Morgunblaðið - 03.09.1991, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.09.1991, Qupperneq 52
.-52 MQBGJJNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Minning: Ebba Jónsdóttir Fædd 3. júlí 1910 Dáin 25. ágúst 1991 Tengdamóðir mín, Ebba Jónsdótt- ir, lést á Hrafnistu í Hafnarfírði 25. ágúst. Nú er leiðir okkar skiljast langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ebba var fædd á Bíldudal 3. júlí 1910, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns Ólafssonar, skip- stjóra. Fullt nafn hennar var Ester Ebba Bertelskjöld Jónsdóttir. Óvenj- ulegt nafn hæfir jú stórbrotnum persónuleika. Sjálf notaði hún aðeins Ebbu-nafnið en hafði mjög gaman af því, þegar hún eitt sinn sá fullt nafn sitt nefnt sem dæmi um sér- kennileg nöfn að vestan. Hún var stolt af uppruna sínum og taldi sig alltaf Vestfírðing þó hún dveldi í Reykjavík lengstan hluta ævinnar. Þegar Ebba var um fermingu veiktist hún af lömunarveiki með þeim afleiðingum að hægri hand- legguf hennar var að verulegu leyti lamaður upp frá því. Hún mun hafa verið ákveðin í því að láta það ekki hafa áhrif á framtíð sína og ung að árum hélt hún til Reykjavíkur. Reyndar hafi setningin „ég get ekki“ alls ekki verið til. Ef hún ætlaði sér að framkvæma eitthvað, þá gerði hún það. Árið 1933 giftist hún Engilbert D. Guðmundssyni, sem þá hafði ný- iokið tannlæknanámi í Þýskalandi. Ungu hjónin settust fyrst að á Akur- eyri. Þar starfaði Engilbert sem tannlæknir í nokkur ár en 1937 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem hann setti á stofn eigin tann- læknastofu en starfaði jafnframt sem skólatannlæknir hjá Reykja- víkurborg. Engilbert lést 8. október 1986. Ebba lét sér ekki nægja að vera „bara“ húsmóðir eftir að þau fluttu suður. Þrátt fyrir áðurnefnda fötlun sína hafði hún aflað sér réttinda sem kjóla- og kápumeistari og setti hún nú á stofn saumastofu, sem hún rak af myndarskap um árabil og hafði þar margar stúlkur í vinnu. Ebba og Engilbert eignuðust sjö börn. Elstur var Gunnar Jón, fæddur 23. mars 1934. Hann var lærður rafvirki og kvæntur Dóru Maríu Aradóttur. Þau eignuðust fimm börn sem lifa en fyrsta barn þeirra og þar með fyrsta barnabarn Ebbu lést í fæðingu, Gunnar Jón lést langt um aldur fram aðeins fjörutíu og tveggja ára gamall. 6. ágúst 1938 eignuðust þau tví- burana Dagbjörtu og Örn. Örn er flugstjóri hjá Flugleiðum og er kvæntur þeirri sem þetta ritar. Við eigum þtjá syni. Dagbjört lést aðeins átta mánaða gömul. Ebba Þuríður fæddist 18. júlí 1942. Fljótlega kom í ljós að þessi hrokkinhærða, fallega telpa myndi aldrei ná fullum þroska. Þó fór svo að hún gat verið foreldrum sínum mikil stoð, þegar heilsu þeirra fór að hraka. Hún er nú vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi. Dagbjört Svana er fædd 6. janúar 1946. Hún er lærð smurbrauðsdama oger gift Thorvald Imsiand, kjötiðn- aðarmanni. Þau eiga þrjá syni. Fjórum árum síðar 6. desember 1949 eignaðist Ebba aftur tvíbura en enn á ný kvaddi sorgin dyra. Önnur telpan fæddist andvana. Sú sem lifði var skírð Guðrún Erla. Hún býr í Kaupmannahöfn og starfar þar sem sjúkraliði. Hún var gift dönsk- um manni, Erling Kirkeby, og eign- aðist með honum þtjár dætur. Þau slitu samvistir. Þegar Ebba lést hafði hún eignast 9 barnabarnabörn, allt telpur. Fjörutíu og sex ára gömul varð Ebba fyrir enn einu áfallinu. Hún fékk blóðtappa í heila sem olli alvar- legri lömun. I bytjun gat hún sig hvergi hrært og gat lítið talað. Ekki vildi hún þó viðurkenna sig sigraða. Af óbilandi dugnaði og kjarki þjálf- aði hún sig þannig upp að hún gat sjálf séð um heimilið með aðeins lít- ilsháttar heimilishjálp. Það er á þess- um árum, eða árið 1959, sem ég kynnist henni fyrst. Þá bjuggu þau Engilbert á Háteigsvegi 16. Af því sem á undan er sagt má sjá að hún tengdamóðir mín fór ekki í gegnum lífið án þess að fá sinn skerf af mótlæti og erfiðleikum. En það var sem hún efldist við hvetja raun, hleypti í sig enn meiri hörku, ákveðin að láta ekki bugast hvað sem á henni dyndi. Og allt til þess síðasta var hún óbuguð og lífsviljinn öllu öðru yfirsterkari. Ebba mun hafa verið glæsileg ung kona, en veikindin höfðu sett mark sitt á hana þegar ég kynntist henni. Enn.sem fyrr var þó yftr henni viss reisn og fágun. Heimilið á Háteigs- vegi 16 bar líka vott um góðan smekk húsráðenda. Ebba hafði yndi af fallegum hlutum, hvort sem það voru málverk, húsgögn eða 'þeir smáhlutir sem setja persónulegan blæ á hvert heimili. Þetta var glæsi- legt heimili sem umfram allt var þó notalegt og vinalegt. Hún var líka snillingur í matargerð og naut þess að bjóða heim gestum og veita þeim vel. Ebba var mjög félagslynd og hafði ánægju af að umgangast fólk. Hún tók virkan þátt í stárfsemi Bridgefé- lags Reykjavíkur, var ein af fremstu bridgespilurum landsins í kvenna- flokki og hafði unnið til margra verð- launa þegar hún lamaðist. Eftir það gat hún ekki lengur haldið á spilum þannig að ferli hennar sem btidge- spilara var þar með lokið. Hún starf- aði lengi með Húsmæðrafélagi Reykjavíkur og sat í stjórn þess í heilan áratug. Meðal annars hafði hún umsjón með námskeiðahaldi félagsins. Stjórn þess þakkar henni þá tryggð sem hún sýndi félaginu en hún sótti fundi eins lengi og hún hafði þrek til. Ebba mun hafa verið ötull og áhugasamur félagi og sér- lega hugmyndarík og vildi efla hag félagsins á allan hátt. Hún var líka eldheit sjálfstæðismanneskja og fé- lagsmaður í Hvöt, félagi sjálfstæðis-' kvenna í Reykjavík. En heilsan gaf sig á ný og síð- asta áratuginn dvaldi hún á sjúkra- stofnunum. Fyrst á Borgarsjúkra- húsinu en síðar fékk hún pláss á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem Engilbert hafði þá dvalið nokkurn tíma. Þar fengu þau góða aðhlynn- ingu og er öllu starfsfólki hjúkruna- rdeildarinnar á 2. hæð færðar hér alúðar þakkir fyrir frábæra umönn- un og hlýju öll þessi ár. Ebba var stórlynd kona og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Það var aldrei lognmolla í kringum hana og hún lá ekki á skoðunum sínum þótt þær væru aðrar en viðmælenda hennar og gat stundum sviðið undan orðum hennar og athugasemdum. En hún var hrein og bein og maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti. Ég var mjög ung er ég kom fyrst á heimili þeirra Engilberts og Ebbu og afar fákunnandi í flest- um þeim greinum sem góð húsmóð- ir á að kunna skil á en hún tók mér afar vel og var alltaf boðin og búin að hjálpa mér og liðsinna. Einnig skulu hér þakkaðar allar ánægju- stundirnar, sem við áttum saman. Þær voru svo ótal margar þó auðvit- að haft stundum hvesst hjá okkur eins og gengur og gerist hjá ska- príkú fólki. Ebba kenndi mér líka að það sæmir ekki að kvarta og kveina þótt eitthvað bjáti á í þessu daglega amstri okkar. Hún heyrðist -aldrei kvarta og jafnvel þegar hún var orð- in svo til alveg hjálparvana og upp á aðstoð annarra komin með alla lhluti var enn sama svarið hjá henni ef hún var spurð um líðanina. Hún hafði það alltaf gott. Hún hafði mikinn áhuga á dul- rænum efnum og var sannfærð um að okkar biði annað líf eftir dauðann og að þar tækju á móti hinum ný- komnu þeir sem á undan væru farn- ir. Því efast ég ekki um að atorku- manneskjan hún Ebba mín er nú tilbúin að takast á við ný verkefni, nú þegar hún er laus úr þeim ijötrum sem lasburða líkami bjó henni. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Brynjólfsdóttir Fréttin um andlát ömmu Ebbu kom mér að vissu leyti á óvart. Þó að hún amma mín hefði átt við alvar- leg veikindi að stríða undanfarið efaðist ég ekki um að hennar sterka lífslöngun myndi sigra að lokum og að hún myndi ná sér á strik aftur. Sá lífskraftur sem einkenndi allt líf hennar kom einna best í ljós, er hún á efri árum barðist við hvern sjúk- dóminn á fætur öðrum er hetjuðu á þreyttan líkama hennar er að lokum gat ekki meira. Síðustu æviárin bjó hún á Hrafnistu og naut góðrar aðhlynningar frábærs starfsfólks þeirrar stofnunar. I bernskuminningum mínum man ég ömmu Ebbu sem fínu frúna á Háteigsveginum sem átti allt fína dótið og góða nammið. En sem var líka ákveðin og ströng amma sem setti litlum guttum eins og mér sér- stakar umgengnisreglur á hinu vel búna heimili sínu. Allt þetta gerð það að verkum að ég bar mikla virð- ingu fyrir þessari miklu manneskju, sem fína frúin á Háteigsveginum var í augum ungs drengs. En þeirri virð- ingu hélt hún allt til dauðadags. Því í heimsóknum mínum til hennar í seinni tíð á Hrafnistu, var hún ávallt sérstaklega vel til höfð og fylgdist hún ætíð með öllu því sem á daga manns hafði drifið og var þá ávallt í mínum augum: Fín frú á Hrafnistu. Megi hún hvíla í friði. Hörður og fróður, las mikið af ævisögum og gömlum fróðleik. Já, minning- arnar eru margar og góðar. Ég þakka samfylgdina. Elsku Ásta frænka, guð geft þér styrk í sorg þinni. Anna Egill Sigurðs- son - Kveðjuorð Fæddur 3. maí 1910 Dáinn 9. ágúst 1991 Nú er hann Egill minn farinn til æðri heima og baráttunni við erfið- an sjúkdóm lokið. Mig langar til að minnast hans með örfáum orð- um. Ég man hann fyrst í Vallar- gerði 18, þar sem hann og Ásta frænka hafa búið lengst af, en amma bjó þar líka meðan hún lifði. Þau þtjú eru yndisleg í minning- unni og barninu fannst gott að koma til þeirra, því viðmótið var svo hlýlegt. Ég bar mikla virðingu fyrir Ágli og þótti vænt um hann. Hann sagði mér sögur frá gamla tímanum, hann gat búið til skip, sem voru alveg eins og alvöruskip og svo var hann sá eini hinna full- orðnu, sem bauð mér molakaffí. Þegar ég eignaðist börn þótti þeim jafnsjálfsagt og mér, að koma við í Vallargerði, þegar við áttum leið í bæinn. Minningarnar um Egil koma fram í hugann ein af ann- arri; ég sé hann sitja við eldhúsborð- ið með skip sem hann er að smíða, ég sé hann með sixpensarann á höfðinu úti í garði við vinnu eða að dytta að húsinu, ég heyri hann hlæja smitandi hlátri þegar honum var skemmt, ég heyri hann ræða landsins gagn og nauðsynjar, en hann bar hag þjóðarinnar mjög fyr- ir bijósti, ég heyri hann rifja upp gamlar endurminningar af sjónum eða af „KIetti“, þar sem hann vann lengi, eða heyri hann raula gömlu lögin, sem hann hafði svo gaman af. Þau hjónin höfðu yndi af ferða- lögum og voru búin að skoða Island mikið, það var alltaf gaman að skoða myndir sem þau höfðu tekið í þessum ferðum og heyra ferðasög- urnar. Auk þess var Egill víðlesinn INNKAUPAPARADIS FRA ÞYSKALANDI MADELEINE Tískulisti með óvenju- lega glæsilegum fatnaði fyrir konur. Ótrúlega falleg hönnun, sem uppfyllir óskir um það allra besta. ICH MAG'S ICH TRAG'S Ef þú þarft fallegan kven- fatnað í stórum númemm þá er þetfa listinn. Fatn- aður í númerum til 54, fyrir öll tækifæri handa konurm á öllum aldri. Nýtísku fatn- aðurinúmerumsem T0P-SH0P Listinn fyrir unga fólkið. Skemmtilegur og frísk- legur fatnaður. Klæðn- aður fyrir öll möguleg tækifæri. Þetta er listinn fyrir táninga sem vilja sérstakan fatnað. QUELLE Fjölskyldulistina 50.000 vörunúmer á 1300 bls. Ótrú- legt vöruúrval, fatnaður, heimilisvara, leikföng, raf- tæki o.fl. o.fl. Inneignarseðill, ísl. þýðing og falleg gjöf fylgir listanum. Mikil gæði og gott verð eru einkenni þessa einstaka vörulista. PÖNTUNARLÍNA ^ ii ^ PÖNTUNARLÍNA 91-50200 (xuelle 91-50200 Traustar, þýskar gœðavörur frá Quelle STÆRSTA PÓSTVERSLUN EVRÓPU VERSLUN OG AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUNI8, HAFNARFIRÐI. SÍMI91-50200 Gjaldið fyrir listann fierðu strax til bakal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.