Morgunblaðið - 22.06.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 22.06.1991, Síða 27
____________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 Guðmundur Halldórsson, rithöfundur vélastjórn. Jafnframt gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, sem voru þessi helst: hann átti sæti í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Austur-HÚnavatnssýslu, í stjórn Fiskiræktarfélags Blöndu um 20 ára skeið, og formaður Karlakórs Ból- staðarhlíðarhrepps var hann 10-15 ár. Þann 22. febrúar 1969 kvæntist ■Guðmundur eftirlifandi konu sinni Þórönnu Krirstjánsdóttur bónda Árnasonar frá Krithóli í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði, hinni mæt- ustu konu, og hefir hjónaband þeirrá ætíð verið gott og farsælt. Einka- barn þeirra er dóttirin Sigrún. Þau hjón fluttust til Sauðárkróks árið 1969. Þar keyptu þau íbúðarhús- næði á Skógargötu 6 og hafa búið þar síðan. Nokkru eftir að Guðmundur kom til Sauðárkróks hóf hann störf í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, og þar var hann starfsmaður, uns yfir lauk. Hann fékk þar það verkefni fyrst og fremst að skrásetja og koma góðri reglu á bókasafn sjúkrahúss- ins, og það gerði hann af mestu prýði jafnframt þvi sem hann aðstoð- aði og leiðbeindi sjúklingum um notkun á bókakosti safnsins. Ég hygg, að eigi hefði verið unnt að fá hæfílegri og heppilegri mann en Guðmund í þetta starf, sem hann hafði einnig ánægju af sjálfur, því að hann var bókmenntalega sinnað- ur og umfjöllun bóka var honum hugleikin. Ég er þess fullviss, að margur sjúklingur á Sauðárkróki mun nú minnast Guðmundar fyrir dýrmæta leiðsögn hans, nærgætni alla og alúð. Snemma ævinnar mun Guðmund- ur hafa farið að fást við ritstörf, og er hann fyrir löngu þjóðkunnur fyrir ritverk sín. Bækur, sem hafa komið út, eftir Guðmund Halldórsson eru eftirtaldar: Hugsað heim um nótt, smásögur, 1966; Undir ljásins egg, skáldsaga, 1969; Hulduheimur, smá- sögur, 1976; Þar sem bændurnir brugga í friði, skáldsaga, 1978; Jörvagleði, skáldsaga, 1981; Sóleyj- arsumar, skáldsaga, 1989; og loks í afskekktinni, skáldsaga, 1990. Rit- verk Guðmundar fjalla aðallega um norðlenskar byggðir, sem hann á rætur sínar að rekja til. Hann lýsir þar ýmsu úr þeim sveitum og grípir oft skarplega til frásagnar af mann- legum örlögum á ýmsa lund. Allar eru bækurnar vel stílaðar og skemmtilegar aflestrar og veita jafn- framt allmikinn fróðleik. Sérstaka athygli mína vakti síðasta bók Guð- mundar, í afskekktinni, sem kom út rétt fyrir síðustu jól. Stíllinn á þeirri bók er einstaklega nákvæmur og listrænn, svo að af ber, og Guð- mundi hefir tekist að nota einatt nokkur fágæt orð og velja þeim rétta staði í textanum. Efni þessarar skáldsgöu er mjög athyglisvert og vel með það allt farið. Mér finnst hér vera um að ræða mjög gott lista- verk. Bragi Siguijónsson skáld hefir skrifað ritdóm um skáldsöguna í afskekktinni, og lýkur miklu lofsorði á þetta verk og fer viðurkenningar- orðum um höfundinn Guðmund Hall- dórsson. Ritdómurinn er vandaður og vel saminn og réttlátur, að mínum dómi, og ég veit, að Guðmundi þótti vænt um þau góðu orð frá slíkum manni sem Bragi Siguijónsson er. Þess má geta, að um nokkurra ára skeið sá Guðmundur Halldórsson um og ritstýrði blaðinu Einheija, sem gefið var út í Siglufírði. Enn fremur liggja eftir hann blaða- og tímaritsgreinar um stjórnmál, sam- göngumál og ýmislegt fleira. Guðmundur Halldórsson var um margt mætur maður. Hann var með afbrigðum hreinskilinn og hrein- skiptinn. Gat þessi lyndiseinkunn hans stundum valdið misskilningi, einkum hjá ókunnugum og svo þeim, sem skorti nægan skilning. Fals og smjaður var honum fjarri skapi. Hann var mjög vandaður og heiðar- legur maður, sem vildi gera það, er hann taldi rétt, og bera sannleikan- um vitni. í samræmi við þessa eigin- leika var vinátta hans traust og ein- læg. Ég átti því láni að fagna að kynnast Guðmundi, eftir að hann fluttist til Sauðárkróks, og og þróað- ist sá kunningsskapur í góða vínáttu milli okkar. Við hittumst oft, meðan ég var á Sauðárkróki, og áttum þá einatt gott tal saman. Það var oft ánægjulegt að sitja með honum yfír te- eða kaffibolla og spjalla saman. Auk þess gat hann verið ráðhollur, ef á þurfti að halda. Eftir að ég flutt- ist brott frá Sauðárkróki fækkaði skiljanlega samverustundumm okk- ar, en ég fylgdist með Guðmundi, eftir því sem ástæður leyfðu, og stundum áttum við símtal saman. Ég kveð nú þennan vin minn með söknuði og þakka honum ánægju- stundir og góðar endurminningar. Við hjónin vottum Þórönnu og Sigrúnu og öðrum' vandamönum innilega samúð og óskum þeim alls góðs á ókomnum árum. JÓh. Salberg Guðmundsson í dag verður Guðmundur Hail- dórsson, skáld frá Bergsstöðum, borinn til moldar. Hann kvaddi óvænt og alltof snemma og í bijóst- um okkar vina hans ríkir harmur og eftirsjá. Guðmundur var fæddur á Skotta- stöðum í Svartárdal 24. febrúar 1926. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir og Halldór Jóhann- son. Þau fluttu að Bergsstöðum og við þann bæ kenndi Guðmundur sig æ síðan. Guðmundur nam við Reykjaskóla í Hrútafirði og stundaði síðan um árabil búskap í félagi við foreldra sína og verkamannavinnu víða um land. Guðmundur unni sveit sinni mjög en var þó ekki á réttri hillu. Hugur hans stóð til skáldskapar og ritstarfa miklu fremur en til búskap- ar eða íhlaupavinnu. Fljótlega fóru að birtast smásögur eftir Guðmund í blöðum og tímaritum. Margt af þessum sögum Guðmundar eru lista- vel gerðar og mátti öllum ljóst vera að þar var kominn fram marktækur rithöfundur. Guðmundur hafði gjarnan atburði og persónur úr dag- legu lífí og samtíð sinni til hliðsjónar við sögugerðina. Hann var ákaflega skyggn og hafði mjög skarpt og nákvæmt auga fyrir blæbrigðum mannlífsins og sérlega gott vald á íslensku máli til að koma hugsun sinni á framfæri. Guðmundi var einkar lagið að segja sögu með minn- isverðum hætti og tilsvör hans gátu verið mjög meitluð og markviss. Hans heimur var nánasta um- hverfí og reynsla. Þrátt fyrir að Guðmundi lánaðist að skrifa margt stórvel þa'tel ég það mikinn skaða að Guðmundur þurfti að strita fyrir brauði sínu í stað þess að nema meira og heyja sér ijölbreyttari reynslu. Guðmundur var hins vegar mætur fulltrúi alþýðumenningar sem hýsir þrá til listsköpunar þótt henni yrði eingöngu sinnt í hjáverkum með fullkomlega óskyldum hversdags- störfum. Guðmundur var félagslyndur maður og félagsskapur hans var eftirsóknarverður. Hann átti lengi sæti í stjórn félags ungra framsókn- armanna í Austur-Húnavatnssýslu, var félagi í Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps og formaður kórsins um árabil. Gegndi hann því starfi með áhuga og stundum glæsibrag. Þá átti Guðmundur lengi sæti í stjórn Veiðifélagsins Blöndu. Bergsstaðafólk hætti búskap og flutti til Blönduóss. Guðmundi var 27 eftirsjá að sveit sinni og kenndi víða þess söknuðar. Árin liðu, Guðmund- ur var lausamaður og stundaði vinnu víða, t.d. vélavinnu hjá búnaðarsam- bandinu á sumrum. Árið 1969 eignaðist Guðmundur Þórönnu Kristjánsdóttur í Bólstað- arhlíð hina ágætustu konu. Fluttu þau til Sauðárkróks og settu þar saman heimili og eignuðust eina dóttur, Sigrúnu. Mikil breyting varð þá á högum Guðmundar, hann unni konu sinni mjög, hún var honum bæði skjól og styrkur og í hönd fóru góð ár og hamingjurík hjá báðum. Guðmundur varð starfsmaður Sjúkrahúss Skag- firðinga og bókavörður þess. Átti hann mjög gott samstarf við vin sinn Sæmund Hermannsson sjúkrahús- ráðsmann. Frá hendi Guðmundar komu eftir- taldar bækur, smásagnasafnið „Hugsað heim um nótt“ 1966 og „Haustheimtur" 1976 og skáldsög- urnar „Undir ljásins egg“ 1969 „Þar sem bændurnir brugga í friði“ 1978 „Jörvagleði“ 1981 „Sóleyjarsumar" 1989 og „í afskekktinu“ 1990. Þá birti hann auk þess margar smásög- ur í blöðum og tímaritum. Hafa skáldsögunar sömu einkenni og smásögurnar, málsnilld og skyggni höfundarins, eru myndræn- ar og lifandi. Guðmundur hafði mik- inn áhuga á stjórnmálum, tilfinn- inganæmur og fórnfús en hann tók andbyr mjög nærri sér. Ákvað hann því að draga sig í hlé frá beinni þátttöku í stjórnmálum. Ég er hon- um ævinlega þakklátur fyrir mikil- væga hvatningu og uppörvun um það leyti er stjórnmál urðu aðalvið- fangsefni mitt og dýrmætan stuðn- ing þegar ég hef verið í vanda stadd- ur. Nú er Guðmundur allur. Ég votta Þórönnu og Sigrúnu samúð mína, þeirra missir er mikill. Við, vinir Guðmundar, þökkum samfylgdina og sjáum á bak stórheiðarlegum gáfuðum og góðum manni. Páll Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.