Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 48

Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þó að hrúturinn gangi frá mörgum hlutum í dag, eru enn fáeinir lausir endar. Honum miðar best áfram fyrir há- degi. Óstöðugleika gætir í fjármálum hans um þessar mundir. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið er á sama máli og maki þess um hvað gera þurfi, en framkvæmdin getur farið alla vega. Því reynist erfitt að gera upp hug sinn í máli sem varðar peninga. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Ef tvíburinn einbeitir sér að því sem skiptir máli, kemur hann mikiu í verk í dag. Hann kann þó að verða fyrir truflun- um af völdum vina sinna eða vandamanna. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Krabbinn er rómantiskur og lætur áhugamál sín ganga fyrir um þessar mundir, þó að starf hans kunni að setja strik í reikninginn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið sinnir forgangsverkefn- um heima fyrir. Ekki er víst að það komist yfir allt sem þatf að gera, því að margir verða til að tefja hann við starfið. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan er hikandi við að leysa úr viðkvæmu fjölskyldumáli. Hun ætti að varast að kaupa eitthvað í fljótræði, en njóta þess að taka þátt í skapandi verkefni. V°g . (23. sept. - 22. október) 'QptH Vogin ætti ekki að leggja í kostnaðarsamar framkvæmd- ir nema að mjög vel athuguðu máli. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) 9(|j0 Aðstæðurnar kunna að koma í veg fyrir að sporðdrekinn fái það sem hann sækist eftir. Ákveðni hans er mikil eins og venjulega, en nú þarf hann á sveigjanleika að halda. Bogmaóur (22. nóv. -21. desember)' m Ef bogmaðurinn ætlar sér að ná árangri á afmörkuðu sviði verður harm að loka á það sem truflar han.n. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin ætti ekki að láta vandamál sem hann á við að stríða í vinnunni valda því að hann verði stuttur í spuna við vin sinn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Ekki er víst að allir samningar sem vatnsberinn gerir núna haldi hvað sem á dynur. Hann lýkur ákveðnu verkefni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -ar Fiskurinn fær ráð sem rekast hvort á annars hom. Ferðalag sem hann tekst á hendur leið- ir til þess að hann kemst í ný sambönd. Stj'órnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traUstum grunni visitidalegra staóreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Með átta spila samlegu í hálit er almennt betra að spila geimið þar en í þremur gröndum. En undantekningarnar eru margar: Norður ♦ ÁDG7 VG1093 ♦ 2 + G973 Vestur ♦ K108652 ¥85 ♦ K10853 Austur ♦ 3 ¥764 ♦ Á74 ♦ ÁK8652 Suður ♦ 94 ¥ÁKD2 ♦ DG96 ♦ D104 Spilið er frá landsliðsæfingu í Bláfjöllum um síðustu helgi. NS voru Þorlákur Jónsson og Guðm. Páll Arnarson, en AV Hjördís Eyþórsdóttir og Ás- mundur Pálsson. Vestur Norður Austur Suður Á.P. G.P.Á'. H.E. Þ.J. 2 spaðar Pass 3 lauf Dobl 3 tíglar 3 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Opnun Ásmundar sýndi spaða með láglit til hliðar og minna en 11 HP. Beitt sagnvenja, því hún tekur mikið sagnrými frá andstæðingunum þegar þeir eiga spilin. í þetta sinn varð hún tii þess að NS fundu ekki 4-4- samleguna í hjarta og enduðu í þremur gröndum. En það reynd- ist þeirra lán, því 4 hjörtu eru dauðadæmd vegna stungunnar í laufi. Ásmundur kom út með tígul, sem Hjördís drap á ás og spilaði tígli um hæl — drottning og dúkkað. Þorlákur sér átta slagi, en hefur ekki tíma til að sækja slag á lauf vegna tígulstöðunn- ar. Hann lét því laufið eiga sig, svínaði í spaða pg tók fjórum sinnum hjarta. Ásmundur hélt eftir 3 spöðum og öllum tíglun- um. Þorlákur svínaði þá aftur í spaða, tók ásinn og sendi Ás- mund inn á fríspaða. Ásmundur átti aðeins tígul eftir og varð að gefa Þorláki 9. slaginn á tígulgosa. Það breytir engu þótt Ásmundur haldi í alla spaðana, því þá getur Þorlákur fríað sér slag á lauf í staðinn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson FERDINAND SMÁFÓLK THE5E ARETHE FOUR BOOK5 I REAP, 5IR..BUTTHEN I AL50 REAPTHI5 EXTRA ONE... Þetta eru þessar fjórar bækur sem ég las, herra ... en svo las ég þessa aukalega. „Litli prinsinn", o, jæja! Sjáðu hvað Ég las hana á frönsku, herra. hún er stutt... hvað er svona meiri- háttar við það að lesa þetta? 1 úrsiitum á bandaríska meist- aramótinu í ár kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Joel Benjamin (2.540), sem hafði hvítt og átti leik, og hins 17 ára gamla Gata Kamsky (2.595). Hvítur lék síðast 23. Bf4 — h6 í mjög erfíðri stöðu, en þar með ætlar hann drottningu sinni of mörg hlutverk einsog svartur sýn- ir fram á: 23. - Rxc3!, 24. Hxd8 (24. bxc3 — Hxdl, 25. Dxdl — Bxh6 var jafn vonlaust). 24. - Re2+, 25. Khl (Eða 25. Kfl - Hxd8,26. Kxe2? - Dc4+) 25. - Hxd8, 26. De3 - Bxh6, 27. Dxh6 - Db6, 28. Re3 - Dxh2 og með tvö peð yfir vann svartur auðveldlega. Bandaríska meistaramótið var nú annað árið í röð háð með út- sláttarfyrirkomulagi. Gata Kamsky varð Bandaríkjameistari í fyrsta sinn. Hann lagði Benjam- in öruggleg að velli í úrslitaeinvíg- inu, 2'/2—>/2. í undanúrslitunum vann hann Fedorowicz 2—0 og i fjórðungsúrslitum Alexander Ivanov, 1 '/2—'/2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.