Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991 Dýr tilraun eftir Grím Valdimarsson í Innansveitarkroniku segir Hall- dór Laxness um íslendinga að þeir „verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjama máls“. Það er ekki laust við að marga setji a.m.k. hljóða þegar komið er að kjarnanum í málefnum fiskeldis- ins í landinu sem eru til umræðu þessa dagana. í kvöldfréttunum sagði þulurinn, að með fiskeldinu töpuðust sennilega um 9 þúsund milljónir króna. Tölfræðingurinn, sem gerði dæmið upp, sagði að van- þekking hafi verið á öllum þáttum eldisins þegar farið var af stað. Menn hafi vonað að hlutimir björguðust einhvern veginn þegar af stað væri komið. Forsætisráðherrann sagði að fisk- eldið væri .dæmi um það hve illa hafi verið staðið að ýmsu í atvinnu- málunum hjá okkur. Hugsanlega legði ríkið fram 300 milljónir króna til að unnt yrði að reka nokkur þess- ara fyrirtækja sem tilraunastöðvar en ekki væri útséð um árangurinn. í greiningu fiskeldisdæmisins kemur fram, að sá þekkingargrunnur sem við byggðum á hafi verið mjög veikur hvað varðar eldi við íslenskar aðstæður, kynbætur á eldisfiskf sjúkdómafræði og markaðsmál. Á þetta var bent með mjög afdráttar- lausum hætti af Rannsóknaráði ríkis- ins árið 1986 og varað við því að fara geyst af stað út í þessa áhættu- sömu atvinnugrein. Rannsóknir vantaði á ýmsum líffræðilegum þátt- um sem eldið hér á landi hlyti að byggjast á. Samlíkingin við Noreg ætti engan rétt á sér. Hér væri ver- ið að glíma við allt aðrar aðstæður og í flestum tilfellum með aðra og lítt rannsakaða stofna. Þá var vakin athygli á því að hvergi hefði verið sýnt fram á hagkvæmni þeirrar teg- undar eldis sem verið var að ráðast í hér á landi. Einnig má minna á skrif dr. Bjöms heitins Jóhannesson- ar, sem í fjölda greina og rita benti á það hve matfiskeldi í strandeldis- stöðvum yrði kostnaðarsamt. Einnig taldi hann að aðeins fáir staðir á íslandi kæmu til greina fyrir kvía- eldi, m.a. vegna lágs sjávarhita. Með tilraunum, sem hefðu kostað brot af 9 milljörðum króna, hefði sennilega verið unnt að leggja grunn að íslenskri stórframleiðslu á eldis- fiski. En áætlanir um rannsóknir í fiskeldi hafa vægast sagt fengið dau- far undirtektir á undanfömum árum. Rannsóknaáætlun um fiskeldi, sem lögð var fram 1986, var eins og áætlanirnar um rannsóknir á sviði líftækni, 1985, upplýsingatækni, 1987, og sjálfvirkni í fiskvinnslu, 1987, vísað til afgreiðslu í Rannsókn- asjóð Rannsóknaráðs. Samtímis lækkaði fjárveitingavaldið framlög Grímur Valdimarsson til sjóðsins um 40% að raungildi frá 1985-1990 og um 30% miðað við framlagið í ár. í ár hefur sjóðurinn alls 110 millj- ónir til ráðstöfunar til allra atvirmu- greina. Hmn fiskeldisins nú stafar fyrst og fremst af því að það byggist á of veikum þekkingargrunni. For- sendumar hafa hreinlega ekki verið NORDTEL, samtök póst- og sím- amálastjóra á Norðurlöndum héldu 82. ráðstefnu sína í Reykja- vík dagana 19. - 21. júní. Á ráð- stefnunni var lagt mat á starf samtakanna undanfarin tvö ár og lögð á ráðin um starfsemina framundan. Ólafur Tómasson póst og síma- málastjóri stýrði ráðstefnunni en hann hefur gegnt formennsku í Nordtel undanfarin tvö ár. í frétta- tilkynningu frá ráðstefnunni kemur m. a. fram að nú hafi verið gengið „Hrun fiskeldisins nú stafar fyrst og fremst af því að það byggist á of veikum þekkingar- grunni.“ lagðar enn. Þar sem þekkinguna vantaði ætluðu menn að geta í eyð- umar eða kaupa hana erlendis. Þeg- ar á reyndi dugðu erlendu lausnirnar einfaldlega ekki við okkar aðstæður og það mátti sjá fyrir. Skrif af þessu tagi fiokkast ekki undir það að vera vitur eftir á. Það eru algild sannindi að rannsóknir og tilraunastarfsemi (í hóflegri stærð!) er ódýrasta aðferðin til að sannreyna nýjungar í atvinnulífinu. Þessi sann- indi eiga hins vegar erfitt með að síast inn í þjóðarsálina, því framlög okkar til rannsókna eru ennþá með því lægsta sem þekkist meðal ná- grannþjóðanna. Sem hlutfal! af þjóð- artekjum leggja íslendingar um 0,8% í rannsóknir, Danir 1,5%, Svíar 2,4%, Þjóðverjar 2,5% svo nokkur dæmi séu tekin. Á sama tíma og aðrar þjóðir marka pólitíska stefnu um að auka framlög til rannsókna til eflingar atvinnulíf- inu þá stöndum við nánast í stað. En að sjálfsögðu höfum við ekki efni frá samningum um gagnkvæm af- not af gervihnattajarðstöðvunum í Eik í Noregi og Blaavand í Dan- mörku, og gera menn sér vonir um að það hafí í för með sér aukið öryggi sjófarenda á þessu svæði. Auk þess hafi orðið einhugur um að norrænu samtökin ættu sam- vinnu um að kynna sjónarmið Norð- urlanda í alþjóðasamskiptum um póst og símamál. Ólafur Tómasson lætur nú af formennsku í Nortel og við af hon- um tekur Hans Wúrtzen frá Dan- mörku. á því að auka atvinnurannsóknir hér á landi ef við höldum áfram að gera einstakar tilraunir í stíl við fiskeldist- ilraun fyrir 9 milljarða eða Kröflutil- raun fyrir hálfu hærri upphæð. En hvað er þá til ráða? Á kannski að grípa til óyndisúrræða eins og gert var þegar við klúðruðum loð- dýraeldinu í fyrsta sinn og Alþingi setti lög fljótlega eftir stríð sem bönnuðu allt loðdýraeldi í landinu? Nei, svo langt erum við þó líklega komin á þróunarbrautinni. Við eigum einfaldlega að efla rannsóknir á þessu sviði, vinna heimavinnuna. Það sýnir sig nefni- lega (og þarf ekki að koma á óvart) að þær fiskeldisrannsóknir sem ráð- ist hefur verið í á undanförnum árum skila smám saman þeirri þekkingu sem þarf til að byggja upp þessa atvinnugrein hér á landi. Kynbætur á íslenskum laxi og bleikju eru farnar að skila árangri, menn eru að ná tökum á ótímabærum kynþroska laxfiska, markverður árangur hefur náðst í að halda nýrna- veiki í skefjum, fóðrunartilraunir hafa gefið til kynna með nýjum hætti að unnt sé að meta gæði fisk- mjöls sem notað er í fóðrið, tilrauna- eldi á sjávartegundum horfir ágæt- lega og þannig mætti lengi telja. Nú er hafín bygging sérstakrar rannsóknastöðvar í fisksjúkdómum að Keldum. Reyndar hefur heyrst sú skoðun að hætta eigi við þessar fram- kvæmdir þar sem forsendur fyrir fi- skeldinu séu brostnar. Skyldi þetta vera landlæg skammsýni? Það er enginn vafi á því að vægi eldisfisks á heimsmarkaði á eftir að stóraukast á fiskmörkuðum á næstu áratugum. Af fiskafla heimsins eru eldisafurðir nú þegar yfir 10% og fara vaxandi. Þekkingu á þessu sviði fleygir ört fram víða um lönd. Við höfum allar aðstæður til að geta staðið framarlega í fiskeldi. En leiðin að nýjum vandasömum atvinnugrein- um er ekki bein og breið heldur krók- ótt og seinfarin. Látum því Kröflu og fiskeldið okkur að kenningu verða. Eflum rannsóknir!! Höfundur er forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins ogá sæti í Rannsóknaráði ríkisins. -----*-*-t-- Samsýning í Slunkaríki í Slunkaríki á ísafirði verður opnuð samsýning á verkum Frans Jacobi frá Danmörku og Anders Krger frá Svíþjóð nú laugardaginn 22. júní. Báðir þessir norrænu myndlistar- menn eru myndhöggvarar í orðsins víðasta skilningi og eru úr röðum yngri myndlistarmanna í heima- landi sínu. Sýning þeirra í Slunk- aríki mun standa til 7. júlí nk. Sigling Leifs Eiríkssonar heiðruð með ferð Gaiu —sagði Knut Utstein Kloster við komu skipsins hingað til lands „TILGANGURINN með ferð vík- ingaskipsins Gaiu vestur um haf er að heiðra minningu þess sem gerðist fyrir þúsund árum þegar Islendingurinn Leifur Eiríksson, sonur Norðmannsins Eiríks rauða, sigldi til Ameríku senni- lega fyrstur allra Evrópubúa," sagði Knut Utstein Kloster í ræðu sem hann hélt við komu skipsins hingað til lands á þjóð- hátíðardaginn. Kloster er norsk- ur útgerðarmaður sem kostar ferð skipsins ásamt stjórnvöld- um ísiands og Noregs. Kloster talaði um það í ræðu sinni að auk þess að heiðra minn- ingu löngu liðinna atburða væri tilgangur ferðarinnar að undir- strika það að mannkynið væri í raun aðeins lítil flölskylda sem ætti það sameiginlega markmið að öðlast betri heim. Gaia siglir undir íslenskum og norskum fánum og áhöfn hennar er bæði íslensk og norsk. „Norski fáninn hefur fram til þessa verið á stjórnborða, þar sem skipið var upphaflega skráð í Noregi. Upp frá þessu færist hann hins vegar aftur á bakborða en íslenski fáninn fram á stjórnborða og skipið verður frá og með þessum degi skráð á ís- landi,“ sagði Kloster. Við komu skipsins gaf Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, víkingaskipinu nafnið Gaia. „Fyrir hönd allra þeirra sem gert hafa ferð Gaiu að veruleika langar mig að leggja áherslu á það hversu hreykin við erum af því að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, skuli vera guðmóðir skipsins," sagði Knut Utstein Kloster, að lok- um. Hr L ' 1 j '*^*vH*| Ít*'' * im 1 tiíiinrmif L..WWT Morgunblaðið/Sverrir Þátttakendur í ráðstefnu norrænna póst- og símamálastjóra. Norrænir póst- og síma- málastjórar þinga Blásól Meconopsis betonicifolia Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 209. þáttur Blásól er náskyld draumsóleyj- um. Hún er ættuð frá Tíbet úr Himalajafjöllunum. Blásólin er stundum nefnd „valmúasystir" eða blár valmúi. Þetta eru fagrar jurtir, blöðin grágræn og hærð, hjartalaga við stilkinn. Fyrri hluta sumars, oftast í júnílok, teygja 40-80 cm langir blöðóttir stilkar sig upp úr aðal blaðhvirfingunni og bera himinblá stór yndisleg blóm sem að lögun líkjast draum- sóleyjum. Önnur litaafbrigði eru til svo sem. hvít og fjólulit, gul mega heita fágæt. Blásól unir sér vel í skuggsæl- um tijábeðum. Blásólin er fögur í blómi og þrífst vel í góðri garðmold en kýs helst rakan og frekar skuggsælan stað í garðinum. Hún er harðger og auðveld í ræktun þegar hún á annað borð er komin á legg. Auð- velt er að fjölga henni hvort held- ur er af fræi eða með skiptingu. Hún þroskar hér fræ sem best er að sá svo snemma árs sem við verður komið, setja fræpottana út og láta þá fijósa og eru hafðir úti í 6-8 vikur. Þá má taka þá inn og spírar þá fræið venjulega vel á um það bil þrem vikum. Hafa þarf gott auga með ungplöntunum í uppvextinum, einkum þarf að gæta þess að láta þær ekki blómstra of ungar. Af hverri þeirri sáðplöntu sem teygir stöngul frá einni hvirfíngu þarf að skera burt stöngulinn áður en hann nær að hækka til muna. Nái plantan að blómstra á fyrsta ári deyr hún að blómgun lokinni, verður ekki fjölær. En til þess að blásól verði fjölær má ekki láta hana blómstra fyrr en hún hefur myndað a.m.k. tvær blaðhvirfingar eða með öðr- um orðum myndað hliðarvöxt. Ef þessa er gætt verður hún örugg- lega fjölær og getur lifað árum saman harðgerð og árviss í blómi — og augnayndi er hún í blóm- skrúði sínu. Nokkur ræktunarafbrigði af meconopsis hafa verið reynd hér á landi svo sem Mec. horridula — þyrniblásól — með dekkri blóm en hin og brúnleitan blæ, og Mec. cambrica — gulsól — mjög blóm- sæl og falleg. En gulsólin sáir sér svo freklega að sé þess ekki gætt að skera burt fræbaukana getur hún auðveldlega orðið illgresi sem hlýtur að teljast óæskilegt í garða. Hún á þó til að bera fyllt blóm sem ekki sá sér að neinu ráði og eru þær plöntur glæsilegar og eftirsóttar í garða. S.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.