Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 18

Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Master floor Níðsterkt parket kr. 2.669,— fm. Þolir Þolir vatn og fitu vindlingoglóð Umhverfis- Eldtefjandi verndandi PARKET Gegnheilt-svissneskt gæðaparket pússað og lakkað Eik Beyki Askur Merbau verð frá 2.200,— WC með liarðri setu kr /3.900,- Handlang á fæti kr. 2.300,— Baðkör 170x70 kr ?t.600,- íák3U3STAFELL Bildshöfða 14,112 Reykjavík, símar 91-672545/676840. Takið sönsum, félagar Opið bréf til ráðherra Alþýðuflokksins eftir Ólínu Þorvarðardóttur Frelsið er fagurt hugtak, enda eitt af hornsteinum jafnaðarstefn- unnar. Þetta vitið þið manna best sem kjörnir málsvarar sömu stefnu. Hún er það dýrmætasta sem þið höfðuð með í farteskinú inn í núverandi stjómarsamstarf að viðbættu ómetanlegu trausti samheija ykkar í Alþýðuflokknum. Og menn voru tilbúnir að teygja sig æði langt — og teygðu sig reyndar æði langt — til þess að flokkurinn kæmist til áhrifa með þessum hætti, og gæti með því móti komið ákveðnum grundvallar stefnumiðum á framfæri við stjómun landsins. Þjónustugjöld eða skattar? Skömmu eftir stjórnarmyndun tóku þó váleg tíðindi að berast um fyrstu aðgerðir nýstofnaðrar ríkis- stjórnar og um leið var stigið óvænt skref í heilbrigðismálum á íslandi. Sjálfur heilbrigðisráðherra jafnaðarmanna lét þau boð út ganga að nú væri tímabært að umbylta gervöllu lyfjasölukerfi landsmanna. Það væri allsendis ótækt að menn gætu bara brutt rándýr meðul í tíma og ótíma, á kostnað samfélagsins — og tíma- bært að kenna alþýðu þessa lands hvar „Davíð keypti ölið“. Ekki nóg með það, heldur kæmi einnig vel til greina að taka upp sjúkrahús- gjöld. Ég held það sé ekki ofmælt að mörgum alþýðuflokksmönnum hafi verið nokkuð brugðið við þessa óvæntu stefnumótun, ekki síst í ljósi þess að í stefnuskrá Alþýðuflokksins sem flaggað var fyrir síðustu kosningar segir orð- rétt að ,jafn aðgangur allra lands- manna að heilbrigðisþjónustu sé einn af hornsteinum jafnvægis í byggð landsins“. En þá kom annað reiðarslag. Menntamálaráðherra greip til nið- urskurðar á lánafyrirgreiðslu námsmanna með dyggum stuðn- ingi ráðherra Alþýðuflokksins, og skömmu síðar tilkynnti ráðherr- ann að sökum afleitrar stöðu ríkis- sjóðs væri óhjákvæmilegt annað en taka upp skólagjöld, til þess að standa undir ómældum kostn- aði af rekstri menntakerfisins. Var nú beðið í nokkru ofvæni eftir viðbrögðum ykkar, ágætu ráðherrar við slíkum og þvílíkum hugmyndum — og menn spurðu hvort ekki væri nóg að gert með skerðingu námslána þó ekki væri nú farið að skattleggja venjulega framhaldsskólanemendur. En sú bið var til einskis. „Menn skulu ekki halda að þeir eigi alla þá þjónustu sem hið opinbera veit- ir,“ sagði formaður flokksins í sjónvarpsviðtali á miðju sumri. Heilbrigðisráðherra tók heilshugar í sama streng og bætti við að þeim sem njóta þjónustunnar beri að greiða fyrir hana, annað sé ekki sanngjarnt. Inn í þennan rökstuðn- ing var svo vafið nýju hugtaki: „Þjónustugjöldum.“ Stjórnarherr- arnir höfðu nefnilega lofað því fyrir kosningar að halda sköttum í lágmarki og þess vegna var alls ekki verið að hækka skatta, sögðu þeir. Það væri „bara“ verið að taka upp þjónustugjöld. Og ekki nóg með það — allt.var þetta síð- an fært í nýjan búning og kallað „niðurskurður“. Niðurskurður í formi þjónustugjalda, hefði ein- hverntíma verið nefndur tekjuöfl- un á íslensku. Sú tekjuöflun er í raun og veru ekkert annað en skattaheimta — þó hún heiti þjónustugjöld — og hún kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, því þjónustugjöld taka ekki tillit til aðstæðna eða efnahags. „Frelsi“ hverra? Nú vaknar ein spurning: Fyrir hvað er almenningur að greiða í formi skatta og hvað ætti að greiða í formi þjónustugjalda? í mínum huga, og trúlega flestra jafnaðarmanna er skattkerfíð til þess að tryggja velferð og mannúð Ólína Þorvarðardóttir „Heilbrigð og menntuð þjóð er vissulega grundvöllur farsæls at- vinnulífs og blómlegs efnahags. Heilbrigði og menntun eru fjöregg hverrar þjóðar — og helgasta skylda allra jafnaðarmanna er ein- mitt sú að vernda það fjöregg. Verið minnug- ir þessa ágætu ráðherr- ar og samflokksmenn, áður en þið takið upp þá stefnu að mennta- kerfið skuli fjármagnað með skólagjöldum eða að hinir veiku greiði sjálfir fyrir sjúkdóm sinn.“ í þjóðfélagi þar sem sumir eiga meira en aðrir. Grundvallarhugs- unin er sú að allir þegnar beri sameiginlega ábyrgð á velferð og lífí hvers annars. Þess vegna köll- um við okkur siðmenntað fólk í samfélagi þar sem hinn sterki styður þann veika, og sá sem mik- ið á lætur eitthvað af hendi rakna til að tryggja lágmarksöryggi hins sem minna á. Þess vegna höfum við aflagt þann sið sem tíðkast í frumstæðum samfélögum að bera aldraða og veika út á isinn til þess að deyja drottni sínum þar. Við virðum nefnilega „frelsi“ hins veikburða og rétt hvers einasta einstaklings til að lifa og vera með; hafa skoðanir; njóta mennt- unar; og aðhlynningar í veikindum og erfiðleikum. Þannig tókst okkur að útrýma ólæsi, menntunars- korti, drepsóttum og óþrifnaði — vegna þess að við létum okkur varða afdrif þeirra sem minna mega sín, og við tókum samfélags- lega ábyrgð á öryggi hvers annars. Þetta eru helgustu sjónarmið velferðar- og lýðræðisríkja hins siðmenntaða heims, og þá grund- vallarstefnu hafa sósíaldemó- kratar sett fram í þrem orðum: frelsi, jöfnuður og réttlæti. Við erum nefnilega að tala um frelsis- hugtakið hérna, og það er ansvíti hart þegar helstu málsvarar frels- isins taka sér það fyrir hendur að skerða m.a. frelsi ungs fólks til náms. Má ég gerast svo djörf, kæru félagar, að minna ykkur enn á stefnuskrá Alþýðuflokksins, þar sem segir: „Tryggja þarf öllum þjóðfélagsþegnum jöfn tækifæri til mennta. Þetta felur í sér að aðgangur að menntakerfinu sé ekki bundinn fjárráðum eða fé- lagslegum aðstæðum og rík áhersla sé lögð á þýðingu mennt- unar í þjóðlífinu. “ Hvernig getur það gerst, að forystusauðir eina jafnaðarmann- aflokksins á íslandi láta sér það um munn fara að þegnar þessa lands eigi ekki þá þjónustu sem þeir geta ekki greitt fyrir á þeirri stundu sem þeir þarfnast hennar? Hveijir eiga þjónustuna? Hafa skattþegnarnir ekki þegar greitt fyrir þá þjónustu sem þeir kunna að þarfnast síðar á lífsleiðinni? Hafa þeir ekki greitt fyrir mennta- Rabgreibslur Samkvæmisdansar: standard og suður-amerískir Barnadansar - Gömlu dansarnir Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar KENNARAR I VETUR: Aliir aldurshópar velkomnir: Börn - Unglingar - Einstaklingar - Pör og hjón Starfsmannahópar - Félagasamtök ► Erlendir gestakennarar ► Kennum einnig úti á landi ► Seljum hina frábæru Supadance dansskó Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar / EMEnÍ&ffl Bolholti 6, Reykjavík s. 36645 JÓNSPETURSog KORU r í £ átt! Innritun í símum; alla daga kl. 12 - 21 1.-8. september Kennsia hefst 11. sept. Skírteini afhent í Bolholti 6 Eldri nemendur mán. 9. sept kl. 12-21 Nýir nemendur þri. 10. sept kl. 12-21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.