Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 41 ' Sigurjón Haraldsson á Ford Pinto umvafinn öryggisbúnaði hefur unnið mörg sandspyrnumót og vann tvo flokka á sunnudaginn, flokk sérsmíðaðra fólksbíla og Allt-flokkinn, þar sem helstu keppnistækin spyrna við hvort annað í lokin. Snöggur á ljósunum. Siguijón vinnur oft á snerpunni, þegar græna ljósið birtist í rásmarkinu og skilur hér andstæðing eftir í inarkinu. Óskarsson vann flokk óbreyttra jeppa og varð meistari en Kristján Finnbogason sló met á 5.322 sek- úndum. Jón Björn Björnsson á Suzuki vann mótorhjólaflokkinn og innsiglaði meistaratitilinn, sömu- leiðis Gunnlaugur Emilsson á Plymouth Duster sem vann flokk útbúinna fólksbíla og varð meist- ari. Með því að ná öðru sæti í fólks- bílaflokki á eftir Tryggva Óla Þor- finnssyni á Concord, varð Ingimar Baldvinsson á Ponitac meistari í þeim flokki. Um fjörutíu keppendur tóku þátt í sandspyrnunni og er búist við stórum hluta þeirra í síð- asta kvartmílumót ársins, sem verð- ur í lok september. Bæjarsjóður Eskifjarðar: Umhverfísráðuneyt- ið kanni sorpeyðslu BÆJARSTJÓRN Eskifjarðar hefur samþykkt ályktun þar sem skor- að er á umhverfisráðuneytið að það láti nú þegar fara fram athug- un á mögulegum valkostum sveitarfélaga við sorpeyðslu. Þess verði gætt að framkvæmd valkostanna sem fram verða settir sé innan þeirra kostnaðarmarka sem fjárhagsleg geta minni sveitarfélaga ræður við. Athugun þessari verði hraðað sem mest, með það fyrir augum að sveitarfélög geti tekið afstöðu til mögulegra lausna á þessu vandamáli við gerð næstu fjárhagsáætlunar. í greinargerð með ályktuninni segir: „Eins og öllum er ljóst þá eru sorpeyðingarmál sveitarfélaga um allt land í miklum ólestri. Leit- að hefur verið að úrbótum en sú leit hefur skilað litlum árangri til þessa. Þær úrbætur sem menn hafa séð fyrir sér, t.d. hér á Mið- Austurlandi, hafa reynst það dýrar og erfiðar í framkvæmd að málinu hefur hvað eftir annað verið slegið á frest, þrátt fyrir að það þoli enga bið. Með þetta í huga og nauðsyn þess að koma þessum málum í við- unandi horf, skorar bæjarstjórn Eskifjarðar á umhverfisráðuneytið að það taki forystu í að finna lausn á þessu mikla vandamáli. Ástæða þess að bæjarstjórnin telur eðlilegt að umhverfisráðu- neytið hafi hér forystu er hversu almennt þetta vandamál er hjá sveitarfélögunum í landinu. Bæjar- stjórn Eskifjarðar telur því eðlilegt að umverfisráðuneytið taki þessa undirbúningsvinnu á sig, en hvert sveitarfélag standi ekki í kostn- aðarsamri og handahófskenndri vinnu við að leita að lausn sem ríkisvaldið þarf síðan að sam- þykkja. Lausn á þessu vandamáli verður að finnast sem fyrst og kostnaðurinn við hana verður einn- ig að vera viðráðanlegur fjárhags- getu sveitarfélaganna. Ef slík lausn finnst ekki þá ríkir áfram það ófremdarástand sem er í þessu máli í dag.“ Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa III Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. Ef þér er annt um línumar og krónurnar —geturðu glaðst yfir Hvers dags ís á hverjum degi. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.