Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 03.09.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 27 Hildur Hákonardóttir við skrúfstykki sem notað var við byggingu Olfusárbrúar fyrir 100 árum. Það var líflegt í þrautabrautinni á skátalei- kvellinum. 100 ára vígsluafmæli Ölfusárbrúar: Sýning opnuð í Tryggvaskála Selfossi. DAGSKRÁ í tilefni 100 ára vígsluafmælis Ölfusárbrúar hófst á sunnudag með opnun sögusýningar í Tryggvaskála. Frumsýnd var kvikmynd um þróun Selfoss ásamt því að opnað var leiksvæði sem skátar settu upp og Brúðubíllinn skemmti yngsta fólkinu. Á sögusýningunni í Tryggva- skála má sjá þróun hugmynda að brú yfir Ölfusá og ennfremur hvert Tryggvi Gunnarsson sótti hug- myndir að þeirri brú sem byggð var fyrst. Þá eru þar munir úr búi Tryggva og verkfæri sem notuð voru við fyrstu brúarsmíðina ásamt ijölda mynda og uppdrátta. Sagt er frá upphafí stangveiði við Sel- foss og brugðið upp myndum af frumkvöðlunum. Svipmyndir frá Selfossbæjunum eru á sýningunni og einnig frá hernámsárunum. Þá er konungskomunni gerð skil og sýndar myndir frá flóðaárum á Selfossi. Húsfyllir var í Tryggvaskála við opnunina. Hildur Hákonardóttir safnvörður sem setti upp sýning- una og við opnunina lýsti hún sýn- ingunni. Sýningin verður opin fram á sunnudag. Það var líflega klapp- að á skemmtun Brúðubílsins og hraustlega tekið á í þrautabraut skátaleikvallarins og greinilegt að tilkoma hans féll í góðan jarðveg hjá yngra fólkinu. Kvikmynd Marteins Sigurgeirs- sonar gerir skil þéttbýlismyndun- inni sem hófst við Ölfusárbrú fyrir 100 árum. Viðtöl eru í myndinni auk þess sem þar eru leiftur úr kvikmynd sem Gísli Bjarnason tók. Þau sýna flóð á Selfossi og fram- kvæmdir við gatnágerð, húsbygg- ingar og fleira. Orgeltónleikar á nýuppgert orgel Selfosskirkju verða í kvöld, klukk- an 20.30 í kirkjunni. Þá leikur Ortulf Prunner verk eftir Mozart. Á fimmtudaginn verður Selfoss- mót í hjólaralli fyrir börn 6-14 ára. Það hefst við norðurenda brúarinn- ar og um kvöldið klukkan 20.30 verða kórtónleikar í Selfosskirkju. Samkór, Karlakór og Kirkjukór Selfoss og Lúðrasveit Selfoss hafa æft sérstaklega fyrir tónleikana. Á föstudag, er fyrirhugað að lestarferð í stíl fyrri tíma fari úr miðbæ Reykjavíkur áleiðis á Sei- foss. Það er hestamannafélagið Sleipnir sem annast þennan þátt og er fólki og fyrirtækjum gefinn kostur á að senda pakka og bréf með lestinni. sendingar verða stimplaðar sérstaklega auk þess sem þær fá sérstakan póststimpil þegar þær koma á Selfoss 8. sept. A föstudeginum verður efnt til sérstakrar örnefnagöngu undir leiðsögn Guðmundar Kristinssonar sem vinnur að ritun sögu Selfoss og er því staðkunnugur. Gengið verður frá Tryggvaskála klukkan 18.00. Um kvöldið verða útitónleik- ar þar sem fram koma nokkrar hljómsveitir sem starfa á Selfossi. þetta kvöld verða jasstónleikar í Hótel Selfoss þar sem fram koma tónlistarmenn frá Selfossi og víðar. Önnur ömefnaganga verður far- in frá Tryggvaskála 7. september klukkan 10.00. Þennan dag verður einnig Brúarhlaup með 5 km skemmtiskokki, 10 km hlaupi og hjólreiðum og 21 km hálfmara- þoni. Rásmark og endamark hlaupsins verða við brúna. í þessu hlaupi fá allir viðurkenningu og það er öllum opið. Að því loknu verður grillveisla hjá Höfn hf. Þennan dag fer einnig fram síðasti leikur Sel- foss í íslandsmótinu í knattspyrnu. Um kvöldið verður sérstakur brúar- dansleikur í Hótel Selfoss með sér- stökum matseðli. Þar leikur hljóm- sveitin Karma en auk hennar kem- ur fram Hljóms'veit Óskars Guð- mundssonar og Arnór. Afmælis- dagur vígslunnar 8. september hefst með guðsþjónustu í Selfoss- kirkju klukkan 10.30. Klukkan 13.00 verður skrúðganga frá Hótel Selfoss um götur bæjarins og end- að við Ölfusárbrú þar sem verður sérstök dagskrá sem hefst klukkan 13.30. Þar munu forseti íslands og samgönguráðherra flytja ávarp. Leikfélag Selfoss mun flytja kafla úr sérstöku brúarleikriti eftir Jón Hjartarson leikstjóra en leikritið mun verða aðálverk félagsins í vet- ur. Stórkór Selfoss mun syngja Brúarljóð Hannesar Hafstein og lag Helga Helgasonar við undirleik Lúðrasveitar Selfoss en það var sungið við vígslu brúarinnar. Að dagskránni lokinni við brúna verð- ur gengið yfir hana og tré gróður- sett í nýjan tijálund við norðurenda hennar. Síðan verður gengið að safnahúsinu við Austurveg þar sem verður athöfn vegna afhendingar nýs húsnæðis safnanna. Skátar verða með sérstaka dag- skrá á sínu svæði fyrir börn klukk- an 15.00 þennan dag. Klukkan 17.00 verður bæjarbúum og gest- um boðið upp á afmælistertu í ný- byggingu Sólvailaskóla og mun Vigdís forseti skera fyrstu sneið- ina. Hátíðarkvöldverður bæjar- stjórnar fyrir boðsgesti verður um kvöldið. Kvöldvaka verður í íþrótta- húsinu. Hún hefst klukkan 20.30 og hátíðarhöldunum lýkur svo klukkan 23.30 með flugeldasýn- ingu við Ölfusárbrú. Gefinn hefur verið út bæklingur með dagskrá afmælisvikunnar og sögulegum þáttum varðandi bygg- ingu Ölfusárbrúar fyrir 100 árum. Bæklingurinn er borinn í hús á Selfossi en mun einnig liggja frammi á sögusýningunni í Tryggv- askála. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá opnun sögusýningarinnar í Tryggvaskála. HAMRABORG 22. „Jíver annarri Setrií' er samdóma álit síldarspekúlantanna. Nú er komiö að þér að prófa: -1 smnepssosu - í tómatsósu - í karrýsósu. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.