Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JUNI 1991 Perlan: Opnuð með veislu og fjölskylduhátíð „ÞETTA er íslenska aðferðin. Sólarhring fyrir opnun er allt á öðrum endanum og ekkert útlit fyrir að að hægt verði að taka á móti gest- um,“ sagði Ólafur Jónsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, þegar Perlan, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur í Óskjuhlíð, var kynnt fjölmiðlum. I gærkvöldi bauð borgarstjórn til veislu, þar sem húsið var formlega tekið í notkun en í dag og á morgun gefst öðrum landsmönnum tækifæri á að skoða húsið og spóka sig í Öskjuhlíð. Haldin verður fjölskylduhátíð sem hefst kl. 14 og stendur til kl. 17, laugardag og sunnudag. Hugmynd að útsýnishúsi í Öskjuhlíð kom fyrst fram árið 1930 í bókinni Gijót eftir Jóhannes Kjar- val. Þegar ákveðið var að reisa fyrstu hitaveitugeymana árið 1938 var efnt til samkeppni um fyrir- komulag þeirra. Þá kom meðal annars fram hugmynd um útsýnis- hús en ekkert varð af þeirri fram- kvæmd. Ingimundur Sveinsson er arki- tekt Perlunnar og í lýsingu hans á mannvirkinu kom fram, að bygg- ingin er sjö hæðir að meðtöldum kjallara og stendur á milli hita- veitugeymanna og yfir þeim. I kjallara er meðal annars fundarsal- ur og í Vetrargarðinum á jarðhæð er sýningarsalur. Þar hefur verið komið fyrir listaverkum eftir sex myndlistarmenn, þau Ásu Ólafs- dóttur, Ingunni Benediktsdóttur, Huldu Hákonar, Jón Óskar, Ragn- heiði Jónsdóttur og Sigurð Örlygs- son. Þetta eru stór verk sem njóta sín vel á stórum fleti. Undir hvolfþaki er veitingasala og er sjálfsafgreiðsla á fjórðu hæð, Á góðviðrisdögum verður hægt að njóta veitinganna utan dyra á hringpalli efst á hitaveitugeymun- um. Á fimmtu hæð er þjónað til borðs á snúningspalli, sem fer einn hring á klukkutíma. Bjarni I. Áma- son veitingamaður sér um allan veitingarekstur og sagði hann að um 70 manns yrðu í fullu starfi við framreiðsluna. „Hingað eiga allir að geta komið og notið staðar- ins,“ sagði hann. „Veitingar á neðri hæð verða á vægu verði og meðal annars boðið upp á ís fyrir böm og eldri ísunnendur, en á fimmtu hæð verður fyrsta flokks veitinga- staður með fyrsta flokks mat á markaðsverði. Við verðum fyllilega samkeppnisfærir við önnur veit- ingahús í þeim flokki.“ Perlan er í eigu Hitaveitu Reykjavíkur og er Jóhannes Zoéga fyrrverandi hitaveitustjóri verkefn- isstjóri byggingarinnar en rekstrar- aðilar eru auk Bjarna, Gísli Thor- oddsen og Stefán Sigurðsson. Byggingarkostnaðurer 1.290 millj- ónir króna á núverandi verðlagi. Séð niður í anddyrið af fimmtu hæð en veitingastaðurinn á fjórðu hæð er í tíu metra hæð. Á dagskrá íjölskylduhátíðar í tilefni opnunarinnar er meðal ann- ars Brúðubíllinn, Söngieikurinn Grænjáxlar, Eyfi og Stebbi, Karla- kórinn Fóstbræður, Bamakór Bú- staðakirkju, Götuleikhús og Tóti trúður, Hljómskálakvintettinn auk atriða frá Listahátíð æskunnar. Þá munu félagar úr Skógræktarfélagi Reykjavíkur kynna gönguleiðir og sjá um skipulagðar gönguferðir um Öskjuhlíð en hlíðin býður upp á fjölbreyttir útivistarmöguleikar. Morgunblaðið/KGA í Perlunni var unnið af fullum krafti fram á síðustu stundu. Smiðir, rafvirkjar, málarar, framreiðslumenn, listamenn, blóma- skreytingamenn og flokkur með kústa, ryksugur og klúta að vopni kepptust við að koma öllu í lag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrsti útskriftarhópurinn í rekstrar- og viðskiptafræðinámi á vegum Endurmenntunarnefndar Háskólans ásamt Sigmundi Guðbjarnarsyni rektor H.I., Jóni Torfa Jónassyni dósent og formanni Endurmenntunarnefndar og Margréti Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Endurmennt- unarnefndar „Útskrift fyrstu nemendanna markar tímamót“ - sagði Jón Torfi Jonasson dósent við útskrift fyrstu nemannna úr rekstrar- og viðskiptafræð- inámi á vegum Endurmenntunarnefndar H.I. FYRSTU nemendurnir í rekstrar- og viðskiptanámi Endurmenntunar: nefndar Háskóla íslands voru útskrifaðir s.l. fimmtudag, 21 að tölu. f ávarpi sem Jón Torfi Jónasson dósent og formaður Endurmenntunar- nefndar hélt við það tækifæri kom fram að útskrift nemanna markaði timamót, þar sem um væri að ræða alveg nýja tegund af námi hérlend- is, samfellt þriggja missera nám sem fólk gæti stundað með starfi. Námsefnið er á háskólastigi og eru tekin fyrir helstu undirstöðuatriði hagfræða og rekstrar en námið er ætlað öðrum en viðskipta- og hag- fræðingum. Rektor Háskóla íslands, Sigmundur Guðbjarnarson, af- henti nemendum prófskírteinin við útskriftina. Að sögn Margrétar S. Björnsdóttur, endurmenntunarstjóra, hefur að- sóknin í rekstrar- og viðskiptanámið verið mikil og þurft hefur að vísa fólki frá á hverju misseri, þar sem miðað er við að ekki séu fleiri en 25 í hveijum hópi. „Forgang í námið hafa þeir sem lokið hafa háskólanámi, en í hvert sinn er jafnframt tekinn inn ákveðinn hópur fólks sem hefur stúdentspróf eða sambærilega menntun, töluverða reynslu af rekstrar- eða stjórnunar- störfum og hefur með starfsferli sínum sýnt að hann er fær um að takast á við nám á þessu stigi,“ sagði Sigmundur Guðbjarnarson, rektor H.Í., afhendir Árna Ingasyni prófskírteini sitt Margrét í samtali við Morgunblaðið. Útskriftarnemarnir hófu nám sitt eftir áramótin 1990 en tveir aðrir hópar eru komnir áleiðis í náminu og nýr hópur mun byija í haust. í útskriftarhópnum voru, að sögn Margrétar, m.a. lögfræðingar, lyfja- fræðingar, félagsfræðingar, guð- fræðingar, verkfræðingar, tækni- fræðingar og nokkrir með stúdents- próf og reynslu af stjórnunarstörfum. Að sögn Margrétar er tilhögun námsins sú að kennt er að jafnaði einn fastan dag í viku frá kl. 16:15 til 20:00, einn föstudag í mánuði frá kl. 13:00 til 18:30 og einn heilan laugardag í mánuði. Samtals eru þetta 120 klst á um 15 vikum mánuð- ina september-desember og janúar- maí. Kennd er ein námsgrein í einu og henni lokið með prófi eða verk- efni áður en sú næsta hefst. Helstu efnisþættir námsins eru: rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, upp- lýsingatækni í rekstri og stjórnun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði, haglýsing og stefnumótun. Frönskþýðing- arverðlaun fyr- ir Snorra Eddu Árleg verðlaun Félags franska þýðenda hlýtur á árinu 1991 Francois- Xavier Dillmann fyrir þýðingu sína á Eddu Snorra Sturlusonar, sem út kom í febrú- ar sl. og var þá getið hér í blað- inu. L’Edda var gefin út í bóka- flokknum „L’aube des peuples“ hjá Gallimard útgáfunni. Prófessor Francois-Xavier Dill- mann er kennari í norrænum fræð- um í París. Hann er sérfræðingur í fornum norrænum bókmenntum og miðaldabókmenntum. Hann hef- ur dvalið við nám og rannsóknir við háskóla á Norðurlöndum, m.a. í Reykjavík. Doktorsritgerð hans fjallaði um galdur í norrænum bók- menntum. Hann er nú að vinna að þýðingu á Heimskringlu með ýtar- legum formála, samskonar og fylgdi Eddu og mun koma út í sama bókaflokki hjá hinu virta útgáfufyr- irtæki Gaillimard. En í þessum bókaflokki, sem kenndur er við morgun þjóðanna, hefur m.a. komið út finnski ljóðabálkurinn Kalevala. Milljón til skógræktar HÉÐINN hf. og danska fyrirtækið Danfoss A/S ætla að gefa eina milljón til skógræktar á íslandi í tilefni þess að Héðinn hf. hefur selt 1.000.000 Danfoss hitastilli- ventla á íslandi. Gjöfin verður afhent við sérstaka athöfn i Perl- unni mánudaginn 24. júní. Um þessar mundir eru 40 ár frá því að Héðinn hf. tók við einkaum- boði Danfoss A/S og hefur Héðinn selt yfir milljón hitastilliventla á ís- landi. í tilefni þessa hafa fyrirtækin ákveðið sameiginlega að færa skóg- rækt á Islandi gjöf að upphæð ein milljón króna. Upphæðin svarar til einnar krónu fyrir hvern seldan vent- il en þessi fjöldi jafngildir því að hvert mannsbarn hér á Iandi hafi keypt 4 Danfoss-ventla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.