Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 23 Evrópumótið í brids: Island í efsta sætinu eftir ellefu umferðir Brids____________ Guðmundur Sv. Hermannsson ÍSLENSKA bridslandsliðið komst í efsta sætið á Evrópu- mótinu í brids í gær, eftir stór- sigur á Svisslendingum í 11. umferð. Þetta var fimmti leik- urinn í mótinu sem Island vann með fullu húsi vinningsstiga. I 12. umferð í gærkvöldi spilaði Island við Svíþjóð, sem var í 2. sæti, og var 10 stigum undir í hálfleik, 36-46. „Okkur dreymir ekkert um verðlaunasæti enn sem komið er og ætlum ekki að fara æfa þjóð- söngin milli leikja. Við höfum fyrst og fremst gaman af að klóra þess- um stóru þjóðum og sýna þeim að það kunna fleiri að spila brids en þær,“ sagði Björn Eysteinsson fyrirliði íslenska liðsins í gær. Hann sagði að liðið mætti í hvern leik með því hugarfari að gera sitt besta og hingað til hefði það verið betra en búist var við fyrirfram. „Miðað við þær 11 umferðir sem nú eru búnar á ég inni á bankanum 25-30 stig um- fram áætlun. Og ég ætla úr þessu að leyfa mér að vona að við verð- um í hópi sex efstu þjóðanna. En það eru samt lokadagarnir sem skera úr um hver endanlega röðin verður. Þá raða menn sér í sæt- in,“ sagði Björn. Staðan eftir 11 umferðir var þessi: ísland 219, Svíþjóð 218, Pólland 207, Bretland 203,5, Nor- egur 197, Sovétríkin 192, Frakk- land 182, Ítalía 180, ísrael 178. Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson spiiuðu allan leik- inn við Svisslendinga. Fyrri hálf- leikur var jafn, endaði 15-13 fyrir ísland. í seinni hálfleik komu Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson inn fyrir Aðalstein Jörg- ensen og Jón Baldursson, og sá hálfleikur fór 63-2 fyrir ísland. Lokatölurnar voru því 78-15 eða 25:5. í 10. umferð á fimmtudagskvöld vann ísland Austurríki 25:3. Jón, Aðalsteinn, Guðlaugur og Örn spil- uðu allan leikinn, og unnu fyrri hálfleik 60-21 og þann seinni 56-15. Leikurinn var sýndur á sýningartöflu og sagði Björn Ey- steinsson að það hefði verið gaman að horfa á góð tilþrif liðsins. Þetta var eitt af vinningssspil- um íslands gegn Austurríki: A/AV Norður ♦ D43 ¥Á109 ♦ ÁDG108 ♦ K2 Austur ♦ 97 ♦ DG62 ♦ 652 ♦ ÁG109 Suður ♦ 10865 ♦ 85 ♦ 9743 ♦ 765 Vestur Norður Austur Suður Örn Gudl. pass pass 1 hjarta 1 grand dobl redobl pass 2 tíglar 2 hjörtu pass 2 spaðar pass 4 hjörtu a.pass Eftir opnunina á 4-litinn í hjarta ‘ var spilið frekar auðvelt í sögnum og 11 slagir voru enn auðveidari í úrspili. 650 til íslands. Vestur Norður Austur Suður Jón Aðalst. pass pass 1 grand dobl pass 2 lauf pass 2 tíglar dobl a.pass. Austurríkismennirnir fundu ekki hjartasamleguna og urðu að láta sér nægja 100 fyrir að ná 2 tíglum einn niður. ísland græddi því 11 stig. Tónleikar í Seltjarnar- neskirkju HOPUR ungra tónlistarmanna mun halda tónleika í Seltjarnar- neskirkju sunnudaginn 23. júní klukkan 20.30. Fluttir verða vald- ir þættir úr eftirtöldum verkum: Haydn strengjakvartett op. 1. nr. 1, Beethoven strengjakvartett nr. 6, Beethoven Serenada fyrir flautu og strengi, Mozart flautu- kvartett og klarinettukvintett, Vivaldi konsert fyrir fjórar fiðlur og duo eftir Ravel og Jón Nordal. Flytjendur eru: Guðrún Ámadótt- ir, Sif Tulíníus, Gyða StephenseríT Hlín Erlendsdóttir, Sigurbjörn Bern- harðsson, íma Þöll Jónasdóttir, Olga Björk Ólafsdóttir, Pálína Árnadóttir á fiðlur og lágfiðlur, Sigurgeir Agn- arsson, Stefán Örn Arnarson, Þór- hildur Halla Jonsdóttir á selló, Sigur- jón Halldórsson á klarinett og Stefán Ragnar Höskuldsson á þverflautu. Nokkrir hafa þegar lokið námi hér heima og eru á förum til framhalds- náms erlendis. Tónleikarnir eru loka- punktur tveggja vikna námskeiðs í kammertónlist sem farið hefur fram í Tónlistarskóla Seltjarnamess undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gunnars Kvaran. Vestur ♦ ÁKG2 ¥K743 ♦ K ♦ D843 CAMP-LET TJALDVAGN ÞÆGINDI ÁN FYRIRHAFNAR Án fyrirhafnar þýðir: Tjöldun á augabragði, — með áföstu fortjaldi og eldhúskassa. Öryggi um sterkan tjald- vagn sem stenst íslenska vegi og veðurfar. Öryggi um ósvikin þægindi á áfangastað. Vissa um traustan söluaðila sem þjónustar viðskiptavini sína ár eftir ár eftir ár. í ár eru í boði þrjár útfærslur af Camp-let: Apollo, á mjög góðu verði, Concorde, með allt sem þarf og Royal, lúxus- tjaldvagn m.a. með ísskáp, eldavél og vask með rennandi vatni. Opið í Borgartúni laugardag og sunnudag. Verið velkomin! 4 Gísli Jónsson & Co. Sýningarsalur, Borgartúni 31 Sími 626747 ' —■ Skrifstofa Gísla Jónssonar er í Sundaborg 11, “St 686644, Sýningarsalur Borgartúni 31, ® 626747. Opið alla virka daga og laugardaga frá kl. 10—17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.