Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 55
M0RGUN81.AÐIÐ ÞRIÖJÚDÁGUR' 3. ; SEFrEMBER ‘19’91
55
Minning:
Fanney Jónas-
dóttir frá Múla
Fædd 14. febrúar 1912
Dáin 19. ágúst 1991
Fanney Jónasdóttir, amma mín,
lést á Borgarspítalanum að kvöldi
19. ágúst sl. eftir skamma legu, en
langa baráttu við þrálátan hjarta-
sjúkdóm.
Mig langar í fáum orðum að
minnast þessarar merku konu, sem
ekki lét mikið fyrir sér fara, en var
búin öllum þeim bestu mannkostum
sem prýtt geta eina og sömu mann-
eskju.
Hún var fædd á Sauðadalsá í
Krikjuhvammshreppi, dóttir hjón-
anna Jónasar Jónassonar smiðs og
bónda þar og Guðrúnar Jónsdóttur
konu hans. Þau hjón eignuðust
fimm börn, þar af eitt er dó í æsku.
— Hin voru: Guðmundur Jónasson,
sem nú er látinn, f. 1909, Jón Hún-
fjörð Jónasson f. 1914, Guðrún Jón-
asdóttir f. 1921 og svo hana ömmu
mína.
Þegar Fanney amma mín var í
æsku, flutti ijölskyldan að Múla í
Línakradal, Kirkjuhvammshreppi,
V-Húnavatnssýslu, þar sem hún
ólst upp og átti heima allt þar,til
hún kynntist eftirlifandi manni sín-
um og afa mínum, Jónasi R. Jónas-
syni fyrrv. deildarstj. hjá Pósti og
síma, — og þar til þau byijuðu sjálf
búskap.
Rúmlega tvítug fluttist hún
ásamt afa mínum og elstu dóttur
þeirra til Reykjavíkur, þar sem þau
hafa átt heima alla tíð síðan.
Þau eignuðust þrjár dætur: Guð-
rúnu f. 1930, Sigrúnu f. 1942 og
Fanney f. 1948.
Oft reikaði hugur ömmu minnar
til æskustöðvanna og minningin um
foreldrana og dýrin í sveitinni, sóttu
á hug hennar á stundum.
Hún var óspör á að fræða mig
um ýmsa hluti er lutu að sveitinni
og mannlegum samskiptum þar,
sem og annars staðar.
Bar þá oft skoplega hluti á góma
og marga vísuna kunni hún bæði
eftir föður sinn og aðra, — og marga
söguna kunni hún af kynlegum
kvistum samtíðarinnar.
Á Múla var mikið menningar-
heimili og Jónas faðir ömmu var í
ýmsum nefndum og ráðum, svo sem
hreppsnefnd og í stjórn Kaupfélags-
ins á Hvammstanga, auk ýmissa
annarra félagsstarfa.
Hann stundaði smíðar út um
sveitir, samfara búskapnum, svo
afkoman var all góð, á þeirra tíma
mælikvarða.
Leiðir margra lágu í Múla og þar
var öllum vel tekið og veitt vel,
gestum og gangandi.
Þess bar líka amma mín merki,
að hún kom ekki frá neinu kotungs-
heimili og ætíð tók hún á móti öllum
me_ð mikilli reisn og myndarskap.
í raun lagði hún grunninn að
vísnaáhuga mínum og hafði gott
eyra fyrir vel kveðnum vísum, en
atómskáldskapur átti ekki upp á
pallborðið hjá henni.
Oft reyndum við að hnoða saman
vísu í fljótheitum, þar sem hún byij-
aði og ég reyndi að botna, eða öfugt.
— Hafði hún þá oftast betur, en
leirburður þessi endaði síðan í hlátr-
asköllum vegna skoplegrar útkomu.
Hún lagði ætíð áherslu á hrein-
lyndi og heiðarleika, þar sem þeir
er minna máttu sín skyldu í heiðri
hafðir og komið vel fram við þá,
hvort sem það vora menn eða mál-
leysingjar.
Stundvísi og samviskusemi var
henni í blóð borin og það vandi hún
sig og sína á, enda kom iðulega
góður vitnisburður frá skólanum á
einkunnarspjöldum okkar krakk-
anna fyrir stundvísi.
Eg minnist ætíð þeirra orða
hennar, — að hvernig sem aðrir
kæmu fram við mann sjálfan, þá
skyldi maður ekki svara í sömu
mynt, heldur varðveita manngildi
sitt með góðri framkomu, því annað
yrði manni aðeins til minnkunnar.
Mörg heilræðin lagði ég af stað
með út í lífið, frá henni ömmu minni,
sem hafa reynst mér gott vega-
nesti ávallt síðan.
Hún sem aldrei þoldi að neinn
þyrfti að þjást, fékk svo rækilega
að kynnast þjáningunni samfara
þeim sjúkdómi er varð hennar fylgi-
fiskur.
— En þrátt fyrir að sjúkleikinn
reyndi meira á líkamlegt þrek henn-
ar á síðustu mánuðum, bar hún
höfuðið hátt og hélt sinni reisn,
allt til enda þessarar jarðvistar.
— Það var ekki verið að bera
sjúkleikann á torg, né íþyngja öðr-
um með slíku óþarfa fjasi, heldur
ganga í það, að færa gestum ein-
hveijar góðgerðir.
Fá börn eiga þess kost í æsku
og sérlega ekki á seinni tímum, að
koma alltaf að einhveijum heima
fyrir, að loknum skólatíma á dag-
inn, — koma heim og fá að borða
og geta borið sín vandamál undir
einhvern, svo líðanin verði betri.
Ég átti því láni að fagna, að eiga
hana ömmu mína að öll mín skólaár
og geta alltaf komið að henni vísri
heima að loknum skóladegi með
mínar áhyggjur eða vandamál. —
Úr þeim greiddi hún auðveldlega
og oft leysti góður matur og saddur
magi helming vandans og orð henn-
ar urðu til þess að vandamálin urðu
að hjómi einu.
— Ef ekki dugði annað, sló hún
hlutunum upp í grín og allt í einu
sá maður vandamálin í spéspegli,
sem við hlógum síðan bæði að.
Það hlýtur oft að hafa verið erf-
itt, að ala upp baldinn strák eins
og mig, en einhvern veginn hafði
hún lag á því, með fortölum og eig-
in sálargáfu, að draga niður í strák
og fá hann til að vera þægan.
Fanney amma mín lagði grunn-
inn að framtíð minni með góðu inn-
ræti og hollu viðurværi og ofan á
þann grunn bætti hún ætíð síðan,
— því alltaf var gott að koma í
Álfheimana, heimili þeirra afa og
ömmu, sem var hornsteinninn í til-
veru barna og barnabarna.
í heimilisstörfunum tók henni
enginn fram og allt sem hún tók
sér fyrir hendur var leyst af mynd-
arskap og snyrtimennsku. Hún
hafði græna fingur, eins og sagt
er um þá er gengur vel að rækta
plöntur, — þess báru fallegu rósirn-
ar hennar vott og þær kallaði hún
oft börnin sín.
Handavinnan hennar hefði sómt
sér á hvaða sýningu sem var, þar
sem flókin pijónamynstur skörtuðu
sínu fegursta og báru vott um henn-
ar listræna smekk og lipurt hand-
bragð.
Þau voru ófá sokkaplöggin, sem
voru afrakstur handavinnunnar og
dregin voru á vota og kalda fætur
og ófá mjókurglösin og kökubitarn-
ir, sem fengu ung andlit til að ljóma
skærar, í eldhúsinu í Álfheimunum.
En þrátt fyrir það, að hún væri
sjálf meistari í öllum greinum heim-
ilisverkanna, þá var hún óspör á
að hæla öðrum fyrir þeirra myndar-
skap, þegar henni fannst vel gert
eða vissi að viðkomandi hafði mikið
á sig lagt.
Hún var þungamiðja allra þeirra
starfa, sem við á heimilinu þurftum
að inna af hendi út á við sem innan
og það var ekki síst henni að þakka,
þegar vel gekk - þar kom til sá
ómetanlegi styrkur sem fólst í henn-
ar góða atlæti heima fyrir og góðum
ráðum, sem við þau yngri fengum
í vegarnesti.
Oft dreymdi hana fyrir manna-
komum sem og öðrum atburðum,
svo að með ólíkindum var. Stundum
hafði hana dreymt einhverja
ákveðna persónu og staði, sem hún
túlkaði á ákveðinn hátt, og það
brást varla að það kæmi fram, er
hún spáði. Þetta kom oft skýrast í
ljós þegar fólk kom úr hennar æsku-
héraði, þá dreymdi hana oft fyrir
þeirri gestakomu.
Með burtkalli hennar er horfinn
einhver höfuðstafur í ferskeytlu
lífsins og ansi er hætt við, að ekki
rými allar ljóðlínur daglegs lífs, hjá
þeim sem eftir henni horfa yfir
móðuna miklu, svo stóran sess sem
hún skipaði í lífi sinna nánustu.
En eitt er víst, að fari þeir ril
guðs sem vel og rétt breyta á þess-
ari jörð, þá verður henni skipað þar
í öndvegi.
Ég veit að drottins náðarfaðmur
tekur á móti henni og hún mun
ganga á guðs vegum, án þeirra
sjúkdómsþjáninga er hún varð að
lifa við, síðustu misseri þessa jarðn-
eska lífs.
Ég vona að guð hjálpi öðrum
hennar nánustu í sorg þeirra og afa
mínum sem nú hefur misst sinn lífs-
förunaut, eftir rúm sextíu samvist-
arár.
Ég þakka henni ömmu minni
fyrir allar góðu stundirnar og öll
góðu og hlýju árin, sem ég var syo
lánsamur að eiga hana að.
Jónas Baldursson
t
Sonur okkar, stjúpsonur, barnabarn og bróðir,
JÖHANNES HJALTASON,
er látinn.
Sólveig Jóhannesdóttir, Gunnar Árnason,
Hjalti Þórisson, Guðrún Björk Tómasdóttir,
Áróra Helgadóttir, Jóhannes Árnason,
Björg Hermannsdóttir
Árni Kristinn, Hörður,
Margrét, Teiturog Guðný.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og
afi,
PÉTUR TEITSSON
fyrrverandi bóndi á Bergsstöðum,
verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju miðvikudaginn 4. sept-
ember kl. 14.
Vilborg Arnadóttir,
Ólöf H. Pétursdóttir,
Daniel B. Pétursson,
Vilborg Pétursdóttir,
Páll V. Daníelsson,
Guðni Daníelsson,
IngibjörgDaníelsdóttir,
Pétur B. Ólason
Sigríður Eðvaldsdóttir,
Guðni Steingrímsson,
Guðrún Jónsdóttir,
Svava Guðjónsdóttir,
Pálmi Jónsson,
og fjölskyldur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÁRSÆLSDÓTTIR,
Hamraborg 18,
lést 25. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristín Jónsdótitr, Hörður Jónsson,
Björn Ingvarsson, Rósmary Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
PÁLS A. JÓNASSONAR
múrara
frá Súðavík,
Kieppsvegi 132.
Sérstakar þakkir til Ásgeirs Jónssonar læknis og starfsfólks á
gjörgæsludeild Landakotsspítala.
Kristrún Magnúsdóttir,
Edda Pálsdóttir, Magnús Jónsson,
Sigurður Pálsson, Nína Einarsdóttir,
Gylfi Pálsson, Steinunn Sigurjónsdóttir
og afabörnin.
+
Þakka af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns,
ÁGÚSTARGUÐLAUGSSONAR,
Kambsvegi 19.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Steinunn Guðmunda Olafsdóttir. vi
+
Þakkir eru hér færðar öllum, er sýnu mér vinsemd við fráfall bróð-
ur míns,
SVEINS ERASMUSSONAR
frá Háu-Kotey,
Meðallandi.
Fyrir hönd vandamanna,
Gísli Erasmusson.
+
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
HELGA M. S. BERGMANN
listmálara,
Grundarstíg 21,
Reykjavík.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
ÁSDÍSAR SVEINSDÓTTUR, \
Egilsstöðum.
Sigríður Fanney Jónsdóttir,
Sigríður Ingunn Ásdísardóttir,
Ásdis Gríma Jónsdóttir,
Jón Egill Sveinsson og fjölskyldur,
Ingimar Sveinsson og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur hlýhug ogvl,
hluttekningu við andlát og jarðarför
LÁRU BJARNADÓTTUR
frá Birkihlíð.
Bragi Ingjaldsson,
Baldur Bragason,
Karl Bragason,
Þórhalla Bragadóttir, Svavar Sigurðsson,
Elín Bragadóttir, Kristinn Hólm,
barnabörn og barnabarnabörn.