Morgunblaðið - 03.09.1991, Side 41

Morgunblaðið - 03.09.1991, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 41 Gullgerðin sem brást Kvikmyndir SæbjÖrn Valdimarsson Stjörnubíó: „Iludson Hawk“ Leikstjóri. Aðalleikendur Bruce Willis, Andie MacDow- ell, Danny Aiello, Sandra Bernhard. Bandarísk. Tri-Star 1991. Örlögin eru stundum gráglett- in. Inntak Hudson Hawk er einn heljarinnar eltingarleikur við að hafa uppá gullgerðarmaskínu uppfundinni af snillingnum Leonardo da Vinci og endar með ósköpum og eyðileggingu appar- atsins. Slík urðu og örlög mynd- arinnar, hún átti að verða einn aðalsmellur sumarsins, ausið var fé í verkefnið, langt, langt fram úr áætlun, þegar upp var staðið var hún orðin ein af dýrustu myndum allra tíma. En allt kom fyrir ekki, almenningur forðaðist myndina eins og heitan eldinn, í’stað þess að mala gull eins og maskínan hans da Vincis varð hún ein af þyngstu klyíjum sem kvikmyndaverið sem framleiddi hana hefur axlað.Hudson Hawk urðu mistök af stærstu gráðu. Ástæðan er augljós. I fyrsta lagi fer því fjarri að peningaaust- urinn styrki myndina sem er langt frá því að vera íburðarmik- ii og státandi af vönduðum, dýr- um sviðum (lentu aurarnir í vas- anum hjá Willis?) Þá er handritið ekki gætt þeim nauðsynlega gálgahúmor sem til hefur staðið heldur einkennist af lapþunnum bröndurum og glórulausri vit- leysu. Höfundar (Willis er i hópn- um) hafa ætlað sér að gera ofur- fyndna mynd um ofurkaldan kall, hvort tveggja bregst. Það er- vissulega talsvert hlegið, en því miður ekki í salnum heldur á tjaldinu þar sem stjörnunum er virkilega dillað af eigin snilli. Útkoman sú að áhorfendum verður tíðlitið á klukkuna - líkt og undir öðrum myndum í svip- uðum dúr einsog The Hallelujah Trail, /shtarHonky Tonk Fre- eway, þau eru orðin mörg gam- anmyndaslysin. Þetta er vand- meðfarinn efniviður, látið vaða á súðum á vandrötuðum mörkum farsa og gamanmyndar og hefur lukkast í mvndum á borð við It’s a Mad, Mad, Mad, Mad World. Bruce Willis bætir lítið úr skák. Hann er heldur takmark- aður leikari sem skaust fyrir heppni uppá stjörnuhimininn í Die Hard myndunum, framtíð hans ræðst af velgengni næstu myndar. En Willis gerði það gott á skjánum - sem virðist henta honum betur - í Moonlightning gamanþáttunum og hann á örfáa spretti í hrærigrautnum sem hefst á því að honum er að sleppt úr fangelsi eftir langa innisetu, Willis leikur nefnilega titilhetj- una, einn frægasta innbrotsþjóf allra tjma. En hann fær ekki að sitja lengi aðgerðarlaus þrátt fyrir heitstrengingar um að þræða mjóa veginn í framtíð- inni. Er Hudson þvingaður til að fremja nokkur innbrot hvert öðru erfiðara - hafa uppá hlutunum þrem sem mynda gullmaskínuna hans da Vincis. Aðrir leikarar hafa ekki erindi sem erfiði frekar en Willis þó þeir rembist einsog ijúpan við staurinn að bera höfuðið hátt, það tekst einfaldlega ekki undir þessum kringumstæðum. Meira að segja Aiello er eins og álfur út úr hól. Sem dæmi um furðu- lega gamansemi Hudson Hawk eru eilíflr pústrar og kinnhestar sem eiga víst að vera ofboðslega fyndnir. Einhver þarf greinilega að taka sig saman í andlitinu! RAII KENNSLA Auglýsing frá grunnskólum Kópavogs Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 5. september: 1. bekkur, börn fædd 1985, kl. 13.30 (6 ára). 2. bekkur, börn fædd 1984, kl. 14.00 ( 7 ára). 3. bekkur, börn fædd 1983, kl. 13.00 ( 8 ára). 4. bekkur, börn fædd 1982, kl. 11.00 (9 ára). 5. bekkur, börn fædd 1981, kl. 10.00 (10 ára). 6. bekkur, börn fædd 1980, kl. 09.00 (11 ára). 7. bekkur, börn fædd 1979, kl. 09.00 (12 ára). 8. bekkur, börn fædd 1978, kl. 09.00 (13 ára). 9. bekkur, börn fædd 1977, kl. 10.00 (14 ára). 10. bekkur, börn fædd 1976, kl. 11.00 (15 ára). Skólafulltrúi. Norska/sænska á grunnskólastigi Nemendur, sem sækja kennslu í sænsku eða norsku í Miðbæjarskóla, mæti til innritunar föstudaginn 6. september sem hér segir: 6. bekkur kl. 15.00. 7. -8. bekkur kl. 15.30. 9.-10. bekkur kl. 16.00. Norskunemar mæti í stofu 25, sænskunemar mæti í stofu 24. Nemendur eru beðnir að mæta með stunda- skrár úr sínum skóla. Umsjónarkennarar. TÓNUSMRSKÓU KÓPFNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Söngnám innifelur undirleik, heyrnarþjálfun og samsöng með atriðum úr óperum. Kennari: Anna Júlíanna Sveinsdóttir. TÓNUSMRSKÓU KÓPFNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Innritun fer fram í skólanum, Hamraborg 11, 2. hæð, sem hér segir: 5. og 6. september kl. 10.00-13.00 og 15.00- 18.30, 7. september kl. 10.00-14.00 og 9. september kl. 10.00-13.00 og 15.00-18.30. Nemendur eru beðnir að láta stundaskrár fylgja umsóknum. Minnt er á að sækja þarf um skólavist árlega. 1. hluti skólagjalds greiðist við innritun. Ekki verður tekið á móti umsóknum í síma. Skólastjóri. ÝMISLEGT Drengjakór Inntökupróf í Drengjakór Laugarneskirkju fer fram í safnaðarheimilinu fimmtud. 5. sept. kl. 16.00 til 18.00 og laugard. 7. sept. kl. 13.00-15.00. Kórinn er opinn drengjum á aldrinum 10 til 14 ára. Undirbúningsnefnd (Schola Cantorum) er opin drengjum á aldrin- um 9 til 12 ára. Kórinn stefnir að þátttöku í alþjóðlegri drengjakórahátíð, sem verður í Flórída í Bandaríkjunum 1992. TILKYNNINGAR Menntamálaráðuneytið Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1992 til leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlög- um. Styrkveitingar eru háðar því að fé verði veitt á fjárlögum ársins 1992 í þessu skyni. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 14. október næstkomandi á eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 1. september 1991. FÉLAGSSTARF IIFIMDAI.IUK Aðalfundur Heimdallar Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, þriðjudaginn 3. september, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrla stjórnar. 2. Reikningar. 3. Umræður um skýrslu reikninga. 4. Lagabreytingar. 5. Umræður óg afgreiðsla stjómmálaálykt- unar. 6. Kosning formanns, 11 stjórnarmanna og tveggja endurskoðenda. 7. Ræða heiðursgests fundarins, Bjöms Bjarnasonar, alþingis- manns. 8. Önnur mál. Stiórnin. KENNSLA Vélritunarkennsla Morgunnámskeiö hefst 10. sept. Vélritunarskólinn, s. 28040. FÉLAGSLÍF Básará Goðalandi njóta sívaxandi vinsælda göngu- og útivistarfólks. Út frá Básum iiggja ótal gönguleiðir um litríkt og fjölbreytt landslag. Tilvalinn staður til þess að slappa af eftir amstur vinnuvikunnar og skark- ala borgarinnar. Ath.: Myndakvöld, sem sam- kvæmt ferðaáætlun Útivistar 1991 átti að vera 5. sept., verð- ur frestað. Sjáumst. Útivist. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, og Betty Allen, miðill, halda skyggnilýsingafund miðvikudag- inn 4. september kl. 20.30 í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafn- arfirði. Miðar seldir þriðjudag- inn 3. sept. milli kl. 18.00-19.00 á sama stað. 'iyftrndífrrð ÚTIVIST GRÓRNNI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVUII4606 Um næstu helgi Jónsnes Gengið í Jónsnes við Breiðafjörð. Hugað að berjum. Farið í Álfta- fjörð. Áhugaverð ferð um fagurt svæði. Góð svefnpokagisting. Fararstjóri: Gréta Sigurðardóttir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU3S 11798 19533 Helgarferðir Ferðafélagsins 6.-8. sept. Jökulheimar- Heljargjá-Hraunsvötn. Jökulheimar eru við Tungnárjök- ul. Spennandi göngusvæði s.s. á Kerlingar og víðar. Heljargjá er norðaustur af Þórisvatni og gengur í gegnum tvo eldgíga, sprengigíg og hraungíg, og klýf- ur þá. Spennandi ferð um stór- brotna náttúru. Gist í húsum. Brottför kl. 20.00, föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins. Helgarferð til Þórsmerkur - uppseld! Ferðafélag íslands. vh Meirn en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.