Morgunblaðið - 03.09.1991, Side 39

Morgunblaðið - 03.09.1991, Side 39
leci 5ra;w:-iTci38 .8 h'JOagijwjim gicjajsmuohoy. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Byggðamál í skugga kosninga eftir Hlöðver Þ. Hlöðversson Nú að loknum kosningum finnst mörgum tilfinnanlegt hve umræða í kosningabaráttu var meira en skyldi í nöldri og naggi milli fram- bjóðenda og málefnaleg umfjöllun grynnri og ónákvæmari en brýnt hefði verið. Auðvitað var öll mála- fylgjan óýtarlegri vegna fjölda flokkanna er setti stjórnendum umræðufunda og þátttakendum þrengri skorður en ella. Þarna varð byggðamálaumræða meir útundan en æskilegt var og skal reynt þar úr að bæta. Þversögn í þjóðargeði Einkennilegir erum við stundum, íslendingar. Sjálfsagt þykir að í keppni sigrum við sterkustu þjóðir (og gerum það alloft) svo sem í handbolta og skák. En reiði og undrunaröldur rísa þegar út af ber, þó að okkar menn stæðu sig í raun afburðavel. 011 viljum við uppi halda sjálfstæðu velferðarríki. Þó eru áherslurnar og alvaran mismun- andi. Sumir — ef til vill flestir — hugleiða þetta sjaldan, ganga út frá óbreyttri stöðu sem sjálfgefnum hlut. Aðrir hafa uppi efasemdir um sjálfstæðið. „Við erum svo smáir“ segja þeir, þurfum að tengjast stærri heildum til að standast, gefa eftir þessa eða hina sérstöðuna fyr- ir betri aðgang að tilteknum mörk- uðum, það nærsýna mat, að nokkr- ar krónur fleiri í hendi sé forsenda framtíðarhags. Enn eru þeir sem áleitinn kvíði nagar: Erum við að glata því, sem í fátækt og fámenni mótaði fólk, er með sérstæðri gerð sinni gaf andliti samtíðar þá drætti í svjp, sem óbætanlegt væri, ef hyrfu. Margir segja — eða lepja eftir öðrum: Þó að grannar okkar þurfi fylki, lén eða ömt, þá væri þriðja stjórnstig hjá okkur aðeins nýtt, óþarfa bákn. „Við erum svo fá.“ Hér er þversögn í þjóðargeði. Erum við þá ekki of fá til að vera sjálfstæð þjóð? Nú skal fullyrt, að við getum átt fyrirmyndarríki, bresti okkur ekki manndóm til. M.a. af því að við erum fá. í góðu landi. Afl fámennr- ar þjóðar felst í samnýtingu mann- kosta og landgæða, og mannfæðin gerir kröfu til þess að hærri hundr- aðshluti fólks nái góðum þroska til einkaumsvifa og samfélagsstarfa en stærri heildum tekst að ná. Þessi efling sjálfsvitundar og samkenndar færir þau sigurlaun að eignast fólk, sem er frambærilegt hvarvetna eins og fjölmörg dæmi sanna. Við skulum því bera höfuðið hátt — án oflætis. Héraðavald Margir finna til þess, sumir sár- lega, aðrir í orði kveðnu, að völd og áhrif um eigin mál fjariægjast óðfluga, hverfa til miðstýringar frá höfuðborginni. Mótaðgerðir eru minni en skyldi. Rekinn er áróður fyrir sameiningu sveitarfélaga og sett lög er knýja smáhreppa til sam- einingar þó að vilji íbúanna standi ekki til þess. Ég lýsi þeirri skoðun, að þarna beri að fara með allri gát. Saga íslensku sveitarfélaganna er löng og merk og bókfestar heim- ildir um þau ævafornar. Störf í sveitastjórnum hafa orðið fleirum en ella þroskavettvangur til félags- málastarfs, einmitt af því að hrepp- arnir vora margir. Margs konar farsæl og nauðsyn- leg samvinna er þvert yfir hreppa- mörk. Samvinna sem stundum hef- ur leitt til sámeiningarsveitarfélaga þegar fólkið taldi það þjóna sínu geði og hagsmunum. Sveitarfélög halda áfram að sameinast. Hrepp- um fækkar. En þetta nær ekki þeim tilgangi sem ýmsir ætla: Að ráða við marga þá stjórnsýslu, sem betur væri komin í héraði en hjá ríki. Okkur vantar framlengingu á valdi og stjórnsýslumöguleikum sveitar- félaganna — héraðavald. Ég- kýs að tala um hérað. Það er þjált í munni og samsetningum, bæði fornt og nýtt í málinu með áþekku merkingarsviði. Aðeins bætist því nýtt inntak stærðar, sem er algeng málþróun. Við mundum ef til vill tala um Norðurhérað, Austurhérað, héraðsþing og svo framvegis. Ymsar skoðanir era uppi um æskilega stærð héraða. Nauðsynlegt er að taka mið af því, sem mönnum er að nokkru tamt eða hafa reynslu af, ef þeir hverfa þá fyrr en ella að einu ráði að efla valdsvið, sem þjóðinni er brýnt að fá sem fyrst. Framtíðin væri falin þróun um stærð eða samvinnu svæða. Ég lýsi þeirri skoðun að líklegast til framgangs sé að miða við stærð núverandi landshlutasamtaka. Við þurfum að kjósa til héraðs- þinga með beinni, persónulegri kosningu svo að ótvírætt sé, að umboð til að stjórna sé komið beint frá fólkinu sjálfu. Eins og það er farsælast, ekki síður fyrir Reykja- vík en landið allt, að borgin fái ekki meirihlutavald um sameiginleg málefni, þá verður fyrir því sama að sjá í héraði, öllum til hagsbóta. Ekkert eitt sveitarfélag má hafa meirihlutavald um sameiginleg mál héraðs. Héraði þarf að skipta í kjör- svæði, helst til einmenningskosn- inga. gjarna í íjölmennustu sveitar- Hlöðver Þ. Hlöðversson „Margir finna til þess, sumir sárlega aðrir í orði kveðnu, að völd og áhrif um eigin mál fjar- lægjast óðfluga, hverfa til miðstýringar frá höfuðborginni.“ félögum líka. Er þetta ekki líka íhugunarefni um fjölmennasta hér- aðið, sem er eitt sveitarfélag, Reykjavík? Hér væru komin valdsvæði, stjórnkei'fi, sem ríki “og stofnanir þess gætu ekki amast við að af- henda svæðisverkefni ásamt til- svarandi fjármagni, með þeirri skyldu að áfram færist til einstakra sveitarfélaga þau verkefni sem þau hafa bolmagn til að annast. Þetta þurfum við að gera sem fyrst. En tregðulögmálið er sterkt og málum þungt að þoka gegn deyfð og fyrir- framsannfæringu. Ég hef kosið að nálgast á þennan hátt næsta umræðuefni: Nýlega hafa verið kynntar tillög- ur Byggðanefndar, undir for- mennsku Jóns Helgasonar alþingis- manns og tillögur nefndar um skip- ulag Byggðastofnunar og fyrstu aðgerðir í byggðamálum, undir for- ystu Stefáns Guðmundssonar al- þingismanns. Sem formaður byggðahreyfingarinnar Útvarðar hlýt ég að fagna þessum tillögum sem merkum áfanga á leið, sem ekki verður stigin í einu skrefi. Trúr þó túlkun og sannfæringu Útvarðarmanna, að til héraðs — (það er landshluta) þings sé kosið beinni kosningu og undir hand- leiðslu þess þings og í samvinnu þróist oveitarfélög, atvinnusvæði og hvers konar starfsemi stærri og minni svæða eftir staðháttum. Von- andi næst þetta í náinni framtíð. Vænta ber þess að starf í nefnd- unum, þingmanna úr öllum þing- ílokkum, ttyggi framgang tillagn- anna á Alþingi og væri nauðsynlegt að kjósendur gerðu þingmönnum heitt í haldi að fylgja þessu eftir með alvöruþunga. Jafnan — og mest í nánd kosn- inga — er rætt um jöfnun milli landshluta þeirra mannréttinda, sem felast í vægi atkvæða í alþing- iskosningum. Ekki skal sú umræða mikið lengd hér en á það bent að mannréttindi er kosningaréttur — og margt fleira. A hinu skal hamrað, að efling landshlutavalds í anda þess sem rakið er hér að framan er í hugum mjög margra óijúfanlegur hluti þeirrar lieildar að ákvörðunartaka um eigin mál skuli vera sem næst fólkinu sjálfu og undir þeirri yfirsýn fáist farsælust lausn. IiöTundur er Cormadur byggðahreyfíngarinhar Útvarðar. Annáll árs- ins 1985 kom- inn út á bók ÚT er komið sjöunda bindi ís- lensks annáls og I því er greint frá atburðum ársins 1985.1 fyrri bindum er fjallað um árin 1979- 1984. Vilhjálmur Eyþórsson rit- stýrir verkinu og Bókaútgáfan íslenskur annáll geftur út. í eftirmála ritsins segir að það hafi frá upphafi vakað fyrir höfundi og útgefanda að skapa svipmynd, aldarfarslýsingu þess árs sem um er rætt í hveiju bindi. Af þessu sökum séu eingöngu notaðar þær samtímaheimildir sem til eru, fyrst og fremst dagblöð, en einnig tíma- rit skýrslur af ýmsu tali, svo og Alþingistíðindi. í eftirmálanum segir einnig m.a.: Þessar bækur gera ekki kröfu til þess að vera nein endanleg menn- ingarsaga áranna sem um er fjail- að, enda vafasamt að hana sé unnt að rita fyrr en þá e.t.v. að mörgum áratugum liðnum. Hér er lögð höf- uðáhersla á að það sem helst brann á fólki og vakti mesta athygli alls almennings. Miklu hefur þó orðið að sleppa, enda mætti hæglega skrifa tugi þykkra binda um hvert ár ef menn vildu.“ BÖRN (yngst 4ra ára) - UNGUNGAR Samkvæmisdansar - Discodansar FULIORÐNIR (einstaklingar og pör) Samkvæmisdansar - nýir og gamlir ROCKWROLL Sértímar í rokki og tjútti NÝJUSTU DISCODANSARNIR Suc Machine, Carabian Electric Boogie o.fl. plús Hip Hop * FINKATIMAR (einstaklingar, pör, smáhópar) KENNSLUSTADIR: ffira m. Brautarholt 4, Drafnarfell 4, Ársel (Árbæ), Fjörgyn (Foldaskóla). HtFMFÉim, UISFFlLSm mtSFSBI Innritun daglega frá kl. 10-12 og 13-19 í síma 74444 og 20345. Kennsla hefst laugard. 14. sept. Skírteini afhent fimmtudaginn 12. sept. kl. 17-21. Gestakennari í vetar verúur hm fráhæri errski danskennari Keith Kellr. mmmAÍYM innritun á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.