Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 47

Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 47 Minning: Sveinn Pétursson BALLETT Fæddur 30. september 1973 Dáinn 3. ágúst 1991 Nú hefur ástkær bróðir minn kvatt þetta líf og það eina sem við eigum eftir er minningin um hann. Því miður fengum við ekki að njóta nærveru hans nema tæp 18 ár, en hann mun lifa í hjörtum okkar og minningu að eilífu. Fallega brosið hans og glaðlega góða hjartað er mér minnisstæðast. Svenni var alltaf þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann og var líka alltaf tilbúinn til að hjálpa ef með þurfti, nema að mála, hann sagðist vilja gera allt annað en að mála. Frekar lá hann á fjórum fót- um í gólfinu í tvo daga og plokkaði upp pikkfastan gólfdúk. Svenni var duglegur til vinnu og var vel liðinn meðal fólks. Hann átti marga vini og kunningja og var yfirleitt mjög glaðlyndur, en gat líka verið mjög þijóskur og skipti snöggt skapi. Þessum galla gleymdi maður fljótt því hann hafði svo marga kosti. Hann var mjög þrifalegur og her- bergið hans var alltaf hrein og fínt. Hann hjálpaði til við heimilisstörfin, skúraði, ryksugaði og þurrkaði af. Ég minnist þess að undanfarin þijú ár hefur hann verið einn heima yfir þjóðhátíð og alltaf er ég kíkti inn heima var allt í röð og reglu, ekki eitt skítugt glas og þvottavélin í gangi að þvo þjóðhátíðargallann hans. Ég hálfskammaðist mín því það var ekki eins fínt heima hjá mér á þjóðhátíð. Svenni hafði þægilegt viðmót og það var bæði gott og gaman að tala við hann, sérstaklega ef við vorum bara tvö yfir kaffibolla, en við náðum mjög vel saman þrátt fyrir að hann væri fímm árum yngri en ég. Svenni tók oft eftir smábreyting- um sem enginn annar tók eftir. T.d. sagði hann: „Varstþú að klippa á þér toppinn, varst þú að kaupa þér nýja peysu eða flottar eldhúsg- ardínur, varst þú að sauma þær.“ Svenni var ekki mikið gefmn fyr- ir áfengi. Hann byijaði seint að drekka miðað við félaga sína og neytti þess yfirleitt í hófi. Hann sagðist skemmta sér jafnvel edrú, þótt ekki væri hann alger bindindis- maður. Þetta gladdi mig alltaf og ég var stolt af honum. Auðvitað eigum við aldrei eftir að sætta okk- ur við að missa hann og fjölskyld- an, vinir og kunningjar eiga erfiða tíma framundan, tíma spurninga, vangaveltna, sorgar og eftirsjár, en við erum ennþá fimm systkinin eft- ir á misjöfnum aldri, frá 2-23 ára, og við höfum foreldra okkar, hvert annað og fjölskyldu okkar til að lifa fyrir og standa sáman í sorginni. Svenni átti erfitt síðustu mánuð- ina þótt fáir tækju eftir því og eina huggun okkar er að honum líði ör- ufíglega betur þar sem hann er núna. Við trúum því og treystum að Guð gefi honum eilíft líf og að hann sé sáttur við hlutskipti sitt núna. Guð geymi elskulegan bróður minn og styrki okkur öll á þessum erfiðu tímum. Hans elsta systir, María Pétursdóttir Minning ■>s Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. Þú svalar lestraiþörf dagsins ájstóum Moggans! J Kennsla hefst um miðjan september Byrjenda- og framhaldsflokkar frá 4ra ára aldri. Innritun og allar upplýs> ingar í síma 620091 kl. 11.00-15.00 daglega. Atk: Eldri nemendur Kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Afhending skírteina fer fram í skólanum laugardaginn 14. september kl. 14.00-16.00. BALLE TTSKÓLI Guðbjargar Björgvins, Iþróttahúsinu, Seltjarnarnesi. Félag ísl. listdansara. ,^?Texas Instruments Tegund: Verð kr. microLaser Basic 99.792 microLasér PS17 172.368 microLaser PS35 198.880 microLaser XL Basic 262.000 microLaser XL PS17 317.520 microLaser XL PS35 352.240 AppleTalk spjald Verð með vsk. 10.584 Nýr saiimiiigur við Imikaupa- stofnmi tryggir þér verulegan afslátt af geislaprenturmn frá Texas Instrmnents Tölvustofan, Grensásvegi 13, hefur gert samning við Innkaupastofnun ríkisins um að veita ríkisstofnunum, bæjarfélögum og ríkissfarfsmönnum verulegan afslátt af hinum frábæru geislaprenturum frá Texas Instruments. Prentaramir eru fáanlegir í sex gerðum og þá má nota bæði fyrir MS-DOS og Macintosh tölvur (nema Basic útgáfan). Nú er því kjörið tækifæri til að stíga skrefið til fulls í hágæða prentun með alvöru geislaprentara frá Texas Instruments. Hjá Tölvustofunni færðu trausta og faglega þjönustu sem þú getur ávallt gengið að vísri. ►Tölvustofan Grensásvegi 13 • 108Reykjavík • Sími: 678 978 • Fax: 678 057

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.