Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 19 Þotuslysið yfir Tælandi: Skýrínga leitað í rofa- stokk og tölvuspjöldnm Seattle. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR Boeing-flugvélaverksmiðjanna og bandaríska samgönguráðuneytisins kanna nú hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í stjórntækjum Boeing-767 þotu austurríska flugfélagsins Lauda Air sem fórst í Tælandi fyrir tæpum mánuði, að sögn Neils Stendals, eins af framkvæmdasljórum Boeing. Reuter Öflug sprenging á Sri Lanka Hermenn á Sri Lanka virða fyrir sér farartæki og byggingar sem skemmdust í öflugri sprengingu sem varð skammt frá stjórnstöð hersins í gær. Um 20 manns fórust í sprengingunni sem bar að á þann hátt að tveir skæruliðar úr röðum tamíla sprengdu upp bíl sinn fyrir framan stjórnstöð hersins. A.m.k. 10 þeirra sem létust voru hermenn en erfitt var að bera kennsl á hin líkin. Um 50 manns særðust auk þess sem um 150 hús og fjöldi farartækja skemmd- ist. Svo virðist sem henni hafi verið beint að stjórn- stöð hersins vegna þess að þaðan berast skipanir um að beijast við rósturseggi aðskilnaðarsinna. Austurríki: Waldheim sækist ekki eftir endurlgöri Að sögn Stendals er rofastokkur og stjórntölvuspjöld úr flugvélinni nú til sérstakrar rannsóknar í Bandaríkjunum þar sem reynt verð- ur að finna út hvernig stjórntæki þotunnar voru stillt fyrir dýfuna örlagaríku sem lauk með því að flugmennirnir misstu stjórn á þot- unni og hún splundraðist. Biðu allir bana sem um borð voru, 223 manns. „Við vitum ekki enn hvað olli slysinu," sagði Stendal en hann sagði bandaríska sérfræðinga „liggja yfir aragrúa upplýsinga til þess að reyna að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis". Getgátur hafa verið uppi um að líklegast megi rekja slysið til gagn- verkunar hreyfla. Lofthemlar ann- ars þeirra hafi skyndilega komið á nokkrum mínútum eftir flugtak. Lofthemlarnir eru flókinn vélbúnað- ur sem hefur því eina hlutverki að ■ K ÚVEITBORG - Herréttur í Kúveit dæmdi á fimmtudag átta araba til dauða fyrir að hafa starf- að fyrir hernámslið íraka. Alls hafa 29 fengið dauðadóm vegna sam- starfs við hernámsliðið, aðallega Jórdanir, Palestínumenn og írak- ar. Mannréttindahreyfingar hafa mótmælt réttarhöldunum og hvatt furstann af Kúveit til að stöðva þau. gegna að draga úr hraða flugvélar á flugbrautinni eftir lendingu. Eru hemlarnir hluti af hreyfilhúsinu og þannig úr garði gerðir að þeir eiga ekki að geta farið sjálfkrafa á í flugi. Niki Lauda, eigandi flugfélagsins Lauda Air, hefur haldið því fram að þotan hafi ekki farist vegna gagnverkunar hreyflanna, fleiri or- sakir hlytu að hafa komið til. Lét hann líkja eftir flugi þotunnar í flughermi og náði fljótt valdi á vél- inni eftir að loftbresmum hafði ver- ið skellt á. Bandaríska flugmálaritið Aviati- on Week and Space Technology sagði í síðustu viku að þota Lauda Air kynni að hafa verið komin í 25.000 feta hæð og flogið þar á 320 hnúta hraða með mótorana stillta á klifurafl. Við þær aðstæður hefði álagið á hreyfla verið mun meira en lofthæfiskírteini þotunnar miðaði við. Vitað er um aðeins eitt tilvik þar sem lofthemlar á Boeing 767 þotu komu á í flugi og var það rakið til lélegs viðhalds og lítils eftirlits, samkvæmt upplýsingum banda- rísku flugmálastjórnarinnar (FAA). Þar var um að ræða þotu í eigu kínverska flugfélagsins China Air- lines en flugmönnum hennar tókst að snúa heilu og höldnu til næsta flugvallar. Vínarborg. Reuter. KURT Wald- heim, forseti Austurríkis, til- kynnti í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Waldheim sagði í samtali við austurríska sjónvarpsstöð að hann hefði að vel íhuguðu máli ákveðið að bjóða sig ekki fram til endur- kjörs. Miklar vangaveltur hafa ver- ið um það í Austurríki að undan- förnu hvort Waldheim gæfi kost á sér en hann hefur verið mjög um- deildur í embætti. Waldheim er 72 ára gamall. Hann var fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá 1972 til 1982. Þegar hann bauð sig fram til embættis forseta Aust- urríkis 1986 komu upp ásakanir um að hann hefði tekið þátt í stríðsglæpum nasista. Ríkisstjórn landsins fól nefnd kunnra sagn- fræðinga að kanna hvað hæft væri í þessu. Niðurstaða þeirra var að þótt Waldheim hefði ekki átt þátt í stríðsglæpum er hann var liðsfor- ingi í þýska hernum á Balkanskaga þá hefði hann vitað af þeim. Efa- semdir um fortíð hans leiddu til þess að vestrænir leiðtogar hafa sniðgengið hann og hafa bandarísk stjórnvöld t.d. sett hann á lista yfir óæskilega menn sem ekki er hleypt inn í landið. TJALDVAGN FYRIR ÞÁ KRÖFUHÖRÐUSTU UTIVISJARVORU' SYNING UM HELGINA LAUGARDAG 0G SUNNUDAG AÐ EVJARSLÓÐ 7 GRANDAGARÐI, MIKIÐ ÚRVAL. Qóðir greiðsCuskitmálar 70% Cánað í aCCt að 3 ár SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7, SÍMI 621780 EINS OG HANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Þegar ferðast er innanlands er mikilvægt að tjaldvagninn standist það álag er fylgir slæmum vegum og óblíðu veðri, þannig að verðmætur frítími fari ekki til spillis. SPACER tjaldvagninn er því rétti kosturinn fyrir þá er gera kröfur um þægindi og öryggi í fríinu. Eftirtalin atriði segja mest um gæðin: ^wlÍMMBWÍBwBIMnliiwiiBBiwiiiiwwiBiiiwwiiiBBwBBBBBBBWWWBWrolHBilBÍBBBHWBBBHBBHHi 0 Svefnpláss á 2 hæðum fynír 5 manns Tjaldvagninn allur er algjörlega ryðfrír Góður hitari úr ryðfríu stáli 3ja hellna gaseldavél Stórt tjaldborð Auðvelt að setja upp fortjald Bremsubúnaður auk handbremsu Allar festingan eru fyrsta flokks Undirvagn er úr galvaníseruðu stáli 13" felgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.