Morgunblaðið - 03.09.1991, Qupperneq 23
MORGIJNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMRER 1991
23
Meira um fiskveiðar og vinnslu
eftirKarl Ormsson
Þær vangaveltur mínar uni fisk-
veiðar, meðferð afla o.fl. sem ég
hefi skrifað í Morgunblaðið að und-
anförnu hafa eingöngu verið ætlað-
ar til þess að vekja okkur til um-
hugsunar um að fá verðmætari og
meiri afla upp úr sjónum, skapa
umræðu um meðferð afla, sem fer
ört þverrandi ef til vill vegna þess
af því að við kunnum okkur ekki
hóf, förum illa með mikil verðmæti
sem hægt er að bjarga með því að
hætta að henda svoná gífurlegum
verðmætum í sjóinn aftur. Nú hafa
ijölmargir aðilar skrifað að undan-
förnu um svipað efni svo margir
hafa af þessu miklar áhyggjur.
Þannig að ég er sem betur fer ekki
einn um þær. Nær daglega er skýrt
frá því í íjölmiðlum að skip koma
að landi með svo og svo mikinn
afla, sem gerir kannski helmingi
meiri afla upp úr sjó, stundum
meira, er nokkur glóra í þessu? Það
er svo langt frá því að ég hafi ætl-
að að finna einhvern blóraböggul í
þessu máli, þetta er löng sorgarsaga
og síst hefur mér dottið í hug að
kenna sjómönnum eða útgerð um
þetta fyrirbæri. Við verðum einfald-
lega öll að horfa í eigin barm, hvað
get ég gert til að laga þetta? Jú,
óneitanlega horfir maður helst til
þingmanna okkar og stjórnvalda.
Það þarf nefnilega ekki nema ein-
falda stjórnvaldsaðgerð til að banna
þessa meðferð á afla. Þekktir afla-
menn hafa vakið athygli á því að
það er ekki hagur sjómanna að
koma með lélegt hráefni sem dregst
beint frá kvóta þeirra. Það verður
að breyta kvótalögunum þannig að
sjómenn vinni með okkur í þessu
máli sem öðrum. Það er hvorki
hagur sjómanna né útgerðar að
leggja í aukinn kostnað til að koma
með úrgang og smáfisk sem lítið
er borgað fyrir. Þess vegna verður
að setja lög um það að allur afli
sé hirtur, það verður að endingu
hagur allra þjóðarinnar. Að sjálf-
sögðu verður að treysta betur skip-
stjórnarmönnum, þeir eru lögregla
um borð í sínu skipi. Eftirlit þarf
að vera í lágmarki, það má ekki
verka sem lögregluaðgerðir að
framfylgja svona lögum. Traust er
alltaf besta eftirlitið. Við höfum það
í hendi okkar hvað lengi við getum
sótt þessa auðlind okkar, og þar
með hvað lengi við ætlum að byggja
þetta land því án fiskjar er hér
óbyggilegt land eins og allir sjá.
Það þýðir ekkí neitt að kenna ein-
hveijum sérstökum um að taka
ekki fyrr á þessu máli, ekki einu
sinni stjórnvöldum fyrri áratuga,
Snúður og
Snælda hefur
vetrarstarfið
LEIKFÉLAGIÐ Snúður og
Snælda er nú að hefja vetrarstarf
sitt af fullum krafti. I vetur mun
verða þjálfun i framsögn fyrir þá
sem þess óska, einnig verður unn-
ið að uppsetningu leiksýningar og
er það leikritið „Fugl í búri“ eftir
Iðunni og Kristínu Steinsdætur,
mun það taka u.þ.b. einn klukk-
utíma i flutningi.
Innritun í starfsemina fer fram
þriðjudaginn 3. september kl. 17.00
og miðvikudaginn 4. kl. 18.00, að
Hverfisgötu 105, 4. hæð. Einnig er
hægt að láta innrita sig hjá skrif-
stofu FEB.
Stjórn Snúðs og Snældu vonast
til að sjá marga FEB-félaga við inn-
ritunina, bæði þá sem voru með sl.
vetur og einnig ný andlit. Heldur
færri snúðar hafa tekið þátt í þess-
ari starfsemi að undanförnu og bind-
ur stjómin vonir við að þeir láti sjá
sig að þessu sinni.
Snúður og Snælda var stofnað 20.
janúar 1990 og er leikfélag á vegum
Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni. í sumar fékk leikfélagið
inngöngu í BÍL, Bandalag íslenskra
leikfélaga, og var það mikil
vítamínsprauta fyrir leikhópinn.
........ (Fréttatilkynningr)
skylda þarf öll skip til að hafa auka-
tanka um borð fyrir allan veiddan
afla. Viðurkennum einfaldlega stað-
reyndir og látum verða af því að
setja um þetta löggjöf strax er þing
kemur saman í haust, því fyrr því
betra. Það þarf enginn að efast um
það að hver þegn þjóðarinnar á
eftir að stórþéna á þessu, ef skyn-
samlega er farið að og áður nefnd-
ar aðgerðir framkvæmdar. Þá
fyrsta geta þessi verðmæti sem við
sköpum okkur verið á við stóra
árvissa loðnuvertíð eða síldarvertíð.
Ég veit að margir eiga eftir að
mótmæla þessu sem ósönnuðu en
ég bendi þeim sömu á að kynna sér
þetta. Það eru víða til upplýsingar
um þetta, en kostar af afla sér
„Það er brjálæði að láta
hvali og seli éta hér
milljónir tonna af fiski
á ári án þess að nýta
þá stofna sjávarfangs,
nema við ætlum að lifa
eingöngu á hvalkjöti
þegar allur fiskur er
búinn...“
þeirra en ég hefi talið mig hafa
gert árum saman með ærinni fyrir-
höfn, með hlustum og lestri íjölm-
iðla og fagrita, viðtölum, samantekt
talna úr skýrslum, sem birtar hafa
verið o.fl.
Efni í aðrar greinar er síðan að
viðurkenna staðreyndir um hval-
veiðar. Það er bijálæði að láta hvali
og seli éta hér milljónir tonna af
fiski á ári án þess að nýta þá stofna
sjávarfangs, nema við ætlum að lifa
eingöngu á hvalkjöti þegar allur
fiskur er búinn, en maður er nú
ekki svo svartsýnn að við tökum
þetta ekki fastari tökum fyrr en
allt er komið í óefni. Það er okkar
að skila börnunum okkar betri kjör-
um, verðmeira hráefni úr sjó og
landi og bjartari framtíð en við tók-
um við.
Höfundur er raftækjavörður og
áhugamaður um sjávarútvegsmál.
Karl Ormsson
Betri þjónusta og
þægilegra flug en þú átt
að venjast
Þegar þú ferðast með SAS á Euro Class færðu þjónustu
sniðna að þörfum fólks í viðskiptaferðum.
Alla leiðina er stjanað við þig.
Við færum þér girnilega málsverði borna fram með
frönskum og þýskum eðalvínum. Eftir matinn getur þú
hallað mjúku og breiðu sætinu langt aftur og teygt vel
úr fótunum, því fótarýmið er meira en nóg.
Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína
M/SAS
Flugfélag athafnafólks
Laugavegur 3, sími 62 22 11
r
r