Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 17
Sumarskóli FB MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JUNI 1991 17 Námslestur í sumarblíðu SUMARSKÓLI er nú starfræktur annað sumarið í röð hjá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Kenndir eru 26 námsáfangar úr námsskrá framhaldsskóla í sumarskólanum og má hver nemandi leggja stund á tvær námsgreinar. Um 150 nemendur hafa sótt kvöldtíma síðan 27. maí sl. en kennslu lýkur 24. júní. Prófað verður úr námsefninu dagana 26.-28. júní. Að sögn Erlu Gísladóttur, skrif- stofustjóra hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, er sumarskólinn vel sóttur. Nemendur bæði úr kvöld- og dagskóla FB sækja sumarskól- ann. Einnig koma nemendur frá öðrum skólum með fjölbrautakerfi, er geta fengið námsskeiðin metin í sínum skólum. Erla sagði að nem- endur frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla, Iðnskólanum og Mennta- skólanum við Hamrahlíð væru við nám í sumarskóla FB. Kennt er á kvöldin á milli 17.30 og 22.00 til þess að nemendur sem hafa dag- vinnu í sumar geti nýtt sér kennsl- una. taka 12 einingar í þýsku og með því að taka þessa tvo þýskuáfanga minnkaði verulega á skömmum tíma sá einingafjöldi er hún ætti eftir. Heiga og Ingibjörg voru sam- mála um að það hefði verið erfítt að þurfa að lesa námsbækur í góða veðrinu sem hefur verið undanfarið í Reykjavík. Helga hafði fundið þá lausn að taka námsbækumar með sér í sólbað út á svalir. Þær stöllur vom sammála um að það væri mjög góður kostur að geta stundað nám í sumarskóla FB og þær vom mjög ánægðar með kennsluna sem þær höfðu fengið. Helga og Ingibjörg sögðust vera komnar með smá prófkvíða vegna þess að þær væru í fullri vinnu með náminu og þær vissu ekki hvaða áhrif það hefði á próflesturinn. Þær voru þó bjartsýnar um að ágætlega mundi ganga. Morgunblaðið/Bjami Helga Einarsdóttir og Ingibjörg Marteinsdóttir nemar í sumarskóla FB. Flýtir fyrir í námi Morgunblaðið tók tvo nemendur sumarskóla FB tali í vikunni. Þær Helga Einarsdóttir 20 ára og Ingi- björg Marteinsdóttir 18 ára vom á leið í þýskutíma en gáfu sér þó tíma til að spjalla aðeins við blaðamann. Helga og Ingibjörg eru báðar á hagfræðisviði við F’jölbrautaskólann í Ármúla og em að taka tvo áfanga í þýsku í sumarskóla FB. Mæta þær þrisvar í viku í fjóra tíma. Báðr stunda vinnu með náminu. Helga starfar hjá Póst og síma en Ingi- björg vinnur hjá Reykjavíkurborg. Bæði Helga og Ingibjörg sögðu að það flýtti fyrir þeim í námi að taka námsgreinar í sumarskólan- um. Ingibjörg sagði að hún ætti að Jón H. Guðmundsson fv. skóla- stjóri. Jón H. Guð- mundsson fv. skólasljórí látinn Látinn er í Kópavogi Jón Halldór Guðmundsson fyrrverandi skóla- stjóri Digranesskóla. Jón var fæddur á Brekku á Ingjaldssandi við Onundarfjörð 3. desember 1913, sonur hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Guð- mundar Einarssonar bónda og refa- skyttu. Jón stundaði nám í Héraðs- skólanum á Núpi í Dýrafirði árin 1932 - 34 og lauk kennaraprófí árið 1938. Hann kenndi í ýmsum skólum uns hann varð skólastjóri Barna- skóla Isaljarðar árið 1954. Því starfí gegndi hann uns hann varð fyrsti skólastjóri Digranesskóla í Kópavogi árið 1964. Auk starfa sinna við barnaskólann á ísafirði kenndi Jón stundakennslu við aðra skóla á staðnum, gagnfræðaskól- ann, iðnskólann og kvennaskólann. Jón hafði mikil afskipti af félags- málum, starfaði fyrir Álþýðuflokk- inn og sat um árabil í bæjarstjórn ísafjarðar fyrir flokkinn. Jón kvæntist Sigríði M. Jóhann- esdóttur árið 1938 og eignuðust þau níu börn. Sigríður lifir mann sinn. MÓTORHJÓL, VATNAÞOTUR, UTANBORDS- MÓTORAR, AUKAHLUTIR OG VARAHLUTIR FYRIRUGGJANDI Mótorhjólin komin á kynningarverði MIKIÐ ÚRVAL AF AUKAHLUTUM: .... :a Ymsar gerðir af skrúfum fyrir utanborðsmótora. Hjóllásar, 6 arma kr. 4.980,- Bláir regngallar st. 48-58 kr. 5.924,- st. 50-58 kr. 21.499,- Stígvél, leður st. 37-46 kr. 10.296,- Kevlar Kross hjálmar kr. 18.404,- VATNAÞOTUR - Nýtt og lægra verð, t.d. MJ 650 T kr. 499.245 Jakkar TINSULATE 3M st. 50-58 kr. 21.500,- Buxur TINSULATE 3M st. 50-58 kr. 12.699,- Utanborðsmótorar frá 2 hö. til 250 ha. á frábæru verði. Smith gleraugu kr. 5.350,- Smith Turdo kr. 5.602,- Hanskar, ekta nautsleður, TINSULATE 3M. No. 3 kr. 3.501,- no. 5 kr. 3.444,- no. 6 kr. 3.113,- Yamaha hjálmar. Verð frá kr. 13.172,- til kr. 21.648,-. MDS hjálmar kr. 20.410,- Getum útvegað skrúfuhringi á flestar gerðir utanborðsmótora. Mléi’Oiðfý HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.