Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 21 Maríusystur koma Starf Maríusystranna eftir Magnús Björnsson Hinar evangelísku Maríusystur — hverjar eru þær? Systrasamfélag hinna evangelísku Maríusystra tilheyrir kirkjudeild mótmælenda, (evangelísk — lúther- skar). Systrasamfélagið á rætur að rekja til vakningar í biblíuhópum meðal unglinga á tímum loftárás- anna á Darmstadt í Þýskalandi árið 1944, er fjöldi fólks lét lífið. Upphafsmenn og leiðtogar eru Móðir Básilea Schlink og Móðir Mar- tyria Madauss. Eftir stofnunina árið 1947 byggðu systurnar með eigin höndu'm kapellu til boðunar ág til- beiðslu og síðar heimili fyrir systra- samfélagið. Mikið af byggingarefn- inu voru múrsteinar sem þær grófu úr rústunum í Darmstadt. Stofnféð var 30 þýsk mörk. En húsin voru reist skuldlaus. Allt fram á þennan dag hefur það verið og er systrunum skylda að ganga veg trúarinnar og vera Guði algjörlega háðar með allar nauðsynjar sínar. í bókinni, Þegar Guð svarar, er unnt að lesa meira um þennan veg trúarinnar sem hefur dýrð Guðs að stefnumarki, og um það, hvernig Hann hjálpar í smáu og stóru. Kapellan og systraheimilið var upphafið að dálitlum landskika milli Frankfurt og Heidelberg, sem nú er þekktur um heim allan undir nafninu „Kanaan“. Margir norrænir hópar og einstaklingar hafa heimsótt Kana- an á þessum árum — einnig nokkrir íslendingar, því þeir hafa heyrt að þar er endumýjun að fá. Þar reyna menn brot af því hver raunverulegt frelsið í Jesú Kristi er og hve Guð er mikill. Þar gefst innsýn í ríki Hans, því menn búa þar saman í sönnum kærleika, einingu og gleði. Kanaan er lifandi vitnisburður um „daglega iðrun og afturhvarf". Þær starfrækja m.a. eigin prent- smiðju og bókaútgáfu. Bækur Móður Basileu hafa verið þýddar á yfir 60 tungumál og eru lesnar í öllum hlut- um heims. A stöðum þar sem kristi- legar bækur eru fáséðar hafa þær með útvarpsdagskrám á mörgum tungumálum náð til fólks með fagn- aðarerindið. Þeta hafa m.a. flótta- menn frá Víetnam vitnað um. Á ís- lensku hafa verið þýddar bækurnar „Þegar Guð svarar“ og „Dýrmætara en gull“. Verkstæði framleiðir lofgjörðar- töflur, þ.e. töflur úr gervikvoðu sem þolir veðrun með biblíutilvitnunum, sálmaversum og öðrum kristilegum textum, sem benda á Guð, skapar- ann, og hafa þann tilgang að ná til manna úti í náttúrunni. Norrænu töflumar eru framleiddar í Noregi. Pjöldi taflna eru til á öllum norður- landamálum. íslensku töflurnar eru staðsettar við Goðafoss. Þingvalla- kirkju, á Bjargtangarvita á Horn- bjargi og í Vestmannaeyjum. Víðtæk ferðalög einkenna einnig starfsemi systranna. Þær heimsækja söfnuði og kirkjur sem óska eftir samkomum, helgarsamverum eða kyrrðardögum með biblíutímum og öðrum samverum, þar sem sýndar eru skuggamyndir og eigin kvik- myndir sem boða fagnaðarerindið á lifandi og markvissan hátt, og kalla til. skilyrðalausrar eftirfylgdar við Jesú Krist. Koma systranna til Norðurlanda Er starfsemi Marísystranna breiddist út um heim, komu óskir frá ýmsum löndum um að stofna lítil „Kanaan-samfélög". Nú eru 18 slík aðsetur í 16 löndum. Frá Noregi komu ítrekaðar óskir um að koma þangað. Fyrst bjuggu tvær þýskar systur í Danmörku í 11 ár, en þær gátu ekki til lengdar ann- að einar verkefnunum á Norðurlönd- um. Nú hafa ungar stúlkur frá Finn- landi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku gerst Maríusystur. Nokkrir vinir systranna fundu lít- inn stað í Arneberg í Noregi sem áður hafði verið gistiheimili og var til leigu. Hann virtist góð miðstöð Búnaður í Subaru Legacy er m.a. • Sítengt fjórhjóladrif og hátt og lágt drif. • 16 ventla vélar, 1.8 eða 2.2L • 14 tommu felgur. Dekk: 14 x 185. • Sjálfstæð gormafjöðrun á hverju hjóli. • Fimm gíra handskipting eða 4ra gíra sjálfskipting. • Aflstýri og veltistýri. • Samlæsing í hurðum og afturhlera. • Rafdrifnar rúður með öryggislæsingum. • Rafdrifnir speglar. • Höfuðpúðar á aftursætum. • Upphituð afturrúða með rúðuþurrku og sprautu. • Þvottasprautur á ökuljósum. • Aflhemlar, diskabremsur. • „Hill holder“ samtenging bremsu og kúplingar í brekku. • Útvarpsloftnet og hátalarar í hurðum. • Hæðarstilling ökuljósa í mælaborði. Aktu ekki út í óvissuna. - Aktu á Subaru. Subaru er náttúrukær. Ingvar Rflelgason hf Sævarhöfða 2 simi 91-674000 fyrir starfið á Norðurlöndum. Þangað flutti hópur systra 1980 og býr þar nú. Með þessari starfsmiðstöð og öðr- um slíkum hafa Maríusysturnar ekki í hyggju að mynda neinn nýjan söfn- uð. I Þýskalandi starfa þær innan evangelísk-iúthersku kirkjunnar, þó þær séu fjárhagslegar óháðar henni. Þær telja það sitt hlutverk að styrkja þá kristilegu starfsemi sem fyrir er og hjálpa til þess að undirbúa kristn- ina nú fyrir komandi þrenging- artíma, en einnig að vinna til trúar á Krist, menn sem þekkja hann fyrir. Þar sem mynd Guðs er nú á tímum svo skrumskæld í fjölmiðlum þá er það þeirra hjartans mál að fólk á okkar dögum fái að sjá hina sönnu „Þær telja það sitt hlut- verk að styrkja þá kristileg-u starfsemi sem fyrir er og hjálpa til þess að undirbúa kristnina nú fyrir kom- andi þrengingartíma.“ mynd Guðs og Jesú Krists í gegnum starf þeirra. Allt frá árinu 1969 hafa þær haft mikið ferðastarf með höndum á Norðurlöndum. Þær komu fyrst til Frá Kanaan, starfsmiðstöð Maríusystra í Darmstadt í Þýskalandi. íslands árið 1983. Komu þeirra hing- að undirbýr hópur sem kallar sig Kanaan-vini. Þann 5.-12. september næstkomandi munu Maríusystur heimsækja ísland. Opið mót verður helgina 6.-8. sept- ember í Ölveri undir Hafnarfjalli. Yfirskrift mótsins verður: Guð einum ber dýrðin. Á Austurlandi munu þær halda tvær kvöldsamkomur á Biblíu- skólanum Eyjólfsstöðum. Lokasam- veran verður svo í Safnaðarheimili Bústaðarkirkju miðvikudaginn 11. september kl. 20.30. Nánari upplýs- ingar um komu Maríusystranna er hægt að fá í síma 14327 og 17109. SUBARU LEGACY 4WD FRÁBÆR FERÐABÍLL til afgreiðslu strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.