólafur Ingólfsson skoraði með Jaglegum skalla eftir hornspyrnu. Í upphafi síðari hálf- leiksins var dæmd vítaspyrna á Þór en Friðrik Friðriksson markvörður gerði sér lítið fyrir og varði skot Hjálmars Hallgrímssonar út við stöng. Á 67. mínútu skoraði Árni Þór Árnason sigurmark Þórs, þrem- ur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Árni nýtti sér varn- armistök og náði að skalla boltann í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð en Grindvíkingar töldu sig eiga að fá aðra vítaspyrnu, en Ari Þórðar- son, slakur dómari leiksins það eiga sig. Ragnar Eðvarðsson var bestur í jöfnu liði. Þorsteinn Jónsson og Friðrik markvörður stóðu uppúr hjá Þór. Maður leiksins: Friðrik Friðriksson, Þór. stundu SigurðurSveinbjöms- son skoraði sigurmark þeirra úrvítaspyrnu ÞRÓTTUR tryggði sér öll stigin **' er liðið sigraði IR 2:1 á grasvell- inum í Mjódd. Sigurmark Þrótt- ar kom á síðustu mínútu venju- legs leiktíma. Þrótturfékk þá vítaspyrnu er Ingvari Ólasyni var brugðið og Sigurður Svein- björnsson skoraði af öryggi úr spyrnunni. Þróttur var heldur sterkari aðil- inn í fyrri hálfleiknum og það var Goran Micic sem skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik með skoti af stuttu færi eftir Frosti hornspyrnu. ÍR-ing- Eiðsson ar náðu betri tökum skrifar £ leiknum eftý^ markið og Bragi Björnsson var nálægt því að skora er skot hans úr aukaspyrnu hafnaði í utanverðri stönginni. Á lokamín- útu hálfleiksins jafnaði Benedikt Einarsson leikinn er hann lyfti bolt- anum yfir Guðmund Erlingsson eft- ir að hafa fengið boltann eftir óbeina aukaspyrnu inn í vítateig Þróttar. Heldur dofnaði yfir leiknum í síðari hálfleiknum og allt stefndi í jafntefli er Þróttur fékk vítaspym- una. Goran Micic, Jóhannes .Jónssou. og Óskar Óskarsson voru bestu leik- menn Þróttur. Kristján Halldórsson og Kjartan Kjartansson voru bestir í annars jöfnu ÍR-liði. Þrátt fyrir litlar tafir stóð síðari hálfleikurinn í 53. mínútur og það er líklegt að fyrsta verk Guðmundar Jónssonar dómara eftir helgi verði að fara með úrið sitt í viðgerð! -»■ Maður leiksins: Goran Micic, Þrótti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.