Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 22

Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 3. SEPTEMBER 1991 Fiskveiðar, fisk- vinnsla, fiskeldi eftir Guðmund Stefánsson Kollsteypur þykja almennt ekki góð leið til atvinnuppbyggingar, en eru þó sú leið sem Islendingar hafa oft valið sér. Atvinnumálaumræða síðustu mánaða og missera er mjög af kollsteypuættinni og þyrfti að komast í var meðan gert er sjóklárt á ný. Margt af því sem sagt hefur ver- ið að undanförnu um fískeldi fínnst mér rista heldur grunnt. Halda mætti að það séu fullsönnuð vísindi að fískeldi sé vonlaust hér á landi. Eytt, eða öllu heldur sóað, hafí ver- ið í þetta 8-9 milljörðum og ekki vit að „tapa meira á þessari vit- leysu“-; En er málið þá ekki flókn- ara en þetta? Fortíðin Þegar miklar ákvarðanir á að taka er oft viturlegt að horfa um öxl og skoða fortíðina. Það er hins vegar verra ef höfuðið festist í aft- urhorfandi stöðu og ákvörðun um framtíðina er tekin á grundvelli þess sem var, en ekki þess sem á og þarf að verða. Þannig hygg ég þó að ákvarðanir um framtíð físk- eldis hér á landi séu teknar nú um stundir. Mikil mistök hafa átt sér. stað í uppbyggingu fískeldis og ætla ég ekki að hafa langt mál um það. Meginmistökin voru þó e.t.v. að á árunum 1960-1980 var nánast ekk- ert gert til að þróa greinina og undirbúa matfískeldi. Þegar við loksins tókum við okkur, þá æfluð- um við að sleppa undirbúningnum sem tók aðrar þjóðir 10-20 ár. Sagt er að 8-9 milljarðar króna hafa þegar tapast í fískeldi og að mál sé að linni. Þetta er ekki rétt. Þó einhveijir milljarðar hafí farið í fískeldi, þá eru þeir síður en svo tapaðir ef rétt verður á málum hald- ið. Mikið af þeim fjárfestingum sem lagt hefur verið í eru enn í fullu gildi og geta enn malað okkur gull. Það er nefnilega svo, að augljós mistök hafa verið gerð í fískeldinu, ekki bara í hönnun mannvirkja, heldur líka í eldinu sjálfu. í þessu sambandi má m.a. nefna að alltof mikill hluti þeirra sjó- gönguseiða sem sett hafa verið út hafa verið of léleg til að árangurs væri að vænta. Þá hafa margir þeirra stofna sem nýttir hafa verið til eldis ekki hent- að til þess. Um er að ræða ókyn- bættan íslenskan lax, sem verður kynþroska löngu áður en hann nær sláturstærð, auk annarra ágalla. Stoðgreinar fískeldisins hafa heldur ekki valdið sínu hlutverki og e.t.v. aldrei fengið til þess tæki- færi. Þær lentu strax í sömu erfíð- leikum og fískeldið sjálft. Þarna er um að ræða atriði eins og fóður, flutninga, umbúðir, slátrun, trygg- ingar, fjármagnsfyrirgreiðslu o.fl. Nútíðin Um mistök fortíðar þýðir þó ekki að fást. Þau eru orðin og verða ekki aftur tekin. Gullið tækfæri til atvinnuuppbyggingar gekk okkur úr greipum. Þar með er ekki satt að við eigum að gefast upp og leggja árar í bát. Sem betur fer fyrir íslendinga er ævintýrið bara rétt að hefjast og enn á miklu meira eftir að gerast en það sem þegar hefur gerst. Staða fískeldis væri önnur ef komist hefði verið hjá þessum mis- tökum. Úr mörgum þeirra hefur nú verið bætt og unnið er að úrbót- um á öðrum. Gæði sjógönguseiða eru orðin betri og fleiri stöðvar hafa tekið norska og valda íslenska stofna til eldis. Fóðurverð hefur á undanfömum árum lækkað veru- lega og mikið hefur áunnist í um- búða- og fiutningaþróun. Fjallað er um trygginga- og fjármögnunar- hliðina af meira raunsæi en var og svona mætti áfram telja. Með þessu er ekki verið að segja að nú sé ekkert að. Hins vegar er hér fullyrt, að margt mikilvægt er búið að lagfæra í íslensku fískeldi og enn eru mörg atriði sem hægt er að bæta. Auk þess að halda áfram á þeim sviðum sem að ofan eru talin má nefna að mikilvægt er að leggja meiri áherslu á orku- og vatnsbúskap fiskeldisstöðva. Við megum ekki vera feimin við að nota erlenda stofna til eldis (og kynbóta) meðan íslenskir eru ekki tilbúnir. Eftir stendur þó að verð á laxi er lágt og ekki útlit fyrir að það hækki að marki á næstunni. Því getum við ekki breytt, en ef við nýtum til hins ítrasta þá möguleika sem við höfum á hendi og eru í sjónmáli, þá getum við bætt fiskeld- ið verulega og verið tilbúin til að vera með í næsta kafla þegar tæki- færið kemur. Framtíðin Að sjálfsögðu^er óvisst hvað framtíðin ber í skauti sér. Þó er hægt að segja fyrir um ákveðna þróun og undir öllum kringumstæð- um verðum við nú að gera ráðstaf- anir og taka ákvarðanir sem munu móta þá framtíð sem óhjákvæmi- lega kemur. Því er spáð að eftirspum eftir fískmeti muni aukast verulega næstu ár og áratugi. Því er einnig spáð að mestum hluta aukningar- innar verði mætt með eldisafurðum en veiðar villtra físka muni að mestu standa í stað. Sé þetta rétt, er ekki spurning um hvort við ætl- um að stunda fiskeldi. Við einfald- lega verðum. Og það er annað sem taka þarf með í reikninginn. Við getum ekki reiknað með að verð á fískmeti hækki stöðugt í framtíð- inni og tekjur okkar þannig aukist þó veiðar standi í stað. Eldisafurðir hafa nú þegar, og munu í framtíð- inni enn frekar, hafa áhrif á verð sjávarafurða. Því miður fyrir okkur, áhrif til lækkunar. Mikið magn eldisrækju hefur þegar haft veruleg áhrif á rækju- verð í heiminum og þetta hefur m.a. komið við íslenskar rækju- vinnslustöðvar. Við þekkjum verð- fallið á laxi sem hefur í raun eyði- lagt þann góða markað sem var fyrir villtan lax, en skapað annan þar sem eldislaxinn stjórnar öllu. Nú er lúðuklak að verða að raunver- uleika hér á landi og innan fárra ára mun framboð á eldislúðu hafa áhrif á yerð villtrar lúðu. Enginn trúir því að þau áhrif verði til hækk- unar. Hins vegar mun verð á eldisl- úðu verða hærra fyrstu árin en verður í framtíðinni og til allrar hamingju er útlit fyrir að við getum ásamt öðrum fleytt ijómann af þeim markaði, gagnstætt því sem var með laxinn. Það vakna fleiri spumingar og hver svör við þeim verða skiptir íslendinga miklu máli. Hver verður t.d. staða þorsksins eftir tíu ár? Þorskeldi er þegar hafíð og aukist Guðmundur Stefánsson „Fiskeldi er í örri þróun og ef einhver glóra á að vera í þessu af okkar hálfu, þá verðum við að þróa okkar eigið fisk- eldi, aðlagað okkar landi og landkostum, veðurfari, hagsmunum og vilja.“ það mikið hvaða áhrif mun það þá hafa á þorskverð og afkomu okkar aðalatvinnugreinar og alls þjóðar- búsins? Miklar breytingar hafa orðið í fískeldi í okkar heimshluta undanf- arin 10 ár og fyrir áratug sá enginn þær fyrir. Næstu tíu ár má reikna mað að breytingarnar verði enn meiri. Þessar breytingar munu hafa veruleg áhrif á stöðu okkar og gætu auðveldlega rýrt hag okkar ef við tökum ekki þátt í þeim. Verum framsýn Nú er talað um að draga mjög úr fískeldi og þeir sem lengst vilja ganga telja rétt að halda 3-4 físk- eldisstöðvum gangandi að hluta, til að halda við verkþekkingu! Hér er bara ekkert um að ræða að „halda við“ verkþekkingu. Fiskeldi er í örri þróun og ef einhver glóra á að vera í þessu af okkar hálfu, þá verð- um við að þróa okkar eigið fisk- eldi, aðlagað okkar landi og land- kostum, veðurfari, hagsmunum og vilja. Reynslan af laxeldinu ætti að hafa kennt okkur að það þýðir ekk- ert að gera bara eins og aðrir gera og aðrir segja. Þess vegna er ekki um annað að ræða að halda áfram — eða heinlega hætta. B ALLET KL ASSISKUR BALLET Kennsla hefst 16. september. Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4ra ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 72154 frá kl. 11-19. Skírteini verða afhent laugardaginn 14. september á eftirtöldum tímum: Forskóli 4-6 ára kl. 12-14. • 7 ára og eldri kl. 14-16. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING, RUSSIAN METHOD. Félag íslenskra listdansara. BRLLET5KÓU 5IGRÍORR RRmRfin SKÚLACÖTU 32-34 8-9 milljarðar Ég er ekki í vafa um að við eig- um mikla möguleika í fískeldi. Hvorki ég né nokkur annar neitar því að 8-9 milljarðar eru miklir peningar. Allar svona stærðir þarf þó að skoða í réttu samhengi. Mið- að við að öll þessi summa sé töpuð (sem er þó fjarri lagi), þá svarar það til ca. 16-18 skuttogara. Ef það er líka rétt að fiskiskipastóllinn sé um 30% of stór, þá svarar það til um 30 togara, eða nærri helmingi stærri upphæðar. Málið er hins veg- ar að svona talnaleikur er hárla marklaus og til lítils. Það skiptir ekki mestu máli nú hvað gert hefur verið, því verður ekki breytt. Það sem skiptir máli er hvað hægt er að gera, hvað rétt er að gera og að láta síðan verða af því! Ef hægt er að reka fískeldis- stöðvamar þannig að þær hafí fyrir breytilegum kostnaði, þá borgar sig að halda áfram. Ef þær hafa nú fyrir breytilegum kostnaði, þá munu þær skila meiru í framtíð- inni. Rekstur þeira hefur batnað og hann mun batna enn. Verði hins vegar látið staðar numið nú, þá erum við að kasta frá okkur miklum möguleikum í fram- tíðinni. Verði starfsemi fískeldis- stöðva lögð niður fara þær einfald- lega „í eyði“. Það mun verða atgerv- isflótti úr greininni og á skömmum tíma munu stöðvarnar grotna niður og eyðileggjast. Dælur munu ryðgja, leiðslur fyllast af óhreinind- um, ker springa o.s.frv. Þetta væri sannkölluð eyðibýlastefna. Við slík- ar aðstæður verður vonlaust að „halda við“ verkþekkingu í grein- inni, hvað þá stunda eitthvert þró- unarstarf. Margar leiðir - ein stefna Nú stendur fyrir dymm endur- skoðun fískveiðistefnu okkar ís- lendinga. Raunar á að gera meira en það, því ætlunin er að móta nýja stefnu í sjávarútvegsmálum, þ.e. bæði veiðum og vinnslu. Þo málefni fískeldis falli undir landbúnaðarráðuneytið, þá held ég að þau eigi einmitt heima í þessari endurskoðun, einkum ef verið er að móta stefnu til framtíðar. í þess- um málum höfum við ekki efni á að rasa um ráð fram. Hættum að hugsa um þessa 8-9 milljarða sem þegar er búið að eyða. Það kann vel að vera að við verðum að veija 1-2 milljörðum til viðbótar til að ná þessum hlutum í sæmilegt lag, en í framtíðinni munum við fá það „tífalt, tífalt" til baka. Því mun framsýni okkar og dugnaður skila ef við vinnum heimavinnuna og vel tekst til við mótun sjávarútvegs- stefnunnar — stefnu í fískveiðum, fískveinnslu — og fískeldi. Höfundur er framkvæmdustjórí Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. á Akureyrí. Dags. 3.9.199 l.NR. 48 5414 8300 0362 1116 5414 8300 2013 1107 5414 8300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5421 72** | Ofangremd kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. Iinnm ilTM L- CAAA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.