Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991
53
Kveðjuorð:
Elías Halldórsson
Nú þegar leiðir okkar Elíasar
Halldórssonar, þess mæta manns
og góða drengs skilja í bili, vil ég
ekki láta hjá líða að minnast hans
nokkurs og sérstaklega hve hann
var mér mikils virði í viðskiptum
og vináttu.
Hann var hinn trausti klettur sem
ekki bifaðist þegar hann vissi að
hann var að gera rétt. Fyrir utan
það að hvert orð stóð sem hann
lofaði, þá var hann mér sá leiðbein-
andi sem mér var öruggt að taka
mark á, þegar ég var í erfiðu hlut-
verki, sem rekstrarstjóri útgerðar í
Hólminum og þurfti að leita til Fisk-
veiðasjóðs. Og fyrir hans tilstilli
gekk þetta allt upp. En það skal
líka tíundað að upp úr þessum við-
skiptum myndaðist sönn vinátta.
Og þá spillti það ekki hversu gam-
ansamur hann gat verið og spaug-
samur. Hann vissi að ég var í gam-
anvísnabransanum og ekki spillti
það fyrir. Oft kom ég til hans og
alltaf fór ég frá honum ánægðari
í hvert skipti og allt sem hann ráð-
lagði mér varð mér til blessunar.
Þessa vil ég minnast þegar ég
verð að lúta því hve fá orð sem
sögð eru standa í dag. Ég heim-
sótti hann á Droplaugarstaði og var
sú heimsókn okkur báðum kærkom-
in og gaman höfðum við af að riija
upp liðna tíð og svo ótal margt sem
við áttum sameiginlegt. Hann var
alltaf samur og jafn. Mynd hans í
mínum huga var alltaf að stækka.
X-íöfðar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
Þegar hann var níræður sendi
ég honum kveðju. Fékk kveðju til
baka með hinni snilldarlegu rithönd
hans. 011 hans vinnubrögð voru svo
fáguð og hann vissi að það skal
vanda sem vel á að standa.
Ætti ég ósk til blessunar minni
ástkæru þjóð, myndi ég ekki hika
við að biðja um menn eins og Elías
Halldórsson í hvert rúm. Þá væri
gaman að lifa.
Ég sendi hans ættmennum inni-
legar samúðarkveðjur og segi um
leið: Guð blessi minn góða vin. Já,
blessuð sé minning hans.
Arni Helgason, Stykkishólmi
Minning:
Ivar Helgi Oskarsson
Fæddur 17. september 1971
Dáinn 17. ágúst 1991
Nú er hann farinn inn í aðra vfdd,
vídd sem við hugsum um en skiljum
ekki, vegna þess að vegir Guðs eru
órannsakanlegir. Ekki bara að hann
var góður vinur heldur ólumst við
upp saman. Það er erfítt að horfa
á eftir jafn góðum og ljúfum strák
eins og ívari og þegar ég heyrði
um andlát hans var það eins og
stór biti væri tekinn úr hjarta mínu
og partur af mér dó með honum.
Það var oft sem við tókum fram
gömul myndaalbúm til að skoða.
Myndir af okkur, ég fjögurra mán-
aða, hann nýfæddur og svo hlógum
við alveg eins og vitleysingar. Hann
ívar gekk stundum undir nafninu
„Prófessorinn" og þið sem ívar
þekktuð vitið að hann átti sinn
hugarheim. Þegar farið var í ferða-
lög var ekki málið að taka ívar með
þegar stoppað var, heldur muna
eftir honum og stundum var hann
svo utan við sig að hann gekk á
lokaðar hurðir.
ívar átti fjölmarga vini og kunn-
ingja og alls staðar var hann vel
látinn og velkominn. Oft leitaði
maður til hans og alltaf var hann
tilbúinn að hlusta eða rétta manni
hjálparhönd. Hann var verklaginn
og duglegur í vinnu og allt sem
hann tók sér fyrir hendur var vel
gert.
Námsmaður var hann og gekk
honum vel í skóla, honum fannst
gaman að lesa enda mjög fróður á
mörgum sviðum.
Jafnljúfum og góðum félaga og
öllum þeim stundum sem við áttum
saman verður ekki gleymt og minn-
ingin lifir áfram um góðan vin eins
og ívar var.
Elsku Lovísa, Oskar, Áslaug og
Dóra. Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Sveinn Snorri Sighvatsson
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Leikfimiskór
Verð 1.995,-
Stærðir: 34-46.
Litur: Ljós.
Ath.: Full búd af nýjum vörum
Póstsendum samdægurs.
5% staðgreiðsluafsláttur.
Kringlunni, Toppskónum,
sími 689212. Veltusundi, sími 21212.
Blaóió sem þú vaknar vid!
Michele Geldens
kennari
Steve Allison
kennari
Margrét Hðifdánardðttir
skrifstofustjóri
Grímur Grímsson
framkvæmdarstjóri
Jacqueline Foskett _« «1
kennari
Carolyn Godfrey
kennari
MAL
ALLIR KENNARAR SKÓLANS
Velkominn í Enskuskólann
Verið velkomin að líta inn í Enskuskólann í
spjall og kaffi áður en námskeiðin hefjast, 3.
til 10. september.
Við bjóðum upp á 10 námsstig í ensku.
Við metum kunnáttu þína og í framhaldi af
þvi ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar
þér og þínum óskum best.
| Komdu í heimsókn eða hringdu - því fylgja
engar skuldbindingar.
INNRITUN STENDUR YFIR
HRINGDU Í SÍMA 25330 EÐA 25900 OG FADU FREKARIUPPLYSINGAR
KENNSLA HEFST 11. SEPTEMBER
Fyrir fullorðna:
Almenn enska (7 vikur)
(1 - 10 stig)
Enskar bókmenntir (5 vikur)
Rituð enska (5 vikur)
Viðskiptaenska (5 vikur)
Bretland: Saga, menning og
ferðalög (5 vikur)
TOEFL-G MAT-GRE Námskeið
Undirbúningsnámskeið fyrir
próf sem krafist er við flesta
skóla í enskumœlandi löndum
(5 vikur)
Fjrrir böm:
Leikskóli fyrir 3-5 ára (12 vikur)
Forskóli fyrir 6-8ára (12 vikur)
Byrjendanámskeið fyrir 8-12 ára (12 vikur)
UngLnganámskeið fyrir 13-15 ára (12 vikur)
Önnur námskeið:
Laugardagsnámskeið (12 vikur)
Hraðnámskeið (1 vika)
Kráarhópar (7 vikur)
Umrœðuhópar (7 vikur)
Einkatímar
Hœgt er að fá einkatíma eftir vali
ÞÚ FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJA OKKUR - VELKOMIN I HOPINN.
skólinn
TUNGOTU 5 101 REYKJAVIK